Morgunblaðið - 06.03.2003, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 9
BANDALAG ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA
Vantar þig gervi
fyrir grímuballið?
Hárkollur • Trúðanef • Gervinef • Tannlakk
Gerviskegg • Gerviaugnhár • Lithársprey
Leikhúsfarði • Gervitennur • Gervieyru
Gerviskallar • Gerviblóð • Gervihor
Sendum í póstkröfu!
Laugavegi 96 • www.leiklist.is • 551 6974
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
GUÐMUNDUR Einarsson, for-
stjóri Heilsugæslunnar, segir að
talsverður skortur sé á heimilis-
læknum á höfuðborgarsvæðinu.
Hann segir hins vegar að mikil
uppbygging eigi sér stað í heilsu-
gæslunni. „Við höfum ekki náð að
byggja okkur nægjanlega upp
ennþá. Þar hefur skort á heimildir
og fjárveitingar. Mér sýnist þó að
það horfi mjög til bóta þegar kem-
ur lengra fram á þetta ár og svo
sérstaklega það næsta.“
Heilsugæslan hefur stjórnsýslu í
Reykjavík, Kópavogi, Seltjarnar-
nesi og Mosfellsbæ og segir Guð-
mundur ástandið misjafnt eftir
hverfum, en einna verst sé það í
hverfi 104, Voga- og Heimahverfi.
Ekki er starfandi heilsugæsla í
hverfinu og ritar Þórdís Gunnars-
dóttir opið bréf til heilbrigðisráð-
herra í Morgunblaðið í gær þar
sem hún hefur verið án heimilis-
læknis síðan 1. desember 2001.
Hún segist ýmist þurfa að leita í
Spöngina í Grafarvogi eða lækna-
vaktina í Smáranum. Hún segist
jafnframt hafa fengið mun betri
læknaþjónustu er hún bjó á lands-
byggðinni.
„Það erfiðasta við Voga- og
Heimahverfið er að þar er ekki
komin heilsugæslustöð en það er í
undirbúningi að hún taki til starfa
á næsta ári,“ sagði Guðmundur og
bætti við að í bígerð væri að lýsa
eftir húsnæði. Hann sagði vanda-
mál skapast í heilsugæslustöðvum
í kringum 104-svæðið þar sem þær
tækju á móti fólki úr hverfinu og
yfirfylltust því. „Þetta er svolítið
keðjuverkandi.“
Guðmundur sagði sjálfstætt
starfandi heimilislæknum fara
fækkandi og væru nú aðeins um 13
eftir. Hins vegar hefði heimilis-
læknum á heilsugæslustöðvum
fjölgað og væru nú um 70 starf-
andi á svæðinu. Guðmundur sagði
það fyrirkomulag gott þar sem
heilsugæslustöðvarnar gætu bæði
tekið við tímapöntunum og sinnt
bráðaþjónustu.
Margir að nema
heimilislækningar
Guðmundur sagði ekki lengur
vandamál að fá heimilislækna í
laus störf. „Það er mikil aðsókn í
framhaldsnám í heimilislækning-
um svo þar er mikil breyting frá
því sem var.“
Guðmundur er því bjartsýnn á
betri tíma í heimilislækningum.
„Við erum óneitanlega í svolitlum
vandræðum í dag og okkur þykir
það leitt. Við biðjum fólk af-
sökunar á því að það lendi í vand-
ræðum en við gerum okkar besta
til að leysa úr því,“ sagði Guð-
mundur.
Skortur er á heimilislæknum
á höfuðborgarsvæðinu
Fullyrt að staðan
batni á næstu
tveimur árum
Ný sending
af flottum gallafatnaði
frá
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00.
Ný sending af bolum og glæsilegum toppum
Margir litir
Bolir verð kr. 1.990 - Toppar frá kr. 1.990
Laugavegi 56, sími 552 2201
TEENO
FALLEG
FÖT FYRIR
FERMING-
ARNAR
Síðustu dagar
útsölunnar
Rosaleg lækkun
Kringlunni, sími 588 1680.
iðunn
tískuverslun
Glæsilegt
úrval
af yfirhöfnum
frá
Wellington
og
Fyrsta Íslandsmót kvenna í pool á
Íslandi á Players að sjálfsögðu, hvar
annarsstaðar!
Skráning á Players.
Íslandsmót kvenna í pool
á Players
sunnudaginn 9. mars kl. 19.00
Bæjarlind 4 sími 544 5514