Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SÍÐASTI dagur Vetrarhátíðar í
Reykjavík er í dag og verður á þess-
um lokadegi staðið fyrir margvísleg-
um uppákomum. Þeirra á meðal er
svokölluð Draugaganga sem farin
verður í Elliðaárdal í kvöld og mun
Helgi M. Sigurðsson sagnfræðingur
stýra förinni. „Þar eru draugar og
huldufólk, álfar og skrímsli. Í göngu-
ferðinni mun ég rekja þær sögur
sem ég hef rekist á um þessa hluti í
dalnum,“ segir hann í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir gönguna
taka um klukkustund og verður farið
um slóðir drauga og annarra kynja-
vera þar í dalnum, auk þess sem þar
er að finna álfabyggð sem hinn kunni
álfagreinir, Erla Stefánsdóttir, upp-
lýsti um árið 1990. „Draugasögurnar
sem ég segi koma úr þjóðsögum
Jóns Árnasonar, meðal annars, og
álfasögurnar koma frá fólki þarna í
grenndinni að hluta. Heimildirnar
eru annars af ýmsum toga, til dæmis
eru nokkur örnefni í dalnum sem
maður veit ekki alltaf hvað er á bak-
við.“
Helgi segir gönguferðina ætlaða
allri fjölskyldunni og segist telja að
miklu fleiri trúi á hluti tengda álfum
og draugum heldur en margur ætlar.
„Draugatrú er í raun bara ótti við hið
óþekkta og það sem maður sér ekki.
Við finnum flest fyrir því á einhvern
hátt. Hins vegar má segja að þessi
draugatrú hafi tekið nokkrum breyt-
ingum – núna trúir fólk ekki á að hið
illa í tilverunni séu draugar, heldur
eitthvað annað. Við trúum kannski á
hið góða í manninum, en vitum að hin
niðurbrjótandi öfl eru líka til. En það
getur verið gaman að pæla í þessu.“
Lagt verður af stað frá
stöðvarstjórabústað Orkuveitunnar í
dalnum um kl. 20.30, en kl. 20 hefst
kvikmyndasýning á sérstæðu vatns-
tjaldi í dalnum og verður gönguferð-
in farin að henni lokinni.
Verk á nýstárlegum nótum
Vox Feminae heldur tónleika í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi,
kl. 17, en kórinn fagnar 10 ára starfs-
afmæli um þessar mundir. Stjórn-
andi er Margrét J. Pálmadóttir og
bera tónleikarnir yfirskriftina Snæ-
ljós. Á efnisskrá tónleikanna eru ís-
lensk lög ásamt sérstæðu tónverki
sem nefnist Snowforms og er eftir
tónskáld búsett í Kanada, R.
Murray.
„Verkið er skrifað á nokkuð sér-
stakan hátt. Nóturnar eru ekki hefð-
bundnar, heldur eru misþykkar línur
látnar gefa til kynna hversu sterkt á
að syngja, og tónarnir eru einfald-
lega skrifaðir inn í venjulegum bók-
stöfum,“ segir Valgerður G. Hall-
dórsdóttir, einn kórfélaga í Vox
feminae. Hún segir stjórnanda kórs-
ins vera iðna við að finna nýstárleg
verk eins og þetta fyrir efnisskrá
kórsins. „Verkið er að miklu leyti
hummað, en inn á milli er skotið orð-
um á máli Inúíta, sem öll merkja
mismunandi tegundir af snjó. Þeir
eru trúlega ríkari af slíkum orðum
en Íslendingar, og er þó nokkuð góð
flóra í íslenskunni samt.“
Valgerður segir verkið nokkuð
krefjandi í flutningi, en afar
skemmtilegt. „Tónskáldið er að
túlka stemninguna í vetrarveðrinu,
að ég tel. Hann virðist hljóðgera
hverja tegund af úrkomu og hægt að
hlusta eftir hvers konar snjó er verið
að syngja um hverju sinni, él, slyddu,
þjappaðan snjó og þar frameftir göt-
um.“
Minjar Kvennalistans
Landsbókasafn Íslands mun hafa
opið hús með leiðsögn og kynna
Kvennasögusafn Íslands við það
tækifæri. Auður Styrkársdóttir, for-
stöðumaður Kvennasögusafnsins,
verður leiðsögumaður og hefst dag-
skráin kl. 14. Af þessu tilefni verður
sýning á munum og minjum úr eigu
Kvennalistans í bókasafninu, en um
þessar mundir eru 20 ár liðin frá því
Samtök um kvennalista voru stofn-
uð. Sýnd verða spil, pennar, plaköt,
öskupokar, handklæði, handrit og
fleira. Sýningunni er jafnframt ætlað
að minna á að með vaxandi birtu
gefst tækifæri til að taka til á háa-
loftum og í geymslum og varðveita
söguna með því að koma henni í
öruggar hendur safna landsins.
