Morgunblaðið - 02.03.2003, Blaðsíða 64
Morgunblaðið/RAX
Jóhann Gestur Jóhannesson mátar stélflöt vélarinnar við skrokkinn ásamt Davíð syni sínum en annar sonur hans, Jóhann Líndal, fylgist með.
ÞESSA dagana úir og grúir af plötum, hnoð-
um og teikningum í bílskúrnum hjá Jóhanni
Gesti Jóhannssyni flugumferðarstjóra. Þetta
dót fékk hann sent heim til sín í kassa og fyrir
17. desember næstkomandi, nánar tiltekið
klukkan 14:35 ætlar hann að vera búinn að
smíða sér nýja flugvél úr herlegheitunum, en
þá eru einmitt 100 ár liðin frá því að Wright-
bræður fóru sína fyrstu flugferð.
Jóhann er enginn nýgræðingur í flugvéla-
smíðinni því þetta er í fjórða sinn sem hann
smíðar sér flugvél. Ein flugvélin var gömul
Fis-vél sem hann endursmíðaði en hinar tvær
smíðaði hann frá grunni á sama hátt og þá
sem nú liggur í pörtum í skúrnum hjá honum.
Hún kemur upp úr kassa, sem Jóhann keypti
erlendis og er að hans sögn í raun ekki mikið
frábrugðin gömlu flugvélamódelunum, sem
margir kannast við að hafa límt saman sem
börn.
„Þú færð allt hráefnið, grófskorið niður og
tilbúið fyrir þig að fínsmíða úr. Teikning-
arnar, hnoðin og annað fylgir og svo geturðu
ráðið hvort þú kaupir mótorinn með eða færð
þér hann seinna. Svo er bara að snikka, smíða
og bora,“ segir hann eins og ekkert sé einfald-
ara. „Það getur hver sem er gert þetta, a.m.k.
þeir sem kunna að bora og mæla. Maður smíð-
ar bara eitt stykki í einu og svo þegar þetta er
komið fær maður eitthvað stærra rými til að
setja vélina saman og stilla vængina á og svo-
leiðis. Þannig að það er ekkert mál að smíða
þetta inni í hvaða kompu sem er.“
Hann viðurkennir þó að það liggi talsverð
vinna í smíðinni og upplýsir að líklega liggi að
meðaltali um 600 klukkutímar á bak við
hverja flugvél. Og hann staðhæfir við vantrú-
aðan blaðamann að það sé fullkomlega óhætt
að fljúga í gripnum þegar hann er tilbúinn.
„Þetta eru mjög öruggar vélar og sterkbyggð-
ar og ekkert minni styrkur í þeim en t.d.
Sessnu. Hins vegar eru þessar vélar léttari og
veigaminni og þurfa þess vegna ekki að bera
sjálfar sig svo þungar eins og Sessnurnar.“
Hann segist ætla að bjóða frúnni í flugtúr
þegar vélin er tilbúin og vonast eftir að gott
veður verði 17. desember, á 100 ára afmæli
flugsins.
Ætlar að bjóða frúnni í flugtúr
HEILDARGREIÐSLUR úr
Ábyrgðarsjóði launa námu 715
milljónum króna á síðasta ári, eða
tvöfalt meira en árið 2001 þegar
greiðslurnar námu 356 milljónum
kr. Frá árinu 1998 hafa greiðslur
úr sjóðnum fjórfaldast en þá námu
þær 138 milljónum kr. á verðlagi
þess árs.
Af þessum 715 milljónum í fyrra
voru launa- og orlofsgreiðslur 418
milljónir, lífeyrissjóðsgreiðslur 166
milljónir og rúmar 130 milljónir
voru vextir og ýmsar aðrar
greiðslur. Lífeyrissjóðsgreiðslurn-
ar nærri fjórfölduðust á milli ára,
námu 45 milljónum ár-
ið 2001, og launa- og
orlofsgreiðslur námu
það ár 256 milljónum.
Alls fengu um 1.500
einstaklingar greitt úr
ábyrgðarsjóðnum á síð-
asta ári samanborið við
ríflega 1 þúsund árið
áður. Fjöldi gjaldþrota
fyrirtækja, þar sem
launakröfur lentu á
sjóðnum, liggur ekki
endanlega fyrir vegna
síðasta árs en talið er að gjald-
þrotin séu vel á þriðja hundraðið.
Þessi fyrirtæki voru
209 árið 2001, 141 árið
2000 og 86 árið 1999.
Að sögn Björgvins
Steingrímssonar, deild-
arstjóra hjá Vinnu-
málastofnun, sem sér
um Ábyrgðarsjóð
launa, þarf að fara aft-
ur til áranna 1991–1992
til að finna sambæri-
legar greiðslur úr
sjóðnum. Þá námu
heildargreiðslur 400–
500 milljónum króna á verðlagi
þess tímabils en með framreikn-
ingi nálgast þær greiðslur útkomu
síðasta árs. Björgvin segir að gera
megi ráð fyrir að tekjur sjóðsins í
fyrra hafi numið um 260 millj-
ónum, þar af námu tekjur af
ábyrgðargjaldi um 170 milljónum.
