Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opinn fundur Blikaklúbbsins Blikaklúbburinn stendur fyrir fundi með Jörundi Áka Sveinssyni, þjálfara meistara- flokks karla, og fulltrúum stjórnar knatt- spyrnudeildar, fimmtudaginn 20. mars kl. 20.30 í Kaffi Sól, Smáratorgi. Rætt verður um stöðu meistaraflokksins. FÉLAGSLÍF VIGNIR Hlöðversson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla í blaki og Petrún Jóns- dóttir heldur áfram með kvennalandsliðið. Helstu verkefni liðanna á árinu eru Smáþjóða- leikarnir á Möltu 1.–8. júní í sumar. Þá hefur Hulda Elma Eysteinsdóttir, ein sterkasta blakkona landsins, skipt úr Þrótti á Neskaupstað yfir í KA og verður hún lög- leg með norðanliðinu 7. apríl. Vignir með landsliðið BENTE Skari sigraði í 15 km göngu kvenna sem var fyrsta greinin á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem hófst í Val di Fiemme á Ítalíu í gær. Skari var 12 sekúndum á undan Kristinu Smigun frá Eistlandi, sem varð önnur. Olga Savialova frá Rússlandi varð þriðja. Skari vann fern gullverðlaun á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Finnlandi. Meint lyfjamisnotkun tveggja keppenda varpaði skugga á sigur Skari en Kaisa Varis frá Finnlandi og Hvít-Rússanum Svetlana Nagejkina var meinuð þátttaka í göngunni. Í sýni sem tekið var úr blóði þeirra á dögunum reyndist vera alltof hátt hlutfall af rauðum blóðkornum. Þykir það benda til notkun blóð- rauðusteralyfsins EPO sem var mikið í sviðs- ljósinu á HM fyrir tveimur árum þegar margir skíðagöngumenn urðu uppvísir að notkun þess og voru sviptir verðlaunum, en EPO er á bannlista. Skari vann í skugga lyfjamála Reuters Bente Skari ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR ÍBV – Þór 31:32 Íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum, 1. deild karla, Essodeild, þriðjudaginn 18. febrúar 2003. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 2:5, 4:7, 7:7, 9:9, 12:9, 14:10, 15:12, 16:13, 15:14, 18:16, 20;17, 23:19, 25:21, 25:25, 29:30, 31:31, 31:32. Mörk ÍBV: Sigþór Friðriksson 7, Davíð Óskarsson 6/2, Robert Bognar 5, Erlingur Richardsson 3, Sigurður Bragason 3, Sig- urður Ari Stefánsson 3, Kári Kristjánsson 2, Michael Lauritsen 1, Sindri Ólafsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 15 þar af 3 aftur til mótherja. Utan vallar: 4 mínútur Mörk Þórs: Goran Gusic 8/1, Árni Þór Sig- tryggsson 5, Aigars Lazdins 4, Páll V. Gíslason 4/2, Hörður F. Sigþórsson 3, Sig- urður B. Sigurðsson 3, Geir Kr. Aðalsteins- son 2, Þorvaldur Sigurðsson 2, Bjarni G. Bjarnason 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 13/1 (Þar af 2 aftur til mótherja.) Hafþór Ein- arsson 8. Utan vallar: 10 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Sæmilegir. Áhorfendur: 240. Staðan: Valur 20 15 3 2 556:432 33 ÍR 20 14 1 5 577:522 29 KA 19 13 3 3 523:479 29 Haukar 19 13 1 5 568:448 27 Þór 20 13 0 7 565:524 26 HK 20 12 2 6 555:528 26 Fram 20 10 4 6 517:489 24 Grótta/KR 20 10 1 9 513:474 21 FH 19 9 2 8 507:487 20 Stjarnan 20 5 2 13 524:581 12 ÍBV 20 5 2 13 479:575 12 Afturelding 19 4 3 12 450:494 11 Víkingur 20 1 3 16 488:616 5 Selfoss 20 0 1 19 484:657 1 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Barcelona – Inter Mílanó.........................3:0 Saviola 7., Cocu 29., Kluivert 63. – 82.717. Leverkusen – Newcastle .........................1:3 F. Branca 15. – Shcla Ameobi 5., 15., Lom- ana Trestor LuaLua 32. – 23.200. Staðan: Barcelona 3 