Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Irena Arctica kemur og fer í dag. Baltimar Notos og Þerney fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bootes fór í gær. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leik- húsferð í Þjóðleikhúsið sunnudaginn 6. apríl, miðasala mánudaginn 24. mars kl. 13–16. Félagsheimilið Hraun- sel er opið alla virka daga frá kl. 13–17. Kaffi á könnunni kl. 15–16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan lokuð um óákveðinn tíma. Þorvaldur Lúð- víksson lögfræðingur er til viðtals á þriðju- dögum frá kl. 10–12, panta þarf tíma á skrif- stofu. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bók- band í dag kl. 10–12. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á þriðjudög- um kl. 13 boccia, um- sjón Ernst Bachmann, fimmtudaginn 27. mars félagsvist kl. 13.15 í samstarfi við Fella- skóla. Allar upplýs- ingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Ingunn Birta Hinriksdóttir, nemandi í Listasmiðju Lóu, Vesturgötu 7, verður með myndlist- arsýningu til 9. apríl á opnunartíma þjónustu- miðstöðvarinnar alla virka daga frá kl. 9– 16.30. Barðstrendinga- félagið. Góugleði í kvöld, í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, frá kl. 22–3, Breið- bandið spilar fyrir dansi, gömlu og nýju dansarnir, Aðalheiður Ragnarsdóttir stjórnar dansi í ca 1 klst. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Gigtarfélagið. Leik- fimi alla daga vik- unnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Katt- holti. Minningarkort Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552-4440 frá kl 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562-5605, bréfsími 562- 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar (K.H.), er hægt að fá í Bóka- búð Böðvars, Reykja- víkurvegi 64, 220 Hafn- arfirði, s. 565-1630, og á skrifstofu K.H., Suðurgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544- 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Í dag er laugardagur 22. mars, 81. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harðúð hjartna þeirra, og sagði við manninn: „Réttu fram hönd þína.“ Hann rétti fram höndina, og hún varð heil. (Mark. 3, 5.) Peter Mandelson, fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmaður Verkamannaflokksins, ritar grein í Financial Times um stöðu Tonys Blairs.     Mandelson segir m.a.:„Tony Blair hefur ávallt trúað því að heppni væri snar þáttur í pólitísk- um árangri. Það skaðar ekki að vera gáfaður, hafa skýra sýn, vera hug- rakkur og þokkafullur. Heppni ræður hins vegar úrslitum. Og þegar kemur að Íraksmálinu hefur Blair ekki notið sömu gæfu og venjulega, hvorki austanhafs né vestan. Forsætisráðherra Bret- lands hefur lifað af vegna hins sterka persónuleika síns og þeirrar djúpstæðu, siðferðislegu sannfær- ingar að það sé rétt að frelsa írösku þjóðina und- an oki Saddams og vernda okkur fyrir hinum tortím- andi vopnum hans. Hann trúir því í hjarta sínu að einungis sé hægt að ráða bug á fátækt og skorti, farsóttum og hörmulegum svæðisbundnum átökum með vinveittu alþjóðlegu átaki. Hann trúir stað- fastlega á hugmyndina um alþjóðasamfélag sem stendur vörð um hið góða í heiminum og tekur á þeim er ógna öryggi okkar.     Heiðarleiki og hugljúfáform, hversu góð sem þau eru, koma hins vegar ekki að gagni ef bandamenn eru ekki reiðubúnir að sýna sömu stefnufestu og taka sömu áhættu. Robin Cook, hinn virti fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bretlands, sem hélt með sannfæringar- krafti fram röksemdum um réttmæti stríðsins í Kosovo árið 1999 án heim- ildar Sameinuðu þjóð- anna, hefur látið af emb- ætti vegna þess að Íraksstefna Blairs nýtur ekki almenns stuðnings heima fyrir og í útlöndum. Diplómatísk einangrun, jafnvel þótt hún væri fyrir hendi, réttlætir hins vegar varla að menn yfirgefi hugrakkan leiðtoga er hann heldur inn á erfiða braut. Ef öll siðferðisleg afstaða eða aðgerðir í fjar- lægum löndum yrðu kæfð- ar í fæðingu, ef þær nytu ekki þegar í stað stuðn- ings eða alþjóðlegrar sam- stöðu, myndi líklega ekki nokkur breskur utanrík- isráðherra nenna að fara á fætur á morgnana.