Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HERMENN GEFAST UPP Hersveitir Bandaríkjamanna sóttu fram um eyðimörkina í suður- hluta Íraks í brynvögnum í gær og landgönguliðssveitir bandamanna réðust í gegnum varnir Íraks á meg- inþjóðveginum til Basra sem er mjög hernaðarlega mikilvæg og bjuggu sig undir að taka hana. Her- lið bandamanna var komið allt að 250 km inn í Írak norður frá Kúveit í gær. Mótspyrna á svæðinu suður af Basra virtist harðari en annars stað- ar við landamærin. Kveikja í olíulindum Írakar eru sakaðir um að hafa kveikt í um sjö olíulindum, en um tvö þúsund olíulindir eru í landinu öllu. Sérfræðingar segja að erfiðara verði að slökkva elda í írösku olíu- lindunum en þeim sem kveikt var í í Kúveit í Persaflóastríðinu árið 1991. Flaug með Íraksstjórn Íslenskur flugstjóri, Sigurður Viggó Kristjánsson, flaug með þá menn sem setja eiga upp og mynda bráðabirgðastjórn í Írak að stríðinu loknu. Sigurður flaug með mennina frá Róm á Ítalíu til Kúveit og voru þeir með 80 milljónir dala í bein- hörðum peningum með sér um borð í vélinni. Donald Rumsfeld varn- armálaráðherra kvaddi þá í eigin persónu áður en lagt var upp frá Bandaríkjunum. Vilja menn í stjórn SPRON Nýstofnuð samtök stofnfjáreig- enda í SPRON ætla að reyna að koma einum eða fleiri mönnum að í stjórn félagsins. Formaður samtak- anna segir mikilvægt að stofnfjár- eigendum verði gert kleift að selja stofnfé sitt á markaðsverði. Framkvæmdir í næsta mánuði Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við Fáskrúðsfjarðargöng geti hafist þegar í næsta mánuði en skrifað var undir verksamninga um byggingu ganganna í gær. Vonast er til að hægt verði að sprengja fyrir göng- unum um mánaðamótin apríl/maí. L a u g a r d a g u r 22. m a r s ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Forystugrein 32 Viðskipti 12/13 Viðhorf 36 Erlent 16/21 Minningar 37/43 Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 43/45 Akureyri 22/23 Bréf 48/49 Suðurnes 24 Staksteinar 50 Landið 24 Dagbók 50/51 Árborg 24 Íþróttir 52/55 Úr Vesturheimi 26 Leikhús 56 Neytendur 27 Fólk 56/61 Heilsa 28 Bíó 58/61 Listir 29 Ljósvakamiðlar 62 Umræðan 30/36 Veður 62 * * * MEIRIHLUTI utanríkisnefndar Al- þingis telur að íslensk stjórnvöld hafi aldrei útilokað að styðja afvopnun Íraks með valdi væri það síðasta úr- ræðið. Því hafi engin meiriháttar breyting orðið í utanríkisstefnu Ís- lands í afstöðu til hættunnar sem stafi af „ógnarstjórninni í Írak, enda sú hætta almennt viðurkennd í sam- félagi þjóðanna og undirstrikuð í fjöl- mörgum ályktunum Sameinuðu þjóð- anna“, eins og segir í bókun meirihluta nefndarinnar. Formenn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar kröfðust fundar í utanríkismálanefnd. Stein- grímur J. Sigfússon, formaður VG, taldi 24. grein þingskapa brotna þeg- ar stjórnvöld lýstu yfir stuðningi við aðgerðir bandamanna gegn Írak. Tel- ur hann það meiri háttar stefnubreyt- ingu í utanríkismálum. Í þingsköpum segir: Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkis- stjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þinghléum. „Við teljum þetta enga stefnu- breytingu af hálfu íslenskra stjórn- valda gagnvart Írak. Því var ekkert sérstakt tilefni til að halda fund núna af þessum sökum,“ sagði Sigríður Anna Þórðardóttir eftir fund utanrík- ismálanefndar í gærkvöldi. „Íslensk stjórnvöld hafa ekki talið það for- sendu stuðnings við aðgerðir gegn Írak að samþykkt yrði ný ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar vonuðu Íslendingar eins og aðrir að það tækist.“ Vísar í fyrri yfirlýsingar Halldórs „Ég er algjörlega ósammála því miðað við þær yfirlýsingar sem fyrir lágu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. „Það er meiri háttar utanríkismál að Ísland taki ákvörðun um að styðja árásarstríð við jafnumdeildar aðstæð- ur í alþjóðamálum og raun ber vitni.“ Hann vísar í fyrri yfirlýsingar Hall- dór Ásgrímssonar utanríkisráðherra um málið þar sem hann lagði áherslu á tvennt; að gefa vopnaeftirlitsmönn- um meiri tíma og mikilvægi þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fjallaði um málið á nýjan leik. Máli sínu til stuðnings vísar Stein- grímur til svars utanríkisráðherra við fyrirspurn Ögmundar Jónassonar á Alþingi 27. janúar sl. þar sem þessi af- staða Halldórs kemur fram. „Þar sagði Halldór orðrétt: „Það er alveg ljóst af okkar hálfu að við teljum al- gjörlega nauðsynlegt að þetta mál komi til umfjöllunar öryggisráðsins á nýjan leik. Það höfum við margsagt.“ Þetta er skýr afstaða 27. janúar,“ seg- ir Steingrímur og ítrekar að Halldór hafi talað á svipuðum nótum á fundi utanríkismálanefndar 19. febrúar. „Hann staðfestir þessa afstöðu svo 17. mars í viðtali í kvöldfréttum Rík- isútvarpsins. Þar sagði Halldór: „ ... það hefur verið afstaða íslensku rík- isstjórnarinnar að það væri mjög mik- ilvægt að öryggisráðið samþykkti nýja ályktun.