Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 29 Ráðstefna um vistunarmat á Hótel Loftleiðum mánudaginn 24. mars 2003 kl. 8:30 – 15:00 Dagskrá 1. kl. 8:30 Skráning 2. kl. 9:00 Ávarp Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 3. kl. 9:15 Vilborg Hauksdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, fjallar um lög um málefni aldraðra og reglugerð um vistunarmat. 4. kl. 9:40 Pálmi V. Jónsson, öldrunarlæknir, talar fyrir hönd eftirlitsnefndar með vistunarmati aldraðra. 10:15 – 10:40 KAFFIHLÉ. 5. kl. 10:45 Oddur Ingimarsson, læknanemi, greinir frá reynslu af notkun vistunarmats í Reykjavík síðastliðin tíu ár. 6. kl. 11:20 Oddný Vestmann, umsjónarmaður vistunarmats í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, fjallar um skráningu og úrvinnslu gagna. 12:00 – 13:00 MATUR 7. kl. 13:00 Svana Helen Björnsdóttir, Bjarni Þór Björnsson og Hjörleifur Pálsson, starfsmenn verkfræði- og tölvuþjónustunnar Stika, segja frá rafvæðingu vistunarmats á landsvísu, fjalla um persónuvernd, uppbyggingu netkerfisins og notkun vistunarmatsforritsins. 8. kl. 14:35 Umræður. 9. kl. 15:00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjórar: Hrafn Pálsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Ráðstefnan er ætluð öllum, sem koma að vistunarmati aldraðra. Aðgangur er ókeypis. HARMONIKKAN hefur frá því að Friederich Buschmann smíðaði fyrstu nikkuna, árið 1822, verið að- allega tengd flutningi danstónlistar. Það sem fyrrum háði hljóðfærinu var tónskipanin í bassanum, sem byggð var upp á staðlaðri hljómaskipan, þannig að möguleikarnir í að útfæra frjálst tónferli á bassaborðið voru mjög takmarkaðir. Þessi hljómaskip- an var hugsuð til að auðvelda áhuga- fólki að leika hljóma undir einfalda danstónlist en hafði þau áhrif að önn- ur tónskáld en þau, sem sérstaklega sömdu fyrir harmonikku, höfðu ekki áhuga á að nota hljóðfærið í flutningi alvarlegrar tónlistar. Nútíma kons- ertharmonikka er hins vegar með allt aðra skipan á bassaborðinu, svo að harmonikkan hefur í æ ríkara mæli átt greiða leið upp á konsertsviðið, enda í raun skemmtilegt og sérlega tæknilipurt hljóðfæri., er býr auk þess yfir töluvert margbreytilegum blæbrigðum. Harmonikkutónleikar Tatu Kant- omaa í salnum sl. miðvikudagskvöld voru einstök upplifun, því hann er frá- bær „tekniker“, leikur auk þess mjög fallega, af músikalskri innlifun og með sérlega fínlegum hætti, ólíkt því sem oft gat að heyra leikið á þetta hljóðfæri. Tónleikarnir hófust á sér- lega fallegum fimm þáttum eftir Eikko Ahvenainen, sem voru ótrúlega fallega mótaðir. Þá var leikur Kant- omaa í Fantango-þætti eftir Jukka Tiensuu skemmtilega mótaður og í verki eftir Bent Lorentzen, sem nefn- ist Tár, sem var nútímalegasta verk tónleikanna, var allt meistaralega vel mótað, Næturstemmningar eftir Ahvenainen og fantasía eftir Jürgen Ganzer voru flutt með sömu for- merkjum og fyrri verkin, af ein- stökum fínleik. Eftir hlé voru flutt skemmtileg sex smáverk byggð á dönsum eftir finnskan 18. aldar fiðlara, í mjög mót- aðri útfærslu eftir Einojuhani Rauta- waara, þar sem blæbrigði hljóðfær- isins voru frábærlega mótuð í glæsilegum leik Kantomaa. Síðari hluti efnisskrár var byggður á til- brigðum, völsum og frjálslegri dans- tónlist, þar sem Kantomaa sýndi ýmis leiknibrögð og tónmótunartækni sína til hins ýtrasta, svo að ljóst má vera, að hann er frábær listamaður, bæði er varðar nútímalegar útfærslur, hefð- bundinn tæknileik á harmonikku og ekki síst fyrir sérlega fallega mótaðan leik með alls konar blæbrigði. Fallega mótaður leikur TÓNLIST Salurinn Finnski harmonikkuleikarinn Tatu Kant- omaa flutti aðallega norræna harm- onikkutónlist. Miðvikudagurinn 19. mars, 2003. HARMONIKKULEIKUR Tatu Kantomaa. Jón Ásgeirsson FRUMSÝNINGARGESTUM og gagnrýnendum ber saman um að Theódór Júlíusson hafi unnið leik- sigur í hlutverki Púntila bónda í Borgarleikhúsinu á fimmtudags- kvöld. Svo skemmtilega vildi til að Róbert Arnfinnsson var á sýning- unni en hann lék hlutverk Púntila við ekki síðri viðtökur í Þjóðleikhús- inu fyrir 35 árum og hlaut Silf- urlampann, viðurkenningu leik- húsgagnrýnenda, fyrir túlkun sína á Púntila bónda og Tevje mjólk- urpósti í Fiðlaranum á þakinu leik- árið 1968–1969. Róbert fagnaði Theódór innilega í lok sýningarinnar og kvað margt hafa rifjast upp fyrir sér við að horfa á sýninguna nú rúmum 30 ár- um síðar. „Það var gaman að sjá þetta. Ég mundi nú ekki textann nema að sáralitlu leyti. Þetta var gjörólík uppsetning því leikstjórinn á sínum tíma var þýskur, Wolfgang Pinszka að nafni, sem starfaði með Berliner Ensemble og til stóð að hann setti þetta upp í anda Brechts en við fór- um pínulítið út fyrir þann ramma og það var líklega það sem bjargaði okkur frá stórslysi!