Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 35
EINHVERJUM ljótasta kafla
í stjórnmálasögu síðustu áratuga
fer vonandi senn að ljúka. Baugs-
feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón
Ásgeir, sonur hans, hafa einsett
sér að koma Davíð Oddssyni for-
sætisráðherra frá völdum. Þeim
nægir ekki, að þeir hafa í stjórn-
artíð hans orðið einhverjir rík-
ustu menn landsins. Þeir gera út
Fréttablaðið, sem er í herferð
gegn Davíð. Jón Ásgeir treysti
sér ekki einu sinni til að neita því
í sjónvarpsviðtali fyrir skömmu,
að hann ætti Fréttablaðið, þótt
hann yrði allur flóttalegur við.
Jón Ásgeir kemur trúnaðarupp-
lýsingum innan úr fyrirtækinu í
blaðið, þar sem allt er rangfært í
því skyni að koma höggi á Davíð.
Þessa dagana er auðvitað verið að
leita að nýjum kennitölum til að
skrá blaðið á, en það breytir engu
um það, sem allir sjá og vita, að
það er kostað af Jóni Ásgeiri og
Baugi.
Hlutur Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur er ekki góður. Hún
hóf kosningabaráttu sína í Borg-
arnesi með því að dylgja um það,
að Davíð Oddsson væri að siga
lögreglunni og öðrum aðilum að
ósekju á Jón Ólafsson og Baugs-
feðga, en þeir sæta nú allir op-
inberum rannsóknum. Þetta voru
ótrúlegar ásakanir. Hún talaði
þar eins og hún væri ekki for-
sætisráðherraefni Samfylkingar-
innar, heldur Jóns Ólafssonar og
Baugsfeðga. Hún hefur að vísu
þurft að taka allt aftur, sem hún
sagði um rannsóknina á Jóni
Ólafssyni. Hún hefur viðurkennt,
að sú rannsókn var eðlileg. Hún
hefur líka orðið að segja það sér-
staklega lögreglumönnum lands-
ins, að hún væri ekki að væna þá
um óeðlileg vinnubrögð, þótt hún
hefði raunar einmitt verið að gera
það í ræðunni.
Allt þetta bliknar þó hjá því, að
Jón Ásgeir Jóhannesson orðaði
það beinlínis við Hrein Loftsson,
stjórnarformann Baugs, hvort
gera mætti Davíð að vini fyrir-
tækisins með því að greiða honum
300 milljónir króna inn á leyni-
reikning erlendis, enda stæðist
enginn maður slíkt boð. Það er
ágreiningslaust milli Hreins,
Davíðs og Illuga Gunnarssonar,
sem voru á fundi saman úti í
Lundúnum, að þetta gerðist, þótt
Jón Ásgeir hafi á hinn bóginn
orðið margsaga í málinu. Það
breytir síðan engu, að þá Davíð
og Hrein greinir á um aukaatriði
eins og þau, hvenær dags Illugi
kom á fundinn. Þetta er stóral-
varlegt mál. Einn ríkasti maður
landsins ætlaði að reyna að kaupa
forsætisráðherrann, og þegar það
tókst ekki, einsetti hann sér að
reyna að koma honum frá völdum
og notar leynt og ljóst til þess auð
sinn og áhrif.
Þetta er ekki aðeins aðför að
Davíð Oddssyni, heldur að stjórn-
skipan landsins.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Aðför Ingibjargar og
Baugsfeðga að Davíð
Höfundur er prófessor
í stjórnmálafræði.
Stjörnuljómi
Förðunarmeistarinn Corey Hedström frá ESTÉE LAUDER
verður í snyrtivörudeild Debenhams á morgun föstudag og
laugardag frá kl. 11.00-18.00 og sýnir nýja og byltingarkennda
förðunartækni með loftúða.
Komdu við eða hringdu og bókaðu tíma í síma 522-8008.
FÖRÐUNARMEISTARI FRÁ
www.esteelauder.com