Morgunblaðið - 02.03.2003, Page 28
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Á
LANDSEYJAR taka við tveimur
rithöfundum á köldum febrúardegi.
Erindið er að kynna skáldskap.
Þegar gengið er inn í flughöfnina
minnir ýmislegt á heimahaga. Allt
er hófsamlegt, hvorki mannfjöldi né stórar og
flóknar byggingar ógna ferðamönnunum.
Hótelið er vinalegt: Hotell Scandic Savoy. Það
er eins og engum liggi á. Skömmu síðar er sest
að snæðingi.
Daginn eftir er farið í langa gönguferð. Það er
enn kalt og fátt að sjá. Ýmislegt minnir þó á að
Mariehamn er borg, lítil borg úti í hafi. Sjófugl-
arnir heilsa. Göturnar eru breiðar og skipulegar,
ekki mikið um gömul hús.
Sýnishorn af þeim má sjá
annars staðar.
Borgarbókasafnið í Mar-
iehamn er stór og nýleg
bygging. Þar fer fram fjöl-
breytt menningarstarfsemi.
Konur ráða ríkjum eins og í öðrum bókasöfnum
og skammta væntanlega rithöfundum frægð.
Við Eva Ström fáum kaffi og með því. Síðan er
okkur vísað til sætis í fremur lítilli stofu þar sem
fámennur hópur gesta bíður okkar. En þeir eru
áhugasamir og stjórnandinn, kona sem er bók-
menntafræðingur, býður okkur velkomin og
snýr sér síðan til gestanna. Hún fjallar um skáld-
skap okkar og er greinilega vel undirbúin. Ég
undrast hvað hún veit mikið um feril yfirritaðs.
En vissulega hefur hún sótt fróðleik í ýmsar átt-
ir, meðal annars til bókavarða á Borgarbóka-
safninu í Reykjavík.
Eva Ström sem er hljóðlát kona og yfirlæt-islaus segir frá Revbensstäderna, ljóða-bók sinni sem er tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs. Það er ljóst að þessi
stutta ljóðabók felur í sér skelfingu og er ekki
bjartsýn eins og sjá má á blóðlitnum á kápunni.
Meðal þess sem veldur er að Eva missti systur
sína unga og hún játar aðspurð að starf hennar
við læknisfræðina hafi stundum gert hana svart-
sýna. Hún sækir margt til Williams Blake, þess
skálds em gerði sér vel grein fyrir átökum hins
góða og illa og var líka málari. Eva Ström er
læknir að mennt, en það eru mörg ár síðan hún
hætti í læknisfræðinni og helgaði sig skáldskap.
Hún er meðal þekktari skálda Svía af sinni kyn-
slóð.
Þegar Eva Ström er ekki að yrkja skrifarhún um bókmenntir en einkum listir íSydsvenska Dagbladet. Það er blað
heimaslóða hennar, en hún býr í Kristianstad.
Mér skilst á Evu Ström að hún sé ekki af-
kastamikil og greinar hennar sligi ekki blaðið
eins og víða þekkist, meðal annars hér heima.
Stutt og mergjuð tilsvör Íslendingasagna hrífa
Evu Ström og hún rifjar nokkur þeirra upp.
Á Álandseyjum búa ekki margir en dæmi eru
um vel efnað fólk sem á þar sumarhús og ýmsir
hafa sest þar að, sérstaklega eftir að eftirlauna-
aldur hefur tekið við. Forystukona í norrænni
samvinnu ekur okkur um eyjarnar. Við skrepp-
um út úr bílnum til að láta taka af okkur mynd.
Það er ískalt og stormur en við fáum mynd af
okkur, ströndinni og bátunum og klakahröngli
sem sýnir að það er raunverulegur vetur og eng-
in miskunn þrátt fyrir ljóð sem bæði eru við-
kvæm og fjalla líka um ofurvald veðra og vinda.
Hvað eru tvö skáld annars að þvælast til
Álandseyja um miðjan
vetur?
Ætli það sé ekki sann-
færingin um áhuga á
skáldskap sem ekki er
bundinn við umhverfi
heldur mannlegar tilfinn-
ingar og þörf fyrir íhug-
un.
Eyjar laða skáld að.
