Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Afmælisbarn dagsins er ákveðið, einbeitt og þraut- seigt. Það leggur sig fram við allt sem það tekur sér fyrir hendur. Og er trútt því sem það á trúir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Í dag er nýtt tungl. Það birtist í fiskamerkinu. Hugleiddu í ró og næði hvað þú getur gert til að öðlast innri frið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Upplagt að stíga á stokk og strengja þess heit að taka sig á til að geta öðlast traustari vináttu annarra. Myndirðu vilja eiga sjálfan þig að vini? Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugsaðu um hvernig þú getur unnið þig í betra álit hjá yf- irmönnum og þar með hugs- anlega öðlast meiri starfs- frama. Gildir einu hver eða hvað þú ert, af þér fer alltaf eitthvert orð. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Mikilvægt er fyrir þig að láta undan lönguninni um ævintýri og frelsi. Menn missa mikils með glötuðu tækifæri til að létta lundina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú er komið að skuldadögum og nauðsynlegt að gera upp gamlar skuldir svo hægt sé að byrja upp á nýtt með hreint borð. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Til að samband þitt við föru- naut verði vel heppnað verður þú að vera honum eða henni jafn góð/góður og förunaut- urinn er þér. Gagnkvæmni er lykilatriðið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Umhverfið hefur meiri áhrif á þig en aðra og ræður líðan þinni. Leggðu því meira í það í dag að betrumbæta það, bæði heima fyrir og á vinnustað. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ástarsamband, rómantík, skemmtan eða frí er efst á óskalistanum núna. Gerðu ráðstafanir til að lyfta þér á kreik. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Rifrildi og átök valda óham- ingju og slæmri heilsu. Nýja tunglið í dag er ákjósanlegt tækifæri til að íhuga hvað þú getur gert til að gera heim- ilislífið dægilegra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Íhugaðu samskipti þín við aðra í dag. Hlustar þú á hvað aðrir hafa að segja? Leita aðr- ir eftir þínu áliti? Ertu hlýr og einlæg/ur er þú ræðir við aðra? Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Nýja tunglið í dag verður þér hvöt til þess að íhuga hvernig þú getur aukið tekjurnar og nýtt betur þá fjármuni sem fyrir eru. Peningar eru afl. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Bæði nýja tunglið og sólin eru í merki þínu. Þetta er eina skiptið sem það gerist á árinu. Þú ert maður dagsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GLEÐ ÞIG, SÆRÐA SÁL Gleð þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál, inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf, þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljómahaf. - - - Stefán frá Hvítadal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA Vestur spilar út hjartatíu gegn sex spöðum suðurs: Suður gefur; allir í hættu. Norður ♠ KG3 ♥ DG7 ♦ ÁD75 ♣K108 Suður ♠ Á9742 ♥ ÁK6 ♦ 83 ♣ÁD9 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Slemman er ágæt og vel melduð. Svar norðurs á tveimur tíglum var geim- krafa og þegar hann tók svo undir spaðann á þriðja þrepi var hann að gefa makker undir fótinn með slemmu. Suður sýndi fyr- irstöðu í laufi, norður í tígli, og eftir lykilspila- spurningu þar sem í ljós kom að drottninguna vant- aði í spaðann, sagði suður sex spaða. Verkefni sagnhafa eru nokkuð augljós: Hann þarf að svína fyrir tígulkóng og vinna úr tromplitnum. Einn slag má hann gefa, en ekki tvo, svo kannski er þetta spurning um að önn- ur af tveimur svíningum heppnist. Nei, það væri mikil ein- földun á málinu. Spaðinn gæti hæglega legið 4-1 og ef gefa má slag á tromp er hægt að ráða við slíka legu. Þess vegna er rétta byrjunin að svína