Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rebekka SigríðurJónsdóttir fæddist á Arnarstöðum í Núpasveit í Presthóla- hreppi í N-Þingeyjar- sýslu 31. desember 1921. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 12. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Antonía Jónsdóttir frá Núpi á Berufjarðar- strönd, f. 3.4. 1890, d. 1.1. 1974, og Jón Tóm- asson frá Blikalóni á Melrakkasléttu, f. 13.9. 1883, d. 5.3. 1974. Þau áttu níu börn. Látin eru: Stúlka sem lést við fæðingu, Óskar Long, Ingibjörg Rebekka, Bjarni Ragnar, Tómas og Þorbjörg Dórothea. Eftirlifandi eru Jón Hjörleifur, f. 1923, og Málfríður Bergljót, f. 1928. Eiginmaður Rebekku er Jóhann- es Kr. Magnússon sjómaður, f. 31.7. 1921. Dóttir hennar er Hjördís Guðbjörnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 25.7. 1950. Börn Hjördísar eru: 1) Rebekka Sig- urðardóttir, fjöl- miðlafræðingur, f. 1968, maki Stefán Jónsson, leikari, f. 1964. Synir: Rafn Kumar Bonifacius f. 1994, Haraldur Ari f. 1991, Jóhann Krist- ófer f. 1992 og Jón Gunnar f. 1996. 2) Atli Rafn Sigurðarson leikari, f. 1972, maki Brynhildur Guðjóns- dóttir leikari, f. 1972. Börn: Sigurbjartur Sturla, f. 1992, og Rafnhildur Rósa, f. 2001. Rebekka lauk hjúkrunarnámi ár- ið 1948 og starfaði í rúm 40 ár við hjúkrun á Kleppsspítala, Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og Landspítalanum, lengst af á skurðstofu Landspítal- ans. Á árunum 1954–1956 dvaldi hún í Connecticut í Bandaríkjunum og starfaði þar á skurðstofu. Útför Rebekku verður gerð frá Aðventkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Rebekka amma mín hafði sterka sannfæringu og trúði og treysti á sinn Guð. Hún var hugrökk, óttaðist ekki enda fullviss um englafylgd hvert sem hún fór. Traust hennar á Guði kom oft upp í samtölum okkar. Mörg eru mér minnisstæð en þó sérstak- lega eitt sem átti sér stað fyrir mörg- um árum. Við fjölskyldan sátum við matarborð ömmu og afa í Barðavogi. Afi var í einni af sínum margra mán- aða ferðum á sjó og amma ein í hús- inu. Í miðri máltíð rifjaðist allt í einu upp fyrir ömmu að einhver hafði reynt að komast inn til hennar nokkr- um nóttum áður. Vaknaði hún við að átt var við útihurðina. Hún lagði við hlustir en hljóðið þagnaði svo hún hélt áfram að sofa. Skömmu síðar vaknaði hún aftur við þrusk, nú í svefnher- bergisgardínunum. Þegar hún leit upp sá hún stóra karlmannshönd teygja sig inn um gluggann. Hún reis upp og spurði hver væri þar á ferð. Höndin hvarf út um gluggann en amma fór framúr, út í garð og gekk í kringum húsið. Þar sem hún sá ekk- ert nema stór fótspor í snjónum fór hún aftur inn og sofnaði. Við brugð- umst illa við að hún hefði farið út í stað þess að hringja á lögregluna eða okkur en henni hafði ekki þótt ástæða til þess. Þegar ég spurði hvort hún hefði ekki verið hrædd leit hún á mig hissa og hneyksluð og sagði: „Þú sem heitir þessu nafni átt að vita að engl- arnir passa mig.