Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BIRGIR Ísleifur Gunnarsson, for- maður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, varði peningastefnu bank- ans á ársfundi hans, sem haldinn var í gær. Hann sagði að sér fyndist að margir töluðu af helst til mikilli léttúð um verðbólgu og teldu að of mikil áhersla væri lögð á að stemma stigu við henni. „Ég vara við þeim sjónarmiðum og tel að hið sama eigi við hér og í öllum þeim iðnríkjum sem við vilj- um bera okkur saman við, að lítil verðbólga sé einn af hornsteinum hagvaxtar og velmegunar í þjóð- félaginu. Því eigi Seðlabankinn áfram að hafa það sem aðalmark- mið að halda verðlagi stöðugu eins og gildandi lög segja fyrir um,“ sagði Birgir Ísleifur í ræðu sinni. Hann bætti við að framvinda ann- arra þátta, svo sem opinberra fjár- mála og launaákvarðana, réði síðan miklu um hvert aðhald peninga- stefnunnar þyrfti að vera hverju sinni. Seðlabanki ræður ekki gengi Birgir Ísleifur sagði að það væri misskilningur, að Seðlabanki gæti stýrt gengi íslensku krónunnar. „Það fólst í hinni nýju umgjörð pen- ingastefnunnar að horfið var frá svonefndri fastgengisstefnu og gengið var látið fljóta og ráðast á markaði. Engum blandast hugur um að gengi íslensku krónunnar skiptir miklu máli fyrir efnahags- lífið. Gengið hefur mikil áhrif á verðlag og afkomu útflutnings- og samkeppnisgreina. Mikil umræða hefur orðið að undanförnu um gengi krónunnar og hefur spjótum mjög verið beint að Seðlabanka Ís- lands. Í umræðunni gætir þess mis- skilnings að Seðlabankinn geti stýrt genginu. Menn verða að átta sig á því að Seðlabankinn hefur takmörkuð áhrif á raungengið til lengdar,“ sagði Birgir Ísleifur í ræðu sinni. Birgir Ísleifur sagði að vissulega gætu vextir haft áhrif á gengi til skamms tíma. Stefndi gengið hins vegar með miklum þunga í tiltekna átt, gæti enginn seðlabanki til lengdar veitt viðnám gegn því. „Sú er reynslan hvarvetna þar sem fjármagnsflutningar eru frjálsir milli landa. Sú var líka reynsla Seðlabanka Íslands þegar hann reyndi að hamla gegn lækkun krón- unnar frá miðju ári 2000 til hausts 2001,“ sagði hann. Óraunsæ krafa um gengismarkmið „Krafa um að Seðlabankinn setji sér nú gengismarkmið er óraunsæ. Eina ráðið til að festa gengið og halda jafnframt í eigin mynt er að fara í gamla farið og taka upp gjaldeyrishöft, en hver vill hverfa aftur til þeirra hátta?“ spurði hann. Birgir sagði að eina ráðið til að koma í veg fyrir miklar gengis- sveiflur væri að halda þannig á hag- stjórn að sem best jafnvægi ríkti í þjóðarbúskapnum. Þar kæmu fleiri við sögu en Seðlabankinn einn. Í ræðu sinni vék Birgir Ísleifur að bindiskyldu. „Bindiskylda lána- stofnana í Seðlabanka Íslands hef- ur verið eitt af stýritækjum bank- ans, en dregið hefur úr vægi þess með árunum. Bankinn hefur á und- anförnum árum stefnt að því að búa Formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands á ársfundi bankans Margir tala af of mikilli léttúð um verðbólgu Morgunblaðið/Árni Sæberg Birgir Ísleifur Gunnarsson, formað- ur bankastjórnar Seðlabanka, sagði það misskilning, að bankinn gæti ráðið gengi krónunnar þegar fjár- magnsflutningar væru frjálsir. ÓLAFUR G. Einarsson, formaður bankaráðs Seðlabankans, gerði stuttlega grein fyrir afkomu bank- ans á ársfundinum. Hann sagði að forsætisráðherra hefði staðfest árs- reikning Seðlabanka Íslands fyrir árið 2002. „Á því ári nam hagnaður af rekstri bankans 2,1 milljarði króna. Framlag til ríkissjóðs nam lið- lega 700 milljónum króna og að því frátöldu nam hagnaður bankans 1,4 milljörðum króna,“ sagði Ólafur. Breyting var gerð á reglum um reikningsskil og ársreikning Seðla- bankans á síðasta ári og hætt út- reikningi verðbreytingarfærslu. „Eigið fé Seðlabankans efldist enn á liðnu ári er ríkissjóður lagði honum til stofnfé að fjárhæð 4,5 milljarðar króna. Í lok ársins 2001 nam eigið fé bankans liðlega 40 milljörðum króna, samanborið við 34 milljarða króna í lok ársins áður.