Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ K ona ein nokkuð ná- komin mér fór á það sem kallað er skyggnilýsing- arfund um daginn. Ég hef aldrei farið á slíka fundi en að því er mér skilst ganga þeir út á það að miðill, sá sem gefur sig út fyrir að vera í sérstöku sambandi við „æðri“ heima, gengur um og ber skilaboð til þeirra sem mæta á fundinn frá látnum ættingjum og vinum. Þannig sagði miðillinn við kon- una, sem ég nefndi hér í upphafi, að á fundinn væru mættir þrír framliðnir ættingjar hennar. Þeir höfðu það víst gott; báðu fyrir kveðju og sögðu að þeir styttu sér m.a. stundir með því að spila vist. Sitthvað fleira sögðu víst ættingjarnir, m.a. að þeir hefðu áhyggj- ur af ónotuðu hjóli í kjall- aranum. Kon- unni fannst að sjálfsögðu gott að heyra frá góð- um ættingjum og spurði þá, í gegnum miðilinn, hvar demants- nælan hennar væri, sem hún hefði týnt og lengi saknað. Ekki stóð á svarinu: „Nælan er í skúffu heima hjá þér sem erfitt er að opna.“ Síðan þá hefur konan leitað að nælunni, ítrekað, í öllum skúffum og hirslum heima hjá sér. En hvergi finnst hún, a.m.k. ekki ennþá. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að ég er ein af þeim sem ekki leggja trúnað á það sem fram fer á miðilsfundum; hvað þá á spádómsgáfu spákarla og -kvenna. Ég trúi því reyndar að fólk sé mismunandi næmt og geti þar með sett sig fljótlega inn í að- stæður einstaklinga og fundið út hvernig þeim líður. En ég legg ekki trúnað á það að fólk geti sagt fyrir um óorðna hluti. Ræt- ist „spádómurinn“ sé það vegna tilviljana eða einlægs vilja þess sem spáð var fyrir; hann hafi t.d. látið „spádóminn“ rætast með vilja sínum og opnum huga. Af þeim sökum hefur mér fundist nokkuð fyndið að sjá kon- una, sem ég þekki, snúa öllu við heima hjá sér í leit að nælunni. Ég á ekki von á að nælan finnist, en hef þó látið hafa eftir mér, að ef hún finnist skuli ég endur- skoða hug minn til miðla og spá- manna. En þangað til „dunda“ ég mér við að finna jarðneskar skýringar á öllu því sem fram fer á miðils- fundum og öðrum slíkum fund- um. Þannig heyrði ég til dæmis sögu af öðrum skyggnilýsing- arfundi þar sem miðill byrjaði á því að þefa eitthvað út í loftið og sagði síðan: „Ég finn lykt af kleinum.“ Fundurinn fór víst fram í stórum sal, sem var þétt- skipaður fólki, en enginn kann- aðist við lyktina af kleinunum. Miðillinn ítrekaði að hann fyndi lyktina en gestirnir litu hver á annan og þögðu. Eða þar til mað- ur nokkur sagði stundarhátt: „Ja, ég átti nú einu sinni heima við hliðina á bakaríi.“ Þarna var semsé komin tengingin við klein- urnar! En ég spyr: Er ekki sú tenging lýsandi fyrir vilja manns- ins og sennilega annarra gesta til þess að skýra lyktina af klein- unum? Um framhald fundarins veit ég ekki. Ég get mér þess þó til að miðlinum hafi tekist að tengja kleinurnar við bakaríið og mann- inn sem átti heima við hliðina á því og vonandi að lyktin af klein- unum hafi þrátt fyrir allt átt eitt- hvert gott erindi við manninn, sem eitt sinn bjó við hliðina á bakaríi. En svo ég, hin vantrúaða, haldi áfram, þá verð ég að minnast á enn annan skyggnilýsingarfund. Þar spurði víst miðillinn: „Kann- ast einhver við gamla konu í göngugrind?“ Ég spyr á móti: „Hver kannast ekki við gamla konu í göngugrind?“ Í útvarpinu á dögunum heyrði ég miðil spyrja konu, hlustanda á línunni, að því hvort hún þekkti einhverja Guð- rúnu. Svo ótrúlega vildi reyndar til að hlustandinn kannaðist ekki við neina Guðrúnu – og það þótt Guðrún sé eitt algengasta nafn á landinu. Eftir nokkra umhugsun sagði hlustandinn þó: „Ég held að maðurinn minn eigi fjarskylda frænku sem heitir Guðrún.