Draugar, álfar og
skrímsli í Elliðaárdal
Vox Feminae flytur íslensk lög auk tónverksins Snowforms á tónleikum í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í dag kl. 17.
Sunnudagur
Hallgrímskirkja kl. 10
Ferming í fortíð og nútíð – Þor-
steinn Helgason dósent flytur er-
indi. Fjölskyldumessa kl. 11.
Dómkirkjan kl. 11
Barna- og æskulýðsmessa.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn kl.
12–17
Andlitsmálun, skautaleiga, plötu-
snúðurinn DJ-Impulse, kakó og
kleinur, Skólahljómsveit Kópa-
vogs, harmonikkuleikur,
hestvagnaferðir, lestar-
ferðir, teymt verður und-
ir börnum.
Kl. 13 og 15.30 Sjónleik-
húsið sýnir Stígvélaða
köttinn í tjaldinu við
kaffihúsið.
Kl. 13.45 Skautasýning Skautafélags-
ins Bjarnarins á tjörninni.
Kl. 14 Taflfélagið Hrókurinn stendur
fyrir fjöldatafli í tjaldinu við kaffi-
húsið. Þar verður Regina Pokorna,
21 árs stórmeistari kvenna frá Sló-
vakíu, og teflir við hvern sem þorir.
Skráning á postur@husdyragar-
dur.is.
Kl. 14.30–16 Kór Snælandsskóla
syngur og gefur börnunum sæl-
gæti. Frítt inn fyrir alla með grímu
eða í grímubúningi.
Laugardalurinn kl. 12 Skíðagöngu-
kennsla fyrir almenning. Leiðbein-
endur eru frá Skíðasambandi Ís-
lands. Farið verður í létta göngu kl.
12, 13.30 og 15. Þátttökugjald 200
kr.
Hitt húsið, Pósthússtræti 3–5, kl. 13–
17 Sérsveit Hins hússins stendur
fyrir kynningu á starfi sínu. Söng-
hópurinn Blikandi stjörnur syngur
nokkur lög og fulltrúar klúbbanna
verða á staðnum.
Alþjóðahús, Hverfisgötu kl. 14
Hreyfimyndagjörningur fyrir börn
og ungmenni, unninn með olíu og
vatni.
Landsbókasafn Íslands, Arngríms-
götu 3, kl. 14
Kynning á Kvennasögusafni Ís-
lands. Sýning á munum og minjum
úr eigu Kvennalistans.
Borgarbókasafn Grófarhúsi kl. 15
Viktor Arnar Ingólfsson rithöfund-
ur varpar ljósi á baksvið glæpasögu
sinnar Flateyjargátu og segir frá
heimildavinnu við gerð sögunnar.
Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta-
fræðingur spjallar um verkið og
glæpasögur almennt.
Listasafn Íslands, Fríkirkjuvegi kl.
15
Anna Líndal kynnir innsetningu
sína. Leiðsögn um sýninguna Á
mörkum málverksins / Extreme
Painting. Dagný Heiðdal listfræð-
ingur leiðir gesti um sýninguna.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kl. 15
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og
Anna Málfríður Sigurð-
ardóttir píanóleikari
leika létta skemmtitón-
list.
