Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 37
✝ Garðar Jakobs-son fæddist í
Hólum í Reykjadal
8. apríl 1913. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga
12. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jakob Sigur-
jónsson b. í Hólum,
f. 18.7. 1858, d.
20.12. 1943, og
s.k.h. Hólmfríður
Helgadóttir, f. 25.6.
1870, d. 11.12. 1943.
Foreldrar Jakobs
voru Sigurjón Jóns-
son b. á Einarsstöðum í Reykja-
dal og k.h. Margrét Ingjaldsdótt-
ir frá Mýri í Bárðardal.
Foreldrar Hólmfríðar voru Helgi
Jónsson b. á Hallbjarnarstöðum í
Reykjadal og k.h. Sigurveig Sig-
urðardóttir frá Stafni í sömu
sveit. Alsystkini Garðars, þau er
á legg komust, voru Þórir, lengst
f. 1939, g. Erni Sigurðssyni,
Lækjamóti í Köldukinn; 2) Hólm-
fríður, f. 1941, g. Sigurgeiri
Hólmgeirssyni, Völlum í Reykja-
dal; 3) Geir, f. 1942, kv. Sólveigu
Birnu Marteinsdóttur frá Húsa-
vík, þau búa í Langholti í Reykja-
dal; 4) Unnur, f. 1954, í sambúð
með Ámunda Loftssyni, búa nú í
Kópavogi.
Garðar vann við búskap alla
ævi meðan aldur og heilsa leyfði,
fyrst hjá foreldrum sínum með
systkinum, en síðan stofnaði
hann nýbýlið Lautir í landi Hóla
og bjó þar, síðast með Unni dótt-
ur sinni og fjölskyldu hennar.
Fluttist að Hvammi, dvalarheim-
ili aldraðra á Húsavík, fyrir um
þremur árum.
Garðar var sjálfmenntaður í
fiðluleik og kynnti sér á efri ár-
um útbreiðslu og notkun fiðlunn-
ar í Suður-Þingeyjarsýslu og
samdi – ásamt Páli H. Jónssyni –
bókina „Fiðlur og tónmannlíf í
Suður-Þingeyjarsýslu“ sem kom
út 1990. Auk þessa hefur Garðar
ritað nokkuð í Árbók Þingeyinga.
Útför Garðars fer fram frá
Einarsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
af í Vesturheimi, f.
1898, d. 1966; Helga,
hjúkrunarkona og
húsfreyja á Lauga-
völlum, f. 1900, d.
1967; Þuríður, f.
1903, d. 1924, og
Haraldur b. í Hólum,
f. 1906, d. 1996. Hálf-
systkini Garðars,
börn Jakobs og f.k.h.
Kristínar Þuríðar,
sem var alsystir
Hólmfríðar s.k.h.,
voru Árni b. í Skóg-
arseli, f. 1885, d.
1964; Unnur kennari,
f. 1888, d. 1968, og Kristín vefn-
aðarkennari, f. 1891, d. 1978,
áttu báðar heima í Hólum.
Garðar kvæntist 3.5. 1940 Þor-
gerði, f. 1.8. 1915, d. 12.10. 1979,
Glúmsdóttur Hólmgeirssonar b. í
Vallakoti í Reykjadal og k.h. Sig-
rúnar Friðriksdóttur. Börn Garð-
ars og Þorgerðar eru: 1) Sigrún,
Garðar ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Hólum, yngstur í stórum systk-
inahópi. Einhvern veginn finnst mér
að Garðar hafi átt góða bernsku.
Foreldrar hans og systkini voru góð-
ar og vandaðar manneskjur. Ekki
var þar veraldarauður í garði, þótt
þau kæmust þokkalega af, en gnægð
af hjartahlýju og heimilisyl. Þess
fékk ég sjálfur að njóta ríkulega síð-
ar, þegar ég fór fyrst að heiman til
dvalar í Hólum til að ganga þaðan í
farskóla í nokkrar vikur.