“ Mið- illinn bað hana að kanna það bet- ur, því þessi Guðrún ætti í ein- hverjum vandræðum! Þá las ég Völvu Vikunnar um jólin þar sem hún spáði því m.a. að kona ætti eftir að koma inn sem leiðtogi á þessu ári! Sagðist hún ekki verða hissa ef það yrði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir! Því- lík spádómsgáfa segi ég nú bara! Ennfremur sagði völvan að ef „mál skyldu fara þannig að hann [Davíð Oddsson] yrði í stjórn- arandstöðu þá mun hann fljótlega hverfa til annarra starfa“. Ég verð nú að segja að ég hefði vel treyst mér til að spá þessu sama! En þrátt fyrir að ég trúi ekki á miðla og spámenn er ég ekki þar með að gera lítið úr þýðingu þeirra. Sumir segja t.d. að spá- konur séu sálfræðingar nú- tímans. Ég get vel tekið undir það – að einhverju leyti. A.m.k. veit ég að spákonur áttu nokkurn þátt í því að kunningjakonu minni fór að líða mun betur fljótlega eftir að hún skildi við sambýlis- mann sinn. Kunningjakonan fór semsé til a.m.k. fjögurra eða fimm spá- kvenna fyrsta hálfa árið eftir skilnaðinn. Og allar spáðu þær því sama; góðu gengi í ástamál- unum: „draumaprinsinn“ væri á næsta leiti. Að vísu eru sex eða sjö ár liðin síðan og enginn „draumaprins“ hefur gert vart við sig. En hvað um það; þetta var bara akkúrat það sem kunn- ingjakonan þurfti að heyra svo fljótlega eftir skilnaðinn. Núna, þegar hún er löngu búin að jafna sig, er hún hætt að fara til spá- kvenna og ennfremur: hún kærir sig bara alls ekki um neinn „draumaprins“. Enda segir hún hann ekki vera til. En það er nú annað mál. Ætlun mín með þessari grein er þó ekki heldur að gera lítið úr þeim sem trúa á miðla og spákon- ur. Ef eitthvað er þá öfunda ég þá sem trúa á eitthvað æðra og meira. En því miður geri ég það ekki; a.m.k. ekki fyrr en nælan finnst. Hvar er nælan? „Þar spurði víst miðillinn: „Kannast einhver við gamla konu í göngugrind?“ Ég spyr á móti: „Hver kannast ekki við gamla konu í göngugrind?““ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ✝ Valdimar Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 12. mars 1973. Hann lést af slysförum 11. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Sig- ríður Valdimars- dóttir, f. 21. apríl 1953, og Gunnar Gíslason, f. 1. apríl 1951, búsett í Hafn- arfirði. Systkini Valdimars eru Daði, f. 2. janúar 1979, og Þuríður, f. 6. júní 1983. Sonur Valdimars er Axel, f. 22. apríl 1991, móðir hans er Vilborg Drífa Gísladóttir, f. 22. febrúar 1974. Sambýliskona Valdimars er Þórdís Arna Benediktsdótt- ir, f. 31. janúar 1978. Dóttir hennar er Karen Sif Jónsdótt- ir, f. 12. nóvember 1997. Valdimar ólst upp í Hafnarfirði. Hann bjó í fjögur ár í Kaupmannahöfn og flutti síðan aftur til Íslands 2001. Hann vann við ýmis störf og nú síðast í bygg- ingarvinnu. Útför Valdimars verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku ástin mín. Nú situr þú á skýjunum með Fenderinn í fanginu við hlið ömmu Dísu og afa Valla og fylgist með okkur öllum. Ég hugsa mikið til þín og daga okkar saman, um okkar vonir og drauma. Það er svo margt sem við gerðum og sem við áttum eftir að gera saman og með börn- unum. Við áttum saman margar og góðar stundir, eins og þegar við fór- um í sumarbústaðinn með Karen og Axel, ég með hita og þú tókst allt í þínar hendur og gerðir allt fyrir okkur. Manstu þegar við fórum á skauta með krakkana, við skemmt- um okkur alveg konunglega. Og þegar við fórum í sveitabíltúr, þér og Axel fannst það nú ekkert gam- an því þið eruð svo mikil borg- arbörn en þið gerðuð það nú samt fyrir okkur sveitastelpurnar. Allt sem þú tókst