Skömmu síðar í Þórshöfn
í Færeyjum, Eva Ström
er ekki með í þeirri ferð,
sitja margir norrænir rit-
höfundar í sólríkum sal
Norðurlandahússins.
Þeir segja frá verkum
sínum og lesa upp. Það er
óhætt að lesa á íslensku
hér því að margir Færeyingar skilja hana.
Salurinn er þéttskipaður og margir fær-eyskir rithöfundar komnir til að hlusta.Fulltrúi þeirra er Hanus Kamban sem áð-
ur hét Hanus Andreassen. Dagskránni er út-
varpað beint.
Þórshöfn hefur breyst. Hún er orðin meiri
borg en áður og góðar samgöngur, m.a. til flug-
vallarins, gera hana evrópska.
Gunnar Hoydal rithöfundur og formaður Rit-
höfundasambandsins (hann er líka bæj-
ararkitekt) heldur smá tölu í fámennu boði sam-
bandsins eftir að við höfum fengið að skoða
gömlu Þórshöfn undir leiðsögn hans. Með í hópn-
um er Carl Jóhan Jensen og fleiri rithöfundar,
einn þeirra skáldsagnahöfundurinn Oddvör Jo-
hansen. Bók eftir hana hefur verið lögð fram
einu sinni. Jensen hefur verið tilnefndur til verð-
launa tvisvar líkt og Gunnar og er gott skáld eins
og fleiri Færeyingar.
Gunnar minnist á einangrunina í Færeyjum
og á greinilega við rithöfundana. Ég hef nýkeypt
mér færeyska bókmenntasögu eftir Árna Dahl
en Gunnar segir að yfirlitsrit með nýjum fær-
eyskum skáldskap sé ekki að finna. Þau vanti.
Í bókabúð sá ég töluvert af minningabókum.
Færeyingar minnast gamals tíma, upprunans.
Í Dimmalætting er þýðing á John Keats eftir
ungan rithöfund, Aleksandur Kritiansen. Og
Gerpla Halldórs Laxness er nýkomin út á fær-
eysku, Garpatáttur, í þýðingu þeirra hjóna Þóru
Þóroddsdóttur og Martins Næs, útgefandi
Sprotin. Hann er skáld og landsbókavörður. Þau
segja að gaman hafi verið að þýða Gerplu og
langar að glíma við Sjálfstætt fólk næst.
Í bókabúðinni sé ég líka fagbók eftir Þóru og
nýlegt greinasafn eftir Jógvan Isaksen um
Heinesen og fleiri rithöfunda.
Hús Williams Heinesen er á sínum stað íÞórshöfn og rétt hjá hús sona hans.Annar þeirra er listmálarinn Zacharias
Heinesen sem ég minnist frá Kaupmannahafn-
ardvöl.
Uppi á hæð fyrir ofan húsin stendur lítil bygg-
ing, kofi eða skúr mætti segja. Þar skrifaði Will-
iam Heinesen og kannski málaði hann þar líka.
Vegur hans sem málara hefur aukist eftir að
hann lést.
Norðurlandahúsinu stýrir Helga Hjörvar og
er þar mikill myndarbragur og Færeyingar
ánægðir með þessa menningarstofnun.
Það er ró yfir Þórshöfn, enginn asi. Kannski er
einangrunin kostur og þörf fyrir hana. End-
urtaka má það sem áður hefur verið skrifað eftir
Færeyjaheimsókn að Færeyingar hlúa vel að
arfleifð sinni og er ekki síst gamli bærinn í Þórs-
höfn dæmi um það. Á vissu svæði í miðbænum er
allt eins og þegar þeir gengu þar um William
Heinesen, Jörgen Frantz Jacobsen og Djurhuus-
bræður og þarna eru enn húsin sem Heinesen lét
sögur sínar gerast í. Gunnar Hoydal vék að því
við mig að Færeyingar vildu hafa hlutina á sín-
um stað en taldi Íslendingum til hnjóðs að flytja
allt burt. Eitthvað er til í þessu hjá Gunnari.
Hann veit hvað hann syngur.
Enginn þeirra rithöfunda sem gistu vorlega
Þórshöfn hlaut Norðurlandaráðsverðlaunin að
þessu sinni. Þau hlaut aftur á móti Eva Ström
sem fékk að kynnast frostinu bitra á Álands-
eyjum.