“ segir Róbert og hlær. „Mér þótti vænt um að Theódór skyldi fá þetta hlutverk, hann gerði þetta mjög vel og sótti stöðugt í sig veðrið eftir því sem leið á sýninguna.“ Aðspurður um hvernig honum hefði liðið að lokinni frumsýningu sagði Theódór að sér liði afskaplega vel. „Fólkið tók sýningunni vel og ég fann vel fyrir salnum og allir voru með á nótunum. Það var svo auðvitað toppurinn á tilverunni að fá Róbert á bakvið. Mér þótti óskap- lega vænt um það og það var mér mjög mikils virði því hann hefur alltaf verið minn uppáhaldsleikari og ég hef alltaf litið upp til hans sem listamanns og reynt að læra af hon- um. Ég sá hann leika Tevje og Pún- tila í Þjóðleikhúsinu og síðar lék ég hlutverk Tevje á Akureyri og nú er ég að leika Púntila. Ég var loks svo lánsamur að leika á móti Róbert fyrir nokkrum árum í leikritinu Kaffi á Litla sviði Þjóðleikhússins og við urðum miklir félagar í þeirri sýningu,“ segir Theódór Júlíusson. Hafa báðir leikið Púntila og Tevje Morgunblaðið/Árni Sæberg Róbert Arnfinnsson samfagnaði Theódór Júlíussyni í sýningarlok. Á afmælissýningunni er til sýnis margt persónulegra muna Kjarvals sem tengdust lífi hans og starfi. 30 ára vígsluaf- mæli Kjar- valsstaða KJARVALSSTAÐIR voru form- lega vígðir 24. mars árið 1973 og eru því þrjátíu ár frá vígslunni. Af því tilefni býður Listasafn Reykja- víkur borgarbúum og öðrum vel- unnurum safnsins til veislu í dag, sunnudag, frá kl. 13–17, þar sem boðið verður upp á veitingar í anda Kjarvals og fjölbreytta dagskrá fyr- ir alla fjölskylduna. Fram koma m.a. Gunni og Felix, Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju, Gunnar Eyjólfsson leikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari. Auk þess verður boðið upp á leiki af ýmsu tagi fyrir börn og gestaþrautir fyrir alla fjölskylduna sem tengjast Kjar- valsstöðum og myndlistarsýningun- um þar. Að venju verða Kjarvals- staðir opnaðir kl. 10 að morgni sunnudagsins en formleg dagskrá hefst kl. 13. Kirkjuhvolur, Garðabæ kl. 20 List- dagar barna og ungmenna lýkur með tónleikum. Jón Svavar Jós- efsson syngur íslensk sönglög og óp- eruaríur, m.a. eftir Mozart ogVerdi. Agnes Löve leikur undir á píanó. Eva Guðný Þórarinsdóttir fiðluleik- ari flytur fiðlusónötu í e-moll eftir Edward Elgar, tvö verk eftir Fritz Kreislar og Pieceen forme de hab- anera eftir Maurice Ravel. Undir- leikari á píanó er Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika í Kaffileikhúsinu í kvöld, sunnudagskvöldið kl. 20 með bandaríska saxófónleikaranum og hljómsveitarstjóranum Andrew D’angelo. Hann er í hópi helstu tónlistar- manna svokallaðrar „downtown“ New York klíku. „Andrew D’angelo er afar til- raunaglaður og uppátækjasamur og aldrei að vita við hverju má búast af honum,“ segir Sigurður Flosason einn meðlima sveitarinnar. „M.a. kann það að koma mörgum sem til mannsins þekkja á óvart að hann skrifi yfir höfuð tónlist fyrir stórsveitir, en eitt verkið á efnis- skránni er skrifað fyrir vasaljós.“ Andrew D’Angelo hefur unnið með hljómsveitum á borð við Human Feel (ásamt undratrommaranum Jim Black), Matt Wilson kvartettin- um og hljómsveit Reid Anderson. Auk þess stýrir hann sinni eigin hljómsveit, Morthana, og er eft- irsóttur til námskeiðahalds í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Ástralíu, ekki síst vegna ferskrar og óvenju- legrar aðkomu sinnar að tónlistinni. „Kaffileikhúsið er einn uppáhalds tónleikastaður Stórsveitarinnar, einkum vegna hljómburðarins í þessu sögufræga timburhúsi og mikillar nálægðar við áhorfendur og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og upplifa þessa forvitnilegu tónlist með okk- ur,“ segir Sigurður. Morgunblaðið/Sverrir Stórsveit Reykjavíkur ásamt Andrew D’angelo. Tónverk fyrir vasaljós fyrir stórsveit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.