Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Hernaðurinn var síðasta úrræðið“ DONALD RUMSFELD DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í Washington í gær, að vísbendingar væru um, að Saddam Hussein, forseti Íraks, væri að missa tökin á stjórn lands- ins enda væru aðrir íraskir ráða- menn farnir að gera sér grein fyrir því, að dagar stjórnarinnar væru taldir. Sagði hann, að reynt hefði verið að hlífa óbreyttum borgurum í miklum loftárásum á Bagdad í gær og tilgreindi þau markmið, sem Bandaríkjastjórn hefði sett sér í stríðinu við Írak. Á fundi Rumsfeld með Richard B. Myers, yfirmanni bandaríska herráðsins, sagði hann, að íraskir ráðamenn gerðust æ ráðvilltari enda hefðu þeir ekki lengur neina yfirsýn yfir það, sem væri að ger- ast, hvorki á vígvellinum né annars staðar. Sagði hann, að ráðist hefði verið í hernaðaraðgerðirnar vegna þess, að Saddam hefði ekki nýtt sér þann tveggja sólarhringa frest, sem honum hefði verið gefinn til að koma sér úr landi. „Síðasta úrræðið“ „Hernaðurinn var síðasta úrræð- ið og ekki var gripið til hans fyrr en allt annað hafði verið reynt án ár- angurs,“ sagði Rumsfeld og bætti við, að markmiðið með árásunum í gær hefði meðal annars verið að hafa áhrif á þá, sem sæju um að framkvæma skipanir æðstu ráða- manna, og koma þeim í skilning um, að það væri hvorki í þeirra þágu né írösku þjóðarinnar að verða við þeim. Rumsfeld viðurkenndi, að tilraun- ir Bandaríkjamanna til að fá hátt- setta menn í íraska hernum til að snúast gegn Saddam hefðu ekki tekist enn sem komið væri en lét í ljós þá von, að árásirnar á Bagdad í gær auðvelduðu þeim það. Fram kom hjá honum og einnig Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að eftir sem áður og eftir ýmsum krókaleiðum væri haft sam- band við háttsetta menn í írösku stjórninni. Samanburður við síðari heimsstyrjöld út í hött Rumsfeld lagði áherslu á, að þrátt fyrir sprengjuhríðina, hefði allt verið gert til að þyrma lífi óbreyttra borgara. „Tæknin, sem gerir okkur kleift að beina sprengjunum að ákveðnum skotmörkum og öðrum ekki, er stórkostleg og tryggir um leið, að mannfall verður í lágmarki. Allt hefur verið gert til að þyrma lífi óbreyttra borgara,“ sagði Rumsfeld og vísaði um leið á bug sem firru, að hægt væri að bera saman árásirnar á Bagdad í gær og árásirnar á evr- ópskar borgir í síðari heimsstyrjöld. Markmiðin Á fundinum skýrði Rumsfeld út meginmarkmið stríðsins í Írak og sagði, að þau væru átta:  Tilgangur aðgerðanna er að ná ákveðnum hernaðarlegum mark- miðum.  Binda skal enda á stjórn Sadd- ams Husseins og beita því afli, sem þarf til að landsmenn átti sig á því, að stjórn hans heyri sög- unni til.  Að finna, einangra og eyða ger- eyðingarvopnum Íraka og getu þeirra til að framleiða þau og dreifa.  Að leita að, handtaka eða hrekja burt hryðjuverkamenn, sem leit- að hafa skjóls í Írak.  Að safna saman upplýsingum um hryðjuverkasamtök í Írak og annars staðar.  Að safna saman þeim upplýsing- um, sem unnt er að finna um al- þjóðlega starfsemi og viðskipti með ólögleg gereyðingarvopn.  Að binda enda á efnahagslegar refsiaðgerðir, koma strax hjálp- argögnum, matvælum og lyfjum, til íraskra borgara.  