Á ferð með skáldskap
Eva Ström. Sænska skáldið hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs í ár.
AF LISTUM
Eftir Jóhann
Hjálmarsson
johj@mbl.is
BIÐ Soprano-aðdáendaeftir nýju efni laukloksins nú í vikunniþegar Sjónvarpið hóf
sýningar á fjórðu röð þessara
gríðarvinsælu og margverð-
launuðu þátta. Fyrsta þáttar
fjórðu þáttaraðarinnar var
reyndar beðið með sérstakri
eftirvæntingu hér á landi
vegna þess að frést hafði (svo
um munaði) að íslenskar flug-
freyjur væru þar í stóru hlut-
verki. Heldur reyndist hlutur
þeirra snubbóttur og lítið í
frásögur færandi – einn
brandari, ,,hey þarna koma
stelpurnar frá íslenska flug-
félaginu!“ og virtist manni
sem málið gengi ekki út á
annað en að mafíósarnir vildu
gera vel við sig og fá virki-
lega sætar stelpur í partýið.
Reyndar var partýið ansi
subbulegt, en þannig eru þau
yfirleitt hjá þeim þarna í
Sopranos. Það má deila um
hvort íslenskum flugfreyjum/
konum hafi verið sýnd van-
virðing með þessu nokkurra
sekúndna atriði, allavega var
ekki um að ræða vanvirðingu
umfram það sem tilteknum
hópi kvenna (konum sem
mæta í mafíósapartý og
strippdönsurum) er almennt
sýnd í þáttunum. Nema að
það að íslenskar flugfreyjur
skuli þarna vera settar í
þennan tiltekna hóp sé ein-
mitt það sem fari fyrir brjóst-
ið á fólki.
Þeir sem móðgast fyrir
hönd íslenskra flugfreyja/
kvenna, vegna þess hvernig
þær koma fyrir í fyrr-
nefndum þætti, ættu að geta
sett sig í spor forsvarsmanna
hagsmunasamtaka Amerík-
ana af ítölskum uppruna í
Chicago, sem fóru í mál við
Time Warner, eiganda sjón-
varpsstöðvarinnar HBO (sem
framleiðir Sopranos), vegna
þeirrar myndar sem dregin
er upp af ítölskum ameríkön-
um í þáttunum almennt.
Samtökin vildu fá úrskurð
dómstóla um að Sopranos
sýndu þessum hópi lítilsvirð-
ingu. Lögmaður samtakana
hélt því fram að þættirnir
gerðu því skóna að ítalsk-
amerísku fólki væri glæpa-
eðli í blóð borið og að ítalskir
innflytjendur hefðu frá upp-
hafi átt fáa aðra kosti til að
afla sér viðurværis en að
snúa sér að glæpum. Haft var
eftir formanni samtakanna
að málsóknin snerist fyrst og
fremst um að vinna ,,siðferði-
legan sigur“, en ljóst væri að
Time Warner nyti málfrelsis
eins og aðrir og því yrði
framleiðsla þáttanna vart
stöðvuð. Samtökunum tókst
að vekja athygli á málstað
sínum og komst málsóknin í
heimsfréttirnar. BBC greindi
frá því að gegn ákvæði
stjórnarskrár Bandaríkjanna
um málfrelsi væri í þessu til-
tekna máli vísað í ,,undarlega
klausu“ í lögum Illinois-ríkis
um ,,virðingu einstaklinga“.
Forsvarsfólk HBO vísaði
allri gagnrýni samtakanna á
bug, benti á að þættirnir
væru skáldskapur og þar að
auki ,,listrænt þrekvirki“ sem
stöðin væri afar stolt af.
Dómari í Chicago vísaði mál-
inu frá en samtökin áfrýjuðu
og bíða þess að málið verði
tekið fyrir á æðri dómstigum.
Chicagobúar af ítölskum
uppruna eru reyndar ekki
einir um að vera fúlir út í
Tony Soprano og félaga hans.
Árið 2000 lentu aðstand-
endur þáttanna í rimmu við
háskóla í bænum Wayne í
New Jersey þegar til stóð að
taka upp nokkur atriði á lóð
og í húsakynnum skólans.
