Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.2003, Blaðsíða 1
Sjötugur sigurvegari Sir Bobby hélt upp á afmælið með því að stýra Newcastle til sigurs Íþróttir 48 STOFNAÐ 1913 48. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 mbl.is Ný skífa á leiðinni Botnleðja lofar því að nýja skífan verði öðruvísi Fólk 52 Bílar og persónur Bílar hafa sín sérkenni alveg eins og mannfólkið Bílar B8 HRIKALEGAR vindhviður ollu milljónatjóni á Seyðisfirði í fyrri- nótt og einn björgunarsveitar- maður höfuðkúpubrotnaði þegar kerra fauk á hann. Þrjú einbýlishús stórskemmdust, fjöldi bíla dæld- aðist og tré rifnuðu upp með rótum en tilkynningar um tjón bárust jafnt og þétt fram eftir degi í gær. Síðdegis hafði verið tilkynnt um tjón á 32 einbýlishúsum. Næstum allar þakplötur hreins- uðust af timburhúsinu við Hlíð- arveg 9 þar sem hjónin Katrín Reynisdóttir og Skúli Jónsson búa ásamt ungum syni sínum en ung- lingurinn á heimilinu var að heiman „sem betur fer“ sagði Katrín í sam- tali við Morgunblaðið. „Það var svo- lítið hvasst þegar við fórum að sofa og eitthvað sagði nú manninum mínum að láta strákinn sofa inni í hjónaherbergi en sjálfur svaf hann í öðru herbergi. Ég held að klukkan hafi verið eitt eða hálftvö þegar ég rauk upp með andfælum við rosa- hvell. Það skalf allt húsið og ég var hrædd um að það myndi hreinlega springa ofan af okkur,“ sagði hún. Þau heyrðu að eitthvað var að losna af húsinu og hringdu því á björg- unarsveitina sem var fljót á vett- vang. Á húsinu eru stórir stofu- gluggar og töldu Björn og Katrín stórhættu á að ef rúðurnar brotn- uðu gæti vindurinn splundrað hús- inu. Þau töldu því öruggast að leita skjóls hjá ættingjum. Helminginn af þaki einbýlishúss- ins við Garðarsveg 9b tók af í ofsa- veðrinu og er talið líklegt að af- gangurinn af þakinu sé ónýtur. Lonnie Jensen segir að á fjórða tím- anum hafi skyndilega heyrst miklar drunur og um leið sviptist helm- ingur þaksins af húsinu. Hellirign- ingin átti greiða leið inn í húsið og urðu Lonnie og Björn Hansson, eig- inmaður hennar, ásamt 9 ára syni sínum, að leita skjóls í bílskúrnum. „Rauk upp með and- fælum við rosahvell“ Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Næstum allar þakplötur hreinsuðust af húsi þeirra Katrínar Reynisdóttur og Skúla Jónssonar í fárviðrinu. Þau óttuðust um tíma að húsið spryngi. Rúmlega 30 ein- býlishús skemmd- ust í fárviðri á Seyðisfirði  Milljónatjón/4 SAMNINGAFUNDUR Evrópu- sambandsins og EFTA-ríkjanna vegna aðlögunar EES-samningsins að stækkun ESB verður haldinn í Brussel á morgun, fimmtudag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður fundurinn bæði styttri og óformlegri en áformað hafði verið, enda er ennþá stál í stál í viðræðunum og engin breyting hefur orðið á afstöðu ESB eða EFTA. Stofnaðir verða þrír starfshópar til að fara betur yfir einstaka þætti viðræðnanna en ekki er gert ráð fyrir neinni efnislegri niðurstöðu á fundinum. Fyrsti starfshópurinn á að fjalla um fjármál, þ.e. kröfur ESB um hærri greiðslur EFTA-ríkjanna til fátækari ríkja sambandsins. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins munu íslenzkir og norskir emb- ættismenn hittast í lok næstu viku til að leitast við að samræma af- stöðu sína til þess hvaða aðferðum beri að beita til að reikna út sann- gjarnt framlag ríkjanna. Annar starfshópurinn mun fjalla um sjávarútvegsmál, þ.e. kröfur EFTA-ríkjanna um aukið tollfrelsi fyrir sjávarafurðir og kröfur ESB um rýmri heimildir til fjárfestinga í sjávarútvegi EFTA-ríkjanna. Þriðji hópurinn fjallar um við- skipti með landbúnaðarafurðir og kröfur ESB um að EFTA-ríkin stækki innflutningskvóta sína til samræmis við stækkun sambands- ins. Ísland mun lýsa því yfir að það líti eingöngu svo á að það eigi áheyrnarfulltrúa í þeim hópi, þar sem þessar kröfur ESB taki ekki til Íslands. Áformað var að Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra hitti Chris Patten, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjórn ESB, í Brussel næstkomandi þriðjudag, til að ræða við hann stöðuna í samningaviðræð- unum. Fundi þeirra hefur verið frestað og er ný dagsetning ekki ákveðin. Starfshópar settir á fót í EES-viðræðum Fundur Halldórs og Pattens áformaður Reuters Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra ásamt Chris Patten. ANDERS Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, skipaði í gær ráðherrum sínum að fylgja umferðarlögum en fimm þeirra voru nýlega staðnir að of hröðum akstri, þ.