Samt varð ekki hjá áföllum kom-
ist. Þegar Garðar var 11 ára gekk
lömunarveikifaraldur, sem gekk
nærri Hólaheimilinu. Yngstu systk-
inin veiktust mikið; Þuríður, þá tví-
tug að aldri, lést af afleiðingum veik-
innar, og Haraldur náði sér aldrei að
fullu. Garðar náði sér að mestu, svo
að er hann þroskaðist varð hann svo
vel á sig kominn að hann gat tekið
þátt í íþróttum og var á héraðsvísu
framarlega í sundi, glímu, frjálsum
íþróttum og knattspyrnu. En betra
er heilt en vel gróið.
Garðar gekk í Laugaskóla í tvo
vetur og var þar síðar einn vetur í
smíðadeild. Til mun hafa staðið að
hann færi í Kennaraskólann, en
kreppan og önnur fjárhagsáföll
munu hafa valdið því, að af því varð
ekki. Það varð því hlutskipti hans að
vera bóndi, hlutskipti, sem hann –
a.m.k. að leiðarlokum – undi hið
besta og var sáttur við, þótt oft væri
þá basl í búskap eigi síður en nú.
Hólar voru ekki stór jörð, en breytt
tækni við framræslu og jarðvinnslu
um miðja öldina gerðu kleift að
margfalda töðuvelli. – Fyrst bjó
hann með foreldrum og Haraldi
bróður sínum í Hólum og eftir að
Garðar stofnaði nýbýlið Lautir í
Hólatúni höfðu þeir bræður lengi
nána samvinnu um búskap, enda
jafnan með þeim gott samkomulag.
Síðan kom til frekari skipting jarð-
arinnar, þá ný atvinnustarfsemi og
þéttbýli, svo nú býr um 1⁄4 hluti íbúa
Reykdælahrepps 20. aldarinnar í
landi gömlu Hólajarðarinnar.
Þegar Þórir, bróðir Garðars, kom
í heimsókn frá Kaliforníu vorið 1925
færði hann Hólaheimilinu grammó-
fón og – það sem ekki var minnst um
vert – gott plötusafn af öndvegistón-
list í flutningi hinna bestu lista-
manna. Auk söngvara eins og Car-
uso og Ponselle munu þeir
starfsbræður Heifetz og Kreisler
einnig hafa verið þar á meðal. –
Þetta var fyrir daga útvarps og
sjaldgæft til sveita á þeim tíma. Því
þurfti Garðar stundum að gegna
hlutverki nútíma „plötusnúðs“, þeg-
ar í hlut hans féll að spila plötur fyrir
gesti, sem m.a. komu til að heyra
þetta undur tækninnar, meðan móð-
ir hans útbjó gestunum góðgjörðir. –
Gera má ráð fyrir að þetta hafi örvað
meðfædda tónlistarhneigð hans. Og
14 ára gamall eignast hann fiðlu og
tekst fljótlega að ná lagi á hana. Árið
1932 fékk hann tækifæri til að sækja
tíma í fiðluleik um mánaðartíma hjá
Þórarni Guðmundssyni, mun það
vera eina reglulega tónlistarmennt-
unin, sem Garðar naut um ævina, en
dugði honum vel, því fiðluspil iðkaði
hann í stopulum tómstundum meðan
heilsa leyfði. Á efri árum kynnti
hann sér útbreiðslu og notkun fiðl-
unnar í Suður-Þingeyjarsýslu og rit-
aði um athuganir sínar í bókina
„Fiðlur og tónmannlíf í Suður-Þing-
eyjarsýslu“ eins og að ofan er getið.
Þar lýsir hann einnig í svipmynd
þeim andblæ menningar, sem ríkti á
heimilinu í uppvexti hans: í lemjandi
hausthrakviðri og baðstofuleka
ræddu gestir og heimamenn um
heimsbókmenntir, en ekki amstur
dagsins.
Auk fiðluleiksins hafði Garðar hið
mesta yndi af hvers konar annarri
tónlist. Hann setti sig ógjarnan úr
færi til að sækja tónleika, bæði þeg-
ar hann var staddur í Reykjavík suð-
ur og í heimabyggð. Einkum var það
á efri árum, þegar hann hafði rýmri
tíma og samgöngur urðu betri. Þótt
heyrn hans hrakaði með árunum var
eins og þörf og næmi fyrir góðri tón-
list efldist að sama skapi. Í kórsöng
tók hann þátt um nær 60 ára skeið,
bæði í Karlakór Reykdæla, Kirkju-
kór Einarsstaðasóknar og fleiri kór-
um, enda var hann félagslyndur og
hafði ánægju af hvers konar fé-
lagsstarfi. – Garðar hafði hljóm-
mikla bassarödd, sem bar barí-
tónblæ. Talrödd hans var einnig
djúp og hljómmikil, gleymdist eng-
um sem henni kynntist.
