Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ
22 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
GSM aukahlutir
VERSLUN • VERKSTÆÐI
Radíóþjónusta Sigga Harðar
Allt fyrir GSM símann
þinn færðu hjá okkur
Handfrjáls búnaður,
frontar & rafhlöður
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
STOFNAÐ hefur verið Félag leið-
sögumanna með hreindýraveiðum og
er meginmarkmið þess að þeir 83 leið-
sögumenn sem réttindi hafa til eft-
irlits með hreindýraveiðimönnum,
hafi sameiginlegan málsvara og þá
ekki síst gagnvart stjórnvöldum.
Stofnfélagar eru um 50 talsins og
formaður félagsins var kjörinn Skúli
Magnússon, sem er einn helsti forvíg-
ismaður að stofnun þess.
Umhverfisráðuneytið hefur um
skeið unnið með undirbúningshópi að
stofnun félagsins, en leiðsögumenn
með hreindýraveiðum gegna lögskip-
uðu hlutverki við hreindýraveiðar og
tengjast um leið vaxandi umsýslu við
margvíslega þjónustu sem veitt er
veiðimönnum.
Á stofnfundinum voru samþykkt
lög fyrir félagið og fjallað um siðfræði
veiða og veiðiferðaþjónustu. Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra og Dav-
íð Egilson, forstöðumaður Umhverf-
isstofnunar, voru meðal gesta fund-
arins.
Þess má geta að umsóknarfrestur
um hreindýraveiðileyfi ársins rann út
um helgina. Leyfðar verða veiðar á
rúmlega 800 dýrum, sem er töluvert
meira en í fyrra, en þá mátti veiða 574
dýr. Er aukningin í samræmi við
fjölgun dýra í stofninum. Mikil ásókn
er í veiðileyfin og hafa á milli 700 og
800 umsóknir borist, en úr þeim verð-
ur dregið á næstu dögum.
Leiðsögumenn hrein-
dýraveiða stofna félag
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Stofnfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum var haldinn á
Egilsstöðum síðastliðinn föstudag. Um 50 leiðsögumenn sóttu fundinn.
VEIÐAR á innfjarðarækju hafa ekki
verið stundaðar á Skjálfandaflóa
nokkur undanfarin ár vegna bágs
ástands rækjustofnsins þar en þrír
bátar frá Húsavík höfðu leyfi til og
stunduðu veiðarnar.
Á dögunum fór Dalaröst ÞH 40 á
tveggja daga rannsóknarveiðar í fló-
anum undir stjórn Stefáns Brynjólfs-
sonar, líffræðings hjá Hafrannsókna-
stofnun. Afli þessara tveggja
veiðiferða var um þrjú tonn og sagði
Stefán það svipaða veiði og á sama
tíma í fyrra. Mikil smáfiskagengd var
á veiðisvæðinu, sérstaklega smáýsa
og verða nú gögn úr leiðangrinum
send á Hafrannsóknastofnun til skoð-
unar og frekari úrvinnslu.
Að sögn Stefáns voru þessar veiðar
Dalarastarinnar hluti hefðbundinna
vorleiðangra á innfjarðarækjusvæðin
við landið. Öxarfjörður hefur þegar
verið skoðaður auk Skjálfanda en
næst á dagskrá hjá Stefáni er að
skoða Skagafjarðar- og Húnaflóa-
svæðin.
Ástand rækju-
stofnsins á Skjálf-
anda skoðað
Húsavík
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Jón Hermann Óskarsson, stýrimaður á Dalaröstinni, við rækjulöndun á
Húsavík. Vonast er eftir að leyft verði að auka rækjuveiðar á Skjálfanda.
INGA Björk Bjarnadóttir veitti 50
þúsund krónum viðtöku að gjöf
frá Rótarýfélagi Borgarness ný-
verið. Gjöfin er styrkur vegna
kaupa á sérútbúnum hnakki. Inga
Björk er 9 ára og hefur verið í
hjólastól frá 4 ára aldri vegna
vöðvasjúkdóms. Hún hefur mikið
dálæti á hestum og þegar hún var
yngri reiddi pabbi hennar hana
fyrir framan sig. Eftir að hún
stækkaði hefur það verið erfitt og
gat hún þá lítið farið á hestbak.