“ Þegar ég fæddist tók amma sér frí frá störfum til að annast mig svo mamma gæti stundað nám. Hún tók ríkan þátt í uppeldi mínu og Atla Rafns bróður míns og var alltaf til staðar fyrir okkur. Hvern föstudags- eftirmiðdag fórum við til ömmu og afa. Við snérum húsinu við, fórum í fötin hennar ömmu, settum á okkur skartgripina hennar og hömruðum á píanóið. Á eftir borðuðum við pylsur og sælgæti. Þetta kölluðum við partý. Svo gistum við yfir nóttina, fórum með ömmu í kirkju á laugardags- morgnum og fengum fiskibollur hjá afa þegar við komum aftur heim í há- deginu. Amma Rebekka ólst upp í sveit og var næm fyrir náttúrunni. Hún hafði yndi af að ferðast með afa innan lands sem utan og útivera var henni nær- ing. Líkamlega var hún einstaklega vel á sig komin langt fram undir átt- rætt, synti, gekk og hljóp, fór á skíði með okkur síðast fyrir tveimur árum og á skriðsundsnámskeið um svipað leyti. Þegar bera fór á líkamlegri aft- urför og við í fjölskyldunni reyndum að hafa áhrif á að hún færi ekki ein út að ganga af ótta við að hún dytti, sagðist hún frekar vilja liggja í göt- unni en vera lokuð inni. Maður á víst að vera undir það bú- inn að fólk fari þegar það hefur náð ákveðnum aldri. Ég átti þó frekar von á því að amma Rebekka yrði 100 ára. Hún fór alla tíð vel með sig og bar virðingu fyrir lífinu. Það var skýrt hvað skipti hana mestu máli, Guð og fjölskyldan. Um forgangsröðina efað- ist hvorki hún né við. Ég minnist þess ekki að það hafi hent að hún væri of upptekin til að passa eða að hún veldi það ekki fram yfir annað. Barnabörn- um og barnabarnabörnum kaus hún að gefa ótakmarkaðan tíma sem við nutum og munum sakna. En nú hefur tími hennar verið tak- markaður og við það var hún sátt, sannfærð um að það sem fyrir henni lægi væri að fá loks að hitta Guð. Rebekka Sigurðardóttir. Það, sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp; það verður aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Það vekur virð- ingu niðjanna. (Lao Tse.) Æðsta dyggðin, kærleikurinn, var gróðursett í stóran systkinahóp norð- ur við heimskautsbaug snemma á síð- ustu öld. Af þessum kærleik hef ég stöðugt notið. Rebekka var ekki bara föðursystir og frænka mín – hún var fyrirmynd mín og kennari. Á ferðalagi lífsins höfum við verið samferða. Mér finnst lífið hafa verið veisla með Rebekku frænku minni – í Stigahlíðinni, Barða- voginum og á skurðstofu Landspítal- ans. Myndir áratuganna koma í hug- ann. Rebekka og Hjördís, eins árs, flytja á heimili foreldra minna, við öll ein fjölskylda. Rebekka hjúkrunar- kona í hvíta kjólnum með fallega kappann, hún var fín og flott, ég fimm ára ákveð ævistarfið. Flugvél á Reykjavíkurflugvelli 1952 í aftaka- veðri, frænka mín með frumleika og þor í leit að meiri þekkingu í skurð- hjúkrun. Hjördís, tveggja ára, fer líka. Þeirra var saknað í Nökkvavog- inum. Tungufoss leggst að bryggju í Reykjavíkurhöfn 1954 – mæðgurnar stíga á land í kápum með loðköntum, með hatta og handarskjól. Þegar Ant- on bróðir er búinn að átta sig á þess- um fínu dömum spyr hann Rebekku: „Talar Hjördís bara dönsku?“ Seint á sjötta áratugnum er Jóhannes kom- inn í fjölskylduna, mesti höfðingi sem ég hef kynnst. Stórfjölskyldan saman komin, hvergi oftar en hjá Rebekku og Jó- hannesi. Allir gestirnir utan af landi, sem gistu og dvöldu í Barðavoginum. Þau hjónin voru gest- og gleðigjafar, ungir sem aldnir vildu njóta hlýjunn- ar og kærleikans sem frá þeim streymdi. Þau voru frumleg og fram- úrstefnuleg í matargerð. Jóhannes dró í búið með óskiljanlegum hætti mat og nýtísku áhöld og vélar sem gerðu matargerð skemmtilegri. Rebekka ræktaði grænmetið og kryddjurtirnar með heitum sem fáir skildu og fallegar rósir til