Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 46
ÍÞRÓTTIR 46 MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opinn fundur Blikaklúbbsins Blikaklúbburinn stendur fyrir fundi með Jörundi Áka Sveinssyni, þjálfara meistara- flokks karla, og fulltrúum stjórnar knatt- spyrnudeildar, fimmtudaginn 20. mars kl. 20.30 í Kaffi Sól, Smáratorgi. Rætt verður um stöðu meistaraflokksins. FÉLAGSLÍF VIGNIR Hlöðversson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari karla í blaki og Petrún Jóns- dóttir heldur áfram með kvennalandsliðið. Helstu verkefni liðanna á árinu eru Smáþjóða- leikarnir á Möltu 1.–8. júní í sumar. Þá hefur Hulda Elma Eysteinsdóttir, ein sterkasta blakkona landsins, skipt úr Þrótti á Neskaupstað yfir í KA og verður hún lög- leg með norðanliðinu 7. apríl. Vignir með landsliðið BENTE Skari sigraði í 15 km göngu kvenna sem var fyrsta greinin á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem hófst í Val di Fiemme á Ítalíu í gær. Skari var 12 sekúndum á undan Kristinu Smigun frá Eistlandi, sem varð önnur. Olga Savialova frá Rússlandi varð þriðja. Skari vann fern gullverðlaun á síðasta heimsmeistaramóti sem fram fór í Finnlandi. Meint lyfjamisnotkun tveggja keppenda varpaði skugga á sigur Skari en Kaisa Varis frá Finnlandi og Hvít-Rússanum Svetlana Nagejkina var meinuð þátttaka í göngunni. Í sýni sem tekið var úr blóði þeirra á dögunum reyndist vera alltof hátt hlutfall af rauðum blóðkornum. Þykir það benda til notkun blóð- rauðusteralyfsins EPO sem var mikið í sviðs- ljósinu á HM fyrir tveimur árum þegar margir skíðagöngumenn urðu uppvísir að notkun þess og voru sviptir verðlaunum, en EPO er á bannlista. Skari vann í skugga lyfjamála Reuters Bente Skari ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR ÍBV – Þór 31:32 Íþróttamiðstöðin Vestmannaeyjum, 1. deild karla, Essodeild, þriðjudaginn 18. febrúar 2003. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 2:5, 4:7, 7:7, 9:9, 12:9, 14:10, 15:12, 16:13, 15:14, 18:16, 20;17, 23:19, 25:21, 25:25, 29:30, 31:31, 31:32. Mörk ÍBV: Sigþór Friðriksson 7, Davíð Óskarsson 6/2, Robert Bognar 5, Erlingur Richardsson 3, Sigurður Bragason 3, Sig- urður Ari Stefánsson 3, Kári Kristjánsson 2, Michael Lauritsen 1, Sindri Ólafsson 1. Varin skot: Viktor Gigov 15 þar af 3 aftur til mótherja. Utan vallar: 4 mínútur Mörk Þórs: Goran Gusic 8/1, Árni Þór Sig- tryggsson 5, Aigars Lazdins 4, Páll V. Gíslason 4/2, Hörður F. Sigþórsson 3, Sig- urður B. Sigurðsson 3, Geir Kr. Aðalsteins- son 2, Þorvaldur Sigurðsson 2, Bjarni G. Bjarnason 1. Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 13/1 (Þar af 2 aftur til mótherja.) Hafþór Ein- arsson 8. Utan vallar: 10 mínútur Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Sæmilegir. Áhorfendur: 240. Staðan: Valur 20 15 3 2 556:432 33 ÍR 20 14 1 5 577:522 29 KA 19 13 3 3 523:479 29 Haukar 19 13 1 5 568:448 27 Þór 20 13 0 7 565:524 26 HK 20 12 2 6 555:528 26 Fram 20 10 4 6 517:489 24 Grótta/KR 20 10 1 9 513:474 21 FH 19 9 2 8 507:487 20 Stjarnan 20 5 2 13 524:581 12 ÍBV 20 5 2 13 479:575 12 Afturelding 19 4 3 12 450:494 11 Víkingur 20 1 3 16 488:616 5 Selfoss 20 0 1 19 484:657 1 KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Barcelona – Inter Mílanó.........................3:0 Saviola 7., Cocu 29., Kluivert 63. – 82.717. Leverkusen – Newcastle .........................1:3 F. Branca 15. – Shcla Ameobi 5., 15., Lom- ana Trestor LuaLua 32. – 23.200. Staðan: