Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 53  EFTIR slæma byrjun undir stjórn Teits Þórðarsonar, hefur Lyn held- ur betur tekið við sér. Þegar Lyn lagði Molde í gær, 2:0, í æfingaleik voru það íslensku framherjarnir Jó- hann B. Guðmundsson og Helgi Sig- urðsson sem voru hetjur liðsins. Jó- hann B. skoraði bæði mörkin – það fyrra eftir sendingu frá Helga og seinna markið úr vítaspyrnu sem Helgi fiskaði – er brotið var á honum innan vítateigs.  NORSKIR fjölmiðlar sögðu að leikmenn Lyn hefðu yfirspilað leik- menn Molde og væru þeir til alls lík- legir þegar 1. deildarkeppnin hefst í Noregi. Mörkin sem Jóhann B. skor- aði tryggðu Lyn sinn fyrsta sigur í æfingaleik síðan 8. febrúar.  MARTIN O’Neill, knattspyrnu- stjóri skoska liðsins Celtic, mun stjórna sínum mönnum í viðureign við portúgalska liðið Boavista í und- anúrslitum UEFA-keppninnar. Fyrri leikurinn fer fram í Glasgow 10. apríl og seinni leikurinn í Portú- gal 24. apríl. Ítalska liðið Lazio mæt- ir portúgalska liðinu Porto í hinni undanúrslitaviðureigninni. Úrslita- leikur UEFA-keppninnar fer fram í Sevilla á Spáni 21. maí.  IPSWICH er skuldum vafið og segir blaðið Daily Mirror að Matt Holland, fyrirliði liðsins, sé á förum til Charlton á tvær millj. punda. Hol- land vildi ekki fara til Aston Villa sl. sumar, en liðið bauð Ipswich fjórar millj. punda fyrir hann.  HOLLAND sagði í gær að fram- tíð hans væri greinilega óljós. „Ég hef sjálfur ekkert frétt um sölu,“ sagði Holland, sem vill vera áfram hjá Ipswich. Nokkur önnur lið í úr- valsdeild hafa sýnt honum áhuga, eins og Middlesbrough, WBA og Southampton.  SVEN Göran Eriksson lands- liðsþjálfari Englendinga er ekki sammála þeim mörgum sem segja að vináttulandsleikir séu marklausir. „Mér finnst þessir leikir ekki tímasó- un og finnst betra að geta teflt leik- mönnum fram í 45 mínútur og skoð- að þá frekar en ekki neitt. Fyrir leikmenn er mikill heiður að spila fyrir England en það er vel skiljan- legt að þegar vináttuleikir eru á dag- skrá á milli deildarleikja, bikarleikja og Evrópuleikja að ekki sé hægt að búast við of miklu af leikmönnum.“  ENGLENDINGAR töpuðu fyrir Áströlum, 3:1, á Upton Park í síð- asta mánuði og var Eriksson harð- lega gagnrýndur fyrir að skipta öllu byrjunarliði sínu af velli og senda nýtt lið inná til leiks í síðari hálfleik.  JACQUES Santini, landsliðs- þjálfari Frakka í knattspyrnu, segir ástæðuna fyrir því að hann valdi ekki Marcel Desailly og Emmanuel Petit, leikmenn Chelsea, í landsliðshópinn fyrir leikina á móti Möltu og Ísrael vera þá að þeir eigi við meiðsli að stríða. Læknar Chelsea-liðsins segja hins vegar að þeir séu búnir að ná sér og verði í leikmannahópi liðsins í leiknum við Manchester City í dag. FÓLK MANCHESTER United mætir Evrópumeisturum Real Madrid í 8-liða úrslitum í Meistaradeild Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram í Madrid 8./9. apríl og seinni leik- urinn í Manchester viku síðar. Sigurvegarinn í viðureign liðanna mætir sigurvegaranum úr við- ureign Juventus og Barcelona í undanúrslitum. Úrslitaleikur Meistaradeild- arinnar fer fram á Old Trafford 28. maí og er það draumur Sir Alex Ferguson og leikmanna