“ Rekstrarkostnaður bankans á árinu nam tæplega 1,1 milljarði króna, að meðtöldum 103 milljóna króna kostnaði við prentun seðla og myntsláttu og tæplega 40 m.kr. fasteignagjöldum. „Í árslok 2002 voru stöðugildi í bankanum 100,4 og hafði fjölgað um 2,5 á árinu,“ sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði að breyting á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur ár- um, sem fól í sér að hann tók upp verðbólgumarkmið og var veitt sjálfstæði til að ná því, hefði heppn- ast vel. „Ég tel að reynslan hafi sýnt svo ekki verður um villst að þessar breytingar hafa reynst heilladrjúg- ar.“ Ólafur þakkaði Finni Ingólfssyni fyrir störf í þágu bankans, en hann lét af störfum sem bankastjóri í lok september, eftir tæplega þriggja ára starf. Hagnaður Seðla- banka 1,4 milljarðar Ólafur G. Einarsson „STAÐA SÍF á Íslandi er nokkuð sterk, ef horft er til hlutdeildar fé- lagsins í útflutningsverðmætum sjávarafurða frá Íslandi. SÍF hf. er leiðandi í útflutningi á saltfiskafurð- um frá Íslandi, en um 15–20 fyrir- tæki stunda útflutning á saltfiski og eru mörg þeirra mjög lítil. Hlutdeild SÍF hf. í verðmætum útfluttra salt- fiskafurða var rúm 53% árið 2002 en var 43% fyrir allt árið 2001,“ sagði Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF á aðalfundi félagsins í gær. „Þá er hlutdeild SÍF hf. í verðmætum frystra sjávarafurða frá Íslandi tæp 21% fyrir árið 2002 en hlutdeildin var um 20% árið 2001. Hlutdeild SÍF hf. og dótturfyrirtækis þess Tros ehf. í útflutningi ferskra flaka frá Ís- landi var um 21% árið 2002 sem er sambærilegt við árið á undan. Þá var hlutdeild SÍF hf. í útflutningi á mjöli og lýsi frá Íslandi um 14% árið 2002 en var 11,5% allt árið 2001. Aðrar af- urðir frá Íslandi voru 20% og hafði þá hlutdeildin aukist frá árinu áður úr 17%. Hlutdeild SÍF í útflutnings- verðmætum allra sjávarafurða frá Íslandi árið 2002 var 24,2% og hefur vaxið úr 22,9% árið 2001. Sé hinsvegar eingöngu tekið tillit til þeirra afurðaflokka sem SÍF starfar með, þ.e. ef heill ferskur fisk- ur, landanir á uppsjávarfiski erlend- is og lýsi til manneldis er ekki tekið með, þá hefur hlutdeild SÍF hf. á Ís- landi vaxið úr 23% árið 2001 og í um 25% árið 2002. Heildarútflutningur landsmanna á árinu 2002 var um 203,3 milljarðar, þar af voru sjávar- afurðir um 127,7 milljarðar. Útflutn- ingur sjávarafurða er því um 63% af heildarútflutningi landsmanna á meðan landbúnaður og iðnaðarvör- ur, þar með talinn útflutningur á áli, eru um 37%. Hlutdeild SÍF í heildar- útflutningi landsmanna var á árinu 2002 tæp 16%. Ég geri ekki ráð fyrir að í nokkru öðru vestrænu ríki sé hlutdeild eins fyrirtækis í útflutn- ingsverðmætum þjóðar eins hátt og hér um ræðir,“ sagði Gunnar Örn Kristjánsson. Tveir nýir í stjórn Tveir nýir menn voru kjörnir í stjórn SÍF á fundinum, þeir Jón E. Friðriksson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings og Frið- rik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss. Endurkjörnir í stjórn voru Aðalsteinn Ingólfsson, Guð- mundur Ásgeirsson, Friðrik Páls- son, formaður, Gunnar Tómasson, ritari, Magnús Gauti Gautason, Ólaf- ur Ólafsson, varaformaður, og Pétur H. Pálsson. Friðrik Pálsson var end- urkjörinn formaður. Úr stjórn gengu Einar Friðrik Sigurðsson og Jakob Bjarnason, en þeir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Samþykkt var að greiða hluthöf- um 7% arð. SÍF með 16% heild- arútflutningsins Morgunblaðið/Golli Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, og