Flest mál hjá sjóðnum tengdust
gjaldþrotum fyrirtækja í bygging-
ariðnaði, verslun og þjónustu, upp-
lýsingatækni, veitingahúsarekstri
og fasteignaviðskiptum. Björgvin
gerir ráð fyrir að greiðslur á þessu
ári verði lægri en í fyrra þó að
töluvert sé þegar búið að greiða út
á árinu, miðað við sama tíma í
fyrra.
Greiðslur úr Ábyrgðar-
sjóði launa tvöfölduðust
& '(
#)$$
$$
Flundrur
veiðast í lækjum
og ám í Ölfusi
Ljósmynd/Magnús Jóhannsson
Flundra veidd í laxagildru Veiðimála-
stofnunar við Óseyrarbrú sumarið 2001.
FLUNDRUR veiðast nú reglulega í
fersku vatni neðarlega í Ölfusá og í
Varmá og Þorleifslæk í Ölfusi. Flundra er
flatfiskur, náskyldur sandkola, rauð-
sprettu, lúðu og grálúðu, en var óþekktur
fiskur hér á landi fyrir árið 1999. Sam-
hliða þessu flakki upp í ferskvatn hafa
nokkrir fiskar einnig veiðst í söltum sjó.
Fiskifræðingar telja að flundran sé farin
að hrygna hér við land.
Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur
Veiðimálastofnunar á Selfossi, sagði að
fyrstu fiskarnir sem hann hafði spurnir
af hefðu veiðst í net frá Hrauni við Ölfusá
í september 1999 og um líkt leyti veiddust
tveir á stöng í Varmá við Öxnalæk. Stofn-
unin fékk einn af „allmörgum“ netafisk-
unum til greiningar vorið eftir og það ár,
2000, hefðu tvær flundrur til viðbótar
veiðst í laxagildru Veiðimálastofnunar
við Óseyrarbrú og aðrar tvær veiddust í
Varmá í Ölfusi, önnur á stöng og hin í ála-
gildru. Þá fór að bera á því að veiðimenn
sáu „kola“ skjótast undan fótum sínum,
t.d. í Varmá og Þorleifslæk. Sama ár
veiddist flundra í net í Lónsvík og önnur í
Miðhúsavatni á Snæfellsnesi, sem er enn
sem komið er sú eina sem veiðst hefur
norðan Reykjaness.
Árið 2001 fjölgaði flundrum mjög.
Hrafnkell Karlsson á Hrauni veiddi t.d.
25 flundrur í net á einni nóttu í sept-
ember og 11 til viðbótar næstu nótt. Net
hans lágu þar sem Þorleifslækur sveigir í
Ölfusárós. Flundrurnar voru flakaðar og
hafðar til átu og þóttu góðar.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 2. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
5
3
7
6
Fyrsta heimilið
www.bi.is
MARKAÐSVIRÐI Flugleiða hefur ríf-
lega þrefaldast á einu ári. Miðað við loka-
gengi bréfanna í gær er markaðsvirði fé-
lagsins nú 11,3 milljarðar króna en fyrir
réttu ári nam það um 3,5 milljörðum
króna. Gengi hlutabréfa í Flugleiðum hf.
hefur hækkað verulega undanfarna daga.
Frá því félagið birti afkomutölur sínar
fyrir árið 2002 á miðvikudag hefur gengi
bréfa í félaginu hækkað um ríflega 10%.
Lokagengi miðvikudags var 4,9 krónur á
hlut en við lok markaða í gær var gengið
hins vegar 5,4 krónur á hlut. Markaðs-
virði félagsins nam um 10,2 milljörðum á
miðvikudag og hefur því aukist um tæp-
an milljarð á tveimur dögum.
Verð á hlutabréfum í Flugleiðum var
um eða yfir tvær krónur á hlut frá seinni
hluta árs 2001 og fram á mitt ár 2002 þeg-
ar það tók að hækka aftur.
Markaðsvirði Flugleiða jókst
um milljarð á tveimur dögum
F0/ 00 F0G
:#",( $( H
/HG
IH/I IHJ
FÓLKI án atvinnu fjölgaði um 431 í
febrúarmánuði. Í lok mánaðarins
voru 6.291 án vinnu, en það þýðir að
atvinnuleysi er komið upp fyrir 4%
af mannafla á vinnumarkaði. Þetta
er mesta atvinnuleysi sem mælst
hefur frá því vorið 1997, en í apríl
það ár fór atvinnuleysi upp í 4,7%.
Frá áramótum hefur atvinnulaus-
um fjölgað um 1.220. Á höfuðborg-
arsvæðinu eru næstum 4.000 manns
atvinnulausir, 2.243 karlar og 1.752
konur.
Atvinnu-
lausum fjölg-
aði um 431