Manchester að taka þátt í úrslita- leiknum á heimavelli sínum. Annars var drátturinn þannig í 8-liða úrslitum: Real Madrid - Manchester Unit- ed Juventus - Barcelona  Sigurvegararnir mætast í undanúrslitum 6./7. og 13./14. maí. Inter Mílanó - Valencia Ajax - AC Milan  Sigurvegararnir mætast í undanúrslitum. Manchester United mætir Real Madrid Átökin eiga ekki að hafa áhrif á ÓL BANDARÍKIN og Írak eiga bæði að vera meðal þátt- tökuþjóða á Ólympíu- leikunum í Aþenu, hvað sem á gengur þeirra á milli á vígvellinum, segir Thomas Bach, varaforseti alþjóðaól- ympíunefndarinnar, IOC. „Ég vona að átökin í Írak hafi ekki áhrif á íþróttalífið í heiminum. Íþróttirnar eru hluti af samskiptum þjóð- anna og við þurfum að halda þeim gangandi. IOC mun vinna að því að á Ólympíu- leikunum í Aþenu verði íþróttamenn frá Bandaríkj- unum og Írak, frá Norður- og Suður-Kóreu og frá Ísr- ael og Palestínu. Á okkar vegum má ekki reisa múra með því að hóta því að hundsa leikana – við eigum þvert á móti að byggja brýr sem eru sjáanlegar á Ólymp- íuleikunum,“ sagði Thomas Bach í gær. Bárður spáði fyrir Morgunblaðiðum leikina í 8-liða úrslitunum. Hann spáði rétt fyr- ir um tvær viður- eignir, það er að KR mundi leggja Njarð- vík, 2:0 og Grindavík Hamar, 2:1. Bárður spáði sömuleið- is rétt fyrir um að Keflavík hefði betur á móti ÍR en hann tippaði á 2:0 sigur Keflvíkinga en einvígið endaði, 2:1. Bárður reyndist hins vegar ekki sannspár um viðureign Hauka og Tindastóls. Hann spáði Haukum sigri, 2:1, en Tindastóls- menn höfðu betur, 2:1. Grindavík og Tindastóll mætast í fyrsta leik undanúrslitanna í dag en til að komast í úrslitin um Íslands- meistaratitilinn þarf lið að vinna þrjá leiki. Grindavík vann báða deildarleikina í vetur, 83:78, á Sauð- árkróki og 84:77 í Grindavík. Grindvíkingar hafa dalað „Ég er alveg sannfærður um að Tindastóll á eftir að veita deildar- meisturunum mjög harða keppni en ég hallast þó að því að Grindvíking- ar hafi þetta, 3:2. Mér finnst reynd- ar Grindavíkurliðið ekki hafa verið að spila eins vel upp á síðkastið eins og það gerði fyrr í vetur og það er eins og liðið hafi aðeins dalað eftir að Darryl Lewis meiddist. Hann er reyndar kominn í gang aftur en mér fannst Grindvíkingar ekki á sama flugi í leikjunum við Hamar eins og fyrr á tímabilinu, einbeitingin ekki sú sama og leikur þeirra ekki eins agaður. Ef Grindavíkurliðið dettur í stuð og fær að leika sinn hraða leik þá verður á brattann að sækja fyrir leikmenn Tindastóls,“ segir Bárður. Stígandi hjá Tindastóli Um lið Tindastóls, sem mörgum á óvart sló lið Hauka út, segir Bárður: „Leikmenn Tindastóls eru á sigl- ingu og það hefur verið góður stíg- andi í leik þeirra. Það kæmi mér ekkert á óvart ef Tindastóll tækist að vinna þetta einvígi. Liðið hefur burði til þess en ég held samt að þeim takist það ekki. Breiddin hefur verið meiri hjá Grindvíkingum en menn mega ekki gleyma því að í liði Tindastóls eru leikmenn eins og Sigurður Sigurðsson og Einar Örn Aðalsteinsson sem hafa kannski ekki náð að sýna sínar réttu hliðar. Ef þeir ná sér upp í þessum leikjum mun breiddin aukast til mikilla muna í Tindastólsliðinu. Tindastóll er með leikmenn sem geta klárað leiki upp á eigin spýtur og þá á ég við Clifton Cook og Kristin Frið- riksson. Ef þeir fá að leika lausum hala þá eiga Grindvíkingar ekki von á góðu.