Garðar var lengst af hamingju-
maður í fjölskyldulífi. Þorgerður
kona hans var vel gefin mannkosta-
manneskja og voru þau hjón mjög
samhent. Það var Garðari mikill
missir, þegar hún féll frá langt um
aldur fram. Barnalán höfðu þau hjón
í ríkum mæli og naut Garðar þess
mjög á efri árum að börn hans og
barnabörn voru honum eigi fjarri.
Gott er að minnast þessa góða
frænda míns, þegar hann er nú
kvaddur hinstu kveðju eftir langa
ævi. Hann var búinn svo mörgum
þeim kostum, sem nú á tímum eru í
minni metum en áður var og vera
skyldi. Þel hans var hlýtt og honum
eðlislægt, ræktað í hugsun um tón-
list. Það gerði þá ríkari, sem með
honum voru á vegferðinni, og verður
drýgst í minningunni.
Börnum Garðars og öllu skylduliði
þeirra eru færðar hugheilar samúð-
arkveðjur.
Ragnar Árnason.
Elsku afi minn. Þá er hún amma
búin að koma og sækja þig, þú varst
nú búinn að bíða eftir því um tíma.
Stundum varstu að segja mér frá því
að þig hefði dreymt hana og þá
hélstu að hún væri nú að koma til að
ná í þig, en ég held að hún hafi beðið
með það þar til nú vegna þess að hún
sjálf var kölluð svo snemma burt að
henni hefur fundist að við þyrftum
að fá að hafa þig sem lengst.
Margt hefur farið í gegnum hug-
ann síðustu daga og margt verið rifj-
að upp en mínar sterkustu minning-
ar um þig eru um það þegar þú
spilaðir á fiðluna fyrir okkur krakk-
ana og þá var uppáhaldslagið „brjál-
aða lagið“ eins og við kölluðum það
en heitir víst Þó ég dansi.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku afi minn, ég kveð þig núna
og bið þig um að skila kveðju til
ömmu.
Þín dótturdóttir
Sigurveig Arnardóttir.
Gamall vinur er genginn. Enn
einn strengurinn úr bernskuveröld
minni hefur brostið. Og enn langar
mig að þakka fyrir mig.
Garðar Jakobsson, sem lést mið-
vikudaginn 12. mars, var einn þess-
ara sjálfsögðu þátta í mannlífi reyk-
dæla norður þegar ég var barn. Snar
þáttur í því sem hann og faðir minn
kölluðu tónmannlíf. Klettur í hafinu,
röddin djúp og þung.
Ég átti börn hans að leiksystk-
inum en hann þekkti ég í raun ekki
sem barn nema sem söngmann. Í
karlakórnum sem æfði í stofunni
heima voru þeir hann og Tryggvi á
Laugabóli stórfenglegustu andlitin.
Mennirnir sem sögðu mér með svip
sínum að tónlistin gæti gert alla
frjálsa. Þegar þeir sungu „Stína, litla
Stína“ varð heimurinn allt í einu
öðruvísi en áður.
Seinna urðum við Garðar vinir.
Ég fékk að fást við handrit hans og
föður míns að því sem varð bókin
Fiðlur og tónmannlíf í Suður-Þing-
eyjarsýslu, og þá varð mér ljóst hve
makalaus maður hann var. Og í mín-
um huga verður hann ævinlega
fulltrúi þess besta í íslenskri bænda-
menningu. Róttækur, friðelskandi
maður sem aldrei vék sér undan
vanda heldur tókst á við hann. Safn-
aði alla ævi fróðleik og kunni að
segja frá. Sumar átakanlegustu sög-
ur sem ég kann af íslensku fólki
sagði hann mér.
Stundum hringdi hann til mín
þegar landið skildi á milli og ég sat
fyrir sunnan en hann fyrir norðan.