yndisauka. Kalkúnar með framandi kryddi og alls konar sjaldséð góðgæti var fram- reitt, þegar salt og pipar kryddaði rétti flestra heimila og kjúklingar ekki komnir í íslensk eldhús. Já, þau ræktuðu garðinn – frænd- garðinn og margan manninn. Það var margt um manninn í Stigahlíðinni og Barðavoginum. Þar naut ég mikils – umhyggjan og sólin rísa hæst. Hjúkrun var ævistarf Rebekku. Hún hafði framtíðarsýn fyrir sig og skurðhjúkrun. Rebekka er fyrsta menntaða skurðstofuhjúkrunarkona á Íslandi. Hún var tvö ár við nám og störf í Bandaríkjunum. Hún kom með nýjungar, nýja hugsun um stöðu og skyldur skurðstofuhjúkrunarkon- unnar, fræðsluhlutverkið og ekki síst samböndin, hvar og hvernig ætti að ná í og nálgast allt sem viðkemur skurðaðgerðum. Rebekka lagði grunninn að þeim vinnureglum sem eru enn í heiðri hafðar á skurðstofu Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Kennsla og fræðsla var henni hugleikin. Hún kenndi okk- ur að bera virðingu fyrir sjúklingum og öllu samstarfsfólkinu. Hún kenndi okkur sparnað, að gæðin væru ekki endalaus í þessum heimi. Hún kenndi okkur líka hvernig létt lund skilar betra verki. Af þessum fræðslubrunni er ég enn að njóta. Rebekka skipu- lagði fyrsta nám í skurðstofuhjúkrun ásamt prófessor Snorra Hallgríms- syni. Hún kenndi lengi vel alla hjúkrunina, bóklega sem verklega. Rebekka og prófessor Snorri Hall- grímsson ýttu úr vör sótthreinsunar- deild Landspítalans. Þar vann Rebekka í nokkur ár. Veislan hefur haldið áfram á Klapparstíg, hlýjan, kærleikurinn og kaffisopinn úr postulínsbollum. Takk fyrir mig, frænka mín, Fríða Bjarnadóttir. Elskuleg móðursystir mín, Rebekka Jónsdóttir, er látin og minn- ingarnar sækja að. Ég, sitjandi í stóru amerísku „drossíunni“ á leið frá Stigahlíð í sum- arbústaðinn þeirra Rebekku og Jó- hannesar og Rebekka frænka að fræða okkur krakkana um það sem fyrir augu bar á leiðinni. Skemmti- legar sögur um land, byggingar og Laxness. Ég og „drengurinn“ að veiða í Þingvallavatni á meðan syst- REBEKKA SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Siglaugur Bryn-leifsson fæddist á Akureyri 24. júní 1922. Hann lést í Landspítalanum við Hringbraut 8. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Brynleifur Tobíasson, f. 20.4. 1890, d. 27.2. 1958, og Sigurlaug Hall- grímsdóttir, f. 22.9. 1893, d. 24.6. 1922. Siglaugur kvæntist 18.7. 1948 Guðfinnu Sigríði Jónsdóttur, f. 17.12. 1920, d. 4.3. 2000. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Guð- rún, f. 1.8. 1947, eiginmaður Sig- urður Emil Ragnarsson, f. 12.9. 1943, d. 5.9. 2000. Börn þeirra eru Ragnar Karl, Bryndís og Hafdís. 2) Ingibjörg Svafa, f. 10.8. 1950, eiginmaður Pétur Þórarinsson f. 23.6. 1951. Börn þeirra eru Þórarinn Ingi, Jón Helgi og Heiða Björk. 3) Sig- þrúður, f. 11.8. 1952, eiginmaður Hjörleifur Gíslason f. 19.12. 1948. Sonur hennar er Finnur Sigurðsson og synir þeirra eru Gísli, Sveinn og Leifur. 4) Bryn- er Björn Alexander, 2) Dóróthea Júlía, f. 13.11. 1968, og 3) Bryn- leifur, f. 29.8. 1970, eiginkona Jó- hanna Sigurveig Ólafsdóttir, f. 20.4. 