Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elsku strákurinn okkar. Með þér var lífið svo ljúft og hreint, og ljómi yfir hverjum degi. Í sál þinni gátum við sigur greint, sonurinn elskulegi. Þú varst okkur bæði ljóst og leynt, ljósberi á alla vegi. (G.J.) Guð geymi þig. Mamma og pabbi. Kveðja til okkar elskulega bróð- ur. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Haukur, betri bróður er ekki hægt að óska sér, þú ert frá- bær, yndislegur. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Þínir bræður, Bjarni og Símon. Elsku litli, stóri, yndislegi afa- og ömmustákurinn okkar. Þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman og þá ekki síst þá síðustu fyrir aðeins nokkrum dögum. Þegar við skemmtum okkur svo vel saman í stofunni á Grenó yf- ir vísum Vatnsenda-Rósu. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Guð varðveiti þig, elsku dreng- urinn okkar. Afi og amma á Grenó. Ekkert fær dáið af eðli þínu, ekkert skyggt á ástúð þína. Sofðu í fangi ljóðs míns, sofðu í fangi lands þíns, glókollur, bláeygur, guðs barn. (Jóhannes úr Kötlum.) Hvílíkur harmur er ekki að okkur kveðinn, sem þurfum að lúta því að ungur dengur er hrifinn burt frá bjartri framtíð. Drengur sem vaxið hefur upp af visku og vexti þar sem ekkert var tilsparað af ástúð og kærleika, uppfræðslu og stuðningi. Þar sem það fór saman vilji til að læra og óvenjulega mikil geta til að meðtaka. Þar sem yfirvegun og íhygli var eðlislæg. Þar sem góð- mennska og vinátta var í allri fram- göngu. Sextán ára á annarri önn í fram- haldsskóla, var hann að leggja drög að framtíð sinni. Að eigin frum- kvæði og uppá eigin spýtur búinn að skrifa til æðri menntastofnana til að fá upplýsingar um nám sem hann HAUKUR BÖÐVARSSON ✝ Haukur Böðvars-son fæddist í Danmörku hinn 1. júní 1986. Hann lést af slysförum á Húsa- vík hinn 16. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Böðvar Bjarnason, f. 17.3. 1956, og Íris Víglundsdóttir, f. 24.4. 1958. Bræður Hauks eru Bjarni, f. 29.10. 1980, og Sím- on, f. 15.8. 1992. For- eldrar Böðvars eru Bjarni Sigurjónsson og Sigríður Böðvarsdóttir, búsett á Húsavík. Foreldrar Írisar eru Víglundur Guðmundsson og Ólöf Karlsdóttir, búsett í Keflavík. Útför Hauks verður gerð frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. taldi að höfðaði til sín. Hann var þá þegar bú- inn að leggja línur fyr- ir námið í framhalds- skólanum og sagðist ekki ætla að klára á þremur árum heldur þremur og hálfu af því að hann ætlaði að njóta lífsins jafnframt því að vera í skóla. Al- veg frá unga aldri virt- ist eins og hann stefndi í námi að ákveðnu markmiði, en gleymdi þó ekki að vera með vinum sínum og hlúa að sambandi við þá, því þeir voru margir. Hvers vegna, fyrir hvern, þurftu hlutirnir að gerast eins og raunin varð? Hver er til- gangurinn, þegar ungir menn deyja? Við aðstandendur Hauks Böðvarssonar bróðursonar míns hrópum út í myrkrið: „skapari vor, hvað gengur þér til“? Sérðu ekki að það hafa allir lagt hönd á plóg við að hlúa að þessum dreng. Öll hans framganga sýndi að hann yrði einn af þeim mönnum sem hefði staðið vörð um fagurt mannlíf og lagt sitt af mörkum til að bæta það. Slíkur var manndómur hans. Þetta er svo óskiljanlegt og sárt, en við neyðumst til að kveðja þig, höfum ekkert