Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ V issulega verður það írösku þjóðinni til blessunar ef Saddam Hussein fer frá völd- um enda leggja stríðshaukarnir áherslu á að til- gangur stríðsins sé sá að koma Hussein frá völdum. Stríðið sé ekki gegn írösku þjóðinni heldur gegn leiðtoganum Saddam Huss- ein. En stríð fer ekki í manngrein- arálit. Árásir koma niður á fleir- um en Saddam Hussein. Þær koma niður á venjulegu fólki og börnum, heimili eyðileggjast og grunnþjónusta eins og vatns- veita og skólpkerfi leggjast í rúst. Fylgjendur stefnu Bandaríkja- manna segj- ast vonast til þess að stríð- ið verði stutt og skaði og mannfall sem minnst. En „flestir hljóti að sjá“ að stríð sé nauðsynlegt. Gert hefur verið lítið úr skoð- unum íslensks almennings. Leið- togarnir breyta þvert á yf- irgnæfandi skoðanir almennings sem í Íraksmálinu eru þær að stríð gegn Írak sé ekki réttlæt- anlegt og íslensk stjórnvöld eigi ekki að samþykkja það í okkar nafni. Forsætisráðherra segist svo sjálfur myndu svara því til að hann væri á móti stríði ef spurður í könnun. Er þá sá yf- irgnæfandi meirihluti Íslendinga sem er andvígur stríði það bara í skoðanakönnunum en ekki í al- vörunni? Ísland er nú eitt af þeim ríkj- um sem lýst hafa yfir stuðningi við Bandaríkin og þar með hluti af „stríðsfylkingu“, „bandalagi viljugra“ eða „bandalagi hinna staðföstu“ eins og ríkin hafa ver- ið kölluð. Allir aðrir en forsætis- ráðherra virðast hafa frétt af þessu í fjölmiðlum og það virðist ráðherranum ekki þykja neitt tiltökumál. Stjórnarandstaðan og þorri al- mennings er á öðru máli. Hér hafa málin lítið sem ekkert verið rædd eða skýrð af hálfu ráða- manna. Í mesta lagi er talað um sjálfsagðan móralskan stuðning eða þá vísað í sögu sambands Ís- lands og Bandaríkjanna. For- sætisráðherra Íslands hefur ekki þurft að tala fyrir sinni afstöðu og verja hana á Alþingi líkt og forsætisráðherrar annarra stríðsfylkingarríkja hafa þurft að gera. Almenningur vill fá að vita af hverju íslensk stjórnvöld virða svo lítils allt það sem er óljóst í málinu, það sem hægt væri að nota sem rök gegn því að styðja stríðsrekstur. Af hverju tekur Ísland þátt í að ógna heimsfriði með því að hefja stríð ásamt bandalaginu? Af hverju skiptir alþjóðaréttur ekki máli lengur, en stríðsreksturinn nú er talinn brjóta gegn alþjóðalögum. Af hverju var vopnaeftirlitsfólki ekki gefinn lengri tími? Fulltrúar stjórnarandstöðu fóru þó fram á fund í utanrík- ismálanefnd Alþingis, svo sjálf- sagður sem sá fundur hefði átt að vera. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvað fram fer á þeim fundi. Hamrað er á tilganginum með stríðinu í öllum sjónvarpsávörp- ununum hans Bush. Að koma harðstjóranum frá völdum og frelsa írösku þjóðina. Hernaðar- áætlunin heitir m.a.s. „Operation Iraqi Freedom“. Frelsi, friður og sigur eru lykilorð Bandaríkja- forseta í ávörpum hans. „Við munum frelsa írösku þjóðina, við munum halda áfram að vinna að friði og við munum sigra.