Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 53 ÁLFABAKKI Lokabaráttan er hafin! KRINGLAN EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.15. B. I. 16. KVIKMYNDIR.IS / ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára. ÁLFABAKKI / AKUREYRI ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6 og 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. / Sýnd kl. 8 og 10. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK KRINGLAN Sýnd kl. 5. enskt tal Sýnd kl. 8. KRINGLUNNI Sýnd kl. 8 og 10.15. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 10.15. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 6. HJ MBL ÞAÐ er margt og mikið á seyði hjá framleiðslufyrirtækinu íslenska Saga Film. Þannig hefur fyrirtækið og einn leikstjóri þess, Lárus Jóns- son, vakið töluverða athygli í hinum alþjóðlega auglýsingaheimi fyrir auglýsingu sem unnin var fyrir slóvenska dekkjaframleiðandann Sava Tires. Auglýsingin er um vetrardekk Sava, Eskimo S3, og skartar m.a. forláta kafbáti, eskimóa og hrika- legri vetrarauðn. Auglýsingin var þannig tilnefnd á Eurobest-verðlaunahátíðinni, vann Pýramídann á EPICA-hátíðinni, fékk silfurverðlaun á alþjóða aug- lýsingahátíðinni í Moskvu og var til- nefnd á alþjóða auglýsingahátíðinni í London. Auglýsingin var tekin upp hér á Fróni í ágúst í fyrra. Annar innanhússleikstjóri hjá Saga Film, Árni Þór Jónsson – sem fékk á dögunum íslensku tónlist- arverðlaunin fyrir myndband Singapore Sling við lagið „Listen“ – var þá tilnefndur á dögunum í hinu virta fagtímariti auglýsingageir- ans, Boards, sem einn af athyglis- verðustu leikstjórum í auglýs- ingaheiminum í dag. Árni Þór er nú nýkominn frá Moskvu þar sem hann vann að auglýsingu fyrir rússneska bjórfyrirtækið 3 Knights og svaraði góðfúslega nokkrum spurningum. Bretland og Holland Árni er vígreifur eftir góða ferð til Rússlands, segir hana hafa verið skemmtilega en auglýsingarnar eru tvær og þrjátíu sekúndna langar. „Þetta er í fyrsta skipti sem þetta fyrirtæki fer í einhverja alvöru her- ferð. Myndin er nett miðaldarleg með íshokkíívafi, þar sem fyr- irtækið ætlar að tengja inn á vænt- anlegt heimsmeistaramót. Þá leik- um við okkur með þessa þrjá riddara en slagorðið er: „Saman er- um við sterkir“. Miðaldapæling- arnar ganga einnig og út frá bar- áttu Rússa við krossfara í fyrndinni en í rússneskri sögu eru krossfarar „ljótu kallarnir“.“ Tímaritið Boards er kanadískt og er eitt virtasta fagtímarit auglýs- ingaheimsins. Því er dreift um allan heim og sérstaklega hefur það mikla vigt vestan hafs. „Blaðið birtir árlega lista yfir þá þrjátíu manns sem það telur vera heitasta í auglýsingaheiminum í dag,“ útskýrir Árni og því ljóst að þetta er frekar stórt mál, enda er Árni þegar farin að fá upphring- ingar frá stórum auglýsingastofum, frá Bretlandi og Hollandi m.a. „Árið hefur farið mjög vel af stað hjá mér. Það er nóg að gera fram- undan heima og erlendis og ég hef í raun ekki undan.“ Tilbúinn Árni játar því að innra með hon- um bærast draumar um kvikmynd í fullri lengd en hann segist passa sig á því að vera þolinmóður. „Ég vil ekki fara út í slíkt fyrr en ég er orðinn tilbúinn. Mér hefur oft fundist ungir leikstjórar flaska á því að ráðast of snemma í kvik- myndagerð. Ég vil vera orðinn nógu þroskaður og vil alls ekki flýta mér að þessu.“ Hvað Saga Film varðar, almennt, segir Árni að verðlaunin sem greint var frá í byrj- un séu vissulega fjöður í hattinn. „Svona hlutir peppa okkur upp og áfram. Það er búið að byggja fyrirtækið upp á um 25 árum, sam- bönd erlendis eru sterk og leik- stjóralistinn okkar er góður. Fyr- irtækið getur í raun ekki stækkað hérna heima þar sem markaðurinn er ekki stærri. Við lítum því til út- landa því þar eru möguleikarnir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Árið hefur farið vel af stað hjá Árna Þór Jónssyni auglýsingaleikstjóra og hann er að drukkna í verkefnum um þessar mundir. Árni í góðum félagsskap, austur í Moskvu. Slóvensk dekk og rússneskur bjór Atriði úr verðlaunaauglýsingu Lárusar. arnart@mbl.is