val. Megi allt sem fagurt er umvefja þig áfram, kæri vinur. Ásthildur Bjarnadóttir. Elsku frændi. Við sitjum hér og getum ekki trú- að því að þú sért farinn frá okkur. Þakka þér fyrir alla vináttu okkar og allar stundirnar sem við höfum átt saman bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Sérstaklega öll ferða- lögin sem við fórum í saman og ekki má gleyma öllum bæjarferðunum okkar í bíó og á rúntinn þegar þú varst í heimsókn í Keflavík. Síðast þegar við fórum í bíó saman var fyr- ir rúmum tveim vikum, þá fórum við og Kalli frændi út að borða á American Style og svo í bíó. Eftir bíóið fórum við svo í heimsókn til Elínar og Eiríks og skemmtum okkur alveg konunglega og hlógum að bröndurum hvert annars. Sér- staklega þegar við vorum að rifja upp að það væri ekki hægt að kaupa ís í vél á veturna á Húsavík og fyrir austan fjall. Þessi helgi var síðasta helgin sem við hittum þig. Við eig- um eftir að sakna þín mjög mikið og þess að fá ekki að eyða fleiri stund- um með þér. Við viljum kveðja þig með texta eftir Bubba Morthens. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. Elsku Böðvar, Íris, Bjarni og Símon, við biðjum þess að algóður Guð megi styrkja ykkur og styðja í sorginni. Ólafur Ingi og Guðrún Jóna. Það er þungbært og sárt að þurfa að kveðja þig, frændi. Á tímamótum sem eðlilegra væri að heilsa þér, bjóða þig fagnandi velkominn af bernskunni til manndómsins. Á vor- dögum lífs þíns. Á fyrstu vordögum þessa árs, hins sautjánda í lífi þínu. Ég kynntist þér best á því tíma- bili er ég var árviss gestur á bernskuheimili þínu við Engpiber- vej í Maribo. Þar átti ég ætíð víst herbergið þitt góða hvar ég svaf undir stjörnufestingunni þinni, lýs- andi í loftinuum stund eftir að ljósið var slökkt og ég sofnaði svo vært út frá. Fyrir næturgreiðana mörgu hafði ég aldrei fengið fullþakkað þér, frændi. Taldi líklega að ég gæti launað þér greiðann einhverntíma síðar. Nægur væri nú tíminn. Nú er það of seint. Þú varst óvenju ríkulegum kost- um búinn til að ganga til móts við lífið sem beið þín. Bæði þeim sem þú hlaust í vöggugjöf en ekki síður kostum sem aðeins hlotnast þeim er njóta heilbrigðs uppeldis undir styrkri handleiðslu og sívakandi umhyggju kærleiksríkra foreldra. Þú varst ljúfur drengur, hljóðlát- ur, íhugull, hafðir þig lítt í frammi nema til þess hvattur. Þá uppskar maður greindarleg svör og hnyttn- ar athugasemdir oft kryddaðar hæverskri, dönskuskotinni kímni sem þú settir fram með þínu per- sónulega orðalagi og framburði sem bar danska fóstrinu vitni. Nú skyndilega er runnin upp kveðjustund okkar og óvægin ör- lögin kjósa að haga því svo að það er ég sem kveð þig, kæri frændi, og fylgi þér til þinnar hinstu hvílu. Í höfðanum örlagaríka. Hafðu þökk fyrir herbergið þitt góða forðum og samfylgdina allt, allt of stuttu. Megir þú nú sjálfur sofa rótt und- ir stjörnufestingunni eilífu, á átt- hagahimni föður þíns og afa, for- feðra þinna og -mæðra langt fram í aldir. Upp af víkinni við Skjálfand- ann sem kallaði þig heim til sín úr fjarska og þú nú einnig kallaðir heima, eins og þeir. Við öldur Skjálfandans, sem köll- uðu þig að vitja sín svo oft út á höfð- ann og kvöddu þig hinsta sinni ör- laganóttina miklu. Við Katla, Palli og Helga frænka þín kveðjum þig, Haukur minn, og