Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.03.2003, Qupperneq 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARS 2003 41 Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ELÍSABET ÞÓRHALLSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Útskálakirkju, Garði, föstudaginn 7. mars kl. 14.00. Helga Sigurbjörg Bjarnadóttir, Jóhann Þorsteinsson, Hjördís Bjarnadóttir, Sigurður Sigurðsson, Helgi Bjarnason, Aðalheiður Valgeirsdóttir. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ELÍN ÓLAFSDÓTTIR, Túngötu 51, Eyrarbakka, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut þriðjudaginn 25. febrúar. Jarðsungið verður frá Eyrarbakkakirkju laugar- daginn 8. mars kl. 14.00. Ragnar Böðvarsson og fjölskylda. Bróðir okkar, LOGI ÁSGEIRSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 7. mars kl. 13.30. Svanhildur Jakobsdóttir, Sigurður Jakobsson. Elsku frænka, það er erfitt að kveðja þig í dag, mörgum árum of snemma. Það eru ekki allir jafnheppnir og ég að alast upp í sveit ásamt frændfólki mínu. Ég kom í heimsókn oft á dag, sagðist ætla að skreppa yfir en það varð oft langt skrepp. Það var oft mjög kalt í sveit- inni og þá stóð ég ofan á tánum á þér og nuddaði fingurna á þér því mér var ekki eins kalt og þér. Þegar þú varst að vinna í skólanum áður en ég byrj- aði þar fékk ég stundum að koma með þér í vinnuna. Það fannst mér gaman því þá var ég svo stór. Áður en við fór- um af stað stóð ég yfir þér á baðinu meðan þú lagaðir þig til. Rosalega varstu alltaf fín og falleg. Þú spilaðir á píanó og söngst í kórum svo að strax fjögra fimm ára suðaði ég um að fá að læra á píanó. Þegar við fluttum úr sveitinni flutt- um við í Hveragerði og þið til Reykja- víkur. Þá voru ófáar helgarnar sem ég hringdi og bað um að fá að koma í heimsókn og gista hjá ykkur og láta þig og Kristínu frænku dekra við mig. Ég var alltaf velkomin til þín og þú bauðst mér að vera hjá þér ef ég vildi koma í skóla til Reykjavíkur. Það hefur verið erfiður tími und- anfarna mánuði hjá þér og ættingjum þínum þegar þú barðist við þennan hræðilega sjúkdóm. Þú ætlaðir að sigra og barðist af mikilli hörku, en við ráðum þessu víst ekki. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa um þig. Þín er sárt saknað af okkur öllum en ég veit að það var tekið vel á móti þér og þér líður vel núna. Elsku Sigurjón, Karen, John Snorri, Kristín, litlu ömmubörnin og allir hinir, megi góður Guð styrkja ykkur og hjálpa að komast í gegnum þessa miklu sorg. Þín frænka, Stefanía Inga. Ástkæra vinkona. Það er erfitt að sætta sig við að þú hafir verið kölluð burt úr þessum heimi í blóma lífsins, RAGNHILDUR VALGERÐUR JOHNSDÓTTIR ✝ Ragnhildur Val-gerður Johns- dóttir fæddist í Reykjavík 19. júní 1946. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi að kvöldi hinn 13. febrúar sl. og var út- för hennar gerð frá Bústaðakirkju 24. febrúar. þú sem varst svo einlæg og lífsglöð og öllum leið svo vel í návist þinni. Við huggum okkur við það að nú hefur Drott- inn leyst þig frá miklum þjáningum og tekið þig til sín í eilífa umsjá. Margs er að minnast frá æskuárum, t.d. þeg- ar við lékum okkur saman á heimili þínu á Hverfisgötu 74. Þegar við mamma komum í bæinn gistum við jafnan hjá þér og móður þinni, en mikill vinskapur var á milli mæðra okkar, blessuð sé minn- ing þeirra. Á haustdögum 1967 kom ég til Reykjavíkur til náms og dvaldi ég hjá ykkur í Efstasundi 18 í átta mánuði. Ég minnist þessarar dvalar með innilegu þakklæti fyrir allt sem fyrir mig var gert. Ég man þegar þú