þér fyrir hend- ur gerðir þú frábærlega. Hvernig þú lékst á gítarinn fyrir mig, þér leiddist það nú ekki að láta fylgjast með þér spila og mér leiddist nú ekki að hlusta og fylgjast með þér, ástin mín. Þú ert stór hluti af lífi mínu og ég mun aldrei gleyma því þegar þú, sæti kallinn minn, komst inn í líf okkar Karenar. Ef ég ætti eina ósk þá óskaði ég þess heitt að þú værir ennþá hérna hjá okkur og passaðir uppá okkur, en ég veit að þú ert í öruggum höndum núna. Heimilið okkar á Hringbrautinni er svo tómlegt án þín en við eigum marga góða að sem styðja við bakið á okkur. Þetta er svo erfitt því þú varst tekinn svo skjótt í burtu frá okkur og þetta er svo ósanngjarnt. Ég elska þig og mun ávallt hugsa til þín, elskan mín. Ég geymi allar okkar góðu minningar í hjarta mínu. Þín unnusta ávallt, Þórdís (Dísa). Kæri pabbi minn. Ég sakna þín mjög mikið og ég vildi að þú værir enn hérna að skemmta þér með okkur. Nú fylgistu með okkur öllum sem þú þekkir frá himnum. Þótt öllum þyki það leitt þá getum við alltaf hresst okkur við góðar minningar. Guð geymi þig og varðveiti. Þinn Axel. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Elsku drengurinn okkar sem varst okkur svo kær. Þín er minnst sem góðs og ljúfs drengs. Við eigum eftir að sakna þín og faðmsins þíns. Minnumst þín eins og þú varst ljúf- ur og góður alla tíð, hreinn og fal- legur. Takk fyrir að skilja eftir góð- ar minningar og gullmolann hann Axel okkar. Minning um góðan dreng lifir. Guð geymi þig, elsku drengurinn okkar. Pabbi og mamma. Elsku Valdi. Við getum ekki lýst því hvað okk- ur brá þegar við fengum þessa harmafregn. Þú, elsku Valdi, komst inn í líf dóttur okkar, Dísu, og Kar- enar Sifjar og það var yndislegt að sjá ykkur saman enda voruð þið svo ástfangin. Litla hreiðrið ykkar við Hringbrautina er nú svo tómt. Þar voruð þið búin að eignast svo fallegt heimili og þar hlúðuð þið svo vel að börnunum. Þegar við heimsóttum ykkur þá settir þú á þig svuntuna og helltir upp á kaffi og dútlaðir í eldhúsinu og tókst utan um Dísu þína en á það varst þú óspar. Þú varst mikill kokkur og sást um að elda og taka til á heimilinu. Þið vor- uð svo samrýnd og heimilið var svo fallegt. Alltaf þegar við kvöddum, þá kysstir þú okkur alltaf á kinnina því þú varst svo góður og elskuleg- ur. Þegar Axel var hjá ykkur þá VALDIMAR GUNNARSSON Ég sit við tölvuna og hlusta á tregablandin lög Bubba. Upp í hug- ann streyma óteljandi minningar um Pálma bróður minn sem hefði orðið 24 ára í dag, 19. febrúar, hefði hann lifað. Síðasta skiptið sem ég hitti hann er ljóslifandi og ég get ekki annað en brosað í gegnum tárin. Myndarlegur, stæltur og brosmildur ungur maður á leið í veiðiferð með vinnufélögunum eldsnemma morg- uns. Aldrei þessu vant er hann vakn- aður á undan mér þennan sumardag- inn en Pálmi var ekki þekktur fyrir að vera morgunhress. Hann hlaut að vera fullur tilhlökkunar. Alltaf jafn áhyggjufull og líklega of umhyggju- söm bað ég hann um að fara varlega. Viðbúinn því sneri Pálmi sér við og sagði mér brosandi að hafa ekki áhyggjur. Svo var hann farinn. Það er ólýsanlega erfitt að líta yfir farinn veg og vita til þess að ég muni aldrei hitta litla bróður minn aftur. Jafn- framt geri ég mér grein fyrir því hversu heppin ég er að hafa átt Pálma að. Frá fyrstu minningu var samband okkar mjög gott, jafnvel einstakt. Fyrsta alvöru minningin sem ég á um Pálma var þegar hann var þriggja eða fjögurra ára gutti. Ég átti bangsa sem hét Brúnó. Ég setti upp eins konar leikrit á hverju kvöldi með bangsann sem aðalpersónu til að skemmta Pálma áður en við fórum að PÁLMI