Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM
56 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
norskir, sem segir sitt um gróskuna
í framsækinni tónlist í Noregi;
menn eru ekki bara að sjóða saman
vemmilegt Röyksopp-popp heldur
svellur þeim móður í tilraunatónlist
og frjálsum spuna. Engin hljómsveit
gengur þó lengra í þá átt en Sup-
ersilent, sem varð til nánast fyrir
tilviljun þegar upptökustjórinn
Helge „Deathprod“ Sten, tromp-
etleikarinn Arve Henriksen, slag-
verksleikarinn Jarle Vespestad og
hljómborðsleikarinn Stale Storløk-
ken komu saman í snarstefjunarlotu
að beiðni djasshátíðarinnar í Berg-
en, en þrír þeir síðarnefndu höfðu
þá spilað tilraunakenndan djass
saman í nokkur ár. Þeim þótti svo
gaman að spila saman að ákveðið
var að halda áfram tilraunamennsku
í hljóðveri Stens, en þess má geta
hér að sem Deathprod hefur hann
meðal annars gefið út plötu með
Biosphere.
AUSTUR í Noregi hefur til-raunakennd raftónlistblómstrað meira og beturen víða annars staðar.
Flestir þekkja eflaust þann árangur
sem poppuð raftónlist þaðan hefur
náð og ekki langt síðan prýðissveit á
því sviði lék hér á landi. Öllu veiga-
meiri er þó tilraunatónlistin, naum-
hyggjuleg og tormelt raftónlist að
hætti Biosphere, léttari en þó til-
raunakenndari tónlist Jaga Jazzist,
geimklassík Dans Truemans, raf-
soðinn frjáls djass Nils Petter Mol-
vær eða samsteypa af djassspuna,
dauðarokki og rafeindasveim líkt og
Supersilent, sem verður að teljast
ein forvitnilegasta hljómsveit Norð-
urlanda nú um stundir. Á morgun
berast hingað til lands fyrstu ein-
tökin af nýjustu skífu hljómsveit-
arinnar sem heitir einfaldlega 6.
Ofangreindir tónlistarmenn eiga
fátt sameiginlegt annað en að vera
Spunaloturnar í hljóðveri Stens
urðu margar og langar og býsna
ævintýralegar, að sögn voru upp-
tökur rúmir tíu klukkutímar þegar
þeir voru búnir að spila nægju sína,
en ekki stóð til að gefa tónlistina út.
Kunningi Stens, Rune Krist-
offersen, heyrði hluta af upptök-
unum og vildi endilega gefa þær út,
eða í það minnsta hluta af þeim.
Hann stofnaði útgáfu til þess, Rune
Grammofon, sem er upp frá því eitt
merkilegasta fyrirtæki sinnar teg-
undar á Norðurlöndum.
Úr öllum upptökunum urðu svo til
þrír diskar sem gefnir voru út undir
nafninu Supersilent 1-3 í janúar
1998, en nafn sveitarinnar valdi
Sten á leið heim úr hljóðverinu eitt
sinn og leit rafalstengivagn á leið
sinni.
Hljómsveitin er ekki hljómsveit
Snar þáttur í starfi Supersilent er
að hún er ekki hljómsveit og þannig
koma menn aldrei saman fyrir tón-
leika eða upptökur, allt verður til á
staðnum og er síðan klippt niður í
hæfilega skammta til að gefa út.
Umslög platna Supersilent eru líka
naumhyggjuleg í meira lagi, ekkert
um upplýsingar og lögin heita bara
númerum með nafni hverrar plötu,
en þær heita einmitt númerum,
skeytt framan við. Allt er þetta til-
raun til að skilja á milli tónlistar og
flytjanda; tryggja að hlustandi setji
plötuna á án þess að búast við ein-
hverju sértöku eftir að hafa litið
mynd á umslagi eða lesið texta í
bæklingi. Auk þess sögðu þeir Sup-
ersilent-liðar um það leyti sem
fyrsta platan (eða fyrstu þrjár plöt-
urnar, fer eftir því hvernig á það er
litið) kom út að ef þeir hefðu farið
að gefa lögunum heiti hefði hvert
lag heitið fjórum nöfnum því spuna-
tónlist beri svo sterk einkenni af
framlagi hvers og eins að ekki sé
hægt að skilja þar á milli.