“ Keflavík og Njarðvík hafa í gegn- um árin eldað grátt silfur saman og á Bárður ekki von á öðru en að há- spenna lífshætta verði til staðar þegar þessir erkifjendur á körfu- boltavellinum hittast. Íslandsmeist- arar Njarðvíkinga unnu báða deild- arleikina sem voru æsispennandi, 83:81 í Njarðvík og 88:77 í Keflavík. „Stríðsástand er líklega rétta orð- ið til að lýsa þessari rimmu og ég held að hver einasti leikur verði slagur. Þarna mætast stálin stinn og ég er alveg handviss um að rimman verður æsispennandi út í gegn. Ég spái samt að Njarðvíkingar standi uppi sem sigurvegarar og vinni, 3:2,“ segir Bárður. Viljinn aðalvopn Njarðvíkinga „Bæði lið er mjög sterk um þess- ar mundir og koma vel undirbúin til leiks og þá sérstaklega Njarðvík- ingarnir. Ef eitthvert lið getur stöðvað Keflvíkingana eru það Njarðvíkingar. Að mínu mati kemur leikur Njarðvíkinga mikið til með að byggjast upp á því hvernig Páli Kristinssyni tekst upp. Ef hann nær sér á strik í vörn og sókn gæti hann orðið lykillinn að sigri Njarðvíkinga. Njarðvíkurliðið hefur lent í tölu- verðum hremmingum og valdið mörgum vonbrigðum en eftir að nýi útlendingurinn kom hefur liðið smollið saman. Sjálfstraustið hefur skinið út úr leikmönnum liðsins og Teitur hefur verið magnaður í und- anförnum leikjum og hann hefur svo sannarlega verið tveggja manna maki. Það er gífurlegur vilji hjá Njarðvíkingum sem ég held að geti fleytt þeim áfram úr þessum slag auk þess sem mjög erfitt er við þá að eiga þegar þeir eru komnir á þetta skrið.“ Keflvíkingar vel mannaðir „Keflvíkingar hafa bæði mann- skap og getu til að vinna einvígið og eins og ég sagði um leiki Grindvík- inga og Tindastóls þá yrði ég ekkert hissa þó svo að Keflvíkingar hefðu betur. Ég held samt að Keflvíkingar eigi í vændum mjög erfiða leiki og spurning hvernig þeim tekst að eiga seigluna og baráttuna í liði Njarð- víkinga. Keflvíkingar eru feikilega vel mannaðir í flestum stöðum og eiga afbrags skyttur og þá eru Bandaríkjamennirnir Saunders og Johnson mjög sterkir leikmenn. Saunders fær á sig mjög sterkan varnarmann sem Friðrik Stefáns- son er og því er lykilatriði fyrir Keflvíkinga að Damon Johnson nái sér á strik. Ég hlakka mikið til að fylgjast með báðum undanúrslit- arimmunum og vonandi fáum við oddaleiki á báðum vígstöðvum.“ Njarðvíkingar erfiðir UNDANÚRSLITIN í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefjast í dag með leik Grindvíkinga og Tindastóls í Grindavík og á morgun leiða saman hesta sína grannaliðin Keflavík og Njarðvík í Keflavík. Bárð- ur Eyþórsson, þjálfari Snæfells í Stykkishólmi, reiknar með mjög spennandi einvígjum en hann hallast að því að Grindavík og Njarð- vík hafi betur í oddaleikjum og mætist í úrslitunum um Íslands- meistaratitilinn. Morgunblaðið/Árni Torfason Þeir verða á ferðinni um helgina – Damon Johnson, Keflavík, og Darryl Lewis, Grindavík. Eftir Guðmund Hilmarsson Bárður Eyþórsson spáir fyrir um undanúrslitin um Íslandsbikarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.