“     Mandelson segir að hinalþjóðlega sýn Blairs njóti hvorki stuðnings í Evrópu né Bandaríkj- unum. Í Evrópu einkennist andrúmsloftið af siðferð- islegri óvissu og heybrók- arlegri friðarstefnu sem boði ekki gott hvað varðar möguleika Evrópu til að beita afli sínu í heiminum. Áhersla Evrópuleiðtoga á heilagleika Sameinuðu þjóðanna sé yfirleitt yf- irskin fyrir siðferðislegan veikleika og and- bandaríska fordóma. Bandaríkin á hinn bóginn hafi ekki staðið í stykkinu eftir ellefta september og glatað miklu af virðingu sinni í heiminum. STAKSTEINAR Hinn einmana Blair Víkverji skrifar... MIKIÐ er fjallað um bága stöðukjötiðnaðarins. Það er auðvitað kaldhæðni örlaganna að neytendur skuli njóta góðs af öllu saman – eins og stendur. Ekki einasta hefur verð á kjöti hríðlækkað heldur virðist sem neyðin hafi kennt naktri konu að spinna. Það sem Víkverji á við er að undanfarið hefur hann orðið var við að framleiðendur eru farnir að leggja sig miklu betur fram við að reyna að laga sig að kröfum og smekk nútíma- neytenda. Þannig er að lengi hefur Víkverji býsnast yfir íhaldssömum frágangi á lambakjötinu til neytenda t.a.m. Þrátt fyrir mjög svo breyttar neysluvenjur hafa lambakjöts- framleiðendur treyst á að fólkið í landinu vilji enn gamla hrygginn, lærið, súpukjötið, frosnu lærissneið- arnar og heilu og hálfu skrokkana. Víkverji hefur hins vegar sterkan grun um að stór hluti ungra neytenda sé mikið til hættur að baksa við að elda hrygg og læri og hafa heilu skrokkana í frystikistunni. Ungir neytendur vilja geta farið út í búð og valið kjötið nákvæmlega eftir sínum smekk, í litlu magni, og átt kost á að sleppa við að borga fyrir fitu og bein – án þess að kílóverðið rjúki upp úr öllu valdi – eins og raun hefur verið. Þessi íhaldssemi hefur að mati Víkverja verið ein meginorsök þess að lambið hefur þurft að lúta í lægra haldi fyrir kjúklingi og svíni. En nú eru teikn á lofti um að lambakjötsframleiðendur, eða þá verslunarmenn sjálfir, hafi áttað sig á þessu. Að minnsta kosti hefur allt í einu verið hægt að fá lambið úti í næsta stórmarkaði verkað á mun fjöl- breyttari vegu og mun viðráðanlegra verði, jafnvel þótt búið sé að fjar- lægja þá bita og bein sem margur ungur neytandinn a.m.k. leifir hvort eð er. x x x VÍKVERJI tók eftir annarri já-kvæðri nýjung í vikunni. Þannig er að erlendis eru í boði í neyt- endapakkningum mismunandi þykk- ar sneiðar af kjötáleggi. Víkverji komst að því þar að hann kann best við að hafa þær næfurþunnar eða „silk-cut“ eins og kallast á eng- ilsaxnesku. Ali hefur nú sett á mark- að álegg sem á umbúðum er sagt „silkiskorið“. Reyndar óþarfi að bein- þýða svona því hæglega hefði verið hægt að segja áleggið „þunnskorið“, enda er það mun gegnsærra og skilj- anlegra orð. En hvað um það. Þunn- skornar sneiðar eru kærkomin nýj- ung. x x x VÍKVERJI hefur jafnan lúmsktgaman af ruglinu í drengjunum í 70 mínútum á Popptíví. Um daginn fóru þeir, nánar til tekið Sigmar, þó langt yfir smekkleysustrikið þegar hann var staddur í Kringlunni að hrekkja gesti og gangandi. Ekki að það hafi verið eitthvað smekklaust, nei heldur það sem hann sagði við tvær konur sem hann vatt sér að. Eft- ir að hafa komist að því að þær væru erlendar sagði hann við þær á ís- lensku: „Eða eins og við segjum á ís- lensku: Fariði í megrun.