Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 21
STRÍÐ Í ÍRAK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 21
ÍRAKAR eru sakaðir um að hafa
kveikt í um sjö olíulindum en alls eru
þær um 2.000 í landinu öllu. Barst
svartur reykjarmökkurinn frá eld-
unum yfir Kúveitborg í gær en sér-
fræðingar segja, að miklu erfiðara
verði að slökkva eld í írösku olíulind-
unum en þeim kúveisku eftir Persa-
flóastríðið 1991.
Sir Michael Boyce aðmíráll og yf-
irmaður breska herráðsins sagði í
gær, að Írakar hefðu kveikt í sjö ol-
íulindum en haft er eftir einum yf-
irmanni frönsku olíustofnunarinnar
IFP, að mjög erfitt geti orðið að
slökkva í þeim.
Þrýstingurinn og
olíuflæðið miklu meira
„Vandamálið í Írak er það, að í
lindunum þar er miklu meiri þrýst-
ingur og miklu meira flæði en í olíu-
lindunum í Kúveit, sem Írakar
kveiktu í 1991,“ sagði Nathalie Alaz-
ard. „Þrýstingsmunurinn stafar af
því, að írösku olíulindirnar hafa að-
eins verið nýttar í tiltölulega skamm-
an tíma.“
Alazard sagði, að hugsanlega gæti
reykurinn frá brennandi olíulindum
haft einhver áhrif á framsókn Breta
og Bandaríkjamanna, einkum ef
margar lindir loguðu á litlu svæði, en
á móti kæmi, að lindirnar væru víða
um landið og Írak miklu stærra en
Kúveit. Sagði hún, að það væri að-
eins á færi sérþjálfaðra manna og
fyrirtækja að slökkva þessa olíuelda.
Nokkrar aðferðir
Það fer eftir aðstæðum hverju
sinni hvaða aðferðum er beitt en
Alazard sagði að oft væri byrjað á
því að dæla miklu vatni að brennandi
lindinni til að kæla hana og umhverf-
ið. Í Kúveit var hitinn nálægt lind-
unum oft 400 gráður á Celsíus.
Næsta stig er að slökkva eldinn, til
dæmis með stýrðri sprengingu, og er
það mjög hættulegt vegna þess, að
menn verða að vinna það verk með
höndunum ef svo má segja.
Eldurinn stundum
besti kosturinn
Önnur aðferð er að bora niður í
lindina skammt frá eldunum til að
létta af þrýstingi og auðvelda
slökkvistarf en svo er það líka til, að
eldhafið sé svo óviðráðanlegt, að láta
verði lindina brenna áfram. Það get-
ur átt við lindir undir miklum þrýst-
ingi. Sagði Alazard, að þótt hægt
væri að slökkva eld í þeim, þá væri
flæðið svo mikið, að ógjörningur
væri að loka þeim. Þess vegna væri
betra, að þær brynnu en að mikið ol-
íuhaf myndaðist allt umhverfis.
Bretar segja að íraskir hermenn
hafi kveikt í sjö olíulindum
Erfiðari eldar
en í Kúveit
Írösku olíulindirnar um 2.000 talsins
Bagdad, París. AP, AFP.
!
"
! $ !
%
" &,"%
!
!
"
+01 23
%*+
"
) , "
2 ,
!2
!
8
)
9"":
* 9!.
9!
9!"
,
8"
%
:
%*
/
,
SADDAM Hussein Íraksforseti hef-
ur heitið því að greiða hermönnum
sínum stórfé takist þeim að granda
flugvélum bandamana. Hið sama á
við um þá sem ná að fella hermenn
innrásarliðsins eða taka þá til
fanga.
Íraska fréttastofan INA greindi
frá þessu í gær. „Hver sá hugrakki
hermaður sem grandar flugvél
óvinarins mun fá greiddar 100
milljónir dínara,“ sagði í tilkynn-
ingu fréttastofunnar. Þessi upphæð
er sögð svara til 33.333 Banda-
ríkjadala eða um 2,7 milljóna
króna.
„Hver sá sem nær á sitt vald
óvinveittum hermanni mun fá 50
milljónir dínara og hver sá sem
fellir erlendan hermann 25 millj-
ónir dínara,“ sagði í þessari yfirlýs-
ingu írösku ríkisfréttastofunnar.
Saddam
heitir verð-
launum
Bagdad. AP.
TYRKNESKA stjórnin tilkynnti í
gærkvöld, að hún hefði ákveðið að
opna lofthelgi sína fyrir bandarísk-
um herflugvélum en hún hafði áður
sett það sem skilyrði, að Banda-
ríkjastjórn samþykkti, að Tyrkir
fengju að senda her inn í Kúrdahér-
uðin í Norður-Írak.
Vecdi Gonul, varnarmálaráðherra
Tyrklands, skýrði frá þessu og
sagði, að stjórnin teldi það þjóna
hagsmunum Tyrkja best að opna
lofthelgina og hefði Colin Powell, ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
verið skýrt frá því. Gaf hann jafn-
framt í skyn, að engir samningar
hefðu verið gerðir um kröfu Tyrkja
um að fá að senda her til N-Íraks en
sagði, að viðræður ættu sér stað um
það.
Óttast átök milli
Tyrkja og Kúrda
Tyrkneska þingið samþykkti að-
eins nokkrum klukkustundum eftir
að hernaðurinn hófst að leyfa yfir-
flug bandarískra herflugvéla en rík-
isstjórnin vildi ekki gefa til þess
formlegt leyfi fyrr en ljóst væri
hvort hún fengi að senda her inn í
írösku Kúrdahéruðin. Bandaríkja-
stjórn hefur verið algerlega andvíg
því enda óttast hún, að þá myndi
koma til harðra átaka milli þeirra og
Kúrda.
Cemil Cicek, dómsmálaráðherra
Tyrklands, sagði í gær, að þróun
mála í Norður-Írak væri svo afdrifa-
rík, að Tyrkir gætu ekki látið sem
þeim kæmi hún ekki við.
„Þetta snertir öryggi Tyrklands
og það ætlum við að verja. Við krefj-
umst þess, að Bandaríkjastjórn taki
undir það með okkur,“ sagði Cicek
en Tyrkir óttast, að Kúrdar hafi hug
á að stofna sjálfstætt ríki í Norður-
Írak.
Tyrkir fallast á að
opna lofthelgina
Krefjast þess enn að fá að senda herlið til N-Íraks
Washington. AFP.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. „Hvað þýðir hugsanleg ESB aðild fyrir
einstakar atvinnugreinar í landinu“
Pallborðsumræður
með þátttöku hagsmunaaðila
Eftirtaldir tala:
Bændasamtökin: Ari Teitsson formaður
LÍÚ: Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri
Samtök iðnaðarins: Sveinn Hannesson framkv.stjóri
Samtök verslunar og þjónustu: Sigurður Jónsson framkv.stjóri
Pallborðsumræðum stýrir
G. Pétur Matthíasson fréttamaður
Boðið verður upp á léttar veitingar
Á fundinum verður opnuð ný
vefsíða Evrópusamtakanna
http://www.evropa.is
Nánari upplýsingar evropa@evropa.is
laugardaginn 29. mars 2003
í Kornhlöðunni, (Lækjarbrekku)
kl. 1100 - 1300
Aðalfundur
Evrópusamtakanna
Evrópusamtökin boða til aðalfundar
Evrópusamtökin