Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 45 ALEX Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester Unit- ed, sagði á blaðamannafundi í gær að það væri ekki rétt að sauma hefði þurft tvö spor í augabrún Davids Beckhams. Ferguson sparkaði þá í reiði sinni í fótboltaskó í búnings- klefa liðsins, eftir tapið gegn Arsenal í bikarnum, með þeim afleiðingum að skórinn þeytt- ist í andlit Beckhams. Ferguson lagði áherslu á að það sem ætti sér stað í bún- ingsklefa liðsins ætti að öllu jöfnu ekki erindi útfyrir hann. Um það ríkti gagnkvæmt traust á milli hans og leik- mannanna. „Það þurfti ekki að sauma Beckham, þetta var smáskeina sem læknir liðsins meðhöndlaði. Atvikið var al- gjört slys, þótt ég reyndi þetta 100 eða milljón sinnum gæti ég ekki leikið þetta eftir. Ann- ars væri ég enn að spila sjálf- ur,“ sagði Ferguson, sem bað ekki Beckham afsökunar op- inberlega eins og margir áttu von á og það hefur gefið frétt- um enskra fjölmiðla í gær byr undir báða vængi. Þar var meðal annars sagt að leik- menn hefðu þurft að ganga á milli til að koma í veg fyrir slagsmál þeirra og að Beck- ham hefði hrækt á Ferguson. Beckham ekki saumaður  HARRY Kewell, hinn sókndjarfi leikmaður Leeds, mun missa af deildarleik við Manchester United 5. mars., þar sem hann tekur út leik- bann vegna þess að hann fékk sitt fimmta gula spjald í leik við Crystal Palace á sunnudaginn.  GIACINTO Facchetti, liðstjóri hjá Inter Mílanó og fyrrverandi varnar- leikmaður liðsins, hefur verið dæmd- ur í tveggja vikna bann fyrir að ráð- ast að dómara eftir tapleik Inter gegn Chievo um sl. helgi, 2:1.  AC Milan hefur boðið fyrirliða sín- um Paolo Maldini, 34 ára, nýjan eins árs samning er samningur hans við liðið rennur út í sumar. Maldini seg- ist opinn fyrir nýjum samningi.  MATEJA Kezman, 23 ára, hinn mikli markahrókur Eindhovens, sem hefur skorað 22 mörk í hol- lensku 1. deildarkeppninni í vetur, hefur ákveðið að leika ekki með landsliði Serbíu og Svartfjallalands framar, þar sem hann er ekki ánægður með starf landsliðsþjálfar- ans Dejan Savicevic og hvernig hann lætur landsliðið leika.  KEZMAN hefur leikið 27 lands- leiki og skorað tíu mörk fyrir Júgó- slavíu, sem lék fyrst undir nafni Serbíu og Svartfjallalands gegn Aserbajdsjan í sl. viku á heimavelli í undankeppni EM, 2:2. Hann var ekki ánægður með leikstíl liðsins og ákvað að draga sig í hlé. FÓLK ÍSLENSKA landsliðið í skylmingum með höggsverði vann til gull- verðlauna á árlegu alþjóðlegu móti í Svíþjóð um síðustu helgi og er þetta í annað sinn sem liðið kemur með gull af þessu móti. Liðið skipuðu Íslandsmeistarinn Ragnar Ingi Sigurðsson, Hróar Hugoson og Andri H. Kristinsson. Þeir unnu Englendinga 45:32 í und- anúrslitum og Finna 45:34 í úrslit- um. Í einstaklingskeppninni, sem fram fór daginn áður, náði Ragnar Ingi bestum árangri íslensku kepp- endanna, varð í þriðja sæti eftir að hafa tapað fyrir belgískum skylm- ingamanna. Hróar varð í 9. sæti, Andri í því 10. og William Fr. Hunt- ingdon-Williams í 22. sæti, Haukur Jónasson í 26. og Þórarinn Sig- urgeirsson í 30. en 43 keppendur frá tíu löndum kepptu á mótinu. Þrír síðasttöldu, unglingalandsliðið, lentu síðan í 6. sæti í liðakeppninni. Gullverðlaun í skylmingum í Svíþjóð Ragnar Ingi Það var boðið upp á hörkuleik íVestmannaeyjum í gærkvöldi þegar Þór Akureyri kom í heim- sókn í 1. deildar- keppninni í hand- knattleik og fagnaði sigri, 32:31. Gestirn- ir byrjuðu betur í leiknum og skoruðu fyrstu þrjú mörk og héldu forystu fram í mið- bik hálfleiksins. Þá kom góður kafli Eyjamanna og þeir náðu þriggja marka forystu sem þeir héldu til leikhlés, 16:13. Eyjamenn höfðu áfram frum- kvæðið í seinni hálfleiknum og héldu tveggja til þriggja marka for- ystu. Gestunum tókst svo að jafna 25:25 þegar um tíu mínútur voru eftir og voru eftir það alltaf skrefi á undan Eyjamönnum. Það gekk mikið á á