3 0 0 8:2 9 Inter 3 2 0 1 7:6 6 Newcastle 3 1 0 2 5:8 3 Leverkusen 3 0 0 3 4:8 0 B-RIÐILL: Arsenal – Ajax ..........................................1:1 S. Wiltord 5. – Nigel De Jong 17. – 35.427. Roma – Valencia.......................................0:1 - John Carew 70. – 31.000. Staðan: Arsenal 3 1 2 0 4:2 5 Ajax 3 1 2 0 4:3 5 Valencia 3 1 2 0 2:1 5 Roma 3 0 0 3 2:6 0 England 1. deild: Sheffield United – Reading......................1:3 2. deild: Brentford – Colchester.................Leik hætt Dómarinn lét ekki leika seinni hálfleikinn, þar sem völlurinn var frosinn. Staðan 0:0. Cheltenham – Barnsley ............................1:3 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Selfoss/Laugdælir – Reynir S. ...........122:89 Staðan: KFÍ 14 12 2 1272:1109 24 Reynir S. 13 10 3 1146:1026 20 Þór Þorl. 14 10 4 1082:1022 20 Ármann/Þrótt. 14 8 6 1210:1168 16 Fjölnir 14 6 8 1143:1164 12 Stjarnan 13 5 8 943:949 10 Selfoss/Laugd. 15 4 11 1181:1256 8 Höttur 13 4 9 892:1089 8 ÍS 14 3 11 1029:1115 6 SKÍÐI HM í norrænum greinum: Val di Fiemme, Ítalíu: 15 km hefðbundin ganga kvenna: Bente Skari, Noregi ...........................39.40,9 Kristina Smigun, Eistlandi ..12,8 sek á eftir Olga Savialova, Rússlandi ....55,8 sek á eftir BLAK 1. deild karla Hamar – Þróttur R................................... 0:3 (20:25, 8:25, 24:26) KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - Haukar.......................20 Í KVÖLD Gullit hefur trú á því að Frakk-arnir þrír – Patric Vieira, Ro- bert Pires og Thierry Henry – geti gert Arsenal að sigursælu liði í Evr- ópu, eins og hann, Marco van Basten og Frank Rijkaard gerðu hjá AC Milan. „Liðsandinn hjá Arsenal undir stjórn Arsene Wenger er mjög góð- ur og leikmenn liðsins hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Við höfðum yfirvegaða og reynda menn í vörn- inni hjá AC Milan, eins og Baresi, Costacurta og Maldini. Arsenal með David Seaman, Sol Campbell og Martin Keown. Það er gaman að sjá Arsenalliðið leika – það leikur knattspyrnu sem ég kann að meta. Sóknarleikur liðs- ins er hraður og fjölbreyttur, þar sem leikmenn leika hver fyrir annan. Pires er frábær á ferðinni með knött- inn, eins og Henry og Vieira, en Vieira minnir mig á Rijkaard – hann leikur eins og Rijkaard gerði fyrir okkur á miðjunni,“ sagði Gullit. Gullit hrifinn af leik Arsenal RUUD Gullit, fyrrverandi fyrirliði hollenska landsliðsins og leik- maður með Ajax, AC Milan og knattspyrnustjóri og leikmaður með Chelsea, segir að Arsenal geti náð eins góðum árangri í Evrópu- keppninni og AC Milan gerði um og upp úr 1990, þegar liðið fagnaði tveimur Evrópumeistaratitlum. Mark McGhee lék undir stjórnFergusons hjá Aberdeen: „Eftir varaliðsleik gegn Forfar var hann að húðskamma leikmann. Hann sparkaði í þvottakörfu með þeim afleiðingum að nærbuxur svifu á loft og lentu á höfði leikmannsins, sem þorði ekki að hreyfa sig. Fergu- son tók ekki eftir því og hélt reiði- lestrinum áfram, leit svo á strákinn og öskraði: Taktu svo þessar fjand- ans nærbuxur af hausnum á þér. Hvers konar fíflaskapur er þetta?“ Hárþurrkan Mark Hughes, núverandi lands- liðsþjálfari Wales, útskýrði hvers vegna Ferguson væri kallaður „hár- þurrkan“ meðal leikmanna: „Hann átti það til að stilla sér upp beint fyr- ir framan mann og skammast og öskra, svo að hárið stóð beint aftur af höfðinu á manni.