Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 20
STRÍÐ Í ÍRAK 20 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MIKIL mótmæli voru víða um heim í gær gegn hern- aðinum í Írak. Er myndin frá Aþenu í Grikklandi en þar voru þátttakendur um 200.000 og söfnuðust saman fyr- ir framan bandaríska sendiráðið í borginni. Hafði það verið girt af með gámum auk þess sem öflugur lög- regluvörður gætti þess. Mestallt athafnalíf í Grikklandi lamaðist í gær í fjórar klukkustundir vegna allsherj- arverkfalls, sem boðað var til í mótmælaskyni. AP Mótmæli gegn Íraksstríðinu DAGBLÖÐ Evrópu helltu sér upp til hópa yfir Bandaríkjastjórn í gær fyrir að hefja stríð gegn Írak. Sök- uðu mörg blöð George W. Bush Bandaríkjaforseta um að sniðganga alþjóðalög vísvitandi í viðleitni sinni til að koma á nýrri skipan heimsmála. Bandaríkin hafa með innrásinni í Írak „framið alvarlegan glæp að al- þjóðalögum nútímans: ráðizt á ann- að ríki og brotið þar með gegn stofnsáttmála SÞ,“ skrifaði þýzka stórblaðið Süddeutsche Zeitung, sem gefið er út í München. Evr- ópumenn ættu nú, bætti blaðið við, að „finna sér sameiginlega stað“ í hinni „nýju heimsskipan“ sem stjórnvöld í Washington væru nú að reyna að koma á. „Stríðsmaskínan er byrjuð að varpa sprengjum á Írak. Við lifum í mjög breyttum heimi,“ skrifaði tyrkneska dagblaðið Radikal. „Í dag kæra haukarnir í Hvíta húsinu sig kollótta um Sameinuðu þjóðirnar, né um vestræna banda- menn sína,“ skrifaði búlgarska dag- blaðið Sega, sem telst vinstrisinn- að. Meint brot Bandaríkjastjórnar á alþjóðalögum og ákvörðun hennar um að fara sínar eigin leiðir til að steypa Saddam Hussein var al- gengt þema í mörgum forystu- greinum. „Alþjóðaréttur víkur fyrir rétti máttarins,“ segir í Rossiyskaya Gazeta, málpípu stjórnarherranna í Kreml. Endurómaði í þessum orð- um boðskapur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í ávarpi sem hann flutti skömmu eftir að fyrstu bandarísku flugskeytin sprungu í Bagdad aðfaranótt fimmtudags. Fjölmiðlar í Frakklandi voru uppteknir af klofningnum sem mál- ið hefur valdið innan Evrópu. „Á fáeinum mánuðum hafa nýjar brotalínur bætzt við gömul sár heimsins,“ skrifaði hið íhaldssama Le Figaro, og harmaði „pólitískt skipbrot Evrópu, hlutverksleysi Sameinuðu þjóðanna og kreppuna í samskiptum Vesturlanda og Aust- urlanda nær.“ Einstaka miðill tók þó í annan streng. Þýzka blaðið Die Welt, sem er íhaldssamt, og meirihluti dag- blaða í Póllandi og Danmörku tóku undir þá túlkun að þetta stríð væri háð til að frelsa írösku þjóðina und- an áþján harðstjórnar Saddams Husseins. Hið borgaralega Kaupmanna- hafnarblað Berlingske Tidende hrósaði dönsku ríkisstjórninni fyrir að hvika hvergi í stuðningi sínum við aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, þrátt fyrir harða innan- landsgagnrýni. Brezka pressan, sem á undan- förnum mánuðum hefur sýnt tölu- vert hverflyndi að því er afstöðuna til Íraksmálsins varðar, virtist í gær að mestu hafa snúizt á sveif með stefnu ríkisstjórnarinnar, eftir sjónvarpsávarp Tony Blair for- sætisráðherra til þjóðarinnar á fimmtudag. „Blair flutti sannfærandi rök fyr- ir því hvers vegna hann óttaðist ... bandalag milli öfgahópa sem væru staðráðnir í að fremja morð og önn- ur ódæði í Evrópu og Bandaríkj- unum og skúrkaríkja sem hafa að- gang að efna-, sýkla- og kjarnorkuvopnabúnaði,“ skrifaði Lundúnablaðið The Times. En víðast hvar í Evrópu yfir- gnæfði hvass gagnrýnistónn í um- fjöllun fjölmiðla um stríðið. „Stór hluti heimsins lítur svo á að Bush hafi dregið alþjóðasam- félagið út í þetta stríð án þess að fyrir lægju skýr sönnunargögn um brot stjórnvalda í Bagdad og án til- lits til alþjóðalaga,“ staðhæfði aust- urríska dagblaðið Der Standard. Spænska blaðið El Mundo skrif- aði: „Við stöndum ekki frammi fyr- ir réttlátu eða óumflýjanlegu stríði, heldur einhliða, óréttlátri, gerræð- islegri og ósamsvarandi árás, sem er gerð utan við alþjóðalög þar sem mikill meirihluti landanna í örygg- isráði SÞ neitaði að styðja það.