Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTI dagur Vetrarhátíðar í Reykjavík er í dag og verður á þess- um lokadegi staðið fyrir margvísleg- um uppákomum. Þeirra á meðal er svokölluð Draugaganga sem farin verður í Elliðaárdal í kvöld og mun Helgi M. Sigurðsson sagnfræðingur stýra förinni. „Þar eru draugar og huldufólk, álfar og skrímsli. Í göngu- ferðinni mun ég rekja þær sögur sem ég hef rekist á um þessa hluti í dalnum,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Hann segir gönguna taka um klukkustund og verður farið um slóðir drauga og annarra kynja- vera þar í dalnum, auk þess sem þar er að finna álfabyggð sem hinn kunni álfagreinir, Erla Stefánsdóttir, upp- lýsti um árið 1990. „Draugasögurnar sem ég segi koma úr þjóðsögum Jóns Árnasonar, meðal annars, og álfasögurnar koma frá fólki þarna í grenndinni að hluta. Heimildirnar eru annars af ýmsum toga, til dæmis eru nokkur örnefni í dalnum sem maður veit ekki alltaf hvað er á bak- við.“ Helgi segir gönguferðina ætlaða allri fjölskyldunni og segist telja að miklu fleiri trúi á hluti tengda álfum og draugum heldur en margur ætlar. „Draugatrú er í raun bara ótti við hið óþekkta og það sem maður sér ekki. Við finnum flest fyrir því á einhvern hátt. Hins vegar má segja að þessi draugatrú hafi tekið nokkrum breyt- ingum – núna trúir fólk ekki á að hið illa í tilverunni séu draugar, heldur eitthvað annað. Við trúum kannski á hið góða í manninum, en vitum að hin niðurbrjótandi öfl eru líka til. En það getur verið gaman að pæla í þessu.“ Lagt verður af stað frá stöðvarstjórabústað Orkuveitunnar í dalnum um kl. 20.30, en kl. 20 hefst kvikmyndasýning á sérstæðu vatns- tjaldi í dalnum og verður gönguferð- in farin að henni lokinni. Verk á nýstárlegum nótum Vox Feminae heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, kl. 17, en kórinn fagnar 10 ára starfs- afmæli um þessar mundir. Stjórn- andi er Margrét J. Pálmadóttir og bera tónleikarnir yfirskriftina Snæ- ljós. Á efnisskrá tónleikanna eru ís- lensk lög ásamt sérstæðu tónverki sem nefnist Snowforms og er eftir tónskáld búsett í Kanada, R. Murray. „Verkið er skrifað á nokkuð sér- stakan hátt. Nóturnar eru ekki hefð- bundnar, heldur eru misþykkar línur látnar gefa til kynna hversu sterkt á að syngja, og tónarnir eru einfald- lega skrifaðir inn í venjulegum bók- stöfum,“ segir Valgerður G. Hall- dórsdóttir, einn kórfélaga í Vox feminae. Hún segir stjórnanda kórs- ins vera iðna við að finna nýstárleg verk eins og þetta fyrir efnisskrá kórsins. „Verkið er að miklu leyti hummað, en inn á milli er skotið orð- um á máli Inúíta, sem öll merkja mismunandi tegundir af snjó. Þeir eru trúlega ríkari af slíkum orðum en Íslendingar, og er þó nokkuð góð flóra í íslenskunni samt.“ Valgerður segir verkið nokkuð krefjandi í flutningi, en afar skemmtilegt. „Tónskáldið er að túlka stemninguna í vetrarveðrinu, að ég tel. Hann virðist hljóðgera hverja tegund af úrkomu og hægt að hlusta eftir hvers konar snjó er verið að syngja um hverju sinni, él, slyddu, þjappaðan snjó og þar frameftir göt- um.“ Minjar Kvennalistans Landsbókasafn Íslands mun hafa opið hús með leiðsögn og kynna Kvennasögusafn Íslands við það tækifæri. Auður Styrkársdóttir, for- stöðumaður Kvennasögusafnsins, verður leiðsögumaður og hefst dag- skráin kl. 14. Af þessu tilefni verður sýning á munum og minjum úr eigu Kvennalistans í bókasafninu, en um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því Samtök um kvennalista voru stofn- uð. Sýnd verða spil, pennar, plaköt, öskupokar, handklæði, handrit og fleira. Sýningunni er jafnframt ætlað að minna á að með vaxandi birtu gefst tækifæri til að taka til á háa- loftum og í geymslum og varðveita söguna með því að koma henni í öruggar hendur safna landsins. Draugar, álfar og skrímsli í Elliðaárdal Vox Feminae flytur íslensk lög auk tónverksins Snowforms á tónleikum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag kl. 17. Sunnudagur Hallgrímskirkja kl. 10 Ferming í fortíð og nútíð – Þor- steinn Helgason dósent flytur er- indi. Fjölskyldumessa kl. 11. Dómkirkjan kl. 11 Barna- og æskulýðsmessa. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn kl. 12–17 Andlitsmálun, skautaleiga, plötu- snúðurinn DJ-Impulse, kakó og kleinur, Skólahljómsveit Kópa- vogs, harmonikkuleikur, hestvagnaferðir, lestar- ferðir, teymt verður und- ir börnum. Kl. 13 og 15.30 Sjónleik- húsið sýnir Stígvélaða köttinn í tjaldinu við kaffihúsið. Kl. 13.45 Skautasýning Skautafélags- ins Bjarnarins á tjörninni. Kl. 14 Taflfélagið Hrókurinn stendur fyrir fjöldatafli í tjaldinu við kaffi- húsið. Þar verður Regina Pokorna, 21 árs stórmeistari kvenna frá Sló- vakíu, og teflir við hvern sem þorir. Skráning á postur@husdyragar- dur.is. Kl. 14.30–16 Kór Snælandsskóla syngur og gefur börnunum sæl- gæti. Frítt inn fyrir alla með grímu eða í grímubúningi. Laugardalurinn kl. 12 Skíðagöngu- kennsla fyrir almenning. Leiðbein- endur eru frá Skíðasambandi Ís- lands. Farið verður í létta göngu kl. 12, 13.30 og 15. Þátttökugjald 200 kr. Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5, kl. 13– 17 Sérsveit Hins hússins stendur fyrir kynningu á starfi sínu. Söng- hópurinn Blikandi stjörnur syngur nokkur lög og fulltrúar klúbbanna verða á staðnum. Alþjóðahús, Hverfisgötu kl. 14 Hreyfimyndagjörningur fyrir börn og ungmenni, unninn með olíu og vatni. Landsbókasafn Íslands, Arngríms- götu 3, kl. 14 Kynning á Kvennasögusafni Ís- lands. Sýning á munum og minjum úr eigu Kvennalistans. Borgarbókasafn Grófarhúsi kl. 15 Viktor Arnar Ingólfsson rithöfund- ur varpar ljósi á baksvið glæpasögu sinnar Flateyjargátu og segir frá heimildavinnu við gerð sögunnar. Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur spjallar um verkið og glæpasögur almennt. Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi kl. 15 Anna Líndal kynnir innsetningu sína. Leiðsögn um sýninguna Á mörkum málverksins / Extreme Painting. Dagný Heiðdal listfræð- ingur leiðir gesti um sýninguna. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 15 Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og Anna Málfríður Sigurð- ardóttir píanóleikari leika létta skemmtitón- list. Kl. 14 og 16 leiðsögn um sýninguna Andlits- myndir og afstraksjón- ir. Ingólfstorg kl. 18–22 Úrval Galopins bíós á Ingólfstorgi. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 17 Kórinn Vox Feminae flytur íslensk lög og verkið Snowforms. Stjórn- andi Margrét Pálmadóttir. Hallgrímskirkja kl. 20 Söngur, helgileikur, dansatriði frá Listdansskóla Íslands og Kram- húsinu, tónlist, hugvekja o.fl. Dómkirkjan kl. 20 Kvöldmessa. Tónlistarflutningur er í höndum Birgis og Harðar Bragasona, Hjör- leifs Valssonar og Önnu Sigríðar Helgadóttur. Sérstakur gestur kvöldsins er Eivör Pálsdóttir. Elliðaárdalur kl. 20 Kvikmyndasýning á glitrandi vatnstjaldi. Elliðarárdalur kl. 20.30 Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjar- safn stendur fyrir göngu um draugaslóðir í Elliðaárdal og Helgi M. Sigurðsson sagnfræðingur stýr- ir för. Lagt af stað frá stöðvarstjó- rabústað Orkuveitunnar í Elliðaár- dal. Alþjóðahús, Hverfisgötu kl. 20.30 Tzvetana Peeva syngur búlgörsk þjóðlög. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús kl. 21–23 Ákveðin ókyrrð / Certain Turbu- lence. Gjörningar sem nemendur í LHÍ vinna í samstarfi við erlenda kennara. Kringla, efri hæð Ljósmyndafélagið Fókus tengir saman ljóð og ljósmyndir sem vísa á margvíslegan hátt til vetrarins. Sýningin stendur til 9. mars. SÍM-húsið, Hafnarstræti 16 Helga Óskarsdóttir og Magnús Kjartansson sýna hið leynilega landslag borgarinnar. Sýningin verður opin 1. og 2. mars kl. 13–18. SPRON, Skólavörðustíg Upplýstar tilfinningar – Ef lengi er staldrað við er hægt að upplifa 80 tilfinningar, sem verða æ sterkari eftir því sem rökkvar. Verk Har- aldar Jónssonar myndlistarmanns. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Ó!Frjáls? Verðlaunaverk Alfreðs Sturlu Böðvarssonar, 2. verðlaun í hugmyndasamkeppni Vetrarhátíð- ar. Ingólfsstræti 8 Opna galleríið. Íslenskir myndlist- armenn, sem staddir eru í útlönd- um, sýna. Sýningin er opin kl. 13– 17 og lýkur í dag. Epal, Skeifunni 6 Ljósin í borginni – Sýning á mynd- um Önnu Maríu Sigurjónsdóttur ljósmyndara. Til 22. mars. Eldskálin við Reykjavíkurtjörn er orkubrunnur Vetrarhátíðar 2003. Í henni logar eldur meðan Vetrarhá- tíð stendur. Stytturnar tala Hringdu í þær gjaldfrjálst og hlust- aðu á það sem fram fer í koparhöfði Jóns Sigurðssonar, Pilts og stúlku, Skúla fógeta, Hannesar Hafstein, Bertels Thorvaldsen, Jónasar Hall- grímssonar, Ólafs Thors, Kristjáns níunda, Adonis, Pallas Aþenu, Friðriks Friðrikssonar og Ingólfs Arnarsonar. Styttur bæjarins svara í síma meðan á Vetrarhátíð stendur en símanúmerin eru á styttunum. Kort af styttum bæjar- ins fæst í Ráðhúsinu, Listasafni Reykjavíkur og Upplýsingamið- stöð ferðamála. Vetrarhátíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.