1975, sonur þeirra er Guð- mundur Breiðfjörð. Siglaugur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, stundaði nám við norrænu- deild Háskóla Íslands 1942–44, cand. phil. 1943 og bókfræðinám við Zentralbibliotek í Zürich 1947–49. Siglaugur var stunda- kennari við MA 1952–61 og amts- bókavörður á Akureyri 1949–61. Hann stundaði kennslustörf við gagnfræða- og grunnskóla frá 1963–1987, meðal annars í Hvera- gerði, á Hvolsvelli, í Hrísey og Vopnafirði. Siglaugur var mikil- virkur gagnrýnandi og skrifaði ritdóma um erlendar og innlendar bækur í Morgunblaðið um árabil. Eftir hann liggja bækurnar Deild 7 (þýðing skáldsögu Valery Tars- is) 1965, Svarti dauði 1970, Galdrar og brennudómar 1976 og Klemens á Sámsstöðum 1978. Sig- laugur ritaði fjölda greina og rit- gerða um menningar- og sam- félagsmál í blöð og tímarit, m.a. í Tímarit Máls og menningar, Morgunblaðið og Lesbók Morgun- blaðsins, Tímann og Þjóðviljann. Útför Siglaugs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum. leifur Gísli, f. 22.9. 1953, eiginkona Anna Árnína Stefánsdóttir, f. 30.7. 1953. Börn þeirra eru Sigríður Júlía, Sigurlaug Rún, Guðrún Ólafía og Árni Gísli. 5) Guð- brandur, f. 29.1. 1956. Dóttir hans og Fanneyjar Hauks- dóttur, f. 17.5. 1961, er Anna og dóttir hans og Þorbjargar Halldórsdóttur, f. 31.10. 1968, er Mar- grét. 6) Júlía, f. 24.2. 1959, eiginmaður Óttar Ár- mannsson, f. 25.8. 1957. Sonur hennar er Sturla Már Guðmunds- son og dætur þeirra eru Arna og Eva Ýr. 7) Hallgrímur, f. 6.10. 1961. Sonur Siglaugs og Sólveigar Alexandersdóttur, f. 5.5. 1934, var Kristján Hauksson, f. 14.1. 1963, d. 15.3. 1998. Siglaugur kvæntist 20.3. 1966 Ingibjörgu Þ. Stephensen, f. 9.1. 1936, d. 27.4. 2001. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn, f. 8.5. 1967, eiginkona Margrét Birna Sveins- dóttir, f. 11.5. 1967, sonur þeirra Þeir hlutu sömu örlög, leikbræður mínir, bernskufélagar og ævivinir, Steingrímur Sigurðsson og Siglaugur Brynleifsson, að vera kvaddir í skyndi af þessum heimi. Þannig var þeim hlíft við langri kvöl og kararlegu í hrumleika ellinnar. Til hinstu stund- ar voru þeir fullir áhuga á málefnum samtímans með þekkingu á fortíðinni að baksviði, lifandi laufgreinar á þjóð- artrénu. En stór er eyðan, sem þeir skilja eftir í hugum okkar, sem eftir stöndum. Við Siglaugur vorum nágrannar og áttum löngum barnleika saman ásamt þeim bræðrum Guðmundi Ingva og Steingrími Sigurðssonum. Veröld okkar var Suðurbrekkan, einkum næsta nágrenni Menntaskól- ans. Siglaugur missti móður sína við fæðingu, og hygg ég, að hann hafi alla ævi goldið móðurleysisins, þó að þær Guðrún amma hans og Júlía fóstra hans gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að bæta honum skaðann, svo og faðir hans. Hallgrímur afi hans var smiður góður, og þess nutum við strákarnir, því að hann sá okkur lengi fyrir „skipaviði“, plankaendum, kubbum og afgöngum, sem við sögu- ðum til og negldum saman, svo að til urðu haffær skip, sem við drógum í snærisspotta um úthöfin, það er að segja Brynleifstúnið og tún Vilhjálms Þór þver og endilöng, alla leið til Ind- lands og Kína. Þaðan komu svo drek- ar þessir hlaðnir silki, kryddi, gulli og gimsteinum. Við urðum bekkjarbræður í MA og samstúdentar þaðan, og höfðum góð- an félagsskap hvor af öðrum, einnig eftir að komið var suður til náms við Háskólann. Báðir urðum við síðan fjölskyldufeður á Akureyri. Hann gerðist þar amtsbókavörður og kenndi við MA. Við tókum þá oft eina bröndótta á skákborðinu eða háðum rökræður og kappræður, því að oft greindi okkur á. Allt um það hélst vináttan