Ef erindið snart ekki tónlist snerist
það um áhyggjur hans af pólitík og
þó einkum heimspólitík. Og það var
aldrei ógrundað sem hann sagði.
Hann hafði brotið til mergjar og
dregið sínar eigin ályktanir. Af því
hefðu margir mátt læra.
Eitt sinn þegar Tryggvi á Lauga-
bóli átti við mikinn harm að stríða
tók Garðar fiðluna sína og labbaði
fram dalinn. Þeir settust inn í stofu,
hvor með sína fiðlu, og spiluðu lengi
dags. Þeir töluðu ekkert. Þetta var
þeirra aðferð að fallast í faðma þeg-
ar á þurfti að halda. Þetta sagði
Garðar mér og ég mun aldrei
gleyma þessari mynd. Hún fylgir
mér til dauðadags.
Ég frétti lát Garðars þar sem ég
vinn í Uppsölum. Wennerberg og
Gluntarnir voru hluti af heimsmynd-
inni þegar ég var barn. Garðar varð
víðförull í tónlistarheiminum og
ferðaðist oft til útlanda á síðari ár-
um. Ég veit ekki hvort hann kom til
Uppsala en alla morgna þegar ég fer
framhjá minnismerkinu um Gunnar
Wennerberg á leið til vinnu minnar
mun ég hugsa til hans og segja:
Þakka þér fyrir, gamli vinur. Þú
kenndir mér margt.
Heimir Pálsson.
Nú er hann afi minn í Lautum lát-
inn, sáttur að mestu leyti við sitt
nema þá helst að hafa ekki náð að
halda upp á níræðisafmæli sitt eftir
tæpan mánuð sem hann var orðinn
spenntur yfir. Þar með er bundinn
endir á vináttusamband sem staðið
hefur í rúma þrjá áratugi. En minn-
ingar standa eftir sem ylja manni.
Fiðlan tekin af vegg og brjálaða lag-
ið leikið. Sveitungar teknir í klipp-
ingu. Margar góðar stundir í útihús-
unum, fengitími og sauðburður
spennandi en puðið mikið við vatns-
burð þar til nýju fjárhúsin komu.
Hamarsferðirnar í oft þéttsetnum
Rússanum með kindur í kerru í eft-
irdragi, fjör og fjallanafnakennsla.
Úthaldið mikið á dráttarvélunum í
heyskapnum í samvinnu með Hóla-
fólki. Bensínsalan, skógræktin og
kartöflugarðurinn. Oft gripið í hljóð-
færi þegar tími gafst til í frístund-
um, sungið í fjósinu. Skyrhræran og
súra slátrið eftir langan vinnudag.
Þegar um hægðist í búskapnum var
haldið út í heim með hatt og staf í
ferðalög til Evrópu og Ameríku nán-
ast árlega og því ekki hætt fyrr en
líkamsburðir voru ekki nægir leng-
ur, þótt hugurinn hefði gjarnan vilj-
að halda áfram. Fjölmargar ferðir til
Reykjavíkur í lækninga- og menn-
ingarskyni með Ragnar innan hand-
ar. Fiðlurannsóknir og bókaútgáfa.
Leitað leiða til að fá sjón, heyrn og
fætur bætt, en illa gekk að fá líkams-
hreysti til jafns við andlega orku.
Mikið lesið undir stækkunarglerinu
eftir augasteinaskipti. Vel fylgst
með þjóðmálum, íþróttum og fleiru.
Lödurnar, bestu fararskjótarnir frá
því Gráni var og hét, í stöðugum
ferðum um sveitir að bera þig til fjöl-
skyldu, frændfólks og kunningja,
maður er manns gaman. Andlit sem
lifnaði allt við skemmtisögur sínar
og annarra, fölskvalaus hlátur.
Ræktarsemi, heimsóknir og hring-
ingar, ófáar fjörugar stundirnar við
kaffiborðið heima.
Afi gamli kvartaði ekki undan
sínu hlutskipti í lífinu, heldur naut
þess sem það hafði upp á að bjóða,
og reyndi að létta sér búskapinn
með jarðabótum og tækniframför-
um. Hann hafði ákveðnar lífsskoð-
anir, var geðgóður og ákaflega nota-
legt að vera með honum, og alltaf
stutt í gamansemina. Það var okkur
Langholtssystkinum mikils virði að
alast upp með honum.
