Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Halla Sveins-dóttir fæddist á
Akranesi 10. sept-
ember 1959. Hún
andaðist á heimili
sínu, Brekkubæ 6 í
Reykjavík, 12. febr-
úar síðastliðinn.
Halla var dóttir
hjónanna Sveins
Teitssonar, málara-
og húsasmíðameist-
ara og knattspyrnu-
manns á Akranesi,
og Ágústu Aðalheið-
ar Ágústsdóttur,
húsfreyju og söng-
konu þar, frá Brekku í Dýra-
firði. Þau skildu. Kona Sveins er
Helga Guðjónsdóttir, húsfreyja í
Reykjavík. Eiginmaður Ágústu
er sr. Gunnar Björnsson, sókn-
arprestur í Selfossprestakalli.
Bróðir Höllu er Árni Sveinsson,
húsasmíðameistari og knatt-
spyrnumaður. Kona hans er Íris
Þorleifsdóttir. Árni á tvö börn:
Arnald og Þóreyju Unni. Börn
Írisar eru: Sigurdís Jara, Andr-
ea Malín og Rakel Ýr. Systir
Höllu er Unnur Sveinsdóttir,
húsfreyja í Reykjavík. Eigin-
maður hennar er Hafþór Snæ-
björnsson, pípulagningameist-
ari, hálfbróðir Írisar Þorleifs-
dóttur. Þau eiga
þrjú börn: Sunnu
Líf, Ágúst Mána og
Guðrúnu Ísold.
Halla giftist 2.
apríl 1978 Svanþóri
Þorbjörnsyni, mál-
arameistara í
Reykjavík, f. 22.
október 1957. For-
eldrar Svanþórs eru
hjónin Erla Guð-
mundsdóttir, hús-
freyja og kaupkona,
og Þorbjörn Péturs-
son, verslunarmað-
ur. Synir Höllu og
Svanþórs eru: Þorbjörn, fram-
reiðslumaður, f. 3. ágúst 1977,
Sveinn Teitur, verslunarmaður,
f. 15. janúar 1980, og Bjarki
Dagur, nemi, f. 10. nóvember
1990.
Halla vann lengst af við
saumaskap og afgreiðslustörf.
Hún rak um skeið eigin verslun,
Saumalínu í Hæðarsmára í
Kópavogi. Síðast starfaði hún í
versluninni Virku. Þau Halla og
Svanþór áttu og ráku veitinga-
húsið Café Opera við Lækjar-
götu í Reykjavík.
Útför Höllu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku Halla mín. Þegar maður
sest niður bugaður af sorg og á að
fara að skrifa til þín mínar dýpstu
tilfinningar og minningar kemur
ótal margt upp í hugann.
Miðað við þitt lífshlaup og allar
gerðir finnst manni orðatiltækið að
þeiri deyi ungir sem guðirnir elska
aldrei hafa átt betur við en nú.
Þrátt fyrir reiði og skort á skiln-
ingi við fráfall þitt, Halla mín, mun
ég verða eilíflega þakklátur fyrir
þau ár sem við fengum að njóta
saman í gleði og sorg.
Ég var svo heppinn að fá að
kynnast þér sem táningi, eiga með
þér þrjá yndislega drengi eða eins
og þú orðaðir það sjálf, við vorum
sem systkin, vinir og hjón.
Þú komst inn á heimili mitt að-
eins 16 ára gömul og þér var tekið
opnum örmum af foreldrum mínum
sem litu alla tíð á þig sem dóttur
og þú sýndir þeim ást og umhyggju
sem um foreldra þína væri að
ræða.
Það að alast upp með þér og
ganga þér við hlið þau ár sem við
fengum saman hefur breytt mér í
betri mann, þvílík var útgeislun þín
og góðmennska.
Þann stutta tíma sem þú fékkst
eftir að þú varst greind með þann
alvarlega sjúkdóm sem dró þig til
dauða var það þitt helsta hugð-
arefni að styrkja okkur feðgana og
um leið lést þú í ljós áhyggjur um
okkar líðan þessar stundir og þær
sem koma skyldu.
Þetta eitt lýsir best þeirri um-
hyggju sem þú barst í brjósti gagn-
vart okkur öllum stundum. Líf þitt
gekk út á að skapa okkur fallegt og
skjólsamt heimili umvafið hlýju og
skilningi.