“ Eitt- hvað á þessa leið var boðskapur hans þegar hann tilkynnti að stríð gegn Írak væri hafið. Fyrir nú utan allar biblíutilvitnanirnar sem Bush grípur óspart til. Vissulega er Saddam Hussein harðstjóri, því mótmælir enginn, og best væri fyrir íbúa Íraks að hann hyrfi frá völdum. Það er hins vegar tvískinnungur af hálfu Bandaríkjamanna að tala um frelsi og frið í sömu andrá og sprengjum rignir yfir saklaus börn og almenna borgara, og hræsni að tala um þann fögnuð sem mun grípa um sig meðal írösku þjóðarinnar þegar Banda- ríkjaher hefur frelsað hana. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, er álíka hástemmdur og Bush en talar þó ekki um frelsi og frið. Hans hlutverk er að lýsa hern- aðaraðgerðunum og hóta Sadd- am Hussein og hermönnum hans. Hann grípur í þeim til- gangi til orðasambanda eins og „sem eiga engan sinn líka“ eða „hefur aldrei sést áður“ þegar hann talar um vopn og yfirvof- andi árásir og höfðar þar e.t.v. til eftirvæntingar einhverra. Rumsfeld segist líka bera hag írösku þjóðarinnar fyrir brjósti þegar hann segir það glæp gegn Írökum að kveikja í olíulindum eins og e.t.v. hefur verið gert þó það hafi ekki verið staðfest. Hittir hann ekki sjálfan sig og félaga sína fyrir með þessum orðum? Er það ekki glæpur gegn Írökum að drepa þá? Eða er það og varnaðarorð varn- armálaráðherrans um olíu- lindirnar kannski bara yfirskin fyrir þá raunverulegu hagsmuni sem í húfi eru fyrir Bandaríkja- menn; olíulindirnar? Bush talar um fórnarlund bandarísku hermannanna í ávörpum til þjóðar sinnar. Hann þakkar hetjunum sem hafa sýnt kjark og dug við erfiðar að- stæður. Hann segir hermennina sem hófu leikinn einhverja þá færustu og bestu. Þannig getur hann hugsanlega kveikt stolt í brjósti landa sinna, að mati ímyndarfræðinganna. Íslenskir ráðamenn tala líka mikið um að við séum reiðubúin að aðstoða við uppbyggingu í Írak eftir stríðið sem verður svo ofsalega stutt og hnitmiðað. Auðvitað þarf að taka til eftir eyðilegginguna og auðvitað verð- um við að leggja okkar af mörk- um í því verki. En það er af- skaplega ógeðfellt að eiga þátt í eyðileggingunni sjálfri. Ekki í okkar nafni Forsætisráðherra segist svo sjálfur myndu svara því til að hann væri á móti stríði ef spurður í könnun. Er þá sá yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga sem er andvígur stríði það bara í skoð- anakönnunum en ekki í alvörunni? VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is UPP á síðkastið hefur umræða verið í gangi um hvort háskólar hér á landi séu orðnir of margir. Í dag geta nemendur valið á milli átta há- skóla sem allir bjóða upp á mismun- andi nám. Flestir nemenda eru í Há- skóla Íslands eins og kom fram hjá Oddi Benediktssyni prófessor við HÍ í grein í Morgunblaðinu þann 19. mars. Oddur setur fram eftirfarandi fullyrðingu: „óþarft er því að þenja námsframboðið mikið út en nær að hlúa að því sem fyrir er“. Undirrit- aður er alveg sammála þeirri full- yrðingu að nauðsynlegt sé að hlúa að því námi sem fyrir er en hins vegar er nauðsynlegt að hver skóli fá tæki- færi til þess að fara nýjar brautir og þróa nám sem er í samræmi við ósk- ir atvinnulífsins og samfélagsins á hverjum tíma. Síðustu ár hefur stúdentum á há- skólastigi fjölgað umtalsvert og meira hlutfallslega en nemendum á öðrum skólastigum. Árið 1980 stunduðu 3.689 íslenskir nemendur nám í háskóla hér á landi en 23 árum síðar eru þeir orðnir 