Að tryggja starfrækslu íraskra olíumannvirkja, sem eru eign írösku þjóðarinnar og munu eiga stóran þátt í að lyfta landinu úr rústum áratuga harðstjórnar.  Að hjálpa Írökum við að koma á fulltrúastjórn, sem verði engin ógn fyrir nágrannaríkin og tryggi um leið fullveldi Íraks. Blaðamannafundur Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í Washington í gær                             ! "  #$          %    %   &   ' %   ( )* (& + ( ,     &  -./,  0  %   (      „Allt gert til að þyrma lífi óbreyttra borgara“ Skilgreindi ítarlega átta megin- markmiðin með stríðinu í Írak Washington. AP, AFP. AP Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamanna- fundinum í gær ásamt Richard B. Myers, forseta bandaríska herráðsins. FRAM kom á blaðamannafundinum með Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, í gær, að beðið hefði verið með loft- árásirnar, sem gerðar voru á Bagd- ad í gær, þar til ljóst þótti, að Sadd- am Hussein, forseti Íraks, hefði komist lífs af úr fyrstu árásarhrin- unni aðfaranótt fimmtudagsins. Rumsfeld sagði, að Bandaríkja- menn hefðu beðið eftir einhverjum vísbendingum um, að Íraksstjórn beitti sér sjálf fyrir því að steypa Saddam en þegar það hefði ekki gerst og allt hefði bent til, að hann hefði lifað af árásina á aðseturstað hans aðfaranótt fimmtudagsins, þá hefði verið ákveðið að gera miklar loftárásir á valin skotmörk í Bagdad. Rumsfeld sagðist raunar ekki vita með vissu hvernig komið væri fyrir Saddam en þótt hann hafi komið fram í sjónvarpi skömmu eftir árás- irnar í fyrrinótt, þá þykir hugs- anlegt, að um upptöku hafi verið að ræða. Kvaðst Rumsfeld raunar ekki vita hvort Saddam væri enn við völd og þegar hann var spurður hvort eitthvað benti til, að hann væri það ekki, þá svaraði hann: „Okkur berst ýmislegt til eyrna.“ Biðu með loftárásir Washinton. AFP.  HUNDRUÐUM stýri- flaugna rigndi yfir Bagdad í gær í mestu árásunum í Íraksstríðinu til þessa. Steig upp mikill reykur frá nokkr- um skotmarkanna, meðal annars höll Saddams Huss- eins, forseta Íraks, í borg- inni, og öðrum byggingum.  Tugir þúsunda bandarískra og breskra hermanna héldu í gær inn í Írak frá Kúveit en mættu lítilli mótstöðu. Voru þeir studdir stórskotaliði, árásarþyrlum og orr- ustuþotum.  Breskt og bandarískt herlið var í gær komið inn í út- hverfi borgarinnar Basra og var stefnt að því að vinna hana í nótt er leið.  Herlið bandamanna náði í gær á sitt vald hluta Fao- skaga og hafnarborginni Umm Qasr við Persaflóa en í borginni á að skipa upp hjálpargögnum, sem dreift verður um Írak.  Skriðdrekasveit stefnir nú eftir landinu miðju í átt til Bagdad og hafa nokkur hundruð Íraka gefist upp fyrir þeim liðssöfnuði. Búist er við, að sveitin nái til Bagdad á morgun.  Al Lockwood, talsmaður breska hersins, sagði í gær, að átökin væru að því leyti ólík Persaflóastríðinu 1991, að nú væri allt gert til að hlífa innviðum samfélagsins. Því væri nú treyst meira á landhernað en lofthernað.  Sir Michael Boyce, forseti breska herráðsins, sagði í gær, að svo virtist sem fjöl- mennar, íraskar hersveitir hefðu í raun gefist upp með því að flýja stöðvar sínar. Hefði verið komið að þeim mannlausum með miklum herbúnaði. Annar dagur átaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.