Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLS skrifuðu um 24.000 Íslend- ingar nafn sitt á undirskriftalista á vegum Vímulausrar æsku til að mótmæla lögleiðingu vímuefna en söfnun, sem hrundið var af stað hinn 11. mars, lauk aðfaranótt föstudags. Um er að ræða al- þjóðlega undirskriftasöfnun sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir til stuðnings Vínarsáttmálanum sem felur í sér andstöðu við lög- leiðingu ólöglegra eiturlyfja. Verða undirskriftalistarnir sendir Sameinuðu þjóðunum í apríl. Pjétur Árnason hjá Vímulausri æsku segir að söfnunin hafi fengið frábærar undirtektir. Undir- skriftalistar hafi legið frammi í verslunarkjörnum og bens- ínstöðvum um allt land auk þess sem hægt hafi verið að skrifa sig á undirskriftalista á Netinu. Til að fylgja átakinu eftir ætli Vímulaus æska í samstarf við íþróttafélögin í landinu og var á fimmtudag und- irritaður samstarfssamningur milli KR og Vímulausrar æsku. Munu KR-ingar skora á önnur íþróttafélög að leggja málefninu lið. „Við munum þannig halda um- ræðunni áfram hér á landi þó formlegri undirskriftasöfnun sé lokið. Við urðum vör við mikla umræðu um eiturlyfjamál þegar við vorum í þessu átaki,“ sagði Pjétur. Morgunblaðið/Sverrir Guðjón Guðmundsson, formaður Knattspyrnudeildar KR, Jökull Elíasabetarson, yngsti leikmaður í meistaraflokki KR, og Pjetur Árnason, verkefnisstjóri söfnunarinnar, við undirritun samstarfssamnings Vímulausrar æsku og KR. 24 þúsund mótmæltu lögleiðingu vímuefna „SILKIHÚFUVÆÐING“ og flokkspólitísk- ar ráðningar voru meðal þeirra orða sem féllu í umræðum á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld þar sem deilt var um hvort þörf væri á sérstökum framkvæmdastjóra miðborgar. Sjálfstæðismenn sögðu að verið væri að bæta „einni silkihúfunni enn“ við í stjórnkerfi borgarinnar og gagnrýndu að ráðið hafi verið í stöðuna afturvirkt og að staðan hafi ekki verið auglýst. Borgarstjóri sagði að um tilraunaverkefni væri að ræða. Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðis- manna, sagði stjórnkerfi miðborgarinnar flókið. „Því miður verður að segja þá sögu eins og hún er að umsvifin í þessu borg- arhverfi, miðborginni, minnka í réttu hlutfalli við aukna skriffinnsku af hálfu borgarstjóra og R-listans í kringum hverfið,“ sagði Björn. Hann sagði að skapa þyrfti svigrúm fyrir framkvæmdamenn í miðborginni. „Það er borin von að gera það með því að fjölga nefndum og silkihúfum,“ sagði Björn. „Við þurfum ekki fleiri starfsmenn til að ýta skjölum fram og til baka innan borg- arkerfisins, það þarf að taka af skarið og hrinda verkefnum í framkvæmd.“ Björn gagnrýndi einnig að mælt hefði verið fyrir ráðningunni í borgarráði 11. mars síðastlið- inn, en ráðningin hafi verið afturvirk frá 1. janúar á þessu ári. Ein silkihúfan enn Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði að þegar ákveðið hafi verið að leggja miðborg- arstjórn niður, hafi verið ljóst að áfram yrði þörf fyrir framkvæmdastjóra miðborgar. Borgarstjóraskipti hafi tafið málið en hann hafi óskað eftir því að framkvæmdastjórinn starfaði áfram, eftir að hafa kynnt sér málið. Ekki hafi verið talin þörf á að auglýsa starfið þar sem um tímabundið tilraunaverkefni hafi verið að ræða, einnig hafi starfsmaðurinn sem ráðinn var í starfið gegnt því frá því því var fyrst komið á fót og sýnt það og sannað að hann væri vel starfinu vaxinn. „Við teljum að það hafi ekki komið fram [...] að það sé þörf fyrir þetta starf. Að það sé nauðsynlegt að fjölga þeim milliliðum sem eru hér í borgarkerfinu til að sinna mál- efnum miðborgarinnar og að það sé nauðsyn- legt að bæta við einni silkihúfunni enn,“ sagði Björn. Þórólfur sagði ómálefnalegt af Birni að tala um að verið sé að bæta við „einni silki- húfunni enn“ í borgarkerfinu. „Silkihúfur þekki ég ekki öðruvísi en sem eitthvað mjög neikvætt,“ sagði Þórólfur. Fyrst Björn tæki svona til orða hlyti hann að þekkja dæmi þess að menn sinntu starfi sínu mjög illa inn- an borgarkerfisins. „Þá vil ég, sem æðsti embættismaður og yfirmaður starfsmanna hér hjá borginni, gjarnan fá mjög beittar og öruggar heimildir og ábendingar um slíkt. Annað eru dylgjur,“ sagði Þórólfur. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðis- flokki, spurði hvað framkvæmdastjóri mið- borgar hafi aðhafst á þessu ári, þar sem starfslýsing sem hann ætti að fara eftir hafi ekki litið dagsins ljós fyrr en um miðjan mars. Kjartan Magnússon, einnig borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði að enginn væri að vega að þeim einstaklingi sem starf- inu sinnti, heldur væri verið að gagnrýna vinnubrögð meirihlutans, þá útþenslu sem átt hafi sér stað í borgarkerfinu og „silki- húfuvæðingu“. Sagði hann að þegar litið væri yfir þau störf sem orðið hafi til í ráðhúsinu síðustu ár, vakni upp spurningar hvort um pólitískar stöðuveitingar sé að ræða. „Bland- ast engum hugur um, þegar litið er til þess í hvaða flokki þetta fólk stendur, að margar ráðningar hafa verið á flokkspólitískum for- sendum,“ sagði Kjartan. „Skoðanalaus maður er ég ekki“ „Ég er nú smám saman að læra mann- ganginn í þessu,“ sagði Þórólfur. Hann sagði að fyrst kæmi Björn Bjarnason í pontu, síðan eftir að hann væri spurður komi Guðlaugur Þór og Kjartan í pontu en Björn hafi ekki svarað því hverjar silkihúfurnar væru. „Hvað er það að vera með silkihúfu? Er þetta ein- hvers konar nátthúfa eða hvað er verið að ræða? Eða er þetta að menn sinni ekki starfi sínu? Hverjir þá innan borgarkerfisins sinna ekki starfi sínu? Því svo koma bara búktal- arar þar á eftir sem útskýra hvað er átt við. Ég endurtek aftur að fá beint frá þeim sem fyrstur talar um þessar silkihúfur eina upp af annarri eða hvað það nú var,“ sagði Þórólfur. Hann sagði starfsmenn ráðna til borgarinnar á grundvelli hæfileika sinna eingöngu, stjórn- málatengdar ráðningar eigi ekki að líðast. Sérkennileg umræða Björn sagði umræðuna sérkennilega. Hann hafi notað orðið „silkihúfa“ þegar hann færði rök fyrir því að hann teldi ráðninguna óþarfa. Borgarstjóri gæti flett upp í orðabók til að sjá hvað orðið þýði. „Ég hef víða á póli- tískum vettvangi tekið þátt í umræðum en aldrei sem þessum þar sem menn eru sakaðir um dylgjur þegar þeir nota alkunn orð og þegar lýst er hvernig málum er háttað í raun og veru með því að vitna í þau skjöl sem fyrir okkur liggja,“ sagði Björn. Síðar á fundinum las Þórólfur skilgrein- inguna á orðinu „silkihúfa“ upp úr orðabók- inni. „Það þýðir hver vitleysan annarri verri. Hver endemis yfirmaðurinn yfir öðrum,“ sagði Þórólfur. Björn sagði borgarstjóra hafa farið rangt með. „Þegar ég flutti mína ræðu og ég hef það skrifað í ræðunni sem ég flutti þá var ég ekki að segja að það væri verið að bæta einni silkihúfunni ofan á aðra, heldur væri verið að stofna nefndir og fjölga silki- húfum,“ sagði Björn. Þórólfur sagði að hon- um hlyti þá að hafa skjátlast illilega. „Því ég skrifaði niður eftir bestu heyrn: „Að bæta við einni silkihúfunni enn.“ Við verðum líklega bara að hlusta á upptökuna til að kanna þetta,“ sagði borgarstjóri. Sjálfstæðismenn segja ráðningu framkvæmdastjóra miðborgar dæmi um „silkihúfuvæðingu“ Þurfum ekki fleiri til að ýta skjölum fram og til baka Í GÆR voru stofnuð ný samtök stofnfjáreigenda í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis (SPRON). Markmið félagsins er að koma einum manni eða fleirum að í stjórn. „Þó núverandi stjórn hafi gert marga góða hluti þá teljum við hana ekki hafa beitt sér nægjanlega vel fyrir hagsmunum stofnfjáreig- enda,“ segir Guðný Rósa Þorvarð- ardóttir, nýkjörinn formaður sam- takanna. Hún segir mikilvægt að stofnfjár- eigendum sé gert kleift að selja stofnfé sitt í SPRON á markaðs- verði. Með þeim hætti geti þeir, sem kjósa