Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 25
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 25 Vor í París “Sous le ciel de Paris, S'envole une chanson....’’ EDITH PIAF „Undir Parísarhimni tekur söngurinn flugið....“ Tilboð í apríl og maí Verð frá 44.930 kr. á mann í tvíbýli í 3 nætur á Hotel Yllen Eiffel kkl Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur með morgun verði, flugvallarskattar og þjónustugjöld Fararstjóri Icelandair í París, Laufey Helgadóttir listfræðingur, er farþegum til aðstoðar í París og skipuleggur kynnisferðir til 30. maí. Sjá nánari upplýsingar um París og skoðunarferðirnar á www.icelandair.is/paris Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8-20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnudögum frá kl. 10-16) Þetta tilboð gefur 3.600 ferðapunkta ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 55 2 03 /2 00 3 Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina MIKLAR byggingaframkvæmdir eru hafnar eða hefjast á næstunni á Selfossi og er gert ráð fyrir að þeim ljúki tiltölulega fljótt, en áætlað er að heildarkostnaður nemi um þremur milljörðum króna. Ásbjörn Blöndal, yfirmaður tækni- og framkvæmdasviðs, segir að þrjú verkefni séu stærst, þ.e. nýja grunnskólabyggingin, áfram- haldandi átaksvinna í fráveitumál- um og nýtt hverfi á vegum sveitar- félagsins. Vinna við annað hverfi sé einnig að hefjast á vegum einkaaðila, en bæði hverfin hafi verið að byggjast upp undanfarin þrjú til fjögur ár. Auk þess séu verkefni sem séu ekki beint á snærum bæjarins, eins og íþróttahús fyrir fjölbrauta- skólann og viðbygging við sjúkra- húsið. Áform séu um byggingar fyrir aldraða og fari þær vænt- anlega af stað í sumar og Raf- magnsveitur ríkisins hafi í hyggju að byggja yfir útistöð og koma að- veitustöð í nýtt húsnæði á sömu lóð. Enn fremur hafi BYKO verið að leita að lóð og stefni að byggingu húsnæðis fyrir verslun, en ýmis smærri verkefni eru ótalin. Heildarkostnaður vegna þessara framkvæmda nemur um þremur milljörðum króna. Ásbjörn segir að sennilega hafi aldrei verið um eins miklar framkvæmdir að ræða á sama tíma en þær séu vel viðráð- anlegar. Hafa beri í huga að jafn gangur hafi verið í framkvæmdum undanfarin ár, en aðeins hafi dreg- ið úr vinnu hjá verktökum samfara verklokum í virkjunum Lands- virkjunar í nágrenninu og því sé um mikla innspýtingu að ræða. Miklar framkvæmdir Selfoss UM síðustu helgi hittust nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga og Tónlistarskólanum Allegro í Hvera- gerði. Þessir nemendur eiga það sameiginlegt að vera að læra að spila á hljóðfæri með svokallaðri Suzuki-aðferð. Þetta voru 56 krakkar sem eru að læra á fiðlu og 18 sem eru í píanónámi. Allegro-tónlistarskólinn, sem er fimm ára um þessar mundir, hefur ekki yfir að ráða nægilega stóru húsnæði til verkefna eins og þessa og því var brugðið á það ráð að koma hingað austur og æfa alla helgina ásamt krökkum héðan af svæðinu. Foreldrar voru einnig með í för því að foreldrarnir læra og styðja börnin sín í náminu. Að sögn Helgu Ragnheiðar Ósk- arsdóttur kennara er Suzuki- aðferðin að seytla út um landið og er aðferðin kennd í Reykjavík, Reykjanesi, Kópavogi, Akureyri, Borgarnesi, Dalvík og hjá Tónlist- arskóla Árnesinga. Þetta námskeið var liður í samvinnunni sem skól- arnir hafa sín á milli, sem er tölu- verð. Þessi aðferð, sem kennd er við höfund sinn Suzuki, gerir það að verkum að foreldrar og börn vinna saman og eru kennararnir sammála um að það sé til bóta í okkar sam- félagi þar sem börn og foreldrar eyða oft á tíðum litlum tíma saman. Auk Helgu Ragnheiðar voru kennararnir Guðmundur Pálsson, Berglind Björk Jónsdóttir, Lilja Hjaltadóttir, Kristinn Örn Krist- insson og Þórdís Stross með hópn- um. Námskeiðinu lauk með því að haldnir voru tónleikar þar sem tón- listarfólk framtíðarinnar kom og sýndi hvað í því býr. Þessi helg- ardvöl var sett inn á skóladagatal skólanna í haust og því „partur af prógramminu“ eins og einn kenn- arinn orðaði það svo skemmtilega. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Suzuki-nemendur sem voru í æfingabúðum í Hveragerði um síðustu helgi. Suzuki-nemendur á helgarnámskeiði Hveragerði ÓLAFUR Áki Ragnarsson, bæjar- stjóri í Þorlákshöfn, hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýju íbúða- hverfi sunnan Berga í Þorlákshöfn. Þann 4. mars var gengið frá samn- ingum við Ræktunarsamband Flóa og Skeiða um gatnagerð í nýja íbúða- hverfinu. Um er að ræða 1. áfanga í nýjum byggðakjarna sunnan við og vestanvert í Þorlákshöfn. Í þessum áfanga verða 52 íbúðir af blandaðri gerð, raðhús, einbýli, par- hús og fjórbýlishús, ekkert hærra en 2 hæðir. Gert er ráð fyrir 221 íbúðum í öllum áfanganum. Tilboð Ræktunarsambandsins hljóðaði upp á tæpar 69 milljónir, og á verkinu að vera lokið fyrir 1. októ- ber 2003. Úthlutun lóða er að hefjast og er hægt að nálgast umsókn- areyðublöð á bæjarskrifstofum. Að undanförnu hefur verið töluvert um nýbyggingar eftir nokkuð langa lægð. Nýlega var fullgert tveggja hæða fjölbýlishús sem eingöngu verður til útleigu. Gatnagerð í nýju hverfi sunnan Berga Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjóri tók fyrstu skóflustunguna. Þorlákshöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.