Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 8

Morgunblaðið - 02.03.2003, Side 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ísland Verð frá 3.900 kr.* 1 dagur Innifalið: 100 km, kaskó og skattur. Alicante Verð frá 14.819 kr.* 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, aukabílstjóri, skattur og flugvallargjald. Minneapolis Verð frá 20.168 kr.* 7 dagar Innifalið: Ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 01 96 0 2/ 20 03 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Gildistími verðs er 01.04. - 30.09. 2003 nema í Minneapolis 01.04. - 14.07. 2003. Svona, Össi minn, hættu nú þessu gelti og leggstu niður, það vita allir að þú ert formaður flokksins og allt það. Stangaveiðisýning í Perlunni Leyndardóm- arnir kynntir HAFINN er undir-búningur að um-fangsmikilli stangaveiðisýningu sem verður í Perlunni um mán- aðamót apríl og maí. Sýn- ingarstjóri er Stefán Á. Magnússon og má segja að hann hafi komið að slíku sýningarhaldi áður, því þetta er sjöunda stanga- veiðisýningin sem hann stendur að og hafa þær flestar verið í Perlunni. – Það má segja að þú sért þessu ekki óvanur? „Það er alveg rétt, þetta verður sjöunda stanga- veiðisýningin sem ég hef staðið fyrir. Ég fór af stað með þær þegar ég var markaðsstjóri í Perlunni á sínum tíma og fyrstu fjórar sýningarnar voru þar. Síðan skildu leiðir og ég hélt sýningar bæði á Hótel Sögu og í Kvik- myndaverinu Óskari á bökkum Úlfarsár. Nú hefur Perlan aftur orðið fyrir valinu fyrir næstu sýn- ingu þannig að segja má að ég sé kominn aftur á minn gamla heima- völl. Það eru þrjú ár síðan að ég stóð síðast fyrir stangaveiðisýn- ingu.“ – Er það hæfilegur tími milli sýninga? „Tvö til þrjú ár er hæfilegur tími. Það eru mjög örar tæknibylt- ingar í veiðibúnaði og allt sem tengist þessum stangaveiðiheimi er breytingum háð. Með 2–3 ára bili tryggir maður að nóg sé komið af nýmeti til að standa undir sýn- ingu af þessu tagi.“ – Hvað geturðu helst sagt okk- ur um eðli svona sýningar? „Öllum þeim sem tengjast stangaveiðiíþróttinni verður boðin þátttaka, þ.e. stangaveiðifélögum, veiðiréttareigendum, verslunum, umboðsaðilum að veiðivarningi og ökutækjum og þeim er framleiða afurðir með lax og silung. Auk þess hef ég íhugað að bæta sjó- stangaveiði við að þessu sinni. Sýnendur leigja pláss undir sýn- ingarbása og eru greiðar göngu- leiðir um svæðið. Í rúmgóðum sal- arkynnum í kjallara Perlunnar er síðan aðstaða til ráðstefna, funda og myndasýninga. Slíkar uppá- komur hafa verið snar þáttur í stangaveiðisýningum mínum í gegnum tíðina og svo verður áfram. Þá vil ég geta þess að utandyra verða einnig uppákomur og að- staða. Þar verður t.d. 180 fer- metra tjörn þar sem menn munu geta stundað kastæfingar, fengið kastkennslu auk þess sem þeir sem kynna stangir innandyra geta farið út með viðskiptavinum sínum og leyft þeim að prófa flugustang- ir við tjörnina. Það er ekki sama tilfinningin og að prófa slíkan grip á þurru.“ – Verða þetta sölubásar? „Öll sala er heimil á sýningar- svæðinu og hafa margir nýtt sér það í gegnum tíðina með góðum árangri.