Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 52
ÍÞRÓTTIR 52 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á Formúluvef mbl.is er netleikur þar sem hægt er að skjóta á úrslitin í hverri umferð. Þeir sem safna flestum stigum í hverri keppni fá áfyllingu af V-Power bensíni hjá Skeljungi, fyrir 5.000 kr., 3.000 kr. og 2.000 kr. Að auki safna þátttakendur stigum allt tímabilið og sá sem stendur uppi stigahæstur vinnur glæsilegan ferðavinning frá Úrvali-Útsýn. Formúla 1 - netleikur á mbl.is www.shell.is  JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður Íslands í knatt- spyrnu, tekur út leikbann í liði Aston Villa í dag þegar liðið sækir Southampton heim í ensku úrvals- deildinni. Jóhannes Karl fékk sem kunnugt er að líta rauða spjaldið í leik Villa og Birmingham á dögun- um og var í kjölfarið úrskurðaður í eins leiks bann.  JÓHANNES gat ekki leikið á móti Manchester United vegna meiðsla en hann hefur náð sér af þeim og ætti því að mæta ferskur til leiks með íslenska landsliðinu þegar það glímir við Skota á Hampden Park um næstu helgi.  EIÐUR Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Chelsea sem fær Manchester City í heim- sókn á Stamford Bridge. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, stillir líklega upp sama leikkerfi og í sigurleiknum á móti WBA um síð- ustu helgi eða 3:5:2. Eiður Smári og Jimmy Floyd Hasselbaink verða í fremstu víglínu og Gianfranco Zola fyrir aftan þá.  LÁRUS Orri Sigurðsson verður í byrjunarliði WBA sem mætir Birm- ingham á útivelli í dag en leikurinn hefst klukkan 12. WBA verður að vinna til að eiga einhverja möguleika á að halda sæti sínu og Birmingham er ekki laust við falldrauginn svo hart verður barist á St.Andrews.  ÍSLENDINGASLAGUR verður á Vicarage Road þegar Watford með Heiðar Helguson í broddi fylkingar tekur á móti Stoke. Heiðar verður í fremstu víglínu hjá Watford og lík- legt er að Brynjar Björn Gunnars- son verði eini Íslendingurinn í byrj- unarliði Stoke. Bjarni Guðjónsson vermir þá væntanlega varamanna- bekkinn, en Pétur Hafliði Marteins- son verður ekki í leikmannahópnum í London.  ÍVAR Ingimarsson verður að öllu óbreyttu í vörn Brighton sem mætir Ipswich á Portman Road í Ipswich í dag. Hermann Hreiðarsson er frá vegna meiðsla í liði Ipswich sem þarf á öllum stigunum að halda til að eiga möguleika á að komast í auka- keppnina um laust sæti í úrvals- deildinni og Brighton þarf sömuleið- is á stigum að halda en liðið er í fallsæti eða í þriðja neðsta sæti 1. deildarinnar, stigi á undan Stoke.  MANCHESTER United getur velt Arsenal úr efsta sæti í fyrsta sinn síðan í nóvember takist liðinu að leggja Fulham að velli á Old Traf- ford í dag. United er tveimur stigum á eftir Arsenal sem á leik gegn Everton á morgun. United hefur unnið átta af síðustu tíu deildarleikj- um og gert tvö jafntefli en Fulham hefur aðeins unnið einn útileik á tímabilinu.  