Það lýsir kannski best hversu
ósérhlífin og dugleg þú varst að
þrátt fyrir að þú værir farin að
finna fyrir einkennum sjúkdómsins
löngu áður en hann greindist
kvartaðir þú aldrei. Þú vannst tvö-
falda vinnu og annaðist heimilið af
sömu kostgæfni og áður.
Elsku Halla mín, eins og heimili
okkar ber vitni, alsett englum í
hinum ýmsu útgáfum, er mér það
nú ljóst að þú varst engill í manns-
mynd og munt sóma þér vel í því
nýja hlutverki sem þér hefur verið
falið.
Það hefur alltaf verið líf þitt og
yndi að ferðast til framandi landa
og er það mín heitasta ósk að það
ferðalag sem þú hefur nú tekið þér
fyrir hendur muni uppfylla vænt-
ingar þínar og óskir, því miðað við
lífshlaup þitt er þér ætlað mik-
ilvægt verkefni á æðri stöðum.
Það segir kannski mikið um hve
ríkan sess þú áttir hjá fólki að á
þeirri stund sem þú kvaddir þenn-
an heim raskaðir þú svefni fjölda
fólks, bæði hérlendis og erlendis.
Elsku Halla, ég veit að þú munt
leiða okkur feðga gegnum ókomna
framtíð og að vita af návist þinni
mun styrkja okkur í sorg okkar.
Að lokum vil ég þakka hinu frá-
bæra starfsfólki kvennadeildar
Landspítalans og Heimahlynningar
Krabbameinsfélagsins fyrir þá
hlýju og umhyggju sem það sýndi
Höllu í veikindum hennar, þá að-
stöðu sem þið skópuð fyrir mig
meðan á spítaladvöl hennar stóð og
þegar heim var komið. Kærar
þakkir.
Þá vil ég þakka fjölskyldu minni
og Höllu, vinum og kunningjum
sem styrktu okkur á þessari erfiðu
göngu og öllum þeim sem hafa sýnt
okkur hýhug. Peta, fyrir mig,
strákana og Höllu varst þú ómet-
anleg stoð og stytta á þessum tíma
og veit ég að Höllu þótti ómet-
anlegt að fá að halda í höndina á
þér.
En kæra fjölskylda og vinir, við
sem þekktum Höllu vitum að hún
mun fylgjast með okkur öllum um
ókomna framtíð og ég veit að við
munum öll veita henni sess í hjarta
okkar.
Ég átti þig sem aldrei brást,
á öllu hafðir gætur.
Mitt hjarta þrungið heitri ást,
þig harmar daga og nætur.
Ylríkt skjól í örmum þér
var auður daga minna.
Ljósið bjart sem lýsir mér
var ljómi augna þinna.
Þú vaktir meðan sæll ég svaf,
ei sviku kenndir þínar.
Allt sem ljúfast lífið gaf
var lagt í hendur mínar.
Hvíl þú í friði, ástin mín.
Svanþór.
Elsku mamma mín, það er erfitt
að trúa að það sé búið að taka þig
frá okkur. Það er enginn hægð-
arleikur að útskýra hvers vegna
þú, þessi perla í mannsmynd, hefur
þurft að yfirgefa þetta tilverustig
en kannski að ég geti fengið hugg-
un í því að þú sért komin á betri
stað, hjá æðri máttarvöldum, þar
sem þú heldur áfram að huga að
okkur og styrkja okkur í gegn um
allar okkar raunir. Það kannski
lýsir því best hversu sterk þú varst
fyrir okkur, að alla tíð frá því þú
vissir af veikindum þínum, fór hug-
ur þinn strax til þeirra sem þér
stóðu næst, en aldrei hafðir þú
áhyggjur af sjálfri þér, heldur hélst
áfram að hugga okkur allt fram til
endalokanna.
Það er víst að þeir sem örlögum
okkar stýra hafi blessað okkur sem
þig þekktum með því að leyfa okk-
ur að eiga þig að þennan tíma sem
við áttum saman, en þeir vildu taka
þig til sín og hafa þig hjá sér núna.