hringdir í mig einn daginn og spurðir hvort eitt- hvert vit væri í því að flytja í sveitina ásamt manni þínum og börnum. Mér fannst það góð hugmynd og nokkrum árum seinna fluttu þið að Ingólfshvoli í Ölfusi. Eftir það varð mikill kunn- ingsskapur á milli okkur og man ég sérstaklega hvað dætur okkur höfðu gaman af því að koma í heimsókn til ykkar og skoða öll dýrin sem þið átt- uð. Elsku Ragga. Hjartans þakkir fyr- ir allar yndislegu samverustundirnar sem við áttum með þér. Við biðjum góðan Guð að blessa þig og varðveita um alla eilífð. Eiginmanni, börnum og barna- börnum sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur, Hafdís og Sigrún; Helga og fjölskylda; Halldóra og fjölskylda. Á sorgar- og saknaðarstundu tog- ast á margt í hug mínum. Allt hefur breyst og allt svo tómt – það er komið að kveðjustund. Eftir langt og ósegjanlega erfitt veikindastríð hefur Ragnhildur nú fengið hvíld og fæðst inn í annað eilíft líf hjá Guði föður sínum þar sem ást- vinir munu hittast á ný. Minningarbrotin koma fram í huga minn og mun ég ævinlega vera þakk- lát fyrir að hafa verið svo lánsöm að kynnast Ragnhildi. Við kynntumst þegar hún kom, ung stúlka, til starfa á Hvanneyri með litlu dóttur sína hana Karenu. Dætur okkar léku sér saman og Guðbjörg dóttir mín gætti oft Karenar meðan mamma hennar var í vinnunni og kom þá jafnan með hana heim með sér. Þannig hófust okkar kynni í gegnum börnin okkar, kynni sem urðu að ævilangri vináttu. Á Hvanneyri stundaði líka nám í búfræði ungur maður að nafni Sig- urjón og ég man hversu glöð og ham- ingjusöm Ragnhildur var þegar hún sagði mér frá sambandi þeirra. Já, líf- ið var bjart, fagurt og rómantískt sem innsiglað var með hjónabandi þeirra. Eftir að þau stofnuðu heimili saman nutum við Ólafur og fjölskylda okkar gestrisni þeirra og vináttu alla tíð. Og alltaf var það tilhlökkunarefni þegar von var á þeim hjónum í heimsókn til okkar með börn sín þrjú. Ragnhildur var sannkallað nátt- úrubarn og vildi hún bæði græða og hlúa að landi sínu og umhverfi. Rækta skóg og fegra garðinn við heimilið þeirra og garðstofuna, enda var heimili þeirra einstaklega fallegt, hýlegt og blómum skreytt. Ragnhild- ur var mikill dýravinur og vildi hafa dýr í kringum sig. Hún átti lítinn fal- legan heimilishund sem trítlaði um húsið og fylgi henni hvert sem hún fór. Hestar voru í miklu dálæti hjá fjöl- skyldunni og er mér minnisstæð ógleymanleg hestaferð sem farin var héðan úr Borgarfirðinum vestur að Snorrastöðum. Sama má segja um fleiri styttri ferðir frá heimili mínu í Borgarfirði um nágrennið. Það var sama hvar hún bar niður við störf, hvort heldur það var við bú- skapinn á Ingólfshvoli, að sýna tísku- fatnað, sem hárgreiðslumeistari, við söng í kirkjunni sinni eða á hennar fróðlegu og skemmtilegu kynningar- fundum, allt fór henni þetta úr hendi með miklum glæsibrag. Ragnhildur var sérstakleg glæsi- leg og falleg kona með mikla útgeisl- un og henni fylgdi svo ótrúlega mikill kraftur og orka. Hún átti auðvelt með að fá aðra til að hrífast með sér og hafði sérstakt lag á að láta öllum líða vel, það var svo ríkur þáttur í eðli hennar að gleðja aðra. Hlýja og glað- legt viðmót var henni eðlislægt og einkenndi alla framkomu hennar. Ég mun ávallt verða þakklát fyrir þá vináttu og þann stuðning sem þau Ragnhildur og Sigurjón sýndu mér á erfiðum stundum og í gegnum tíðina. Guð blessi minningu þína, Ragn- hildur mín. Góður Guð veiti eigimanni, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum styrk og kærleika á erfiðum stundum. Sigurborg