á m. utanrík- isráðherrann, fjármálaráðherr- ann, innanríkisráðherrann og umhverfisráðherrann. „Vitaskuld gilda sömu lög um alla,“ sagði Rasmussen á fréttamannafundi. „Og ráð- herrar í ríkisstjórn verða að sýna ábyrgðarfulla hegðun og tryggja að þeir leggi tímanlega af stað á fundi, þannig að þeir þurfi ekki að aka glannalega. Ég fylgi sjálfur þessari reglu.“ Sjónvarpsstöðinni TV2 tókst að festa á myndband fimm ráð- herra (eða einkabílstjóra þeirra) er þeir óku of hratt. Stéttarfélag ráðherrabílstjóra hefur að sögn Berlingske Tid- ende kært TV2 en talsmenn þess segja myndatökumennina hafa brotið hraðakstursreglur er þeir festu brotin á filmu. Ráð- herrar á hraðferð Kaupmannahöfn. AFP. BANDARÍKJAMENN segja líklegt að ný ályktun um gereyðingarvopn Íraka verði lögð fram í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush forseta, sagði í gær að um „fremur einfalda og gagnorða ályktun“ yrði að ræða. Taldi hann að hún gæti orðið tilbúin í þessari viku eða næstu. Bush forseti sagði í gær að stríð væri síðasta úrræðið sem hann myndi grípa til en aðgerðaleysi gæti verið enn verri kostur. Hann sagði öryggi Bandaríkjanna ráða stefnu sinni, ekki það hve margir mótmæltu hernaði. „Sumir telja að Saddam Hussein ógni ekki friðinum. Með fullri virðingu fyrir þeim þá er ég ósammála,“ sagði forsetinn. Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, sagði í gær að leita yrði friðsam- legrar lausnar. „En það merkir ekki að Írakar þurfi ekki að standa við skuldbindingar sínar,“ sagði Annan. Reuters Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, ræddi í gær við Jóhannes Pál II. páfa í Róm. Töldu þeir að SÞ ættu að gegna lykilhlutverki í lausn Íraksdeilunnar. Ályktun í bígerð  Boða/18 Washington, Róm. AP, AFP. TALSMENN væntanlegra aðildar- ríkja Evrópusambandsins, ESB, brugðust í gær hart við ummælum Jacques Chiracs, forseta Frakklands, á mánudagskvöld en hann sagði þá að með stuðningi við stefnu Bandaríkja- manna í Íraksmálunum stefndu þau aðild sinni að ESB í voða. Chirac sagði afstöðu þeirra „barnalega“ og „hættulega“. „Málflutningur af þessu tagi vísar ekki fram á við,“ sagði utanríkisráð- herra Póllands, Wlodzimierz Cim- oszewicz, í gær um gagnrýni Chiracs. Hann sagði að tilfinningasemi væri ekki gæfuleg leiðsögn fyrir stjórn- málamenn. „Ég sé ekki neina mót- sögn í því að eiga aðild að ESB og eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ bætti hann við. Beðið um gagnkvæma virðingu Adam Rotfeld, aðstoðarutanríkis- ráðherra Póllands, gagnrýndi að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, einnig Frakka. Hann sagði að virða bæri rétt þeirra til að skilgreina stefnu sína. „Pólverjar … hafa einnig rétt til að ákveða hvað henti þeim, Frakkar ættu á móti að sýna þeim skoðunum virðingu og velta fyrir sér hvers vegna ágreiningur sé fyrir hendi.“ Aðstoðarutanríkisráðherra Tékk- lands, Alexandr Vondr, var spurður hvort Chirac væri að sýna væntanleg- um aðildarþjóðum yfirgang. „Það lít- ur út fyrir það,“ svaraði hann. Forseti Rúmeníu, Ion Iliescu, sagði gagnrýni Chiracs „óviðeigandi“. For- sætisráðherra Búlgaríu, Simeon Saxe-Coburg-Gotha, sagði útilokað að Búlgarar skiptu um skoðun vegna ummæla Chiracs en varaði menn við að oftúlka þau. Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagðist vona að enginn gerði ráð fyrir að nýju þjóðirnar fengju ekki fullt tjáningarfrelsi. „Ég tel einnig viðhorf þeirra athyglisverð vegna þess að þær hafa af augljósum ástæðum næman söguskilning … Þær vita hvers virði það er að Evrópa og Bandaríkin standi saman.“ Svara Chirac fullum hálsi  Segir/17 Brussel, Varsjá. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.