Skólinn leyfði ekki upptök-
urnar og viðruðu nemendur
og kennarar neikvæð sjón-
armið sín í garð þáttanna,
þar sem meðal annars kom
fram vilji fyrir því að sjá
,,duglega, vel menntaða og
vel talandi“ ítalska amerík-
ana í sjónvarpi.
Í fyrra komust Soprano-
arnir svo aftur í fréttir í
tengslum við háskóla en í það
sinn voru þeir í mun betri
málum. Í haust vakti nefni-
lega athygli fjölmiðla víða um
heim að þættirnir skyldu
teknir inn sem námsefni hjá
fjölmörgum amerískum há-
skólum í ýmsum greinum;
svo sem kvikmynda- og bók-
menntafræði, félagsfræði,
sálfræði, menningar- og
kvennafræði. Í námskeiðslýs-
ingum kemur fram að þætt-
irnir eru ýmist bornir saman
við aðrar mafíu-kvikmyndir
eða bókmenntir, eða að texti
þeirra er greindur eins og
annar bókmenntatexti. Þá
eru sálfræðilegar hliðar aðal-
persónunnar, Tonys, teknar
fyrir, samband hans við fjöl-
skyldu sína og vinnufélaga
sem og meðferðin hjá sál-
fræðingnum hans. Reyndar
hefur sá hluti þáttanna þótt
afar nýstárlegur og vakið
mikla athygli bæði meðal
fræðinga og almennings.
Meðal annars hafa nokkrir
bandarískir geðlæknar tekið
sig saman og svara spurn-
ingum áhorfenda um sálar-
ástand Tonys og sálfræði-
meðferð hans eftir hvern þátt
á vefsíðunnni slate.com. Þar
er hægt að fá svör við því
hvað sálfræðingurinn er að
fara þegar hún spyr hann
smásmugulegra spurninga,
hvort hún viti meira en hún
lætur uppi, hvort Tony sé í
raun vondur eða góður, bæld-
ur eða opinn. Einn þessara
geðlækna, Glen Gabbard,
skrifaði bók sem heitir ,,Sál-
fræði Soprano-anna“ þar sem
hann greinir meðal annars
frá því að bandarískir geð-
læknar og sálfræðingar hafi
orðið þess varir að karlar leiti
til þeirra í síauknum mæli og
telja þeir margir að um sé að
ræða bein áhrif frá Tony
Soprano.
Fjöldi annarra bóka hefur
verið skrifaður um þættina,
allt frá kokkabók fjölskyld-
unnar til menningar-
fræðilegra úttekta á stöðu
krimmans Tonys innan
bandarísks samfélags og sess
hans í þjóðarsálinni. Þá gaf
Columbia University Press í
New York nýverið út þver-
faglegt safn af lærðum grein-
um (undir ritstjórn Davids
Lavery) þar sem þættirnir
eru rannsakaðir, undir yf-
irskriftinni ,,This Thing of
Ours“ eða ,,Þetta sem við er-
um með í gangi“, sem er lýs-
andi fyrir hinn óljósa tals-
máta Tonys og félaga þegar
kemur að því að tala um
,,vinnuna“.
En hvað sem öllum mál-
sóknum og fræðum líður er
ljóst að Sopranos birta manni
óvenjulegar og nýstárlegar
hetjur. Mér finnst allavega
skrýtið að finna svona sterkt
til með flæktum og forpok-
uðum manni sem rænir, lem-
ur og drepur milli þess sem
hann reynir að lifa ,,eðlilegu“
fjölskyldulífi í úthverfinu
sínu. Og jafnskrýtið þykir
mér að skilja konuna hans
sem fer ekki frá honum þó að
hún viti að hann haldi fram
hjá henni í allar áttir og haldi
fjölskyldunni uppi með blóð-
peningum. Óneitanlega
áhrifamikið sjónvarpsefni.
Og vinsældir þáttanna, um-
fram aðra ,,skrifaða“ sjón-
varpsþætti í Bandaríkjunum,
kannski merki um að sjón-
varps-handritshöfundar
þurfa að hafa eitthvað alveg
sérstakt fram að færa til að
fanga og halda athygli áhorf-
enda nú í gósentíð raunveru-
leikasjónvarps. En það er
önnur saga …
Birna Anna
á sunnudegi
Tony Soprano –
umdeildur og
akademískur
Morgunblaðið/Jóra
bab@mbl.is