Barcelona 3 3 0 0 8:2 9 Inter 3 2 0 1 7:6 6 Newcastle 3 1 0 2 5:8 3 Leverkusen 3 0 0 3 4:8 0 B-RIÐILL: Arsenal – Ajax ..........................................1:1 S. Wiltord 5. – Nigel De Jong 17. – 35.427. Roma – Valencia.......................................0:1 - John Carew 70. – 31.000. Staðan: Arsenal 3 1 2 0 4:2 5 Ajax 3 1 2 0 4:3 5 Valencia 3 1 2 0 2:1 5 Roma 3 0 0 3 2:6 0 England 1. deild: Sheffield United – Reading......................1:3 2. deild: Brentford – Colchester.................Leik hætt Dómarinn lét ekki leika seinni hálfleikinn, þar sem völlurinn var frosinn. Staðan 0:0. Cheltenham – Barnsley ............................1:3 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Selfoss/Laugdælir – Reynir S. ...........122:89 Staðan: KFÍ 14 12 2 1272:1109 24 Reynir S. 13 10 3 1146:1026 20 Þór Þorl. 14 10 4 1082:1022 20 Ármann/Þrótt. 14 8 6 1210:1168 16 Fjölnir 14 6 8 1143:1164 12 Stjarnan 13 5 8 943:949 10 Selfoss/Laugd. 15 4 11 1181:1256 8 Höttur 13 4 9 892:1089 8 ÍS 14 3 11 1029:1115 6 SKÍÐI HM í norrænum greinum: Val di Fiemme, Ítalíu: 15 km hefðbundin ganga kvenna: Bente Skari, Noregi ...........................39.40,9 Kristina Smigun, Eistlandi ..12,8 sek á eftir Olga Savialova, Rússlandi ....55,8 sek á eftir BLAK 1. deild karla Hamar – Þróttur R................................... 0:3 (20:25, 8:25, 24:26) KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Njarðvík: UMFN - Haukar.......................20 Í KVÖLD Gullit hefur trú á því að Frakk-arnir þrír – Patric Vieira, Ro- bert Pires og Thierry Henry – geti gert Arsenal að sigursælu liði í Evr- ópu, eins og hann, Marco van Basten og Frank Rijkaard gerðu hjá AC Milan. „Liðsandinn hjá Arsenal undir stjórn Arsene Wenger er mjög góð- ur og leikmenn liðsins hafa gaman af því sem þeir eru að gera. Við höfðum yfirvegaða og reynda menn í vörn- inni hjá AC Milan, eins og Baresi, Costacurta og Maldini. Arsenal með David Seaman, Sol Campbell og Martin Keown. Það er gaman að sjá Arsenalliðið leika – það leikur knattspyrnu sem ég kann að meta. Sóknarleikur liðs- ins er hraður og fjölbreyttur, þar sem leikmenn leika hver fyrir annan. Pires er frábær á ferðinni með knött- inn, eins og Henry og Vieira, en Vieira minnir mig á Rijkaard – hann leikur eins og Rijkaard gerði fyrir okkur á miðjunni,“ sagði Gullit. Gullit hrifinn af leik Arsenal RUUD Gullit, fyrrverandi fyrirliði hollenska landsliðsins og leik- maður með Ajax, AC Milan og knattspyrnustjóri og leikmaður með Chelsea, segir að Arsenal geti náð eins góðum árangri í Evrópu- keppninni og AC Milan gerði um og upp úr 1990, þegar liðið fagnaði tveimur Evrópumeistaratitlum. Mark McGhee lék undir stjórnFergusons hjá Aberdeen: „Eftir varaliðsleik gegn Forfar var hann að húðskamma leikmann. Hann sparkaði í þvottakörfu með þeim afleiðingum að nærbuxur svifu á loft og lentu á höfði leikmannsins, sem þorði ekki að hreyfa sig. Fergu- son tók ekki eftir því og hélt reiði- lestrinum áfram, leit svo á strákinn og öskraði: Taktu svo þessar fjand- ans nærbuxur af hausnum á þér. Hvers konar fíflaskapur er þetta?“ Hárþurrkan Mark Hughes, núverandi lands- liðsþjálfari Wales, útskýrði hvers vegna Ferguson væri kallaður „hár- þurrkan“ meðal leikmanna: „Hann átti það til að stilla sér upp beint fyr- ir framan mann og skammast og öskra, svo að hárið stóð beint aftur af höfðinu á manni.