Morgunblaðið - 02.03.2003, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 59
George Michael er alfarið á móti
því að ungar poppstjörnur taki sig
saman og hljóðriti mótmælasöng
gegn fyrirhug-
uðu stríði í Írak.
Michael, sem
hefur verið einn
háværasti gagn-
rýnandi stríðs-
áforma Banda-
ríkjamanna og
Breta, sagði í
viðtali í BBC-
þættinum Hard-
talk að þetta unga fólk stæði ein-
faldlega ekki undir slíkum mál-
flutningi, að það hefði engan
veginn áunnið sér nægilega vigt til
að mark væri takandi á boðskap
þeirra í slíku lagi. Hann sagðist
sjá uppátækið sem einhvers konar
Band Aid 2-fyrirbrigði, en Band
Aid var góðgerðarsöngur hljóðrit-
aður árið 1984 til styrktar hungr-
uðum í Eþíópíu og var um leið
áskorun til yfirvalda um að auka
aðstoð við þriðja heiminn. Michael
tók sjálfur þátt í Band Aid, þá 21
árs gamall, ásamt Bono, Duran
Duran, Sting, Bob Geldof o.fl. en
hann fullyrðir að þeir tónlist-
armenn hafi verið sér mun betur
meðvitandi en þeir sem hafa í
hyggju að mótmæla fyrirhuguðu
stríði með svokölluðum War Aid-
samsöng. Það er strákabandið
Blue – yfirlýstir aðdáendur Mich-
ael – sem reynt hefur að skipu-
leggja War Aid og hafa þeir sett
sig í samband og fengið jákvæð
viðbrögð frá poppurum á borð við
Kylie Minogue og Justin Timber-
lake um að syngja með sér í
stríðsandófslaginu „Stand Up As
People“. En George Michael segir
vart mark takandi á slíkum
skemmtikröftum. Þetta uppátæki
virkaði alltof framleitt, komið frá
liði sem syngi ekki einu sinni eigin
lög, og væri því ekki vant að miðla
til fólks því sem þeim sjálfum ligg-
ur á hjarta. „Ég óska þess heitt
og innilega að ekki verði að þessu
Band Aid 2-dæmi því veruleikinn
er sá að það eru ósköp fáir í þess-
um bransa núorðið af þeim sem
spilaðir eru í útvarpinu, sem afla
tekna af því sem kemur frá þeirra
eigin hjarta. Þetta fólk er að
græða á hugarsmíðum annarra
þannig að eitthvert Band Aid 2-
verkefni sem samanstæði af slík-
um skemmtikröftum þætti mér al-
veg óskaplega léttvægt – þetta
fólk hefur ekki hundsvit á pólitík,
þykist ég vita.“
Michael var harðlega gagnrýndur
fyrir föst skot sín gegn stríðsbrölti
Bush og Blair í lagi sínu „Shoot
The Dog“ en hann segist hafa
misst alla trú á forsætisráðherra
sínum og ætlar aldrei að kjósa
hann aftur …Cerys Matthews,
söngkona velsku hljómsveitarinnar
sálugu Catatonia, er gengin í það
heilaga með bandaríska upp-
tökustjóranum Seth Riddle …
FÓLK Ífréttum
ÞAÐ var öldungis mikil stemmning
er brimbrettastuðmyndin Báran
blá eða Blue Crush var forsýnd á
fimmtudaginn var í Kringlubíói.
Fönguleg fljóð réðu sér þar ekki
fyrir kæti og breiddu út faðminn í
tilbúnu flæðarmálinu, eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd.
Morgunblaðið/Jim Smart
Guðbjörg, Halldóra, Ásgerður og Sólveig í brimbrettasveiflu.
Í ástargreipum Ægis
Báran blá forsýnd
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
SV. MBLHK DVÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com
Tilnefningar
til Óskars-
verðlauna
þ. á. m. besta
mynd
13
Frábær svört kómedía með stór leikurunum Jack
Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu til-
nefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik
sinn í myndinni.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
RADIO X
SV MBL
Kvikmyndir.com
SG DV
kvikmyndir.com
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ.
á. m. Salma Hyaek sem besta
leikona í aðalhlutverki6
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. B.i 12. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16.