Nú hefur hún eignast hnakk sem
nefnist „Seifur“ og getur stundað
hestamennsku með fjölskyldu
sinni. Hnakkurinn er hannaður af
Erlendi Sigurðssyni með því
markmiði að gera fötluðum kleift
að njóta þess að fara á hestbak án
þess að annar einstaklingur þurfi
að styðja við eða sitja fyrir aftan
þann fatlaða. Aftan við hnakkinn
er sérútbúið bak sem styður við
líkamann og ólar sem spenntar
eru utan um einstaklinginn. Ef
aukabúnaðurinn er fjarlægður má
nota hnakkinn eins og venjulegan
hnakk. Eftir að Inga Björk fékk
,,Seif“ getur hún aftur farið í reið-
túr með fjölskyldu sinni og upp-
lifir bæði öryggi og frelsi auk þess
sem reiðtúr hefur enn fremur þýð-
ingu sem þjálfun fyrir jafnvægi og
vöðva. Þeir sem vilja styrkja kaup-
in geta lagt inn á reikningsnúmer
326-18-650993 í eigu Ingu Bjarkar.
Fékk sér-
útbúinn
hnakk
Borgarnes
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Foreldrar Ingu Bjarkar eru Bjarni Guðjónsson og Margrét Grétarsdóttir.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Inga Björk í hnakknum „Seifi“ á baki Lokks. Bjarni Guðjónsson, pabbi
hennar, teymir undir. Inga Björk er áhugasöm um hestamennsku.
UNDANFARIÐ hefur staðið yfir samstarf barna í leik-
skólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum og eldri borgara í
bænum. Börnum á sjötta ári á elstu deild leikskólans er
skipt í hópa og hver þeirra eignast vin úr hópi eldri
borgara og hittir hann fjórum sinnum til að fræðast um
lífið fyrr og nú. Vinurinn heimsækir leikskólann, býður
börnunum heim og hittir þau í Minjasafni Austurlands,
þar sem farið er um safnið og gamlir nytjahlutir skoð-
aðir í tengslum við daglegt líf áður fyrr.
Bryndís Skúladóttir, leikskólakennari á Tjarnarlandi,
er stjórnandi verkefnisins. Hún segir það fyrst og
fremst til þess gert að börnin kynnist smám saman því
samfélagi sem þau lifa í. „Við getum haft áhrif til þess,
til dæmis með samskiptum við eldri borgara,“ segir
Bryndís. Hún segir leikskólakennara verða vara við að
börn umgangist gamalt fólk ekki mikið. „Sérstaklega
virðast þau mörg ekki þekkja mjög gamalt fólk. Svo
dæmi sé tekið er á Minjasafninu ljósmynd af gamalli
konu á íslenskum búningi með skýluklút um höfuðið og
börnin héldu að þetta væri sjálf Grýla.“
Bryndís segir börnin forvitin um notagildi ýmissa
hluta á Minjasafninu og þau velti mjög vöngum yfir
ýmsum nútímaþægindum sem fyrirfundust ekki áður
fyrr. „Mér finnst mjög skemmtilegt að ræða um gömlu
dagana við börnin,“ segir Bryndís, „hvort sem það er
með gamla fólkinu eða í annan tíma. Börnin uppgötva að
einu sinni var ekki til rafmagn, rennandi vatn í húsum
og engin búð nálægt. Börnin koma algerlega af fjöllum
þegar þau átta sig á þessu og eru líka mjög áhugasöm
um hvar fólkið í gamla daga fékk til dæmis föt og hvern-
ig þau voru búin til. Þau eru afskaplega hissa á þessu
öllu saman. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar
þau uppgötvuðu að af því að það var ekki rafmagn í hús-
unum var auðvitað ekki um rafmagnstæki að ræða held-
ur. Sérstaklega var rætt um eldavélina í því dæmi og
hvernig í ósköpunum fólkið fór að því að elda matinn.
Við fórum þá á Minjasafnið og skoðuðum gamla eldhús-
muni, þar á meðal hlóðir.“
Eldri borgarar önnum kafnir
Bryndís segir það hafa komið skemmtilega á óvart
hversu eldri borgarar á Héraði séu önnum kafnir. „Það
var töluvert púsluspil að finna tíma fyrir verkefnið, því
þessir eldri borgarar voru að fara í vinnu, sund, spil og
handavinnu svo eitthvað sé nefnt. Einn mátti vart vera
að því að tala við okkur, bókaði tímann í dagbókina sína
og hljóp svo út í bíl í íþróttagallanum með vatnsbrúsa í
hendi, á leið í íþróttir.“
Verkefnið stendur til vors og vonast aðstandendur
þess til að börnin verði nokkurs vísari um heimsmynd
eldri borgara að því loknu.
Samstarf leikskólabarna og eldri borgara á Egilsstöðum
Börn þekkja
oft lítið til
gamals fólks
Egilsstaðir
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Þau (f.v.) Elísa Björt Bjarnadóttir, Brynjar Snær Grét-
arsson, Eiríkur Ingi Elísson og Svava Rún Arnardóttir
heimsóttu Minjasafnið á Austurlandi til að fræðast um
lífshætti fólks í gamla daga. Þau lærðu m.a. að spyrja
spádómsbein spurninga um veður og færð.