“ Og hver ætlar að segja að þetta sé ekki stefnubreyting?“ spyr Steingrímur. Ekki meiriháttar stefnubreyting „Hér er ekki um meiriháttar stefnubreytingu að ræða því við höf- um aldrei útilokað að styðja afvopnun með valdi þótt við vonuðumst til þess að það gerðist með öðrum hætti. Við verðum að hafa það í huga að hér er um að ræða nánustu samstarfsþjóðir Íslendinga í öryggis- og varnarmálum frá því við köstuðum hlutleysinu,“ sagði Halldór, sem fór yfir þessi sjón- armið með nefndarmönnum en vék svo af fundi. Meirihluti utanríkismálanefndar sagði í bókun sinni að nægilegt sam- ráð hafi verið haft við nefndina varð- andi þetta mál og vísaði á bug ómál- efnalegum ásökunum um að þingsköp hafi verið brotin. Minnihluti utanríkismálanefndar telur að þingsköp hafi verið brotin Morgunblaðið/Árni Sæberg Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman til fundar í gær til að ræða stuðning stjórnvalda við aðgerðir í Írak og var Halldór Ásgrímsson gestur fundarins. Ágreiningur er um hvort nægt samráð hafi verið haft við nefndina. Aldrei útilokað að styðja afvopnun Íraks DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að nú sé gott lag til að lækka skatta. Þetta kom fram í ræðu hans á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Davíð sagði að hagvöxtur næstu ára myndi skila ríkissjóði miklum tekjum. „Ég er þeirrar skoðunar að nú sé gott lag til að nýta þann tekjuauka til að lækka enn frekar skatta fólks í landinu.“ Davíð sagði að Íslendingar hefðu náð ágætum árangri í efnahags- málum á undanförnum árum. „Kaupmáttur þjóðarinnar hefur vaxið átta ár í röð og gangi spár eftir þá verður árið 2003 níunda ár- ið sem kaupmátturinn vex. Þetta er einsdæmi í okkar sögu. Frá 1994 hefur kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna vaxið um þriðj- ung. Þessi staðreynd sýnir, svo ekki verður um villst, hversu mik- ilvægt það er fyrir allan almenning að skynsamlega sé haldið á efna- hagsmálum þjóðarinnar.“ Hagvaxtarskeið framundan Davíð sagði að allt benti til þess að framundan gæti verið mikið hagvaxtar- og framfaraskeið. „Spár gefa til kynna að hagvöxtur verði umtalsverður á næstu árum og er það mikið gleðiefni. Staða ríkis- sjóðs er sterk um þessar mundir og efnahagsbatinn hefur verið nýttur til að greiða niður skuldir. Skuldir sjóðsins námu 34,5% af landsframleiðslu fyrir örfáum árum en eru nú rétt rúmlega 18% af landsframleiðslu. Þetta er mikill viðsnúningur og er þá ekki talin með um 50 milljarða króna greiðsla ríkissjóðs til lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna, en nauðsynlegt var að stoppa upp í það gat sem þar hafði myndast,“ sagði Davíð. Ýmist er byrinn of mikill eða of lítill Ýmsir hafa, segir Davíð, haldið því fram að nú séu ekki réttu að- stæðurnar til að lækka skatta. Framundan sé slíkur uppgangur að skattalækkun valdi þenslu. „Þetta sjónarmið minnir einna helst á for- manninn sem stendur í flæðarmál- inu á hverjum degi og gáir til veð- urs. Og ýmist er byrinn of mikill eða of lítill, kólgubakki hér og rign- ingarsuddi þar – allt verður honum að ástæðu til að halda ekki til hafs. Og eins er með úrtölumennina, þegar kemur að skattalækkunum þá er uppsveiflan ýmist of mikil og hætta á þenslu eða ríkissjóður illa staddur vegna þess að það er fyr- irsjáanleg niðursveifla og horfur á lækkandi tekjum,“ sagði Davíð. Hvenær er tími til skattalækkana ef ekki nú? „Ég hef þá pólitísku sannfær- ingu og lífssýn að fólkið fari ekki verr, heldur betur með sína eigin peninga, heldur en stjórnmála- mennirnir í þess umboði. Og ég spyr, hvenær er tími til að lækka skatta ef ekki núna, þegar rík- issjóðurinn er skuldlítill og tekj- urnar að aukast? Hagtæknar kunna að finna endalaus rök fyrir því að hinu opinbera sé best treyst- andi til að stýra hagkerfinu og því sé aldrei lag til að lækka skatta. En hagfræðingar ættu að vita að því meira sem við skiljum eftir hjá fólkinu því blómlegra verður mann- lífið.“ Davíð Oddsson forsætisráðherra á ársfundi Seðlabanka Íslands „Gott lag til að lækka skatta enn frekar“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði á ársfundi Seðlabankans í gær að framundan væri hagvaxtarskeið, sem gæfi færi á skattalækkunum. KARLMAÐUR úlnliðsbrotnaði á báðum höndum og fékk sprungu í höfuðkúpu í vinnuslysi við íþrótta- mannvirki við Salaskóla í gærmorg- un. Tildrög slyssins voru þau að vinnupallur mannsins sporðreistist með þeim afleiðingum að hann féll tvo metra niður á jörðina. Hann var fluttur á Landspítala-háskólasjúkra- hús og lagður inn að lokinni aðgerð. Vinnuslys við Salaskóla ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.