Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 57
má geta að Supersilent hyggst gefa
út allar tónleikaupptökur sínar á
næstunni, nokkra tugi diska, en
ekki er ljóst hversu margir verða í
hverjum pakka.)
6
Eins og getið er í upphafi kom ný
skífa Supersilent út fyrir skemmstu
og berst væntanlega til landsins á
morgun. Sú heitir því knappa nafni
6 og er tekin upp í hljóðveri Helge
Stens. Enn eru menn að snarstefja,
en orðnir býsna samstilltir því mikið
af skífunni hljómar eins og það sé
þrælsamið og útsett.
Til að tryggja rétta stemmningu
settu þeir Supersilent-menn upp
tónleikahljóðkerfi í hljóðverinu og
síðan var talið í, enginn með heyrn-
artól heldur allir að spila eftir því
sem næsti maður var að gera. Eins
og Sten lýsir vinnunni spiluðu þeir
saman í hálftíma eða svo, hlustuðu á
upptökuna og héldu síðan áfram
með þær hugmyndir sem þeim
fannst vera að ganga upp, en plöt-
unni var svo raðað saman úr því
sem heppnaðist best.
Ekkert er heldur um eftirvinnslu
frekar en fyrri daginn, en platan var
tekin upp og tónjöfnuð á fimm dög-
um. Skemmst er frá því að segja að
umsagnir um plötuna hafa verið lof-
samlegar að venju og aðdáendum
svo ólíkra hljómsveita sem Sigur
Rós, Godspeed You, Black Emper-
or!, Plaid, Talk Talk, Popol Vuh og
King Crimson er bent á skífuna, en
hún sameinar einmitt geggjunina
sem knúði sveitina áfram í mörgum
„lögum“ á Supersilent 1-3 og naum-
hyggjulegan andvara Supersilent 5.
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 57
Fjall hetjunnar
(Heroe’s Mountain)
Drama
Ástralía 2002. Skífan VHS. Öllum leyfð.
(95 mín.) Leikstjórn Peter Andrikidis. Að-
alhlutverk Craig McLachlan, Tom Long.
STÓRSLYSAMYND þessi byggist
á sönnum harmleik sem átti sér stað í
Ástralíu 1997 er snjóflóð féll á
fjallabæinn Thredbo og varð 60 íbú-
um bæjarins að bana. Einum þeirra
sem varð undir flóð-
inu, Stuart Diver
(McLachlan), tókst
þó með ótrúlegum
hætti að tóra í heila
65 tíma fastur undir
fönn áður en björg-
unarmenn unnu
hetjulegt afrek með
því að finna hann og
grafa upp á lífi.
Þetta er saga þessa ofurmennis og
hreint dæmalauss lífsvilja hans.
Myndin, sem gerð er fyrir sjón-
varp, er býsna vel gerð og heldur
manni við efnið allan tímann, enda
framvindan næsta lygileg. En þó ber
að varast að sumum hlýtur að finnast
hún ákaflega óþægileg áhorfs. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Ótrúlegur
lífsvilji
A I K I D O
Einnig hægt að fá kynningar fyrir skóla, félagasamtök og fyrirtæki
Komið og takið þátt eða fylgist með
Nútímasjálfsvarnarlist fyrir alla
Nánari upplýsingar:
í símum 822 1824/868 9037
http://here.is/aikido aikido@here.is
Sjálfsvörn – Líkamsrækt
Ný námskeið að hefjast í mars!
Fríir kynningartímar mánudaginn 3. mars og
miðvikudaginn 5. mars kl. 18.00 í Faxafeni 8.