“ Svona gerir maður ekki Sigmar, skammastu þín! Mundu eftir öllum ungu krökkunum sem drekka í sig það sem þú segir. Lambarifjur eru nú t.d. fáanlegar í sumum stórmörkuðum. FYRIR alllöngu uppgötv- uðum við frábæran salatbar í Fenjunum, Salatbarinn hjá Eika, en þar eyðilagðist allt skömmu síðar í hörmu- legum eldsvoða. En Sal- atbarinn reis úr öskunni eins og fuglinn Fönix forð- um og var opnaður að nýju í Faxafeni 9, enn betri en áð- ur. Þar er hægt að fá hollan, ljúffengan og fjölbreyttan mat á mjög sanngjörnu verði, súpur, salöt, heita og kalda rétti, pastarétti og gómsætar skyrtertur. Við- mótið er einstaklega þægi- legt og þjónustan fjölbreytt. Bæði er hægt að borða mat- inn á staðnum, fara með hann heim og panta mat handa stórum hópum. Ánægðir Vogabúar. Ljósmæður og nálastungur VARÐANDI grein í Morg- unblaðinu 14. febrúar síð- astliðinn, að ljósmæður væru með nálar á lofti, tel ég nauðsynlegt að stinga nokkrum nálum í þessa blöðru sem fer sífellt vax- andi innan um þessa viður- kenndu heilbrigðisstarfs- menn hér á landi. Mig langaði til að vara fólk við fúskurum. Hvernig í ósköp- unum geta ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fengið nægilega kunnáttu í nálastungum eftir fjögurra daga námskeið? Hér hljóta að vera meiri háttar snill- ingar á ferðinni því það tek- ur 3-5 ár að læra nálastung- ur í viðurkenndum nálastunguháskóla. Sannleikurinn er að land- læknir setti vinnureglu um nálastungur sumarið 1998 og hefur verið að veita við- urkenndum heilbrigðis- starfsmönnum nálastungu- leyfi eftir helgarnámskeið. Þótt hann hafi ekki lagalega heimild til að búa til reglur um aðrar starfsgreinar eða veita leyfi í þær. Það var minn skilningur að landlæknisembættið ætti að vara fólk við fúskurum en ekki stuðla að því að landið yrði fullt af heilbrigðis- starfsmönnum sem fengju leyfi landlæknis til að vera nálastungufúskarar. Ég verð samkvæmt menntun minni frá viður- kenndum nálastunguhá- skóla í austurlenskum lækn- ingum og nálastungum að vara fólk við þessari vitleysu sem gengur á hér á landi. Látið ekki blekkja ykkur á þessari vitleysu að heil- brigðisstarfsmenn kunni nálastungur, þótt þeir hafi leyfi landlæknis. Þessar aðgerðir stuðla að því að koma óorði á nála- stungustarfsgreinina. Ríkharður M. Jósafatsson, Rósarima 5, R. Fyrirspurn – Skattstofa HVAÐ á að geyma af fylgi- gögnum og framtölum – og hvað lengi? Nú við framtals- gerð blöskrar mér haugur- inn af gömlum pappírum en þori engu að henda því ég veit ekki hver fyrningartím- inn er. Gott væri að fá svar sem allra fyrst. Með kveðju, Hafdís. Góður söngskóli FYRIR ekki löngu var gagnrýni í Velvakanda á Söngskólann sem þær María Björk, Sigga Bein- teins og Helga Möller stjórna. Ég vil koma því á framfæri að 5 ára barna- barn mitt hefur verið tvö tímabil í söngskólanum hjá þeim og er gaman að sjá hvað hún hefur tekið mikl- um framförum á þessum tíma. Feimnin hefur lagast og það er mjög gaman að heyra hana syngja á spólu sem hún fékk. Það er alveg víst að hún heldur áfram í þessum skóla. Vil ég koma á framfæri ánægju minni og þakklæti til þeirra stall- systra fyrir góðan skóla. Ánægð amma. Tapað/fundið Gullhringur í óskilum STÓR karlmanns gullhring- ur er í óskilum. Upplýsingar í síma 616 2677. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Góður salatbar Morgunblaðið/Golli LÁRÉTT 1 svipuð, 4 lófatak, 7 út- hlaup, 8 þurrkuð út, 9 kvendýr, 11 dauft ljós, 13 ókeypis, 14 lina, 15 þurrð, 17 skran, 20 óhræsi, 22 losar allt úr, 23 afturelding, 24 sér eft- ir, 25 nam. LÓÐRÉTT 1 mánuður, 2 hlífir, 3 úr- ræði, 4 útungun, 5 sár, 6 erfiðar, 10 tákn, 12 um- dæmi, 13 skip, 15 dramb, 16 snákur, 18 ótti, 19 kjarni, 20 ókyrr, 21 bald- in. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hrekkvísi, 8 afber, 9 lævís, 10 píp, 11 skima, 13 afræð, 15 stekk, 18 stæra, 21 agn, 22 stirð, 23 álkan, 24 ástleitni. Lóðrétt: 2 rebbi, 3 karpa, 4 vilpa, 5 Sævar, 6 haus, 7 ósið, 12 mók, 14 fát, 15 sess, 16 efins, 17 kaðal, 18 snáði, 19 æskan, 20 asni. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.