“ Jaap Stam segist hafa óttast um öryggi sitt undir einni hálfleiksræð- unni árið 1998 en þá hafi Ferguson sparkað í sjúkrabekk af öllu afli og hann nærri því lent á sér. Peter Schmeichel, markvörður, rifjar upp sennu á milli sín og Fergu- sons eftir að United missti niður 3:0 forskot gegn Liverpool: „Hann var ekki aðeins óður, heldur hreinlega móðursjúkur. Það var ekki nóg með að hann fáraðist yfir útspörkunum hjá mér, hann gagnrýndi nánast hverja hreyfingu hjá mér í leiknum. Ég svaraði honum, sagðist efast um hæfileika hans sem knattspyrnu- stjóra og að hann ætti við ýmsa skapgerðarbresti að etja. Ferguson svaraði þessu fullum hálsi og hótaði að kasta tebolla í andlitið á mér.“ Hengdur á snaga og sleginn í magann Þá hafa svipaðar sögur af öðrum knattspyrnustjórum verið rifjaðar upp í tilefni þessa atviks og Brian Clough, sem náði frábærum árangri með Derby og Nottingham Forest, þótti líka skapmikill og lagði hendur á leikmenn sína. Clough skipaði eitt sinn sóknar- manninum Nigel Jemson að standa á fætur. „Hefurðu verið sleginn í mag- ann?“ spurði Clough og Jemson neit- aði því. Clough sló hann í magann og sagði. „Nú hefurðu upplifað það, son- ur sæll.“ Clough er einnig sagður hafa tekið markvörðinn Mark Crossley, hengt hann upp á snaga í búningsklefanum og slegið hann í magann vegna þess að Crossley gekk til dómarans eftir leik og tók í hönd hans. Þá fékk sjálfur Roy Keane hnefa- högg í andlitið frá Clough á meðan hann var leikmaður Forest en Keane hafði átt slæma sendingu til mark- varðar liðsins í leik gegn Crystal Pal- ace. „Ég var særður og sleginn, of sleginn til að gera nokkuð annað en að kinka kolli og viðurkenna brot mitt,“ segir Keane í ævisögu sinni. Slagsmál í sturtunni og samlokubakki á flugi Fleira hefur verið tínt til. Lawrie McMenemy, sem lengi stýrði South- ampton, hrinti eitt sinn landsliðsmið- verðinum Mark Wright alklæddum undir sturtu. Harry Redknapp, þá hjá West Ham, fleygði bakka fullum af samlokum í Don Hutchison eftir leik árið 1995. Ron Atkinson hjá Aston Villa elti nafna sinn, Dalian Atkinson, inn í sturtu og slóst við hann þar, og barði óvart aðstoðar- mann sinn, Jim Barron, og leik- manninn Andy Townsend í leiðinni. Brian Laws, sem þá stýrði Grimsby, grýtti diski með kjúklingi í andlitið á leikmanni sínum, Ivano Bonetti, árið 1996 með þeim afleiðingum að Bon- etti kjálkabrotnaði. Síðast í haust var Trevor Francis, stjóri Crystal Palace, sektaður um þúsund pund fyrir að slá varamark- vörð sinn, Alex Kolinko, í andlitið eftir að sá síðarnefndi hló að marki sem Palace fékk á sig. Graeme Souness er einnig þekkt- ur fyrir mikið skap en „húsmóðirin“ hjá St. Johnstone sló hann hins veg- ar alveg út af laginu eftir að Glasgow Rangers lék þar við heimaliðið árið 1990. Souness hundskammaði leik- menn Rangers eftir leikinn og velti meðal annars tebakka um koll. „Gengurðu svona um heima hjá þér?“ sagði hin röggsama Aggie Moffat við Souness þegar hún sá út- ganginn í klefanum. Sögur af Ferguson og fleiri skapheitum knattspyrnustjórum „Hann hótaði að kasta tebolla í andlitið á mér“ EFTIR atvikið fræga síðasta laugardag þegar Alex Ferguson, knatt- spyrnustjóri Manchester United, sparkaði fótboltaskó í andlitið á David Beckham, hafa ýmsir fyrrverandi lærisveinar Fergusons rifj- að upp skondin atvik þar sem skapofsi Skotans sigursæla hefur komið við sögu. Reuters Sir Alex Ferguson, hinn skapstóri og litríki knattspyrnustjóri Manchester United, stjórnar liði sínu í leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.