“ Harkaleg gagnrýni í arabískum fjölmiðlum Í Arabalöndum var tónninn í fjöl- miðlunum engu mildari í gagnrýni á stríðið. „Villimennsku sýna ekki aðeins mannætur eða nakið frum- skógarfólk,“ lýsti Al-Riyadh yfir, dagblað sem er í raun málgagn stjórnvalda í Sádi-Arabíu. „Hana sýna líka menn sem eta svínasteik- ur sitjandi við skjái og stýra morð- tólum í nafni mannúðargilda, sið- menningar og að losa þjóðir undan oki einræðisherra og hryðjuverka- manna,“ heldur blaðið áfram. Blaðið Al-Khaleej í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sagði stríðið vera „auðmýkjandi niðurlag alþjóðaréttar og alls mannkyns“. Dagblaðið Al-Ittihad, sem einnig er gefið út í Dubai, átti þó fá varn- aðarorð fyrir Saddam Hussein, sem blaðið sagði „blindaðan af valda- græðgi“. Hin nýja heimsskipan Bush fordæmd víða París. AFP. Evrópsk dagblöð saka Bandaríkja- stjórn um að sniðganga alþjóðalög RÚSSNESKA stjórnin lýsti yfir því í gær, að hún ætlaði að bera það und- ir Sameinuðu þjóðirnar hvort hern- aður Bandaríkjanna og nokkurra fleiri ríkja í Írak væri löglegur. Var- aði Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, jafnframt við afleiðingum átakanna og sagði, að þau gætu bor- ist til annarra ríkja á þessum slóð- um. Yfirlýsingin er fyrsta raunveru- lega mótmælaaðgerð þeirra ríkja, sem andvíg eru stríðsrekstrinum. „Ásamt öðrum ríkjum munum við bera lögmæti hernaðarins undir lagastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það er mjög mikilvægt, að skorið verði úr um þetta,“ sagði Ígor Ív- anov, utanríkisráðherra Rússlands, á fundi í neðri deild þingsins í gær. „Ef öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktar, að hernaður Bandaríkja- manna sé árásarstríð, verður að grípa til viðeigandi ráðstafana.“ Farin að valda ólgu Pútín, forseti Rússlands, skoraði á Bandaríkjastjórn í fyrradag að stöðva hernaðinn í Írak og kallaði hann „alvarleg, pólitísk mistök“. Í gær sagði hann, að stríðið ógnaði ör- yggi um allan heim. „Átökin eru farin að valda ólgu og grafa undan öryggi utan landamæra Íraks, meðal annars í þeim ríkjum, sem tilheyra Samveldi sjálfstæðra ríkja,“ sagði Pútín og átti þá við sov- étlýðveldin fyrrverandi. Á þingfundinum sagði Ívanov einnig, að ríkjahópurinn, sem Bandaríkjastjórn kallaði bandalag, væri „sundurlaus safnaður“, sem Bretar og Bandaríkjamenn notuðu til að sýna, að þeir stæðu ekki einir. Þingið samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á Pútín að fá örygg- isráðið til að senda friðargæslulið til Íraks í því skyni að ganga á milli Íraka og innrásarliðsins. Rússneskir ráðamenn harðorðir Vilja úr- skurð um lögmæti hernaðar Moskvu. AP, AFP. STUÐNINGUR við stríðið í Írak hefur aukist mikið í Bandaríkjunum á sama tíma og þarlendir mótmæl- endur láta meira að sér kveða. Bandarískar sjónvarpsstöðvar sýna stöðugt myndir af skriðdrekum á fleygiferð yfir eyðimörkina og stuðningur við stríðsreksturinn var samþykktur í báðum deildum Bandaríkjaþings í gær. Könnun, sem Gallup-USA Today gerðu sýndi, að nú styðja 75% þá ákvörðun George W. Bush forseta að ráðast á Írak. „Þetta er það, sem alltaf gerist í Bandaríkjunum í upphafi stríðs- átaka,“ segir sagnfræðingurinn Pet- er Kusnik. „Fólk telur það svik við fósturjörðina að styðja ekki her- mennina.“ Í febrúarbyrjun studdu aðeins 34% stríð gegn Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna en sú tala hækkaði í 47% um síðustu helgi. Þrátt fyrir þetta hafa mótmæli gegn stríðinu aukist og hefur verið boðað til mikilla mótmælagangna í Washington, New York, San Franc- isco og Los Angeles í dag. Aukinn stuðningur í Banda- ríkjunum Washington. AFP. Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Komin er fram krafa um hlutfallskosningu milli framboðslista á aðalfundi SPRON miðvikudaginn 26. mars 2003. Framboðslistum skal skilað til stjórnar fyrir kl. 17.00 sunnudaginn 23. mars nk. og verður skrifstofan í Ármúla 13a opin milli 15.00 og 17.00 vegna þessa þann dag. Framboðslistum skulu fylgja meðmæli fimm stofnfjáreigenda og samþykki frambjóðenda. Sparisjóðsstjórnin A B X 90 30 23 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.