Þar með kveð ég þig, kæri afi og
góði félagi, röddin er þögnuð en
minningin lifir.
Hermann Þór Geirsson.
GARÐAR
JAKOBSSON
✝ Henný DröfnÓlafsdóttir
fæddist í Vest-
mannaeyjum 9. okt.
1948. Hún lést á
heimili sínu mánu-
daginn 17. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
þau Aðalheiður
Jónsdóttir, f. í Vest-
mannaeyjum 24.
maí 1927, lést af
slysförum í Vestm.
21. des. 1951, og
Ólafur K Stefáns-
son, f. á Siglufirði
8. ágúst 1919, d. í Vestmanna-
eyjum 29. feb. 2000. Systkini
Hennýjar samfeðra eru Aðal-
heiður, f. 1962, Sóley, f. 1964, og
Þorsteinn Ólafsson, f. 1966. Eftir
þar sem þau hafa búið síðan.
Þau eiga sjö börn, þau eru: 1)
María hárgreiðslumeistari, f. 3.
júní 1968, giftist Davíð Þór Ein-
arssyni, slitu þau samvistum,
dætur þeirra eru Henný Dröfn,
f. 1992, Eva Dögg, f. 1994, og
Sara Dís, f. 1995. 2) Aðalheiður
matselja, f. 23. ágúst 1969, gift
Friðjóni Jónssyni sjómanni, börn
þeirra; Sveinn, f. 1991 og Jón, f.
1994. 3) Sveinn, f. 30. sept. 1973,
d. 3. ágúst 1991. 4) Erla Björg
verslunarstjóri, f. 21. okt. 1977, í
sambúð með Gísla Elíassyni sölu-
fulltrúa. 5) Sigurður Freyr sjó-
maður, f. 29. des. 1984, unnusta
Þórey F. Guðmundsdóttir nemi.
6) Drengur, andvana fæddur 18.
maí 1987. 7) Guðni Þór nemi, f.
7. sept. 1988.
Henný lauk skyldunámi og
starfaði við almenn störf fyrstu
búskaparárin en að mestu var
hún húsmóðir.
Útför Hennýjar verður gerð
frá Landakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
andlát móður sinnar
ólst Henný Dröfn
upp frá um sex ára
aldri hjá móður-
ömmu sinni, Sigríði
Þorsteinsdóttur, f. 8.
júní 1897, d. 20. jan.
1974.
Hinn 27. júlí 1968
giftist Henný Dröfn
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Stefáni
Pétri Sveinssyni, f. í
Vestmannaeyjum 9.
sept. 1948. Foreldrar
hans eru þau María
Pétursdóttir, f. í
Neskaupstað 8. nóv. 1923, og
Sveinn Matthíasson, f. í Vest-
mannaeyjum 18. ágúst 1918, d.
15. nóv. 1998. Henný og Pétur
hófu búskap í Vestmannaeyjum
Í dag verður jarðsungin svilkona
mín, Henný Dröfn Ólafsdóttir.
Ekki hefði okkur órað fyrir því,
Henný mín, að það væri komið að
leiðarlokum þremur dögum eftir
samræður okkar í eldhúsinu
heima, þar sem við spjölluðum
saman um lífið og tilveruna, og þú
lést þau orð falla að nú ætlaðir þú
að horfa fram á við, því engu yrði
breytt sem að baki væri, þú ætl-
aðir að gera svo margt, sem þú
hafðir ekki gert síðustu árin vegna
veikinda þinna, en þá varstu
skyndilega kölluð á brott. Ég trúi
því að það hafi verið til annarra
starfa, og ég veit að almættið og
strákarnir þínir hafa tekið vel á
móti þér, ég kveð þig,elsku Henný
mín, og megir þú hvíla í friði og
sátt.
Elsku Guðni, Siggi, Erla, Alla,
Maja og Pétur og fjölskyldur, ég
sendi innilegar samúðarkveðjur og
bið Guð að gefa ykkur styrk og
kjark til að takast á við lífið.
Hólmfríður Björnsdóttir.
HENNÝ DRÖFN
ÓLAFSDÓTTIR
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.