Auglýsingagerð Saga Film vekur athygli ytra MARGIR þekkja Carl Hiaasen fyrir mergjaðar glæpasögur sem ger- ast allar í Flórída, nefna má Double Whammy, Sick Puppy, Skin Tight, sem varð að kvikmynd, og Strip Tease. Hiaasen er mikill spaugari en undir niðri kraumar djúp alvara þar sem hann dregur sundur og saman í háði nýríka og sí- gráðuga athafna- menn sem láta auð- inn alltaf njóta vafans þegar nátt- úruvernd er annars vegar og eru á góðri leið með að gera Flórída að steinsteypu- og stál- paradís í stað náttúrufegurðarinnar sem menn voru upprunalega að sækj- ast eftir. Það kemur því ekki á óvart að Hoot, fyrsta barnasaga Hiaasens, snúist öðrum þræði um náttúruvernd þó að ekki sé verið að troða henni ofan í lesendur eins og margra náttúruvina er siður. Fyrir vikið er bókin skemmtilesning með beinskeyttum boðskap, barnabók af bestu gerð. Hoot segir frá Roy Eberhardt sem er sífellt að flytja vegna starfs föður hans sem starfar hjá hinu opinbera, í mikilli ábyrgðarstöðu þó að aldrei sé fyllilega ljóst við hvað hann vinnur. Roy er því orðinn býsna sjóaður í því að eiga við nýja skóla og nýja skóla- félaga, sérstaklega kann hann vel á hrekkjusvín en aðalóþokkinn í nýja skólanum, Trace-miðskólanum í Coco- nut Grove í Flórída, er svo siðblindur að illt er við að eiga. Hann eignast óvæntan bandamann í Beatrice, há- vaxinni og þrekvaxinni stúlku sem buffar hrekkjusvín þegar sá gállinn er á henni, og einnig kemst hann í tæri við dularfullan flökkudreng. Inn í allt saman blandast svo pönnukökukeðja sem ætlar að reisa nýjan pönnuköku- stað á lóð þar sem búa smávaxnar jarðuglur. Roy ákveður að leggja þeim lið sem bjarga vilja uglunum og lendir í ýmsum ævintýrum. Hiaasen er frægur fyrir ævintýra- legan söguþráð, mergjaða kímni og ríkan boðskap. Persónusköpun hans er annáluð og víst eru margar persón- ur úr glæpasögum hans minnisstæð- ar löngu eftir að lestri bókarinnar er lokið, í því svipar honum óneitanlega nokkuð til Toms Sharpes hins breska, ef einhver man þá eftir honum lengur. Í Hoot fer Hiaasen aftur á móti hvergi yfir strikið, er skemmtilegur án þess að vera klúr eða groddalegur. Beinskeyttur boðskapur Hoot, unglingabók eftir Carl Hiaasen. 276 síðna kilja sem Macmillan gefur út 2002. Kostar 2.275 kr. í Máli og menn- ingu en er einnig til innbundin í Penn- anum-Eymundssyni. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur EDUARDO Sanchez Junco, eigandi tímaritsins Hello, bað í gær lögfræð- ing leikkonunnar Catherine Zeta- Jones að flytja henni afsökunarbeiðni sína vegna þeirra sárinda sem birting tímaritsins á ósamþykktum mynd- um úr brúðkaupi henn- ar og Michael Douglas hefði valdið henni. Þá sagði Junco leikarahjónin hafa gert allt of mikið úr myndbirt- ingunni en Douglas og Zeta-Jones kærðu tímaritið fyrir birtingu mynd- anna og kröfðu það um milljón doll- ara skaðabætur. Junco andmælti því jafnframt við réttarhöldin í dag að myndirnar hefðu skaðað ímynd brúðhjónanna og sagði að þær hefðu ekki verið birtar í tímaritinu hefðu þær sýnt þau í óhag- stæðu ljósi. Catherine Zeta-Jones sagði m.a. við réttarhöldin í síðustu viku að það hefði skaðað ímynd henn- ar hvernig hún leit út á myndunum og að það hefði eyðilagt minningar hennar frá brúðkaupsdeginum …Íþróttakryddið Melanie C er sögð hafa aftekið að fara í hljómleikaferð með Kryddpíunum Victoriu (Fína krydd- innu), Emmu (Barna- kryddinu), Geri (Engi- fer-kryddinu) og Mel B (Ógnarkryddinu) en stúlkunum munu hafa verið boðnir sex millj- arðar íslenskra króna fyrir að fara í slíka ferð. Píurnar, sem hafa ekki hist allar saman í rúm fimm ár, hittust í „Beckinghamhöll“, heimili Victoriu og Davids Beckham í fyrrakvöld og er Mel B sögð hafa farið fyrst heim úr boðinu eða um klukkan 11:45. Geri hætti í Kryddpíunum árið 1998 og fljótlega eftir það lognaðist sveitin út af. Melanie C hefur síðan fengið við- urnefnið Hæfileika kryddið á sama tíma og aðrir meðlimir hljómsveit- arinnar hafa átt erfitt uppdráttar sem sólólistamenn. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.