Morgunblaðið - 02.03.2003, Page 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 55
Formúla 1
Sérblaðið Bílar verður helgað umfjöllun um Formúluna í næstu viku 5. mars.
Í blaðinu verður fjallað í máli og myndum um komandi keppnistímabil, lið og
ökuþóra, stórátök um skiptingu tekna af íþróttinni.
Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 3. mars.
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á
auglýsingadeild í síma 569 1111 eða augl@mbl.is
bílar
sem hetjur eins og X-men og
Avengers þurftu að glíma við.
Öflugasti óvinur hans er og
var glæpakonungurinn Kingpin
en hann hefur margan misind-
ismanninn á sínum snærum og
er brjálæðingurinn Bullseye
þar fremstur í flokki. Báðir
nánast ofurkraftalausir nema
til séu súperfúlmenni. Annað
sem gaf honum sérstöðu var sú
áhersla sem lögð var á hetju-
dáðir hans án búningsins; það
er að segja í dómsalnum þar
sem mörg af hans bestu æv-
intýrum hafa gerst.
Hetjan og höfundarnir
Ofurhetjur verða aldrei
fræknari en höfundar þeirra
leyfa. Daredevil hefur jafnvel
átt meira undir höfundum sín-
um en margar aðrar hetjur þar
sem ofurkraftaleysi hans hefur
krafið höfundinn um persónu-
legri nálgun en vill verða ef
þeir geta borið fyrir sig hinar
ótrúlegustu súperreddingar
sögupersónanna. Þetta hefur
gert það að verkum að stund-
um hefur Daredevil verið ein
allra besta myndasagan á boð-
stólum en að sama skapi slæm
ef höfundurinn hefur ekki hæft
viðfangsefninu. Meðal þeirra
höfunda sem gert hafa Dare-
devil góð skil í gegn um tíðina
eru áðurnefndur Stan Lee, Ann
Nocenti, Kevin Smith og sá
sem kannski skilaði bestu
verki, Frank Miller. Miller hélt
um stjórnartaumana á árunum
1979 til 1983. Hann bæði skrif-
aði og teiknaði af slíkri ástríðu
að í dag eru Daredevil-sögur
hans taldar sígildar í þessum
geira bókmennta. Miller kynnti
til sögunnar eina sterkustu
kvenpersónu ofurhetjuheims-
ins, Elektru, sem varð hvort
tveggja stærsta ástin í lífi
Matts og hans hættulegasti and-
stæðingur. Miller skóp úr Dare-
devil myrka og þjakaða hetju sem
þrátt fyrir hæfileika sína og
ástæður hafði miklar efasemdir
um ágæti gjörða sinna. Hann bjó
ustu og langlífustu mynda-
söguhetjum sögunnar eins og
Spiderman, Hulk, Avengers og
X-Men. Til að byrja með þótti
Daredevil ekki líklegur til af-
reka enda klæddur í hálf-
misheppnaðan gul-svartan bún-
ing og hafði ekki yfir
almennilegum ofurkröftum að
ráða auk þess að þurfa að
kljást við blindu. Útlitið var
ekki sérlega bjart. En á þess-
um tíma (1960–1970) var í
raun allt hægt í amerískum of-
urhetjumyndasögum enda er
tímabilið kallað „silfuröldin“ í
bransanum. Myndasöguútgáfur
sendu frá sér endalaust efni
sem seldist nánast allt, hversu
skrítið og skælt sem það var.
Líftími margra þessara verka
var ekki langur enda leikurinn
ekki til þess gerður. Það sem
telja má að hafi bjargað Dare-
devil frá því að lenda í glat-
kistu úrsérgenginna unglinga-
hetja voru búningaskipti og
það sem helst virtist mæla
gegn honum í upphafi; blindan.
Það að hafa fatlaða ofurhetju
á kreiki þótti nýstárlegt og til
þess gert að aðskilja hann frá
fjöldanum. Nýi búningurinn,
hárauður, aðsniðinn og með
tveimur litlum púkahornum á
hettunni, þótti nokkuð vogaður
á þeim tíma og býsna kyn-
þokkafullur þannig að mörgum
í íhaldsamari kantinum þótti
nóg um. Hvort sem það hefur
eitthvað með búninginn að
gera eða ekki þá er hlutfall
kvenna í lesendahópi Dare-
devil hærra en í lesendahópum
annarra ofurhetjumyndasagna.
Lee og félagar höfðu með
þessu hitt á gullæð.