Ég veit samt að þú munt alltaf
vera hjá okkur, að eilífu, í hjarta
okkar sem fengum að kynnast þér,
þar sem þú lifir áfram góðu lífi.
Það er líka svo yndislegt hversu
fallega og vel allir tala um þig og
ég veit að allt það er satt, því þú
varst alltaf góð við alla, unnir öll-
um og áttir marga góða og trygga
vini, sem og þú varst öllum þeim
góður og tryggur vinur. Það er
ekki annað hægt en að hafa þig að
leiðarljósi þegar ég held áfram án
þín núna, þú ert mín fyrirmynd,
minn innblástur, hetjan mín.
Það er víst ekkert eftir nema að
kveðja þig núna, og lifa í von um að
þú sért á betri stað, þar sem þú
færð að halda áfram að hlúa að
okkur. Ég hugsa mikið til þín,
mamma, og þú hefur hjá mér sess
og sæti ávallt, og ég veit að þú
horfir niður til okkar og hjálpar
okkur í gegn um þessar erfiðu
stundir. Takk fyrir allt, ég elska
þig.
Þinn sonur,
Þorbjörn.
Elsku mamma. Þegar ég frétti
fyrst af veikindum þínum varð ég
niðurbrotinn og allan tímann sem
þú varst veik hélt ég í vonina að þú
myndir ná þér en allt kom fyrir
ekki.
Þegar þú kvaddir þennan heim,
hugsaði ég með mér hvað þetta líf
getur verið ósanngjarnt, að þetta
væri lagt á yndislegustu mann-
eskju í heimi og þá ljúfustu sem ég
hef kynnst.
En ég hugga mig við það að þú
ert komin á betri stað, elsku
mamma mín, og munt vaka yfir
mér og fjölskyldu minni.
Takk fyrir allt, elsku mamma
mín, og hvíl þú í friði.
Þinn sonur,
Sveinn Teitur.
„Drottinn minn og Guð minn, þú
gefur lífið og þú einn getur tekið
það aftur.
Þú hylur það eitt andartak í
leyndardómi dauðans til að lyfta
því upp í ljósið bjarta, sem eilífu
lífi til eilífðar gleði með þér. Lít í
náð til mín í sorg minni og söknuði.
Lauga sorg mína friði þínum og
blessa minningarnar, jafnt þær
björtu og þær sáru. Lát mig
treysta því að öll börn þín séu
óhult hjá þér. Í Jesú nafni. Amen.“
Þökkum þér samfylgdina, Halla
mín.
Þínir tengdaforeldrar
Erla og Þorbjörn.
Brotstjór gengur yfir og við
stöndum lömuð eftir og skiljum
ekki hver stjórnar ferðinni.
Frá okkur eru ástvinir teknir án
nokkurrar viðvörunar.
Við göngum að því vísu þegar við
fæðumst að við verðum síðar í
moldu borin.
Þeir útnefndu virðast oft valdir
af ósanngirni og tímasetningarnar
óskiljanlegar, en það eru víst allir
jafnir fyrir Guði.
Nú þegar við setjumst niður og
skrifum fátæklegar línur til að
minnast hennar Höllu okkar er það
með miklum trega og söknuði.
Lífskraftur hennar, hlýja og
væntumþykja voru með eindæm-
um. Hún lét sig allt varða innan
fjölskyldunnar, stjórnaði sínu
heimili með nærgætni og hlýju,
heimsótti Unni systur daglega og
fylgdist með líðan allra þeirra sem
að henni stóðu, var sífellt að gefa.
Þegar vágesturinn illi bankaði að
hennar dyrum, allt of fljótt, en hún
veiktist í desember sl., og kraft-
urinn fór þverrandi, breyttist fátt í
hennar fari. Síminn var við rúm-
gaflinn, hringt í pabba Venna og
Helgu í Stangarholti, til þess að
vita hvernig þau hefðu það, jú bæði
orðin öldruð og slitin og veikindi
farin að segja til sín. Það var
dæmigert viðmót Höllu að gefa
þegar aðrir máttu sín minna. Hún
sjálf hafði ekki lengur fótaferð og
heilsu en slíkur var lífskrafturinn
og hjartahlýja einkenndi þessa
heilsteyptu og glæsilegu konu, sem
ætíð bar hag annarra fyrir brjósti.