“ – Hvað býstu við mikilli aðsókn? „Ég vona bara að það komi sem flestir eins og gefur að skilja. Stanga- veiði er gríðarlega vin- sæl íþrótt á Íslandi og fer þátttak- endafjöldinn vaxandi með hverju árinu sem líður. Þegar best hefur látið á fyrri sýningum mínum hef ég náð milli 17 og 20 þúsund gest- um á sýningu á þremur dögum. Mestur hefur gestafjöldinn verið þegar sýnt hefur verið í Perlunni þannig að ég vonast til að fá a.m.k. þennan fjölda að þessu sinni.“ – Verður þú með einhverjar sérstakar áherslur á þessari sýn- ingu? „Ein megináherslan er alltaf hin sama, þ.e.a.s. að gera gestum og sýnendum eins vel til geðs og frekast er kostur, enda snýst þetta um að kynna fyrir mönnum leynd- ardóma veiðimennskunnar. Að þessu sinni mun ég auk þess huga meira að byrjendum en venjulega og alveg sérstaklega að börnum og unglingum. Áhugi minn fyrir barna- og ung- lingastarfi á sér langa sögu. Fyrir um tuttugu árum var ég að veiða í Stekknum í Norðurá með gömlum góðum vini mínum, Stanley Wil- son C.B.E, og þá kom þar kona með hóp barna og spurði hvort þau mættu tylla sér í hlíðina og fylgjast með. Það var velkomið og börnin voru svo áhugasöm að Wil- son gamli sagði mér að hafa þarna sérstaka sýnikennslu og leyfa börnunum að meðhöndla stöng- ina. Þarna fengu þessi börn sína fyrstu snertingu við stangaveiðina í boði þessa heiðursmanns og sjálfur hafði ég svo gaman af þessu að ég hef lagt mig eftir því æ síðan að huga að fræðslumálum fyrir börn og unglinga, stofnsetti m.a. barna- og unglingastarf SVFR og veitti því forstöðu í mörg ár. Ég ætla að reyna að láta þau njóta sín sem best á sýningunni.“ – Hvernig þá? „Á ýmsan hátt. Það er allt í athugun og mun koma í ljós. Að sýningu lokinni mun ég síðan athuga hvort einhver hagnaður hefur orðið og ef svo reynist þá er það ætlun mín að nota eitthvað af þeim peningum í stofnfé fyrir styrktarsjóð sem miðar að því að greiða fyrir stangaveiðiiðkun meðal barna sem eiga annaðhvort við bágar heimilisaðstæður að etja eða eru þroskaheft. Það hefur lengi verið draumur minn.“ Stefán Á. Magnússon  Stefán Á. Magnússon fæddist á Akureyri 15. júní 1950. Nam við Kennaraháskóla Íslands og stundaði nám í verslunarrekstri og markaðsfræðum í Bandaríkj- unum. Starfaði víða vestra, m.a. hjá Western International Hotels í Seattle, General Motors og Honeywell í Kaliforníu, auk þess að sýna föt, m.a. í tímaritinu Vogue. Var markaðsstjóri Penn- ington Ltd fyrir Norðurlönd og markaðsstjóri hjá G.Helgason og Melsteð og Perlunnar. Er nú sjálfstætt starfandi við almanna- tengsl, sýningarhald og ráð- gjafaþjónustu. Hefur og verið leiðsögumaður erlendra og inn- lendra stangaveiðimanna um 30 ára skeið og sat lengi í stjórn SVFR og var þar m.a. sæmdur heiðursmerki SVFR. … hef ég náð 17 til 20 þús- und gestum UMBOÐSMAÐUR Alþingis telur að Útlendingaeftirlitið, nú Útlendinga- stofnun, og dómsmálaráðuneytið hefðu ekki farið að stjórnsýslulögum er umsókn útlendrar konu um vega- bréfsáritun til þriggja mánaða dvalar hér á landi var synjað sumarið 2001. Hugðist hún heimsækja unnusta sinn, búsettan hér á landi. Ráðuneytið ger- ir ekki athugasemdir við álitið og bendir á að lög um málefni útlendinga