Jónsdóttir. Þegar ég kveð mína kæru vinkonu Ragnhildi Johnsdóttur þá hvarflar hugurinn til áranna uppúr 1970 þegar við hjónin bjuggum í Hraunbænum. Kynni okkar hófust þegar móðir Ragnhildar, Kristín, flutti í sama hús og þrátt fyrir mikinn aldursmun tók- ust fljótt með okkur mjög góð kynni. Margan tesopann drukkum við hvor hjá annarri og þótti mér svo vænt um Kristínu að mér fannst hún vera mér sem önnur móðir. Smám saman kynntumst við svo Ragnhildi, Sigurjóni og Karenu og hefur sá vinskapur haldist síðan. Ragnhildur var glæsileg kona, ávallt vel til höfð, með fágaða fram- komu og hafði einstakt lag á að skapa fallegt og heimilislegt umhverfi. Það var yndislegt að koma til þeirra hjóna í kaffi eða mat og á fáum heimilum leið manni eins vel og hjá þeim. Það gefur lífinu mikið gildi að verða þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast slíku afbragðsfólki. Ragnhildur sem hafði einstaklega góða nærveru smit- aði alla með sinni miklu útgeislun og áhuga á lífinu og tilverunni. Hún hafði mikinn áhuga á blóma- og trjárækt eins og glöggt má sjá á þeim stöðum þar sem þau hjón bjuggu. Nú þegar lífsgöngu hennar er lokið þá fer ekki hjá því að ég sjái eftir að hafa ekki notað tækifærin betur, á meðan þau gáfust, að vera meira í samvistum við Ragnhildi, en þó er margs að minnast. Þau hjón voru at- hafnasöm og sérstaklega er ánægju- legt að minnast áranna þegar þau bjuggu að Ingólfshvoli í Ölfusi. Þá var oft gaman að koma við hjá þeim þeg- ar við áttum leið um. Sérstaklega eru minnisstæðar ferðirnar austur á með- an Kristín móðir hennar lifði, þá var hún oft með í för. Þá á dóttir okkar Sigrún Erla ógleymanlegar minning- ar frá þeim sumardögum sem hún fékk að dveljast á Ingólfshvoli í sam- vistum við þau hjón, Jón Snorra og Kristínu. Það hefur verið þungbært að fylgj- ast með þjáningum Ragnhildar síð- ustu mánuðina, en það hefur verið fal- legt að sjá hve fjölskylda hennar hefur staðið vel með henni og styrkt hana í hennar erfiðu baráttu. Nú að leiðarlokum viljum við hjón- in óska þess að algóður guð megi styrkja þau í þeirra miklu sorg. Erla Frederiksen. Elsku Brósi. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn frá okkur. Ég á eftir að sakna þín sárt það sem eftir er ævi minnar, enda vorum við mjög náin og studdum hvort annað í blíðu og stríðu. Við upplifðum margt sam- an, bæði súrt og sætt, en alltaf varstu til staðar, brói minn. Þú vildir alltaf hjálpa mér í öllu því sem ég var að gera enda reyndi ég að kom á móts við þig eins og ég gat í þakklætisskyni við þig. Þú lentir í ýmsu og komst til mín og leitaðir hjálpar, bara ef þú hefðir DAVÍÐ FANNAR MAGNÚSSON ✝ Davíð FannarMagnússon fæddist í Reykjavík 27. maí 1980. Hann lést á Bifröst í Borg- arfirði 21. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogskirkju 28. febrúar. gert það einu sinni enn. Það sást aldrei á þér að þú værir leiður eða sár, enda varstu alltaf hress og kátur, reytandi af þér brand- arana og með bros á vör. Ég vissi alltaf að þú værir viðkvæmur, og að þú værir stór maður með ennþá stærra hjarta. Ég á aldrei eftir að fá að vita hvers vegna þú ákvaðst að fara frá okkur en ég vona svo innilega að þér líði betur. Ég átti ennþá gjafakortið í Kringluna sem þú gafst mér í jóla- gjöf, og fór og keypti mér hálsmen sem ég á eftir að bera ævilangt til minningar um þig, elsku Davíð minn. Ég vona að þú verðir við hlið mér öll mín ókomnu ár og passir mig og mína. Ég elska þig. Þín litla systir, Maríanna. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.