11.883 sam- kvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Samkvæmt þessum tölum hefur há- skólastúdentum fjölgað verulega á tímabilinu 1980-2001. Þegar fjallað er um fjölda há- skólastúdenta telur undirritaður rétt að reikna fjarnemendur og þá sem stunda háskólanám með vinnu inn í heildarfjölda nemenda á há- skólastigi. Þessir nemendur ljúka námi með sambærilegum hætti og nemendur í staðarnámi og dagskóla og hljóta sömu prófgráður. Þeir ljúka hins vegar flestir námi á lengri tíma en dagskólanemendur. Þegar fjöldi nemenda er borinn saman milli einstakra skóla er þannig nauð- synlegt að skoða nemen- daígildi skól- anna (eitt nemendaí- gildi = 30 þreyttar ein- ingar á ári) því fjárfram- lög ríkisins miðast við ígildi en ekki fjölda nem- enda (ígilda- fjöldi í hverj- um skóla er fenginn úr fjárlögum rík- isins fyrir árið 2003). Tölurnar yrðu þá eftir- farandi: Ef nem- endaígildin eru skoðuð kemur í ljós að 52% nem- endaígildanna koma frá HÍ og um 13% koma frá KHÍ. Þar skammt á eftir koma HR og HA með um 10% ígild- anna. Ef tölur yfir dagskólanemend- ur væru aðeins teknar til greina eins og prófessor Oddur Benediktsson gerði í áðurnefndri grein þá gefa þær í raun ekki rétta mynd af fjölda nemenda á háskólastigi því að í greiningu hans er einungis um að ræða hluta nemenda á háskólastigi. Ef Kennaraháskólinn er tekinn sem dæmi þá stunda fleiri nemendur þar fjarnám en staðbundið nám og því gefur það alranga mynd af stærð og mikilvægi þess skóla að láta sem fjarnemendur séu ekki til. Hvað varðar framtíðarhorfur fyr- ir íslenska háskóla þá hefur nem- endum fjölgað hraðar en stjórnvöld sáu fyrir og á næstu árum er líklegt að þeim fjölgi enn frekar þar sem háskólarnir eru farnir að bjóða upp á fjölbreyttara nám en áður og fleiri námsform, t.d. fjarnám og háskóla- nám með vinnu. Á meðfylgjandi línuriti (tölur frá Hagstofu Íslands) má sjá hver þróunin hefur verið seinustu ár og þar kemur fram að fjöldi háskólanemenda hefur vaxið jafnt og þétt seinustu ár og ekki sér fyrir endann á þessari auknu að- sókn. Vegna þessa aukna nemenda- fjölda ættu íslenskir háskólar að hafa ýmis sóknartækifæri og verður fróðlegt á komandi árum að fylgjast með hver þróunin verður. Óhætt er að fullyrða að hér á landi er þörf fyr- ir háskóla sem bjóða upp á fjölbreytt nám og mismunandi námsleiðir. Af- ar mikilvægt er að ríkisvaldið taki tillit til þessa og verji nægu fé til æðri menntunar þannig að háskól- arnir séu í stakk búnir að taka á móti þessum aukna fjölda og fái um leið tækifæri til að sérhæfa sig á þeim sviðum sem þeir kjósa. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að um 17% af vinnuafli Ís- lendinga á aldrinum 20-74 ára eru með háskólapróf árið 2001 eða um 26.000 manns. Sambærilegt hlutfall í Finnlandi er 24,6% og í Bandaríkj- unum 31%. Til að ná Finnum þurf- um við í dag að hafa nær 13.000 fleiri háskólamenntaða einstaklinga á ís- lenskum vinnumarkaði. Í þessu ljósi ber að fagna því að æ fleiri fá notið þess að stunda háskólanám. Góð menntun landsmanna er ein besta fjárfesting samfélagsins og mun stuðla að hagsæld um ókomin ár. Fjöldi háskóla- stúdenta á Íslandi Eftir Stein Jóhannsson „Góð menntun landsmanna er ein besta fjárfesting samfélagsins og mun stuðla að hagsæld um ókomin ár.