ARSENAL vonast til að geta teflt fram Patrick Vieira og Sol Campell í leiknum við Everton en þeir urðu báðir fyrir minniháttar meiðslum í leiknum við Valencia á miðvikudag- inn. FÓLK TVEIR danskir knattspyrnu- menn, Tommy Nielsen og Allan Borgvardt, eru væntanlegir til landsins á mánudaginn og verða til reynslu hjá úrvalsdeildarliði FH-inga. Upphaflega áttu þeir að koma í síðustu viku en för þeirra var frestað og að sögn forráða- manna FH-liðsins koma þeir eftir helgi og verða við æfingar og spila æfingaleik með Hafnarfjarð- arliðinu í næstu viku. Báðir eru leikmennirnir á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu AGF og koma þeir til FH-inga í gegnum Ólaf Kristjánsson, fyrr- um leikmanns FH, sem er aðstoð- arþjálfari AGF. Tommy Nielsen er 31 árs gam- all varnarmaður sem leikið hefur með AGF frá árinu 2000 og Allan Borgvardt er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið með AGF síðan 1997. Tveir Danir til reynslu hjá FH ÞRÍR fyrrverandi framherjar þýska landsliðsins í knatt- spyrnu, Oliver Bierhoff, Jürg- en Klinsmann og Karl-Heinz Rummenigge, voru á fimmtu- daginn skipaðir sérstakir sendiherrar vegna heims- meistaramótsins í knatt- spyrnu í Þýskalandi 2006. Þeirra hlutverk verður að auglýsa og koma keppninni á framfæri um víða veröld. „Ég er mjög ánægður að hafa fengið svona öfluga menn til liðs við skipulagningu móts- ins,“ sagði Franz Becken- bauer, fyrrverandi fyrirliði þýska landsliðsins og þjálfari heimsmeistara Þýskalands 1990 á Ítalíu, en hann stýrir formennsku í skipulagningu og keppnishaldinu á HM 2006. Reuters Franz Beckenbauer með merki HM. Þrír framherjar sendiherrar vegna HM 2006 Stoke skoraði síðast á mótiBrighton þann 5. mars í 1:0 sigri og síðan þá hafa Stokarar leikið í fjóra og hálfa klukkustund án þess að ná að skora. Íslendingaliðið hefur á sama tíma haldið marki sínu hreinu í und- anförnum fjórum leikjum og tæp- lega 400 mínútur eru liðnar síðan andstæðingar Stoke skoruðu framhjá markverði Stoke, Mark Crossley. Pulis er áhyggjufullur vegna markaleysis sinna manna en Stoke hefur einungis skorað 2 mörk í síð- ustu 9 leikjum. „Það eru allir leikmenn sem bera áyrgð á þessu, ekki bara framherj- arnir. Við höfum skapað okkur fullt af færum en ekki tekist að nýta þau og á því verður að vera breyting ef ekki á illa að fara. Liðunum í kring- um okkur hefur vegnað ágætlega upp á síðkastið sem eru vonbrigði en við verðum fyrst og fremst að treysta á okkur. Ég var ánægður með frammistöðu liðsins á móti Úlfunum og vonandi verður hún eins á móti Watford,“ segir Pulis. Í leiknum gegn Úlfunum var Stoke með fimm mánna varnarlínu fyrir framan Crossley, markvörð og fjóra leikmenn á miðjunni – þar á meðal Brynjar Björn. Andy Cook var einn í fremstu víglínu. Í næstneðsta sæti Sheffield Wednesday er neðst í 1. deildinni með 31 stig, Stoke er í næst neðsta sæti með 34 stig, Brighton 36 og Grimsby 36. Lík- lega falla þrjú af þessum liðum því Derby, sem er í fimmta neðsta sæti, hefur 43 stig. „Reimið á ykkur skotskóna“ Tony Pulis, knattspyrnu- stjóri Stoke, vill að menn sínir fari upp úr skotgröfun- um og fari að sækja að marki, en ekki verjast. TONY Pulis, knattspyrnustjóri Stoke City, hefur brýnt fyrir sínum mönnum að þeir reimi á sig skotskóna fyrir leikinn á móti Heiðari Helgusyni og félögum hans í Watford á Vicarage Road í Watford á morgun. Leikmönnum Stoke hefur ekki tekist að skora í síðustu þremur leikjum sínum, gegn Ipswich, Sheffield United og Wolves, en þeir léku grimman varnarleik gegn Úlfunum – 5-4-1. Hreinlega röðuðu varnarmönnum fyrir framan mark sitt. Dagsskipun Tony Pulis, knattspyrnustjóra Stoke City
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.