órofin. Hún var óslítandi. Þá hafa jólakveðjur farið okkar á milli reglulega og skilvíslega í þrjá aldar- fjórðunga. Fyrir röskum 40 árum tók Siglaug- ur sér fyrir hendur að reisa nýbýli, sem hann nefndi Garðhús, í landi Geldingaholts í Skagafirði og koma þar upp kartöflu- og hænsnarækt, þótt minna yrði úr en ætlað var. Réð ég mig þangað í byggingavinnu tvo sumarparta og var þar í fæði og hús- næði hjá Siglaugi og Sigríði Jónsdótt- ur, fyrri konu hans, mikilli húsmóður og geðprýðiskonu. Eftir að Siglaugur fluttist burt frá Akureyri og tók að kenna ungmenn- um víða um land hittumst við sjaldn- ar, en gagnkvæmar heimsóknir urðu því kærari, hvort sem var austan-, norðan- eða sunnanlands. Á heimili hans var gestum löngum fagnað með bragðmiklum ostum, völdu aldin- mauki, súkkulaði og kertabruna, og við brottför eftir fróðlegar samræður var þeim stundum boðið að velja sér til eignar nýlegt málverk eftir hús- bóndann, því að hann kunni prýðisvel að handleika pentskúf. Hann hafði líka verið skjótvirkur í teiknitímum hjá Jónasi Snæbjörnssyni forðum að smíða suðrænar borgir, hafskip eða háfjöll úr krítarlitum einum saman. Siglaugur var afar víðlesinn og fjöl- lesinn og hafði lag á að ná kjarna hvers málefnis og aðalatriðum með skjótum hætti. Minnið var trútt og smekkurinn næmur, enda var hann fljótur að finna, hvar þykkt var á beini og bitastætt. Hann var afar vel að sér í stjórnmála- og menningar- sögu, bókmenntum og heimspeki og yfirleitt í huglægum fræðum. Bækur voru honum jafnmikil lífsnauðsyn og andrúmsloftið. Hann var einnig prýðilega ritfær og ólatur að berjast á ritvellinum fyrir þeim málefnum og sjónarmiðum, sem honum þótti mikið við liggja, að næðust fram. Nú síðast gerðist hann harðskeyttur baráttu- maður verndunar landsins og náttúru þess fyrir óafturkræfum spjöllum með fimlega rituðum blaðagreinum og rökum, sem erfiðlega hefir gengið að hrekja. Við gömlu félagarnir töl- uðumst oft við í síma hin síðari ár, varla sjaldnar en vikulega, og rædd- um margt það, sem báðum lá á hjarta, síðast örfáum dögum fyrir andlát hans. Ég þakka góðum vini samfylgdina frá bernskudögum til æviloka. Við Ellen biðjum honum allrar blessunar og vottum öllum börnum hans og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð. Eftir að Ingibjörg Þ. Stephensen, síðari kona hans, féll frá hefir Sig- laugur ekki verið samur maður. Harmur hans hefir tekið meir á hann en hann hefir viljað láta aðra sjá. Börn hans hafa vissulega létt honum lífið eftir föngum, en síðustu árin hef- ir hann unað sér best suður í Höfnum við andardrátt úthafsins, dyn brim- öldunnar og bláma víðernisins. Þar höfðu þau Ingibjörg kosið sér leg- stað. Sverrir Pálsson. Eins og sól á vori vekur visnað blóm á kaldri sæng anda manns við andlát tekur engill Guðs á ljóssins væng. Eilífð sendir aftur dag, eftir lífsins sólarlag. (L.Th.) Ég vil trúa því að svona sé þetta og þakka guði, að minn gamli góði vinur þurfti ekki að stríða lengi við dauð- ann. Við erum búin að vera vinir í meira en 50 ár og mér finnst ákaflega vænt um hann, bæði með kostum og göll- um, og mér finnst að það eigi að vera þannig með vini manns. Hann var einstaklega góður og tryggur vinur, skemmtilegur maður og mjög gáfað- ur. Ég sakna sérstaklega samtalanna SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.