Friðrik Pálsson stjórn- arformaður kynntu starfsemi og afkomu SÍF á aðalfundinum. Félagið með fjórðung útflutn- ings allra sjáv- arafurða „ÞAÐ var og er vel rökstudd skoð- un SÍF að verðgildi SÍF og SH sé mjög nærri því að vera það sama. SÍF taldi því að unnt væri að ljúka sameiningarviðræðum fljótt með samkomulagi um að félögin sam- einuðust á jafnvirðisgrundvelli, ef sameining þætti hagkvæm yf- irleitt,“ sagði Friðrik Pálsson, stjórnarformaður SÍF, á aðalfundi félagsins. Hann ræddi þar ýmsa þætti í starfsemi félagsins og stefnumótun en sagði svo um sameininguna við SH, sem ekki varð af: „Síðan mætti gera með sér samkomulag um það, að við nánari úttekt á félögunum, svokallaðri Due Diligence, gætu hlutföll breyst eitthvað eftir því sem sú ítarskoðun myndi leiða í ljós. Þannig mætti takast að ljúka sameiningu á mjög skömmum tíma. Ekki náðist samstaða um þessa leið og var því sett af stað nokkuð tíma- frek vinna við úttekt á félögunum, bæði eignarvirði þeirra og rekstr- arvirði. Hverjum þykir sinn fugl fagur, segir í góðu máltæki, og sannaðist það vel við þessa vinnu. Mikið, jafnvel mjög mikið, bar á milli við mat félaganna hvoru á öðru. Niðurstaða þeirra bankastofnana sem fengnar voru til að skoða fé- lögin að rekstrarvirði var hins veg- ar staðfesting á þeirri skoðun SÍF að virði þeirra lægi vel innan eðli- legra skekkjumarka í úttekt af þessu tagi. Við frekari viðræður samninganefnda kom í ljós að mun meira bar á milli en mögulegt reyndist að brúa og var því sameig- inlegt álit samninganefndanna og stjórna beggja félaganna að hætta skyldi viðræðum. Margt gott hefði getað unnist við sameiningu, en jafnframt er ljóst, að sameining sem þessi yrði að hafa mikinn og góðan samhljóm. Ekki aðeins þurfa framleiðendur hér heima og erlendis að trúa á kosti sameiningar af þessu tagi heldur þarf einnig að tryggja já- kvæð viðbrögð viðskiptavina er- lendis, starfsmanna og stjórnenda. Til þess þarf tiltrú þeirra fjöl- mörgu sölumanna og fulltrúa fé- laganna, sem á degi hverjum koma fram fyrir hönd þeirra beggja úti á mörkuðunum. Ákvörðun um sameiningu í upp- hafi janúarmánaðar hefði vel getað skilað jákvæðum árangri, en eftir því sem lengra leið skapaðist meiri óþreyja og loks miklar efasemdir um að sameiningin tækist. Því fór sem fór. SÍF hefur staðið á eigin fótum í rúmlega 70 ár og er þess alls búið að gera það áfram,“ sagði Friðrik. Friðrik ræddi síðan um sam- keppnisumhverfið og síðan um vaxtarverkina sem fylgt hafa örum vexti félagsins: „SÍF hefur stækkað hratt með yfirtökum og samein- ingum, en við eigum enn eftir að nýta okkur mikla möguleika til innri vaxtar, enda á félagið víða vannýtta afkastagetu, sem koma mun í gagnið á næstu misserum. Þekkt er að ný og afkastamikil fiskréttaverksmiðja SÍF í Banda- ríkjunum er einungis hálfnýtt eins og er og þar eru því miklir mögu- leikar til vaxtar. Viðskiptavinir fé- lagsins í USA hafa lýst mikilli ánægju með vöruþróun og þjón- ustu fyrirtækisins þar á síðustu misserum og ljóst er að þar er dótt- urfélag SÍF í fremstu röð og miklir möguleikar til vaxtar. Það sama á við í nýrri verksmiðju félagsins í Boulogne sur Mer sem oftast er kennd við Gelmer. Sú verksmiðja hefur verið minna en hálfnýtt, þar sem þar var ein- ungis ein framleiðslulína, sem orð var á gerandi. Með yfirtöku á vél- um og tækjum í York, sem áður er nefnt, hefur staða þeirrar verk- smiðju styrkst til muna og eru þar miklir vaxtarmöguleikar með litlum tilkostnaði og viðtökur kaup- enda við yfirtöku SÍF á York- merkinu hafa verið góðar og veru- legur hluti þeirra viðskipta- sambanda flust yfir til SÍF,“ sagði Friðrik Pálsson. Verðmæti SÍF og SH nærri því hið sama
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.