ÞÓRISSON ✝ Pálmi Þórissonfæddist á Akra- nesi 19. febrúar 1979. Hann lést af slysförum 2. ágúst síðastliðinn og var hans minnst í Bú- staðakirkju 23. ágúst. sofa. Þetta var alltaf jafn vinsælt og sofnuð- um við saman í mínu rúmi. En rúmið sem ég átti var ekki mjög stórt og var oft ansi þröngt á þingi þegar við vorum þar tvö. Ég hét því á hverjum morgni að næstu nótt skyldi ég sofa ein en sagan end- urtók sig þó alltaf þegar kom að háttatíma. Ég bara stóðst ekki mátið, mér þótti svo vænt um þennan litla bróður minn. Þegar við vorum bæði orðin full- orðin gisti Pálmi oft heima hjá mér og Sigrúnu Aminu dóttur minni. Þrengslin voru enn mikil en ég hefði aldrei getað neitað Pálma um gist- ingu og fannst bara kósí og kunnug- legt að hafa hann sofandi á dýnu á gólfinu. Segja má að dóttir mín hafi þá komið í stað Brúnó því hún sá um að skemmta honum eldsnemma morguns við misjafnar undirtektir en vakti þó alltaf mikla lukku á endan- um. Síðustu og fyrstu minningarnar um bróður minn eru því svipaðar. Pálmi kom fram við unga sem aldna sem jafningja. Hann hafði mjög gaman af því að heimsækja ömmur sínar og afa, þá var ósjaldan borðað mikið af kleinum, fiskibollum eða öðru góðgæti sem á borð var borið. Hann sýndi þeim væntumþykju sína og þakklæti fyrir veitingarnar með því að taka þéttingsfast um axlirnar á þeim eins og honum einum var lagið. Ekki hafði hann minna gaman af því að eyða stundum með Sigrúnu Aminu frænku sinni. Hún tók við hans sessi sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn. Í samskiptum þeirra sá maður alla hans bestu kosti, hann var einstak- lega barngóður og hafði gaman af því að ræða við frænku sína um alla hluti. Honum fannst hún alveg svakalega sniðug og ósjaldan sagði hann vinum sínum frá einhverju skemmtilegu sem frá henni hafði komið. Hann var stoltur og maður sá að aðdáunin skein úr augum hans þegar hann horfði á hana. Á síðustu tveimur ár- um eða svo passaði hann hana oft fyr- ir mig og það var aldrei eins skemmtilegt hjá henni og þá. Hún fékk að vaka og horfa á margar teiknimyndir en það sem henni fannst best var að hann nennti að horfa á þær með henni og hún lýsti fyrir honum hvað var að gerast á hverju augnabliki. Þvílík þolinmæði. Pálma var lagið að þroska samskipti sín við fólk á einhvern hátt sem fáum öðrum tekst. Það eru ekki margir sem áttu eins gott samband við for- eldra sína og Pálmi. Langt fram eftir aldri skreið hann upp í rúm til þeirra í „millið“ ef honum lá eitthvað á hjarta. Þau voru trúnaðarvinir hans. Pálmi dáðist mikið að Degi eldri bróður okkar. Þegar hann var yngri vildi hann verða alveg eins og Dagur bróðir, hávaxinn körfuboltamaður. Þegar Pálmi gerði sér grein fyrir að hann yrði alltaf lágvaxnari en Dagur ætlaði hann allavega að verða sterk- ari með því að æfa lyftingar af kappi. Þótt lyftingarnar gengju vel hjá Pálma notaði hann fáa vöðva eins mikið og brosvöðvana. Pálmi var yngri frændum sínum á Skaganum, Andra og Áskeli, frábær vinur. Hann fór með þá á rúntinn og spjallaði við þá um íþróttir og allt milli himins og jarðar. Vinkonum mínum er hann minnisstæður sem töffarinn sem blikkaði þær og þóttist harður í horn að taka. Þegar þær fréttu að hann hefði að eigin frumkvæði keypt bleiku glimmerkjólana á Sigrúnu Aminu sáu þær að undir yfirborði töffarans bjó einlægt hjarta. Hér lýkur þessari ferð um veg minninganna að sinni. Ég á hlýjar minningar um Pálma bróður minn. Þær lifa í þessum orðum og eru mér svo kærar, þær lina söknuðinn í hjarta mínu og hjálpa mér að takast á við framtíðina. Vigdís Þórisdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.