Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 19
STRÍÐ Í ÍRAK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 19
Vor í lofti
5.990kr.
Garðbekkir
Verð frá
6.900kr.
Mexíkóskir ofnar
Verð frá
Verðlækkun
Verðlækkun
699kr./stk.
Begoníur
990kr.
Sýpris 100 sm
Verð áður
2.790 kr.
(ath. pottur fylgir ekki)
199kr.
Úrvals
gróðurmold 10 l
ÞAÐ var handagangur í öskjunni er
miðlarar verzluðu með framvirka
olíusölusamninga í kauphöllinni í
New York í gær.
Eftir því sem líkur jukust á því að
takast myndi að ljúka stríðinu í Írak
á skömmum tíma lækkaði heims-
markaðsverð á hráolíu. Síðdegis í
gær var verð á olíufatinu á mark-
aðnum í Lundúnum komið í 24,15
Bandaríkjadali og hafði þá lækkað
um 1,35 dali í viðskiptum dagsins.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hef-
ur lækkað um meira en 10 Banda-
ríkjadali fatið frá hámarkinu sem
það náði 10. marz sl.
Olíuverð
lækkar
Reuters
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
(ESB) luku árlegum vorfundi sín-
um í Brussel í gær með því að end-
urnýja heitstrengingar um að gera
sambandið að samkeppnishæfasta
efnahagssvæði heimsins, þótt
stríðið í Írak hafi nú bætzt við
aðra þætti sem hafa spillt fyrir
hagþróun þess að undanförnu.
Í þrjátíu og sex síðna texta loka-
yfirlýsingar fundarins ítrekuðu
leiðtogar ESB-ríkjanna fimmtán
þau markmið sem þeir settu sér á
leiðtogafundi í Lissabon árið 2000
um að gera ESB að mesta hag-
vaxtarsvæði heims fyrir árið 2010.
En Íraksdeilan lá eins og skuggi
yfir fundinum og skapaði andrúms-
loft sem embættismenn kölluðu
kuldalegt, einkum þar sem þeir
Jacques Chirac Frakklandsforseti
og Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, voru undir sama þaki.
Leiðtogarnir áttu tíu mínútna
langan viðræðufund í gær, sem
lýst var sem „líflegum en kurt-
eislegum“, en þetta var í fyrsta
sinn sem þeir hittust eftir að her-
afli Breta og Bandaríkjamanna hóf
stríðsátök í Írak, þvert á vilja
Frakka.
En gríski forsætisráðherrann
Costas Simitis, sem gegnir for-
mennsku í ESB þetta misserið,
sagði að tekizt hefði að forðast að
láta Íraksdeiluna spilla alvarlega
fyrir leiðtogafundinum.
Í lokayfirlýsingunni var reynt að
finna orðalag sem breiddi yfir
sundrungina sem ríkir milli aðild-
arríkjanna um Íraksmálið. Þar er
lögð áherzla á staðfestu ESB um
að hjálpa óbreyttum borgurum
Íraks sem líða myndu vegna
stríðsins, en fátt sagt um það
hvernig ESB hyggst beita sér við
uppbyggingarstarf í landinu að
stríðsátökum loknum.
Á blaðamannafundi eftir lok leið-
togafundarins sagði Tony Blair að
leiðtogarnir væru sammála um að
Sameinuðu þjóðirnar hefðu lykil-
hlutverki að gegna við að fást við
málefni Íraks eftir stríðið, og jafn-
framt lagt áherzlu á mikilvægi
ESB í þessu samhengi.
Vilja hraða smíði evrópskrar
varnarmálastefnu
Eftir að leiðtogafundinum hafði
verið slitið boðuðu Chirac Frakk-
landsforseti og þýzki kanzlarinn
Gerhard Schröder sérstakan leið-
togafund Frakka, Þjóðverja og
Belga um evrópsk öryggis- og
varnarmál, sem fara ætti fram í
apríl. Fundurinn, sem ráðamönn-
um annarra ESB-ríkja væri vel-
komið að sækja, hefði á dagskránni
að hraða smíði sameiginlegrar evr-
ópskrar öryggis- og varnarmála-
stefnu.
AP
Jacques Chirac Frakklandsforseti á blaðamannafundi við lok leiðtoga-
fundar ESB í Brussel í gær, þar sem Íraksdeilan skyggði á önnur mál.
Grunnt á
sundrungu
innan ESB
Leiðtogar sam-
bandsins reyna að
beina sjónum að
hagþróuninni
Brussel. AFP.