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur? En varla held ég að
svo sé með Höllu, stöðugt gefandi
svo að eftir var tekið hvort heldur
var af þiggjendum eða þeim sem
stóðu hjá.
Tómarúmið hjá Svanþóri og
drengjunum þeirra, Unni systur,
Árna bróður og öðrum fjölskyldu-
meðlimum er ólýsanlegt.
Það tómarúm breiðir úr sér til
foreldranna sem lifa barnið sitt.
Krafturinn, jákvæðnin, hlýjan og
það að vera ráðgefandi og taka af
skarið, það er leiðtogi sem gerir
slíkt, dáður og virtur.
Nú á hinstu stundu þegar við
kveðjum þig, elsku Halla, minn-
umst við alls hins góða sem þú gef-
ur gert og með þakklæti og virð-
ingu hvernig þú hlúðir að pabba
þínum, honum Venna, og Helgu í
Stangarholtinu.
Þín hlýtur að hafa beðið göfugt
verkefni á æðri stöðum þar sem þú
ert tekin frá okkur svo löngu fyrir
tímann.
Um leið og við vottum þér, Svan-
þór minn, Þorbjörn, Venni og
Bjarki Dagur, foreldrum og allri
fjölskyldunni innilegustu samúð
okkar biðjum við Guð að færa ykk-
ur styrk í þessari miklu sorg.
Á huga okkar sækja hlýjar og
bjartar minningar um frábæra
manneskju sem nú hefur kvatt
okkur.
Við þökkum Höllu fyrir sam-
fylgdina, hún reyndist okkur alla
tíð sem besta dóttir og vinur.
Helga Guðjónsdóttir,
börn og tengdabörn.
Að setjast niður og skrifa minn-
ingu um Höllu mágkonu mína er
erfitt. Ýmsar tilfinningar hafa látið
á sér bæra frá því í desember þeg-
ar hún fékk þann úrskurð að hún
væri alvarlega veik og margar
minningar hafa flogið gegnum hug-
ann undanfarna daga. Halla flutti
inn á okkar heimili aðeins 16 ára
gömul og ávallt síðan verið eins og
ein úr fjölskyldunni. Sagt er að
góður göngumaður þyrli ekki ryki í
kringum sig. Halla bar ríka um-
hyggju fyrir umhverfi sínu og frið-
ur og rósemd umlék hana fram á
síðasta dag. Það var sama á hverju
gekk, ekki þeytti hún rykinu í
kringum sig heldur tók hún öllu
með mikilli ró og yfirvegun. Hún
gaf mikið af sjálfri sér og ávallt var
hún tilbúin að rétta fram hjálp-
arhönd hverjum sem þurfti. Halla
var mikil saumakona og má segja
að hún hafi verið frábær listamað-
ur á því sviði. Ég fékk að njóta
þessara hæfileika hennar þegar
hún saumaði fyrir mig brúðarkjól-
inn minn, en einnig var hún dugleg
að sauma föt á Elvar, eldri strák-
inn minn. Það var aldrei verið að
flýta sér að klára heldur nostrað
við smáatriðin þannig að fötin yrðu
sem fallegust. Halla stóð alltaf eins
og klettur við hlið Svanþórs og allt
gerði hún fyrir strákana sína sem
hún taldi vera rétt. Hún gætti alls
og lítilsvirti ekkert. Þeirra missir
er mikill.
Elsku Svanþór, Þorbjörn, Venni
og Bjarki, megið þið finna styrk í
sorg ykkar. Minning hennar mun
lifa með okkur. Ég og fjölskylda
mín kveðjum Höllu með trega og
þökkum henni samfylgdina.
Katrín, Stefán og synir.
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur,
dóm sem enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllu sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik G. Þórleifsson.)
Það er tómarúm í hjarta mínu
þegar ég kveð elskulega vinkonu
mína og frænku, Höllu Sveinsdótt-
ur. Tómarúm sem ég veit að ég á
eftir að geta fyllt með fallegum
minningum með tímanum, þegar
sársaukinn minnkar. Okkur sem
stöndum henni næst finnst að ör-
lagadísirnar hafi hrifsað hana á
brott á óvæginn og ótímabæran
hátt. Halla var alla tíð hraust og
hugsaði vel um heilsuna.
