Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 19.02.2003, Qupperneq 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRÚAR 2003 13 starfinu við stofurnar. Síminn leggur mikla áherslu á gott sam- starf markaðssviðs við auglýs- ingastofurnar þannig að há- marksárangur sé tryggður af auglýsinga- og kynningarstarfi. Nonni & Manni/Ydda hefur þjón- að Símanum nokkur undanfarin ár og nú bætist Gott fólk McCann-Erikson í hópinn,“ segir Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans, í fréttatilkynningu. SÍMINN hefur undirritað sam- starfssamninga við þær tvær aug- lýsingastofur, Nonna & Manna/ Yddu og Gott fólk McCann- Erikson, sem hlutskarpastar urðu í vali sem fór fram milli fjögurra stofa síðastliðið haust. Markmiðið með valinu var að efla markaðsstarf Símans og gera það hagkvæmara og skilvirkara, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. „Síminn væntir mikils af sam- Síminn semur við auglýsingastofur Jón Sæmundsson, framkvæmdastjóri Nonna & Manna/Yddu, Katrín Olga Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Símans, og Gunnlaugur Þráinsson, framkvæmdastjóri Góðs fólks-McCann-Erikson. ÁVÖXTUN samtryggingarsjóðs Líf- eyrissjóðsins Framsýnar nam 0,8% árið 2002 og jukust hreinar eignir samtryggingarsjóðsins því um rúm- lega einn milljarð króna. Alls námu eignir samtryggingarsjóðs 53,5 millj- örðum króna í lok síðasta árs en 52,4 milljörðum í árslok 2001. Heildar- ávöxtun séreignarsjóðs var rúmlega 9,4% og jókst hrein eign sjóðsins um 171 milljón króna eða 179%. Í fréttatilkynningu sjóðsins um af- komu síðasta árs segir að alls hafi líf- eyrisgreiðslur á síðasta ári numið tæpum 2 milljörðum króna sem er 10,7% aukning miðað við árið á und- an. Samtals var greiddur lífeyrir til um 9.000 einstaklinga og nemur fjölgun lífeyrisþega um 4,2% milli ára. „Raunávöxtun séreignarsjóða nam tæplega 7,3% árið 2002 en lækkandi gengi hlutabréfa á erlendum mörk- uðum olli því að raunávöxtun sam- tryggingarsjóðs var neikvæð um tæp 1,2% á árinu. Veruleg hækkun á verði innlendra hlutabréfa árið 2002 vó hins vegar að nokkru leyti upp á móti áhrifum af lækkandi gengi er- lendra hlutabréfa. Þá skiluðu innlend skuldabréf í eigu sjóðsins mjög góðri ávöxtun á árinu,“ segir í fréttatil- kynningu sjóðsins. Þá segir að gripið hafi verið til sér- stakra ráðstafana á síðasta ári til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif af styrkingu krónunnar á erlendar eig- ur Lífeyrissjóðsins Framsýnar sem skiluðu honum um 510 milljónum króna. Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýn- ar hefur ákveðið að lækka vexti sjóð- félagalána frá og með 1. mars nk. úr 6,2% í 5,8%. Vaxtalækkunin mun hafa áhrif á öll sjóðfélagalán, bæði gömul og ný. Á síðasta ári tóku 403 sjóðfélagar lán og nam fjárhæð þeirra 807 milljónum króna. Alls greiddu 31.168 sjóðfélagar ið- gjöld til sjóðsins á árinu 2002 en sjóð- félagar eru nú samtals 136.038. Starfsmenn sjóðsins voru alls 13 á síðasta ári. Ávöxtun Framsýn- ar 0,8% árið 2002 Vextir sjóðfélagalána lækkaðir ● FJÖLMIÐLAFYRIRTÆKIÐ Reuters hefur tilkynnt um uppsagnir 3.000 starfsmanna í kjölfar mesta taps á rekstri fyrirtækisins frá stofnun en Reuters, sem er helsta viðskipta- fréttaveita heims, hefur farið sérlega illa út úr slæmu árferði á hlutabréfa- mörkuðum. Tap félagsins á árinu 2002 nam 661 milljón Bandaríkjadala sem er mesta tap félagsins frá því það var stofnað fyrir 150 árum. Að auki segja menn að ekki sjái fyrir endann á hinu slæma ástandi á mörkuðum. Reuters segir að sala muni minnka um að minnsta kosti 9% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og jafnvel meira á næsta ársfjórð- ungi. Reuters var fyrir í miðju endur- skipulagningarferli sem hefur innifal- ið m.a. fækkun starfsmanna upp á 2.500 manns, eða meira en 10% af starfsfólki fyrirtækisins. Uppsagn- irnar 3.000 koma þessu til viðbótar og eiga allar að vera komnar til fram- kvæmda árið 2006. Verð hlutabréfa Reuters féll um- talsvert á markaði í gær en verð bréf- anna hefur lækkað um 70% á einu ári. Þrátt fyrir uppsagnirnar hefur fyrir- tækið tilkynnt um kaup á Multex fyrir 195 milljónir dollara í reiðufé, eða rúma 15,2 milljarða króna, en Mult- ex gefur út hagnaðarspár fyrir meira en 16.000 fyrirtæki um allan heim. Reuters segir upp 3.000 manns ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.