Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 2.45.
Sýnd kl. 6, 8, 10 og kraftsýnig kl. 12.
Sýnd kl. 4
Sýnd kl. 10. B.i. 16.Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 16.
Sýnd kl. 3 og 4.30.
Tilnefningar til Óskarsverðlauna,
þ.á.m. besta mynd og besti leik-
stjóri
10
HJ MBL
Frábær spennu-
tryllir sem hræðir
úr þér líftóruna.
Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu
ekki dauðann!
Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
SV. MBL
HK DV
ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com
13
Tilnefningar
til Óskars-
verðlauna
þ. á. m.
besta mynd
Sýnd kl. 5.45 og 8. B.i 12. Sýnd kl. 10.20. B.i. 16.
Sýnd kl. 1.40, 3.45 og 5.50.
Sýnd kl. 2.Sýnd kl. 3, 8 og 10.20. B.i. 16
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5,50, 8 og 10.10. b.i. 12.
kl. 8 og 10.20
Einnig sýnd í LÚXUSSAL kl. 4. B. i. 12.
Skemmtilegasta rómantíska
gamanmyndin síðan
Pretty Woman!
Rómantík,
grín og góð
tónlist í
frábærri
mynd!
HJ MBL
Radíó X
Kvikmyndir.com
X-IÐ
Frá Óskarverðlaunahöfunum James Cameron sem leikstýrði
Titanic og Steven Soderberg sem leikstýrði Traffic kemur
einstætt meistaraverk. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd!
GEORGE CLOONEY
Frá Óskarverðlaunahöfunum James Cameron sem leikstýrði Titanic og Steven Soderberg
sem leikstýrði Traffic kemur einstætt meistaraverk.
Nú í Smárabíói. Missið ekki af þessari mögnuðu mynd!
THE YARDBIRDS er ein áhrifa-
mesta hljómsveit sem sjöundi ára-
tugurinn gaf popp/rokksögunni,
þótt langt í frá sé hún sú þekkt-
asta. Með henni störfuðu þrír
heimsfrægir gítarleikarar, þeir Er-
ic Clapton, Jeff Beck og Jimmy
Pag, og hún var með þeim allra
fyrstu sem hófst handa við að opna
upp popp-formið og sníða því til-
raunavænni stakk en áður hafði
þekkst.
Pressan var óþægileg
Jim McCarty hefur verið í Yard-
birds frá upphafi tíma og stýrir nú
sveitinni ásamt gítarleikaranum
Chris Dreja. McCarty er fjölhæfur
tónlistarmaður auk trommusláttar-
ins og þannig semur hann fimm af
þeim sjö nýju lögum sem prýða
væntanlega plötu, Birdland.
„Við vorum í Bandaríkjunum í
síðustu viku, nokkuð stíft ferðalag.
En þetta gekk vel,“ útskýrir
McCarty rólegri röddu. Myndin
sem maður fær í gegnum símann
er af hæglátum, hógværum manni;
enda kemur í ljós þegar á líður að
hann er laus við allt stærilæti og
sér fortíðina ekkert endilega í
gullnum ljóma, er til muna áhuga-
samari um það sem Yardbirds eru
að gera núna.
„Þetta féll saman á sínum tíma
af hinum og þessum ástæðum,“ út-
skýrir McCarty þegar hann er
beðinn um að líta til baka yfir fer-
ilinn og endalok Yard-
birds, en sveitin hætti
endanlega störfum ár-
ið 1968.
„Það var t.d. óþægi-
leg pressa á okkur
hvað nýjar smáskífur
varðaði. Á þessum
tíma snerist allt um
smáskífur og undir
restina þá vorum við
bara búnir á því og
gátum ekki snarað
þessu út líkt og við
gerðum. Við leituðum
því á náðir Mickie
Most (upptökustjóri
Animals, Donovan,
Herman’s Hermit
o.fl.) og hann gerði
með okkur Little Games plötuna.
En það gekk ekki upp og eftir á að
hyggja voru það mis-
tök.“
Á áttunda áratugn-
um stofnaði McCarty
svo framsæknu rokk-
sveitina Renaissance
ásamt Keith Relf,
fyrrum félaga í Yard-
birds. Þar náðu þeir
að endurskapa sig
tónlistarlega og Rena-
issance er í dag álitin
hin sæmilegasta stærð
í rokksögunni.
McCarty hefur á
þennan hátt alltaf ver-
ið með puttana í tón-
list, kom t.d. sveitinni
Box of Frogs á kopp-
inn upp úr 1980, en
hún innihélt m.a. nokkra fyrrum
Garðfugla. Einnig kom hann eigin
blússveit á stofn og hefur gefið út
nokkrar einherjaskífur.
Nýja platan viss eldraun
Í dag skipa Yardbirds, ásamt
þeim McCarty og Dreja, þeir John
Idan bassaleikari og söngvari, Al-
an Glen munnhörpuleikari og Gyp-
ie Mayo gítarleikari (sjá hliðar-
grein). Það var upp úr ’97 sem
sveitin var endurreist en ekki fyrr
en nú sem hljómskífa kemur út.
Auk nýju laganna eru þar útgáfur
af eldri lögum eins og „For Your
Love“, „Shapes Of Things“ og
„Happenings Ten Years Time
Ago“. Á plötunni kemur við sögu
sannkallað stjörnustóð gítarleik-
ara; Jeff „Skunk“ Baxter, Steve
Lukather, Brian May, Joe Satr-
iani, Slash og Steve Vai – allir eru
þeir þarna og gítarhetjur því aldr-
ei langt undan þegar Yardbirds
fara á kreik.
„Í stað þess að gera bara plötu
með gömlu lögunum ákváðum við
að semja nýtt efni líka og vera „nú-
tímalegir“,“ segir McCarty og kím-
ir. Hann segir enn fremur að löng
fæðing plötunnar sé m.a. tilkomin
vegna þess að útgáfufyrirtæki
höfðu takmarkaðan áhuga á nýju
Yardbirds-efni.
„Það var ágætis eldraun að fara
út í það að semja ný lög sem
myndu standa með þessum sí-
gildu,“ heldur hann áfram. „En
það fer ágætlega um þau þarna,
þau eru í þessum Yardbirds-stíl.
Sá sem stýrði upptökum gerði líka
vel (Ken Allardyce en hann hefur
unnið með Weezer, Green Day og
The Yardbirds leika á Broadway í næstu viku
„Það lögðu allir
til sinn skerf…“
Hinir fornfrægu – og nú endurreistu –
Yardbirds eru væntanlegir til landsins
eftir helgi. Arnar Eggert Thoroddsen
ræddi við trymbilinn Jim McCarty um allar
uppákomurnar sem átt hafa sér stað,
35 árum eftir sokkabandsárin.
The Yardbirds þykja orkumikið tónleikaband í dag – líkt og í gamla daga.
Jim McCarty: „Mel-
ódíurnar koma bara í
hausinn á mér…“