tígul- drottningu í öðrum slag. Ef svíningin misheppnast verður að treysta á tromp- drottninguna aðra eða þriðja í vestur, en heppnist tígulsvíningin myndast ný- ir möguleikar: Norður ♠ KG3 ♥ DG7 ♦ ÁD75 ♣K108 Vestur Austur ♠ 5 ♠ D1086 ♥ 109842 ♥ 53 ♦ K62 ♦ G1094 ♣G754 ♣632 Suður ♠ Á9742 ♥ ÁK6 ♦ 83 ♣ÁD9 Þá er hægt að spila trompinu af öryggi upp á einn tapslag í mesta lagi. Það er er gert þannig: Til að byrja með tekur sagn- hafi á spaðakóng. Síðan fer hann heim á lauf og spilar spaða að gosanum. Hafi vestur byrjað með drottn- ingu fjórðu fær hann að- eins einn slag á drottn- inguna, en í þessari legu kostar gosinn drottn- inguna og síðan má svína fyrir tíuna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. c3 d5 4. exd5 exd5 5. d4 a6 6. Be3 cxd4 7. Rxd4 Rf6 8. Bd3 Bd6 9. Rf5 O-O 10. O-O Rc6 11. Rxd6 Dxd6 12. h3 He8 13. Rd2 Staðan kom upp á Aero- flot mótinu sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Vadim Zvjaginsev (2671) hafði svart gegn Utat Adianto (2562). 13...Bxh3! 14. He1 Svartur stæði einnig með pálmann í hönd- unum eftir 14. gxh3 Hxe3 15. fxe3 Dg3+ 16. Kh1 Dxh3+ 17. Kg1 Dxe3+. 14...Rg4 15. Rf1 Rxe3 16. Rxe3 Be6 17. Be4 Had8 18. Rxd5 f5 19. Bf3 Re5 20. Rf4 Dxd1 21. Bxd1 Bf7 22. Ba4 b5 23. Bb3 Rc4 24. Bxc4 Bxc4 25. Hxe8+ Hxe8 26. b3 Bf7 27. Rd3 Hc8 28. Hc1 g5 29. Re5 Hc5 30. f4 gxf4 31. Rd3 Hd5 32. Rxf4 Hd2 33. c4 bxc4 34. bxc4 Hd4 35. Rd5 Bxd5 36. cxd5 Hxd5 37. Kh2 Ha5 38. Hc2 Kg7 39. Kh3 Ha4 40. Kg3 Kg6 41. Kf3 Kg5 42. g3 Ha3+ 43. Kg2 h6 44. Kf2 a5 45. Kg2 a4 46. Kf2 Hd3 47. Kg2 h5 48. Kf2 a3 49. Kg2 Hd1 50. Kf3 Hf1+ 51. Kg2 Hb1 52. Kf3 Hb2 53. Hc8 Hxa2 54. Hg8+ Kf6 55. Hh8 Ha1 56. Kg2 a2 57. Ha8 h4 58. gxh4 f4 59. h5 f3+ 60. Kh2 Kg5 61. Ha5+ Kh6 62. Hxa2 Hxa2+ 63. Kg1 Ha5 64. Kf2 Hd5 65. Kg1 Ha5 SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Skugginn/Barbara Birgis BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Dómkirkjunni 3. janúar sl. af sr. Bolla Bolla- syni þau Þyri Ásta Haf- steinsdóttir og Björn Óttarr Jónsson. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 2. mars, er sjötugur Sig- urbjörn Guðmundsson verkfræðingur, Laug- arnesvegi 87. Kona hans er Hanna Sigríður Anton- íusdóttir. Þau taka á móti gestum í Kiwanishúsinu, Engjateigi 11, á afmæl- isdaginn kl. 17–19. MEÐ MORGUNKAFFINU Auðvitað eyðir hann miklu, en núna reynir enginn að svína á mér lengur!    hvítir, svartir, ljósir Er ferming [s v a rt á h v ítu ] framundan? ver› 3990 ver› 3990 ver› 3990 hvítir, svartir, ljósir svartir, ljósir YOGA Ný námskeið hefjast 10. mars. Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við líkamann. Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar í Bolholti 4, 4. hæð v, Reykjavík. fyrir alla sem eru að ganga í gegnum eða hafa lokið krabbameinsmeðferð Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848. Leitum að hressum, jákvæðum og þjónustulunduðum aðila sem vill samning á einum af bestu hárgreiðslustofum landsins. Tekið er við umsóknum á stofunum á næstum 2 vikum. Templarasundi 3Vegamótastíg 4 . . LÍÐUR ÞÉR VEL Í VINNUNNI? Ráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa: Álags- og streitustjórnun Samspil einkalífs og vinnu Samskipti og forvarnir gegn ágreiningi Lausn ágreinings og samninga- tækni í viðskiptum Nánari uppl. og tímapantanir í símum 551 6990 og 697 8397 Skipholt 50b, 2. hæð, 105 Reykjavík www.starfsleikni.is – steinunn@starfsleikni.is Steinunn I. Stefánsdóttir M.Sc. í viðskiptasálfræði og streitustjórnun Leiklistarnámskeið í Iðnó Stutt námskeið helgina 8.–10. mars fyrir fólk á öllum aldri (þó ekki yngra en 16 ára). Möguleiki á að hæfileikafólki verði boðið að koma fram í sýningum Light Nights í sumar. Nánari uppl. og bókun í síma 551 9181. Ferðaleikhúsið, Kristín G. Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.