Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 49 N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 8 3 0 4 / sia .is Ef þú ert að spá í línurnar getur þú notið þess að smyrja með fitulitlu viðbiti sem bragðast líkt og smjör. Létt og laggott – þyngdarlausa viðbitið. VELDU L&LÉTT XXL XL L L&L BRESKA fyrirtækið Pringle er eitt þeirra, sem sýnt hafa tískuna fyrir næsta haust og vetur á tísku- viku í London, sem nú stendur yf- ir. Pringle of Scotland var stofnað árið 1815 af Robert Pringle. Fyr- irtækið hefur því mikla sögu að baki og konunglegan stimpil. Pringle hefur í gegnum tíðina notið vinsælda um skeið. Á sjötta áratug síðustu aldar var merkið vinsælt hjá kvikmyndastjörnum. Margaret Lockwood og Dorothy Lamour klæddust Pringle enda var þetta mikill peysuáratugur. Fyrir tveimur til þremur árum jukust vinsældirnar á ný. Breskar stjörnur á borð við Jamie Oliver, David Beckham og Robbie Will- iams fóru að ganga í tíglamynst- urspeysum frá Pringle. Fyrir- tækið fýsir enn að „yngja upp“ líkt og Burberry hefur gert með góðum árangri. Sýningin á tískuvikunni í Lond- on bar mikinn keim af „ynging- unni“ og tóku þekktustu sýning- arstúlkur Bretlands eins og Jodie Kidd og Jasmine Guinness þátt í sýningunni. Fötin voru meira fyr- ir barnabörnin heldur en afa gamla, þó hann geti líka verslað hjá Pringle, og ekki síður fyrir garðveislur en golfvelli. Má bjóða þér Pringle? Reuters Tí sk u vi ka n í L o nd o n: H au st / ve tu r 2 0 0 3 –2 0 0 4 Maður með mönnum (Joe Somebody) Gamanmynd Bandaríkin 2002. Skífan VHS. Öllum leyfð. (90 mín.) Leikstjórn John Pasquin. Aðalhlutverk Tim Allen, James Belushi, Julie Bowen, Kelly Lynch. JOE Scheffer er það sem Kanar telja lúser, náungi sem vinnur vinn- una sína af kostgæfni en fær hvorki stöðu- né kauphækkun, lætur sam- starfsmenn vaða yfir sig, forðast að lenda í áflogum, er búinn að missa konuna í arma yngri manns og er fyrirmyndarfaðir, umhyggjusamur og skilningsríkur. Sem sagt algjört núll og nix!?! Jæja, kannski ögn brenglaðar forsendur og hæsta máta staðalímyndaðar en þær helga þó blessunarlega meðalið þokkalega hér, einkum fyrir náð og miskunn hins geðþekka Tims Allens. Lengi vel átti ég í mesta basli með að sætta mig við sérstæðan og alþýð- legan stíl þessa handlagna heimilis- föður en nú eftir að hafa tekið hann í sátt þá getur gaurinn bjargað heilli mynd með töktum sínum, sem hann og gerir hér. Þar með fyrirgefst næstum því hinn afbakaði boðskapur um lúðann sem verður að manni með mönnum er hann skorar vinnustað- arfantinn á hólm. Ágætasta afþreying þessi en það verður enginn lúði af því að sleppa henni. Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Betri en enginn Röng sök (Framed) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Myndform VHS. (91 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Daniel Petrie Jr. Aðalhlutverk: Rob Lowe, Sam Neill, Chad Bruce, Alicia Coppola. ÞESSI spennumynd skartar hin- um fínu leikurum Sam Neill og Rob Lowe sem eiga góðan samleik í hlut- verkum svindlara og lögreglumanns. Lowe leikur lögreglumanninn Mike Santini. Sá er heiðarlegur í hjarta sínu en glataði ærunni eftir að hafa flækst inn í vafasamt svindmál. Hon- um gefst kostur á að endurheimta fyrri stöðu sína sem rannsóknar- lögreglumaður með því að taka að sér mál fjárglæfra- mannsins Eddie Myers, en sá er fyrrverandi starfs- maður mafíunnar og tilbúinn að vitna gegn yfirboður- um sínum, gegn því að njóta vitna- verndar og sakaruppgjafar. En líkt og Santini kemst fljólega að hangir fleira á spýtunni hjá Myers, sem er háll sem áll og búinn að úthugsa samskiptaferli sitt við lögregluna. Þetta er fín spennumynd, lág- stemmd og innstillt fyrst og fremst á hin spennuþrungnu samskipti bóf- ans og löggunnar, sem snúast upp í óvenjulegt vinasamband áður en yfir lýkur. Samleikur Lowe og Neill veg- ur þar þungt eins og fyrr segir, en þegar allt kemur til alls er það hárfín túlkun Neill á hinum fágaða en óræða glæpamanni sem gefur kvik- myndinni gildi.  Heiða Jóhannsdóttir Fáguð frammi- staða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.