að selja stofnfé sitt í SPRON, fengið hærra verð en upp- reiknað nafnverð fyrir stofnfé sitt. Það sé í samræmi við það sem hlutafjáreigendur geti gert með sín hlutabréf. Guðný segir talsverðan fjölda koma að stofnun samtakanna, fólk sé enn að skrá sig og endanlegur fjöldi kemur ekki ljós fyrr en eftir fund sem haldinn verður í Odda í Háskóla Íslands klukkan 20 á mánudagskvöld. Það er því ekki enn ljóst hver styrkur samtakanna verður á aðalfundi SPRON. Þeir sem bjóða sig fram í stjórn á fund- inum eru Pétur Blöndal, Hildur Njarðvík, Þorvarður Elíasson, Dögg Pálssdóttir og Sveinn Val- fells. Eins og kunnugt er stóð mikill styr um stofnfé SPRON síðasta sumar þegar Búnaðarbankinn sótt- ist eftir að kaupa stofnfé á mark- aðsverði m.a. með milligöngu Pét- urs Blöndal og Sveins Valfells. Guðný telur sölu stofnfjárbréfa á markaðsvirði vera heimila sam- kvæmt lögum. „Það er ekki búið að útkljá þetta mál. Þetta er umræða sem hefur verið á villigötum en í lögunum segir ekki að óheimilt sé að selja þessi bréf á markaðsverði.“ Hlutverk nýrrar stjórnar verði að vinna að þessu, sem fari saman við hagsmuni stofnfjárfesta og SPRON. Hún segir hópinn að baki þessum samtökum fjölbreyttan. „Þetta er bara fólk eins og ég sem á stofnfé í SPRON. Sumir vilja selja en alls ekki allir þó fólk vilji ávaxta sitt pund og finnst óeðlilegt að fá ekki að gera það á sama hátt og eig- endur hlutabréfa í öðrum fyrirtækj- um.“ Vilja fulltrúa í stjórn SPRON Ný samtök stofnfjáreigenda SPRON FJÖGUR tilboð bárust í 39,86% hlut ríkissjóðs í Íslenskum aðalverktök- um hf., ÍAV, en frestur til að skila inn tilboðum til framkvæmdanefndar um einkavæðingu rann út í gær. Hluturinn er að nafnverði rétt um 558 milljónir kr. Hlutaféð á að selja í einu lagi til eins aðila eða hóps fjár- festa. Þeir aðilar sem skiluðu inn tilboð- um eru: Jarðboranir hf., JB Bygg- ingafélag ehf. og Trésmiðja Snorra Hjaltasonar ehf., Joco ehf., félag fjárhagslega tengt Jóni Ólafssyni og að lokum Eignarhaldsfélagið AV ehf., en það er í eigu starfsmanna ÍAV. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins á Jón Ólafsson og aðilar honum tengdir tæp 15% í ÍAV en starfsmenn ÍAV eiga, ýmist saman eða sér, nálægt fimm prósentum í fé- laginu. Landsbanki Íslands hefur umsjón með sölunni en við mat á tilboðum verður litið til verðs, áhrifa sölu til viðkomandi tilboðsgjafa á samkeppni á íslenskum verktakamarkaði, fjár- hagslegs styrks og fjármögnunar. Einnig verður litið til framtíðarsýnar hvað varðar rekstur og starfsmanna- mál fyrirtækisins sem og stjórnunar- legrar reynslu og þekkingar á þeim markaði sem félagið starfar á. Hlutur ríkisins í ÍAV Fjögur tilboð bárust TVEIR menn sem sætt hafa gæslu- varðhaldi frá því fyrir áramót vegna rannsóknar lögreglunnar í Reykja- vík á umfangsmiklu fíkniefnamáli voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í gær til 2. maí að kröfu lögreglunnar. Rannsóknin varðar smygl á 900 grömmum af am- fetamíni og 1 kg af hassi til landsins í nóvember sl. Gæsluvarð- hald framlengt HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær tvítuga konu í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela snyrtivörum að verðmæti rúmar 4.600 krónur í verslun í Smára- lind og fyrir að gefa upp rangt nafn í yfirheyrslu vegna málsins. Konan var 18 ára þegar hún framdi brotin. Fram kemur í dómnum að þegar konan var yfirheyrð vegna málsins framvísaði hún ökuskírteini annarrar konu. Sú kona fékk bréf þar sem henni var tilkynnt að ákveðið hefði verið að falla frá saksókn á hendur henni fyrir þjófnað og hafði hún þá samband við lögreglu og skýrði frá því að hún kannaðist ekki við að hafa verið í versluninni í umrætt sinn og því síður að hafa framið þann verknað sem henni væri gefinn að sök. 2 mánaða fangelsi fyrir að gefa upp rangt nafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.