Eftir að platan var komin út stóð
ekki til að gera meira og reyndar
eru samskipti þeirra félaga í lág-
marki á milli þess sem þeir hittast
til að spila, enda koma þeir hver úr
sinni áttinni ef svo má segja, fást við
mjög ólíkar gerðir tónlistar sem
skilar einmitt svo góðu í samstarf-
inu. Sten, sem jafnan er mjög upp-
tekinn sem upptökustjóri, tók aftur
upp samstarf við Geir „Biosphere“
Jenssen, að þessu sinni til að end-
urvinna raftónlistarverk sem tón-
skáldið Arne Nordheim, sem sagður
er fremsta tónskáld Norðmanna frá
því Grieg leið, samdi fyrir rúmum
þremur áratugum. Sú endurvinnsla
kom út á plötu haustið 1998 og
tveimur mánuðum síðar kom út
önnur (fjórða?) plata Supersilent,
sem hét vitanlega bara 4. Á henni er
tónlistin öllu hófstilltari en tilfinn-
ingagosið sem einkennir fyrstu út-
gáfuna, en þess má geta að af tón-
leikaumsögnum að dæma er ekki á
vísan að róa með Supersilent, einir
tónleikar eru fínlegir hljómklasar
sem gæla við eyru hlustenda og dilla
þeim, en á þeim næstu eru menn
með sandpappírinn og hljóðmeitlana
á lofti. Á sumum tónleikum er þessu
þó blandað saman.
Enn var hægt á dýnamíkinni á 5
sem kom út 2001, en hún var úrval
úr 30 tíma tónleikaupptökum frá
Ósló, Lundúnum og Bologna. (Þess
Naumhyggju-
leg geggjun
Mikið er á seyði í norskri tilraunatónlist, hver
sveitin af annarri sendir frá sér forvitnilegar skífur
sem ryðja raftónlist og djass nýjar brautir. Fremst
meðal jafningja á því sviði er kvartettinn Supersil-
ent sem er svo píetískur í sinni tónlistarsköpun að
allt er tekið upp beint og liðsmenn ræða aldrei
tónlist sín á milli, þeir bara spila.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Common – Electric Circus
Þá er maður búinn
að uppgötva fyrstu
snilld ársins. Að
vísu kom þessi
ótrúlega plata út á
síðasta ári en hún
er ekki að berast til
eyrna landans fyrr en á nýju ári og
þökk sé almættinu fyrir það lán. Ég
hef aldrei verið neitt sérlega gefinn
fyrir sirkus og átti alltaf erfitt með að
fatta hvað væri svona óskaplega
skemmtilegt við Billy Smart og félaga
en hér er loksins kominn sirkus sem
er að mínu skapi. Og sannarlega er
hann rafmagnaður sirkusinn sem
rapparinn og heimsósómaskáldið
Common ber á borð fyrir mann, upp-
fullur af einvala hæfileikafólki – Phar-
rel Williams úr The Neptunes og
N.E.R.D., Mary J. Blige, Omar, Laet-
itia Sadier úr Stereolab, Cee-Lo, Jill
Scott og Erykah Badu – sem fram-
kvæmir ótrúlegustu hundakúnstir. Og
sjálf tónlistinn er á allt öðru plani en
gerist og gengur í hipp-hoppinu,
flóknari og margbreytilegri, og áhrif-
in sótt á ólíklegustu mið, eins og t.d.
til Kraftwerk, í súrkálsrokkið þýska
og til fyrstu tilþrifa Prince.
Badly Drawn Boy –
Have You Fed the Fish?
Maðurinn er nátt-
úrlega snillingur,
um það verður ekki
deilt. En hann er
óskaplegt ólík-
indatól og með stór-
mennskubrjálæði á
háu stigi. Have You Fed the Fish? ber
þess líka klár merki, er yfirgengilega
metnaðarfull, næstum bíræfin, því
drengurinn telur sig geta allt og kom-
ast upp með allt. Og það versta er að
hann hefur á réttu að standa því það
er meira fútt, meiri frumleiki og æv-
intýramennska í þessum 15 lagasmíð-
um hans en flestu öðru sem gefið er út
á okkar tímum. Have You Fed the
Fish? er þannig verk manns sem fær
er í flestan sjó. Erlend tónlist
Skarphéðinn Guðmundsson
Fermingar
Laugardagur 15. mars
Blaðauki um fermingar fylgir
Morgunblaðinu laugardaginn 15. mars.
Auglýsendur pantið fyrir kl. 16
þriðjudaginn 11. mars!
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og
þjónustufulltrúar á auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síma 569 1111
eða augl@mbl.is
gjafir - skreytingar - veislan föt - hár - förðun