hafi breyst frá því að þetta mál kom upp. Samkvæmt breyttum lögum hafi Útlendingastofnun tekið til starfa um síðustu áramót í stað Útlendingaeft- irlitsins og málsmeðferðarreglur allar orðnar ítarlegri en áður. Úrskurður ráðuneytisins, um að staðfesta synjun Útlendingaeftirlits- ins, var í fyrsta lagi byggður á því að tilgangur ferðar konunnar hingað til lands hefði ekki verið trúverðugur. Þau hefðu t.d. kynnst erlendis aðeins þremur mánuðum áður. Í öðru lagi hefði konan ekki sýnt fram á að hún ætti nægt fé sér til framfærslu meðan á dvöl hennar á Íslandi stóð. Unnust- inn hafði ráðgert að bjóða henni gist- ingu og fæði en konan var þá atvinnu- laus í heimalandi sínu, sem ekki er gefið upp í álitinu hvert er. Meðal þess sem Útlendingaeftirlit- ið studdist við í synjun sinni var að sænskt sendiráð í heimalandi kon- unnar hafði ekki mælt með því að hún fengi vegabréfsáritun. Umboðsmaður telur að Útlend- ingaeftirlitið hafi ekki veitt konunni leiðbeiningar um sönnun þess að um- sækjandi um vegabréfsáritun gæti séð fyrir sér meðan á fyrirhugaðri dvöl stæði. Þá virðist sem stofnunin hafi ekki gengið eftir því að parið legði fram gögn sem sýndu að konan fullnægði kröfum íslenskra reglna. Samkvæmt þessu er það niðurstaða umboðsmanns að málsmeðferð stofn- unarinnar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði stjórnsýslulaga. Þá telur umboðsmaður að rökstuðningur í úr- skurði dómsmálaráðuneytisins í mál- inu geti ekki talist fullnægjandi. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, segir að ráðu- neytið geri engar athugasemdir við álit umboðsmanns. Það byggist í raun á ákvæðum eldri laga og reglna og fram komi að ráðuneytið hafi gripið til ákveðinna aðgerða. Þannig hafi í bréfi til Útlendingastofnunar nýlega verið brýnt fyrir henni að efla upplýsinga- og leiðbeiningarhlutverk sitt og einn- ig séu komnar inn sérstakar máls- meðferðarreglur í reglugerð um mál- efni útlendinga sem tók gildi í janúar sl. Stefán segir ráðuneytið geta tekið undir með umboðsmanni um að úr- skurður þess hafi mátt vera ítarlegri. „Við lítum samt svo á að ráðuneytið og Útlendingastofnun séu nú þegar búin að bregðast við öllu því sem um- boðsmaður gerir athugasemdir við.“ Útlendingaeftirlit og ráðuneyti sniðgengu lög SVARTOLÍAN, sem uppgötvaðist við Ósland við Höfn í Hornafirði á föstudaginn, kom úr leiðslum í gömlu loðnubræðslunni í Óslandi, að sögn Helga Más Pálssonar, bæjartækni- fræðings á Höfn. Helgi segist áætla að alls hafi farið um 100 lítrar af olíunni í sjóinn. „Það er búið að hindra að lekinn haldi áfram og nú er verið að leita að leka í þessum gömlu lögnum til að laga þá skemmd.“ Hann segir hreinsunarað- gerðir þegar hafnar í fjörunni þar sem olíunni er mokað upp og telur ekki að mengunin hafi haft mikil áhrif á lífríkið í kring. „Ég veit t.d. ekki til þess að æðarfugl eða annar fugl hafi farið í þetta. Það er austanátt þannig að þetta er á takmörkuðu svæði og dreifist ekki þannig að það lítur sem betur fer ekki út fyrir að þetta verði neitt stórslys,“ segir Helgi Már. Olíumengun frá loðnu- bræðslunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.