Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 26
ÚR VESTURHEIMI 26 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í slendingar og fólk af ís- lenskum ættum hafa víða spjarað sig vel í Norður- Ameríku. Og á hinum ýmsu sviðum, jafnt í borgum sem til sjávar og sveita. En þeir láta ekki endilega mikið á sér bera og hrópa ekki um afrek sín á torgum. „Ég er svo sem ekkert að gera meira en aðrir,“ segir Bragi Sæ- mundsson, bóndi á Breiðabliki í Nýja Íslandi í Manitoba, um kjöt- framleiðslu sína, en viðurkennir þó að um mikla framför sé að ræða. Hollt nautakjöt Bragi er í hópi fjögurra bænda, sem hafa framleitt lífrænt ræktað nautakjöt í Nýja Íslandi undanfarin þrjú ár, og segir að spurnin eftir slíku kjöti aukist með hverju ári. „Í auknum mæli gerir fólk sér grein fyrir því að það er ekki sama hvað það lætur ofan í sig. Þetta snýst um hollustu og gæði og því el ég mín holdanaut eingöngu á grasi. Fyrir bragðið er miklu meira af ómega-3- fitusýrum í þessu kjöti eins og í feitum fiski, en rannsóknir hafa sýnt að þær eru góðar fyrir hjartað og koma í veg fyrir hjartslátt- artruflanir. Nautakjöt af hold- anautum sem alin eru á korni er hins vegar með miklu meira af ómega-6-fitusýrum, sem eru slæm- ar fyrir hjartað og geta valdið hjartasjúkdómum. Þetta er mikið mál í Kanada og í fyrra var milljón dollurum varið í rannsóknir á þessu í Albertafylki. Í ljós kom þessi munur eftir því hvað grip- unum var gefið og verður rann- sóknunum haldið áfram.“ Kjötið hjá Braga er óneitanlega mjög gott og hann er ánægður með viðbrögðin. „Þetta hefur gengið býsna vel. Ég er með um 250 holda- naut og við seljum mikið í eina verslun í Winnipeg, sem eingöngu er með náttúrulegt kjöt á boð- stólum. Ennfremur notar ein veit- ingahúsakveðja kjöt frá okkur og stöðugt fleiri bíta á agnið enda miklu hollara að borða svona kjöt heldur en kjöt af skepnum sem eru fóðraðar á korni.“ Skepnurnar eru úti allan ársins hring og segir Bragi að veðrið hafi engin áhrif á þær, en mikil sveifla er í veðrinu eftir árstíma. Til dæm- is var kælingin mest nær -50 stig á celsíus í lok febrúar en síðan getur hitinn farið upp í 40 gráður á sumr- in. „Skepnurnar halda sig í skóg- inum þegar vindurinn blæs því þar er skjól,“ segir Bragi og lætur sér fátt um finnast. Öðruvísi á Íslandi Breiðablik er um 800 hektara jörð rétt austan við Árborg. Þar ræktar Bragi gras fyrir holdanaut sín og beitir gripunum auk þess á engi og í haga. Hann hefur búið þarna alla sína tíð og tók við jörð- inni þegar faðir hans, Gunnar Sæ- mundsson, varð að hætta búrekstr- inum vegna veikinda. „Ég fór í háskóla til að læra búskap og þeg- ar faðir minn fór á spítala 1980 tók ég við og hef verið í þessu síðan.“ Eftir að Bragi hafði lokið há- skólanáminu við Manitobaháskóla í Winnipeg fór hann til Íslands til að kynna sér sambærilegan rekstur, en síðar fór hann í sömu erinda- gjörðum til Nýja-Sjálands. „Ég var hjá Magnúsi Finnbogasyni á Lága- felli í Landeyjum veturinn 1977 til 1978. Hann hafði mjólkurkýr, 200 ær og 120 hesta, en ekkert bú hérna í Manitoba er með svona marga hesta enda lítil hrossarækt hér. Það er allt öðruvísi að vera bóndi á Íslandi en í Manitoba en ég kann betur við mig hérna.