Gamla, góða
geislavirknibragðið
Sem ungur maður lendir
Matt Murdok í slysi þar sem hann
blindast af geislavirkum aðskota-
hlut. Samhliða sjónarmissinum
skerpir geislunin öll önnur skiln-
ingarvit hans þannig að hann get-
ur heyrt hjartslátt manna, fundið
ilmvatnslykt yfir hálfa borgina,
lesið dagblöð með fingurgómunum
og þar fram eftir götunum. Það er
reyndar áhugavert að athuga að á
þessum tíma kjarnorkuvár og
geislahræðslu voru þær fáar ofur-
hetjurnar sem ekki áttu krafta
sína á einhvern hátt undir stökk-
breytingum vegna geislunar af
einhverju tagi. Þessi vísindi voru
skammt á veg komin og möguleik-
arnir virtust endalausir og eru
það kannski enn eða eins og
myndasöguhöfundurinn Grant
Morrison orðaði það í viðtali: „Of-
urhetjusögur eru raunsæisskáld-
skapur framtíðarinnar.“ Auk þess
fékk hann eins konar rad-
arskynjun sem lætur hann finna
fyrir umhverfi sínu í allar áttir.
Að þessu frátöldu er Daredevil
ekki gæddur neinum sérstökum
kröftum nema mikilli vígfimi og
styrk sem eru þó innan mannlegra
marka.
Annað klassískt stef innan ofur-
hetjugeirans er það að réttlæt-
iskennd þeirra er ekki sjálf-
sprottin heldur verður hún til við
einhvers konar áfall þar sem ill-
virkjar brjóta gegn þeim. Spider-
man missti frænda sinn, Batman
foreldra sína, Punisher eiginkonu
sína og börn og þannig má lengi
telja. Áfallið í lífi Matts er þegar
gangsterar drepa föður hans, af-
dankaðan boxara, fyrir að leggjast
ekki í gólfið í boxhringnum eins
og þeir höfðu veðjað á. Eftir það
sver hann að berjast gegn glæpum
á hvorum tveggja vígstöðvunum; á
götunni og í réttarsalnum.
Daredevil hlaut sérstakan sess
innan Marvel-heimsins (Marvel er
nafnið á útgáfufyrirtækinu) þar
sem hetjudáðir hans voru ofurlítið
raunsærri en kollega hans í of-
urbransanum. Bófarnir voru
margir hverjir hinir mestu ill-
virkjar en þó ekki alveg af þeim
heimseyðandi og alltdrepandi toga
til heim þar sem verk persónanna
höfðu afleiðingar sem gerðu fram-
vindu sögunnar eins raunsæja og
hugsast getur í bókum sem þess-
um. Þegar Miller hafði yfirgefið
herbúðir Daredevil fór hann að
huga að verki sem átti eftir að
lyfta honum á stjörnustall í bók-
menntaheiminum; Batman: The
Dark Knight Returns. Sú saga
náði hylli langt út fyrir raðir
myndasögugrúskara og var ein
þeirra myndasagna sem brutu sér
leið til viðurkenningar hins al-
menna bókalesanda. Í raun má
segja að sú heimsþekkta söguper-
sóna sem Batman varð í með-
förum Millers hafi átt upphaf sitt í
skrifum hans um Daredevil enda
persónurnar ekki ólíkar. Það bíð-
ur því hvers nýs höfundar að þola
samanburðinn við Miller og það er
gleðiefni að sá sem síðast tók við
stjórnartaumunum, Brian Michael
Bendis, hefur verið að festa sig í
sessi sem jafnoki Millers svo ekki
sé meira sagt. Bendis hefur kosið
að gera Daredevil-sögurnar raun-
særri en áður hefur þekkst. Bend-
is er að skapa nýjan farveg í ofur-
hetjumyndasögum eins og Miller
gerði fyrir 20 árum.
Kvikmyndin um Daredevil, sem
verður frumsýnd hér á næstu dög-
um, hefur hlotið frábæra aðsókn í
Bandaríkjunum síðan byrjað var
að sýna hana. Leikstjórinn er mik-
ill Daredevil-aðdáandi og hefur
haldið tryggð við sögurnar eins
og þær birtast í blöðunum. Sums
staðar hefur textinn fengið að
haldast nánast óbreyttur úr sög-
um Millers og annars staðar eru
senur klipptar beint úr sögum
Kevins Smith eins og sést á með-
fylgjandi mynd. Áhugi fólks á
hetjunni mun væntanlega aukast
mikið í kjölfar myndarinnar. Ryk-
ið verður dustað af gömlu efni og
það endurútgefið og ef það hefur
þegar verið endurútgefið þá verð-
ur það bara endur-endurútgefið
með smáræðis aukaefni til að
halda hörðustu söfnurunum við
efnið. Allir sem áhuga hafa á
þessari margslungnu sögupersónu
ættu því að finna eitthvað við sitt
hæfi en hér verður látinn fylgja
listi yfir brot af því besta. Góða
skemmtun:
Out og Underboss eftir Brian
Michael Bendis.
Visionaries og Borne Again
eftir Frank Miller.
Guardian Angel eftir Kevin
Smith.
Typhoid Mary eftir Ann
Nocenti.
Ást í meinum: Daredevil og Elektra
í tilhugalífinu.