Frumsýning á fyrstu
stórmynd ársins
Vinsælasta
myndin í
Bandaríkjunum.
2 vikur á
toppnum.
Stútfull af topp
tónlist og
brjálæðri
spennu.
Missið ekki af
þessari
mögnuðu mynd.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna,
þ.á.m.besta mynd og besti leikstjóri10
HJ MBL
Sýnd kl. 2 og 4. ísl. tal. 400 kr.
RADIO X
SV MBL
KVIKMYNDIR.COM
SG DV
Frábær svört
kómedía með
stór leikurun-
um Jack
Nicholson og
Kathy Bates
sem bæði
fengu tilnefn-
ingar til Ósk-
arsverðlauanna
í ár fyrir leik
sinn í mynd-
inni.
Sýnd kl. 2.
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 5.30, 8 og Powersýning kl. 10.15. B.i.16.
Sýnd kl. 4, 7 og 10. B.i. 16 ára.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna:
Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson.
Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2
www.laugarasbio.is
Frábær mynd frá leikstjóranum Martin Scorsese með
stórleikurunum Leonardo DiCaprio,
Daniel Day-Lewis og Cameron Diaz.
Frumsýning á fyrstu
stórmynd ársins
Vinsælasta
myndin í
Bandaríkjunum.
2 vikur á
toppnum.
Stútfull af topp
tónlist og
brjálæðri
spennu.
Missið ekki af
þessari
mögnuðu
mynd.
POWERSÝNINGkl. 10.15Á STÆRSTA THXtJALDI LANDSINS
ÓHT RÁS 2
Túnfiskur „tempura“ með wasabi
og soyasírópi
Tempura spicy tuna sashimi roll, wasabi
créme fraiche, soy syrup
·
Grillað lamb „salat“ með sate marineruðu
asísku „slaw“ og jarðhnetusósu
Grilled lamb salad with sate marinade,
asian slaw,indonesian peanut sauce
·
Rækjur með "thai" karrísósu,ananas og
jasmin hrísgrjónum
Shrimp with red thai curry sauce, pineapple
and jasmin rice
·
Lime créme brulee „tart“ með berjasósu
Lime créme brulee tart, berry sauce
Verð kr. 4.900.-
FEMÍNISTASAMTÖKIN
Skæruliðastelpur – Guerilla
Girls – hafa hrundið af stað
herferð gegn því kverkataki
sem þær telja hvíta karl-
menn hafa á Óskarsverð-
launahátíðinni og bandaríska
kvikmyndaiðnaðinum. Á
mánudag ætla þær að setja
upp stórt veggspjald í Los
Angeles þar sem borin er saman
staða kvenna í öldungadeild þingsins
– 14 konur af 100 – og í Hollywood –
4% leikstjóra þar kvenfólk – með yf-
irskriftinni: „Jafnvel öldungadeildin
er framfarasinnaðri en Hollywood.“
Fullyrða skæruliðastelpurnar að
meira að segja stjórnvöld í Afganist-
an séu jafnréttissinnaðri en kvik-
myndaiðnaðurinn. Í tölfræði sem
stúlkurnar hafa tekið saman kemur
fram að einungis 4 af 100 vin-
sælustu myndum síðasta árs
séu gerðar af konum, 8 konur
eigi þátt í handritum þeirra og
12 klipptar af konum. Einnig
segja þær staðreynd að eng-
inn af öðrum kynþætti en
þeim hvíta hafi ákvörðunar-
vald í Hollywood. Skæruliða-
stelpurnar benda á að auðvelt
sé að auka jafnréttið með því að opna
dyr þessa „karlaklúbbs“ líkt og gert
hefði verið í lækna- og lögfræðistétt-
um með góðum árangri. Þær árétta
enn fremur mikilvægi þess að þær
konur sem náð hafa langt veiti mál-
staðnum liðsstyrk og biðla þar sér-
staklega til Sölmu Hayek, sem til-
nefnd er til Óskarsverðlauna í ár fyrir
túlkun sína á Fridu Kahlo, og Halle
Berry, sem hlaut Óskarinn í fyrra.
Skæruliðastelpurnar hefja upp raust
Segja hvíta karla
ráða Hollywood
Salma Hayek