Undanfarna mánuði hafði hún
kennt sér meins og í lok desember
fór hún í rannsókn og var enginn
búinn undir þær hræðilegu fréttir
um það hversu veik hún var orðin.
Við tók hræðilegur tími, stór upp-
skurður og úrskurður um að ekk-
ert væri hægt að gera fyrir hana.
Þetta var áfall fyrir alla sem að
henni stóðu og lýsir það henni best
að hún var sú sem huggaði og gaf.
Hún var ákveðin í að þetta myndi
hún komast yfir og kom það engum
á óvart sem hana þekktu, því upp-
gjöf var ekki til í hennar orðabók.
En því miður, þrátt fyrir viljann
ráðum við ekki við æðri máttarvöld
og neyðumst til að sætta okkur við
það. Það hlýtur að vera að meiri
þörf sé fyrir Höllu á öðru tilveru-
stigi, þótt við sem eftir lifum séum
ekki sátt við það, en það huggar að
trúa því. Það eru ekki allir eins
lánsamir og ég að hafa fengið tæki-
færi til að hafa svo fallega mann-
eskju í lífi mínu, skemmtilega,
æðrulausa, trausta og hlýja. Halla
hefur verið fastur punktur í mínu
lífi frá barnæsku og ein fyrsta
minning mín um hana er þegar ég,
fimm ára, flutti vestan af fjörðum
til Akraness þar sem stór hluti fjöl-
skyldu minnar bjó og ég vissi af
frænku minni sex ára sem beið
spennt eftir að hitta mig. Og ekki
stóð á henni að bjóða mig vel-
komna á nýjar slóðir, ég sé hana
enn fyrir mér, glaðlega, með rauða
hárið sitt og tilbúin að veita mér
aðgang að öllu sínu.
Þannig var okkar vinskapur upp
frá því, við upplifðum skemmtilega,
áhyggjulausa æsku og unglingsár
með öllu tilheyrandi. Sextán ára
fór Halla til Vestmannaeyja til að
vinna yfir sumartímann og ég sat
vængbrotin eftir, þar sem ég var of
ung til að foreldrum mínum þætti
við hæfi að leyfa mér að fara með
henni. Um haustið kom Halla heim
með ungan mann með sér og sagð-
ist vera trúlofuð. Ég man að ég
horfði fjandsamlega á þennan
mann sem mér fannst vera að stela
bestu vinkonu minni frá mér. Þetta
var auðvitað hann Svanþór og
reyndist það Höllu minni farsæl
ákvörðun að eiga hann. Eins og
hún sagði sjálf í veikindum sínum
mætti segja að þau hafi alið hvort
annað upp og hafa alla tíð verið
samhent í öllu sem þau hafa tekið
sér fyrir hendur og stóðu frá byrj-
un á eigin fótum. Þau eignuðust
þrjá yndislega syni, Þorbjörn,
Venna og Bjarka, sem Halla var
mjög stolt af og talaði alltaf um af
mikilli ást og umhyggju og er miss-
ir þeirra meiri en nokkur orð fá
lýst.
Mér hefur Halla reynst ómet-
anleg vinkona. Á tímabilum þegar
ég bjó erlendis gat ég treyst á að
fá bréf frá henni með fréttum af
því sem hún vissi að ég hefði áhuga
á að vita, blaðasendingar og reglu-
leg símtöl. Hún hefur alltaf ræktað
vinskap okkar af alúð og um-
hyggjusemi og hefur kennt mér
mjög margt á lífsleiðinni sem rifj-
ast nú upp þegar ég læt hugann
reika til baka og er ég henni inni-
lega þakklát fyrir og mun reyna að
hafa að leiðarljósi í framtíðinni.
Elsku Svanþór minn, þú ert bú-
inn að vera ótrúlega sterkur á erf-
iðasta tíma lífs þíns og það er búið
að vera aðdáunarvert að sjá hversu
vel þú hugsaðir um Höllu í veik-
indum hennar, umvafðir hana ást
og umhyggju þrátt fyrir þína miklu
sorg og gerðir henni kleift að vera
heima hjá ykkur strákunum þenn-
an stutta tíma sem hún átti eftir.
HALLA
SVEINSDÓTTIR