“ Söngur og íslenska Foreldrar Braga fæddust í Nýja Íslandi og eignuðust þau sjö börn, en þau eru Erla Margrét, Elva Dagmar, Baldur Ómar, Birgir Sæv- ar (d. 1971), Anna Svava, Bragi Dunstan Erlingur og Jóhann Hall- dór Kár. Faðir hans var Gunnar Sæmundsson, Sonur Jóhanns Pét- urs Sæmundssonar frá Grjóti í Þverárhlíð í Mýrasýslu og Þóru Guðmundsdóttur frá Galtastöðum í Hróarstungu. Móðir hans var Mar- grét Sæmundsson, dóttir Halldórs Halldórssonar frá Bólstaðarhlíð í Austur-Húnavatnssýslu og Stef- aníu Baldvinsdóttur frá Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu. Jóhann Pétur flutti vestur 1899, fyrst til Cavalier í Norður-Dakóta en þaðan til Nýja Íslands 1901, þar sem hann nam land í Geysisbyggðinni skammt frá Árborg. Þegar hann og Þóra hættu þar búskap tóku Gunn- ar og Margrét við búinu og nefndi Gunnar, sem var öðrum á svæðinu fremri í íslensku og íslenskum bók- menntum, bæinn Breiðablik. Bragi segist vera vanafastur og þótt hann hafi komið víða við vilji hann hvergi annars staðar vera en á Breiðabliki. „Það er mjög gott fjölskyldulíf í byggðinni og góðir nágrannar,“ segir hann en hann og Heather, eiginkona hans, sem er af skoskum og enskum ættum, eiga fjögur börn á aldrinum níu til fimmtán ára. Þau eru Heiða, Avery Hlíð, Óðinn, og Jóhann. Krakk- arnir eru allir í Barnakórnum í Nýja Íslandi, syngja íslensk lög en tala ekki íslensku. „Krakkarnir hafa verið í íslenskutímum hjá Svövu systur og kunna nokkur orð en ekki nóg til að tala málið. Avery, sem er 13 ára, hefur samt mikinn áhuga á íslenskunni og hefur hug á að fara til Íslands í náinni framtíð,“ segir Bragi en sjálfur talar hann góða íslensku. Hann syngur mikið og hefur lengi verið í kvartettinum Sóley söngmenn, sem skemmti m.a. á þorrablótinu í Árborg um liðna helgi. „Við erum reyndar sex núna, fimm úr Geysisbyggðinni og einn frá Riverton, og syngjum bæði á ís- lensku og ensku en mest þó á ís- lensku. Þrír í hópnum tala íslensku en hinir skilja svolítið. Við æfum einu sinni í viku á veturna en stjórnandinn, kona sem er gift bónda í byggðinni, er oft í burtu og þá æfum við ekkert á meðan.“ Bragi segir að það verði stöðugt erfiðara að viðhalda íslenskunni í Nýja Íslandi. „Fáir á mínum aldri tala íslensku og nær enginn í næstu kynslóð á eftir, en reyndar eru nokkrir ungir strákar með mikinn áhuga á Íslandsmálum og nágranni minn, Joel Friðfinnsson, er orðinn rammíslenskur. Það er ekki langt síðan þessi áhugi kviknaði hjá hon- um sem sýnir að það þarf ekki svo mikið til að tendra bálið.“ Frumkvöðull í lífrænni ræktun nautakjöts Í Kanada er aukin spurn eftir náttúruvænum og lífrænt rækt- uðum vörum. Bragi Sæmundsson, bóndi í Nýja Íslandi í Mani- toba, hefur brugðist við þessu með því að gefa holdanautum sínum aðeins gras en ekki korn og framleiðir þannig hollara kjöt en þeir sem ala gripina á korni. Steinþór Guðbjartsson sótti hann heim á Breiðabliki og forvitnaðist um málið. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Sóley söngmenn sungu á þorrablótinu í Árborg um liðna helgi og vöktu mikla lukku sem fyrr. Frá vinstri: David Gislason, Thor Eyjolfson, Bragi Sæmundsson, Melvyn Eyjolfson, Reg Johnson og Mareno Sigvaldason. Morgunblaðið/Steinþór Bragi Sæmundsson, bóndi á Breiðabliki í Nýja Íslandi í Manitoba, er með um 250 holdanaut og hefur kjötsalan aukist jafnt og þétt í Winnipeg. steg@mbl.is RUTH Christie, sagnakona frum- byggja í Manitoba í Kanada, er vænt- anleg til Íslands á þriðjudag og grein- ir næstu vikur frá lífi frumbyggja og tengslum þeirra við íslenska innflytj- endur í Manitoba. Sagnakonan kemur til landsins á vegum verkefnanefndarinnar Int- ernational Visits Program, sem starf- ar á vegum Þjóðræknisfélaganna á Íslandi og í Vesturheimi, og er verk- efnið styrkt bæði á Íslandi og Kan- ada. Hún vinnur í sögusafni skammt norðan við Winnipeg, Lower Fort Garry, og tengist Íslendingum, en Joseph Monkmann, langalangafi hennar, var leiðsögumaður hópsins, sem nam land á Willow-tanga við Winnipegvatn 1875, og John Ramsey, langafi hennar, var íslensku landnem- unum í Riverton og nágrenni sérstak- lega hjálplegur. Ruth Christie kemur fram í ýmsum skólum og stofnunum í Reykjavík, á Keflavíkurflugvelli, Sauðárkróki, Hofsósi og Akureyri. Hún segir frá lífi, siðum og venjum frumbyggjanna, samskiptum þeirra við Íslendinga og sýnir handverk þeirra. Gert er ráð fyrir að hún verði í Landsbókasafni Íslands kl. 16:30 til 17:30 föstudaginn 28. mars og kl. 14 til 15 laugardaginn 29. mars, en fimmtudaginn 3. apríl er áætlað að hún verði í Vesturfarasetr- inu á Hofsósi. Sagnakona frumbyggja heimsækir Ísland Ruth Christie, sagnakona frum- byggja í Manitoba í Kanada. DENNIS Furlong, menntamálaráð- herra New Brunswick, vill auka samskipti fylkisins við Ísland á sviði menntamála og Gary Doer, forsætis- ráðherra Manitoba, hefur áhuga á auknu samstarfi við Ísland. Íslensku sendiherrahjónin í Kan- ada, Hjálmar W. Hannesson og Anna Birgis, voru í opinberri heim- sókn í New Brunswick á dögunum og áttu meðal annars fundi með Maril- yn Trenholme Counsell fylkisstjóra og Bev Harrison, forseta fylkis- þingsins, en sendiherra færði þeim þjóðargjöfina svonefndu, sett Ís- lendingasagna, til varðveislu í við- komandi bókasöfnum. Norðurlöndin, Holland og New Brunswick hafa komið á fót sam- starfi í upplýsinga-, mennta- og tæknimálum og kom fram hjá Denn- is Furlong, menntamálaráðherra fylkisins, á fundi með Hjálmari að hann vildi efla samstarfið, m.a. með nemenda- og kennaraskiptum, en verkefni í kennslufræði er í gangi milli fylkisins og Danmerkur og stendur til að hin Norðurlöndin og Holland komi að því síðar auk þess sem ráðherrann vill auka samvinnu á sviði fjarnáms á Netinu. Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, hefur einnig sýnt mikinn áhuga á auknu samstarfi Manitoba og Íslands og átti fund með Korn- elíusi Sigmundssyni, aðalræðis- manni Íslands í Winnipeg, í vikunni. Þar áréttaði hann áhuga sinn á sam- vinnu í vetnismálum og sagði að fulltrúar fylkisins yrðu í Reykjavík í apríl vegna opnunar fyrstu vetnis- stöðvar í heimi fyrir almenning. Hann greindi einnig frá vilja sínum til að auka kynningu á Manitoba í Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Menntamálaráðherra New Brunswick í Kanada Vill auka samstarfið Kornelíus Sigmundsson, aðalræðismaður í Winnipeg, og Gary Doer, forsætisráðherra Manitoba, hittust í fyrsta sinn í vikunni og ræddu aukið samstarf. Þjóðargjöfin afhent. Marilyn Trenholme Counsell, fylk- isstjóri New Brunswick, Hjálmar W. Hannesson, sendi- herra Íslands í Kanada, og Anna Birgis, eiginkona hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.