Kl. 14 og 16 leiðsögn um
sýninguna Andlits-
myndir og afstraksjón-
ir.
Ingólfstorg kl. 18–22
Úrval Galopins bíós á Ingólfstorgi.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
kl. 17
Kórinn Vox Feminae flytur íslensk
lög og verkið Snowforms. Stjórn-
andi Margrét Pálmadóttir.
Hallgrímskirkja kl. 20
Söngur, helgileikur, dansatriði frá
Listdansskóla Íslands og Kram-
húsinu, tónlist, hugvekja o.fl.
Dómkirkjan kl. 20
Kvöldmessa.
Tónlistarflutningur er í höndum
Birgis og Harðar Bragasona, Hjör-
leifs Valssonar og Önnu Sigríðar
Helgadóttur. Sérstakur gestur
kvöldsins er Eivör Pálsdóttir.
Elliðaárdalur kl. 20
Kvikmyndasýning á glitrandi
vatnstjaldi.
Elliðarárdalur kl. 20.30
Minjasafn Reykjavíkur – Árbæjar-
safn stendur fyrir göngu um
draugaslóðir í Elliðaárdal og Helgi
M. Sigurðsson sagnfræðingur stýr-
ir för. Lagt af stað frá stöðvarstjó-
rabústað Orkuveitunnar í Elliðaár-
dal.
Alþjóðahús, Hverfisgötu kl. 20.30
Tzvetana Peeva syngur búlgörsk
þjóðlög.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
kl. 21–23
Ákveðin ókyrrð / Certain Turbu-
lence. Gjörningar sem nemendur í
LHÍ vinna í samstarfi við erlenda
kennara.
Kringla, efri hæð
Ljósmyndafélagið Fókus tengir
saman ljóð og ljósmyndir sem vísa
á margvíslegan hátt til vetrarins.
Sýningin stendur til 9. mars.
SÍM-húsið, Hafnarstræti 16
Helga Óskarsdóttir og Magnús
Kjartansson sýna hið leynilega
landslag borgarinnar. Sýningin
verður opin 1. og 2. mars kl. 13–18.
SPRON, Skólavörðustíg
Upplýstar tilfinningar – Ef lengi er
staldrað við er hægt að upplifa 80
tilfinningar, sem verða æ sterkari
eftir því sem rökkvar. Verk Har-
aldar Jónssonar myndlistarmanns.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús
Ó!Frjáls? Verðlaunaverk Alfreðs
Sturlu Böðvarssonar, 2. verðlaun í
hugmyndasamkeppni Vetrarhátíð-
ar.
Ingólfsstræti 8
Opna galleríið. Íslenskir myndlist-
armenn, sem staddir eru í útlönd-
um, sýna. Sýningin er opin kl. 13–
17 og lýkur í dag.
Epal, Skeifunni 6
Ljósin í borginni – Sýning á mynd-
um Önnu Maríu Sigurjónsdóttur
ljósmyndara. Til 22. mars.
Eldskálin við Reykjavíkurtjörn er
orkubrunnur Vetrarhátíðar 2003. Í
henni logar eldur meðan Vetrarhá-
tíð stendur.
Stytturnar tala
Hringdu í þær gjaldfrjálst og hlust-
aðu á það sem fram fer í koparhöfði
Jóns Sigurðssonar, Pilts og stúlku,
Skúla fógeta, Hannesar Hafstein,
Bertels Thorvaldsen, Jónasar Hall-
grímssonar, Ólafs Thors, Kristjáns
níunda, Adonis, Pallas Aþenu,
Friðriks Friðrikssonar og Ingólfs
Arnarsonar. Styttur bæjarins
svara í síma meðan á Vetrarhátíð
stendur en símanúmerin eru á
styttunum. Kort af styttum bæjar-
ins fæst í Ráðhúsinu, Listasafni
Reykjavíkur og Upplýsingamið-
stöð ferðamála.
Vetrarhátíð