“ Höfundur er starfsmaður Háskólans í Reykjavík. Háskóli Fjöldi nemenda 2002 Fjöldi nem- endaígilda skv. fjárl. 2003 Háskóli Íslands (HÍ) 8135 (58%) 4500 (52%) Háskólinn á Akureyri (HA) 1042 (7%) 886 (10%) Háskólinn í Reykjavík(HR) 1171 (8%) 900 (10%) Kennarahásk. Íslands (KHÍ) 2181 (16%) 1100 (13%) Tækniháskóli Íslands 662 (5%) 700 (8%) Listaháskóli Íslands 309 (2%) 301 (3%) Viðskiptaháskólinn á Bifröst 317 (2%) 300 (3%) Landbúnaðarh. á Hvanneyri 122 (1%) ? Samtals 13939 (100%) 8687 STEFNUMÓT við þig er yfirskrift fundaraðar sem sjálfstæðiskonur gangast fyrir þessa dagana. Auk þess að skapa skemmtilegan vettvang til umræðna og skoðanaskipta, hefur fundaröðin vakið verðskuldaða at- hygli á þeirri miklu breidd sem kraft- mikið starf sjálfstæðiskvenna hvílir á. Mikilvægi jafnréttisbaráttunnar Það hefur jafnframt verið ánægju- legt að sjá að fundaröðin hefur ekki síður höfðað til karla en kvenna. Á þeim fundum sem ég hef sótt hafa karlarnir a.m.k. ekki látið sig vanta, þótt konurnar hafi e.t.v. átt vinning- inn hvað fjölda snertir. Það er að mínu viti ánægjuleg þróun og í takt við þá grundvallarafstöðu okkar sjálf- stæðiskvenna að kynin séu „sterkari saman“ svo að vitnað sé til eins af slagorðum Jafnréttisráðs. Jafnréttis- barátta kynjanna hlýtur eðli málsins samkvæmt að snúast um það að brjóta niður þá veggi samfélagsins sem stúka kynin af hvað varðar að- stöðu og tækifæri; ekki að styrkja þá og einangra konur þar með í barátt- unni fyrir afnámi kynjamisréttisins. Hinar mörgu dyr Sjálfstæðisflokksins Mikil breidd er einn helsti styrkur Sjálfstæðisflokksins. Hvað kvenna- arminn varðar, þá koma að honum konur úr ólíkum áttum eða ýmist í gegnum sjálfstæðiskvennafélögin, al- mennu félögin eða félög unga sjálf- stæðismanna. Þessu má líkja við það að á Sjálfstæðisflokknum séu ólíkar dyr fyrir fólk að ganga um, allt eftir áherslum hvers og eins. Þessi fjöl- breytni kemur að mínu mati vel fram í blaðaauglýsingu fundaraðarinnar, þar sem sjá má glaðbeittar sjálfstæð- iskonur af „öllum stærðum og gerð- um“, ef svo má að orði komast, hvað ólíkan aldur, reynslu og störf varðar. Þær eru tilbúnar í slaginn og hlakka bersýnilega til að takast á við þá spennandi en jafnframt hörðu kosn- ingabaráttu sem framundan er. Valdþreyttir fylgismenn? Úr auglýsingunni má þó einnig lesa beinskeyttari og e.t.v. öllu mikilvæg- ari skilaboð. Fullyrðingar þess efnis að valdþreyta og stöðnuð framtíðar- sýn hrjái Sjálfstæðisflokkinn eru úr lausu lofti gripnar. Stjórnmálaflokkar standa saman af fólki og þeir geta af þeim sökum ekki verið staðnaðri eða „valdþreyttari“ en fylgismenn þeirra segja til um. Til að sannfærast um þann kraft og þá metnaðarfullu fram- tíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur, þarf fátt annað að gera en að mæta á eitt af stefnumótum sjálf- stæðiskvenna. Kraftmikil stefnumót Eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur „Þær eru til- búnar í slag- inn og hlakka ber- sýnilega til að takast á við þá spennandi en jafnframt hörðu kosningabaráttu sem framundan er.“ Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.