“ Jaap Stam segist hafa óttast um öryggi sitt undir einni hálfleiksræð- unni árið 1998 en þá hafi Ferguson sparkað í sjúkrabekk af öllu afli og hann nærri því lent á sér. Peter Schmeichel, markvörður, rifjar upp sennu á milli sín og Fergu- sons eftir að United missti niður 3:0 forskot gegn Liverpool: „Hann var ekki aðeins óður, heldur hreinlega móðursjúkur. Það var ekki nóg með að hann fáraðist yfir útspörkunum hjá mér, hann gagnrýndi nánast hverja hreyfingu hjá mér í leiknum. Ég svaraði honum, sagðist efast um hæfileika hans sem knattspyrnu- stjóra og að hann ætti við ýmsa skapgerðarbresti að etja. Ferguson svaraði þessu fullum hálsi og hótaði að kasta tebolla í andlitið á mér.“ Hengdur á snaga og sleginn í magann Þá hafa svipaðar sögur af öðrum knattspyrnustjórum verið rifjaðar upp í tilefni þessa atviks og Brian Clough, sem náði frábærum árangri með Derby og Nottingham Forest, þótti líka skapmikill og lagði hendur á leikmenn sína. Clough skipaði eitt sinn sóknar- manninum Nigel Jemson að standa á fætur. „Hefurðu verið sleginn í mag- ann?“ spurði Clough og Jemson neit- aði því. Clough sló hann í magann og sagði. „Nú hefurðu upplifað það, son- ur sæll.“ Clough er einnig sagður hafa tekið markvörðinn Mark Crossley, hengt hann upp á snaga í búningsklefanum og slegið hann í magann vegna þess að Crossley gekk til dómarans eftir leik og tók í hönd hans. Þá fékk sjálfur Roy Keane hnefa- högg í andlitið frá Clough á meðan hann var leikmaður Forest en Keane hafði átt slæma sendingu til mark- varðar liðsins í leik gegn Crystal Pal- ace. „Ég var særður og sleginn, of sleginn til að gera nokkuð annað en að kinka kolli og viðurkenna brot mitt,“ segir Keane í ævisögu sinni. Slagsmál í sturtunni og samlokubakki á flugi Fleira hefur verið tínt til. Lawrie McMenemy, sem lengi stýrði South- ampton, hrinti eitt sinn landsliðsmið- verðinum Mark Wright alklæddum undir sturtu. Harry Redknapp, þá hjá West Ham, fleygði bakka fullum af samlokum í Don Hutchison eftir leik árið 1995. Ron Atkinson hjá Aston Villa elti nafna sinn, Dalian Atkinson, inn í sturtu og slóst við hann þar, og barði óvart aðstoðar- mann sinn, Jim Barron, og leik- manninn Andy Townsend í leiðinni. Brian Laws, sem þá stýrði Grimsby, grýtti diski með kjúklingi í andlitið á leikmanni sínum, Ivano Bonetti, árið 1996 með þeim afleiðingum að Bon- etti kjálkabrotnaði. Síðast í haust var Trevor Francis, stjóri Crystal Palace, sektaður um þúsund pund fyrir að slá varamark- vörð sinn, Alex Kolinko, í andlitið eftir að sá síðarnefndi hló að marki sem Palace fékk á sig. Graeme Souness er einnig þekkt- ur fyrir mikið skap en „húsmóðirin“ hjá St. Johnstone sló hann hins veg- ar alveg út af laginu eftir að Glasgow Rangers lék þar við heimaliðið árið 1990. Souness hundskammaði leik- menn Rangers eftir leikinn og velti meðal annars tebakka um koll. „Gengurðu svona um heima hjá þér?“ sagði hin röggsama Aggie Moffat við Souness þegar hún sá út- ganginn í klefanum. Sögur af Ferguson og fleiri skapheitum knattspyrnustjórum „Hann hótaði að kasta tebolla í andlitið á mér“ EFTIR atvikið fræga síðasta laugardag þegar Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, sparkaði fótboltaskó í andlitið á David Beckham, hafa ýmsir fyrrverandi lærisveinar Fergusons rifj- að upp skondin atvik þar sem skapofsi Skotans sigursæla hefur komið við sögu. Reuters Sir Alex Ferguson, hinn skapstóri og litríki knattspyrnustjóri Manchester United, stjórnar liði sínu í leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.