lokamínútum leiksins. Þegar tvær mínútur voru eftir og staðan jöfn 29:29 fengu Þórsarar mjög umdeilt vítakast og Robert Bognar var rekinn út af. Goran Gusic kom Þórsurum yfir úr vítakastinu og liðin skoruðu svo sitt markið hvort og þegar rúmar tutt- ugu sekúndur voru eftir voru Þórs- arar marki yfir og Eyjamenn með boltann. Þeir fengu aukakast og á meðan Þórsarar voru að deila við dómarann var boltanum kastað út í hornið á Sindra Ólafsson sem jafn- aði metin án þess að Þórsarar hreyfðu sig. Tíu sekúndur voru nú eftir og Þórsarar tóku leikhlé. Þórsarar tóku markvörðinn út af og settu aukamann í sóknina og glæsileg sókn þeirra skilaði marki þegar þrjár sekúndur voru eftir og var þar að verki Hörður Sigþórsson, 31:32. Eyjamenn köstuðu boltanum strax fram á miðju og þar sem eng- inn var í markinu átti að skjóta strax en Þórsarar trufluðu send- ingu fram á miðju og fékk sá leik- maður tveggja mínútna brottvísun en Eyjamenn sátu eftir með sárt ennið. Á meðan dómararnir ráku leikmanninn útaf gátu gestirnir stillt upp að nýju og aðeins auka- kast frá miðju eftir sem ekkert kom út úr. Bestur í liði Eyjamanna var línu- maðurinn Sigþór Friðriksson sem loks sýndi hvað í honum býr, skor- aði sjö mörk og virkaði mjög örugg- ur í sínum færum. Hjá gestunum bar frábær innkoma Goran Gusic í seinni hálfleik af, en hann varð markahæsti leikmaður liðsins og spilaði aðeins í þrjátíu mínútur. Hann fór oft illa með varnarmenn Eyjamanna og hélt Þórsurum á floti um tíma í síðari hálfleik. Mark- verðir Þórsara stóðu sig einnig vel, Hörður Flóki var með þrettán varin og Hafþór Einarsson átta. Naumur sigur Þórs Sigursveinn Þórðarson skrifar ir Stjörnuleikinn um daginn byrjuðu svokallaðir körfuknattleikssérfræð- ingar að mikla möguleika meistar- anna, en tveir tapleikir á heimavelli um helgina sýndu að það verður ekki svo auðvelt. Shaquille O’Neal er enn of þungur og stóratáin er enn að meiða hann. Kobe Bryant er með bólgu í báðum hnjám og getur ekki endalaust hald- ið liðinu gangandi. Aðrir leikmenn geta ekki skorað, svo ekki er augljóst hvernig liðið á að geta slegið San Antonio, Dallas og Sacramento út í úrslitakeppninni. Það mun einfald- lega ekki gerast nema að stórbreyt- ingar verði á leik liðsins á næstunni. Líklegra er að eitt af þessum þremur liðum muni standa uppi sem sigur- vegari í sumar. Fjölgun erlendra leikmanna hefði bætt NBA-deildina Sports Illustrated, víðlesnasta íþróttatímaritið hér í landi, gerði ný- lega skoðanakönnun á viðhorfum til NBA-deildarinnar. Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið úr áhuga almennings á deildinni, voru úrslit könnunarinnar ekki svo slæmar fyrir deildina. Flestum fannst að nýjasta kynslóð leikmanna hefði ekki eins mikla persónutöfra og fyrri kynslóðir. Auk þess fannst mörgum að leikmenn hefðu meiri áhuga á að þéna mikla peninga í stað þess að vinna leiki. Á móti kom að meirihluti svarenda taldi að fjölgun erlendra leikmanna hefði bætt deild- ina og gert hana áhugaverðari en annars. Í raun er staða deildarinnar miðað við aðrar atvinnudeildir nokk- uð góð og virðist framtíðin björt ef marka má gæði margra leikja und- anfarið. AP Michael Jordan, Washington Wizards, sækir hér að körfu Los Angeles Clippers og skorar án þess að Corey Maggette og Elton Brand komi vörnum við. Keppt verður í flokki 30 ára og eldri og flokki 40 ára og eldri. Hvert félag má senda fleiri en eitt lið til keppni. Fyrirhugaður leiktími er 2 x 10 mínútur. Spilað verður á hálfum velli í 8 manna liðum á stór mörk. Verðlaun verða veitt fyrir 1., 2. og 3. sæti í báðum flokkum. Þátttökugjald er 20.000 kr. á hvert lið. Þátttökutilkynning verður að hafa borist fyrir 25. febrúar 2003. Nánari upplýsingar og skráning í síma 564 1990 eða á netfangi villi@breidablik.is. Fífumót í eldri flokki karla 2003 í Fífunni dagana 8. - 9. mars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.