biðjum góðan guð að gæta þín. Jafnframt biðjum við hann að veita ykkur, Baui og Íris, Bjarni og Símon, styrk í sorg ykkar og sárum söknuði. Þinn frændi, Sigurjón. Hvernig má það vera? Hvernig má það vera að hann Haukur okkar sé dáinn? Við viljum ekki trúa því, en verðum samt að horfast í augu við það þótt það sé sárt. Hann er hrifsaður frá okkur í blóma lífs síns, þessi indæli ungi drengur sem bar af í háttvísi og prúðmennsku, glæsi- legur fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Hvílík sóun á frábærum námshæfi- leikum og leikni. Ó, góði Guð, við eigum erfitt með að skilja þetta. Nú getum við ekki annað en rifjað upp þær góðu stundir er við áttum með Hauki, bræðrum hans og foreldr- um. Öll höfum við fengið að heim- sækja þau til Danmerkur er þau bjuggu þar og við nutum þeirra for- réttinda að horfa á Hauk leika sér þar í garðinum indæla í Maribu, þannig að af honum geislaði. Við fengum að horfa á hann liggjandi í sólhúsinu uppi á Grenó þar sem hann var í eigin heimi að byggja úr trékubbunum hans afa síns eða í bílaleik með frændsystkinum sín- um. Við fengum að sjá hann verða að indælum unglingi og ógleyman- leg er fermingin er við komum öll til Húsavíkur til að samgleðjast Hauki og foreldrum hans með þann stóra áfanga. Við hefðum viljað eyða mun lengri tíma með honum og sjá hann vaxa enn frekar og dafna, en sú varð ekki raunin. Haukur minn, við munum alltaf geyma bros þitt í hjarta okkar. Við kveðjum þig með ólýsanlegum söknuði. Vertu sæll, vinur, og Guð blessi þig. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ágætu foreldrar, Íris og Böðvar, og bræðurnir, Bjarni og Símon, við vitum að missir ykkar er mikill og sorg ykkar óbærileg. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg ykkar. Guð blessi ykk- ur. Fyrir hönd foreldra minna, systkina og maka þeirra, Sigurður Víglundsson. Hann Haukur kom eins og sól- argeisli inn í líf okkar, en kveður allt of fljótt. Það er erfitt að kveðja ungan mann í blóma lífsins. Minn- ingarnar hrannast upp, allar góðu stundirnar sem við áttum með hon- um og fjölskyldu hans, er við heim- sóttum þau til Danmerkur. Það var svo gaman þegar hann hjólaði með okkur um bæinn og vildi sýna okkur allt, hann var túlkurinn okkar og tók því mjög alvarlega, alltaf jafn rólegur og áreiðanlegur. Það var alltaf mikil gleði og eft- irvænting hjá ömmu og afa á Grenó þegar von var á honum í heimsókn. Þau voru stolt af Hauki, eins og við öll, og töluðu mikið um hvað honum gengi vel í námi og værir góður drengur. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Elsku Haukur, við kveðjum þig með söknuði. Minningarnar um þig geymum við í hjörtum okkar, þær eru margar og ljúfar. Elsku Íris, Böðvar, Bjarni og Símon, mamma og pabbi, Sigríður og Bjarni. Guð veri með ykkur og gefi ykk- ur styrk í þessari miklu sorg. Inga, Gunnar og Sævar. Elsku Haukur, hafðu kæra þökk fyrir allt og allt. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Íris, Böðvar, Bjarni og Símon, megi Guð styrkja ykkur og hjálpa í þessari miklu sorg. Hjördís, Víglundur, Guð- jón og Gerða, Eyrarbakka. Á þessari sorgarstundu þegar við kveðjum vin okkar og frænda, Hauk Böðvarsson fljúga margar ljúfar minningar í gegnum huga okkar. Við kynntumst Hauki þegar við fluttum til Danmerkur árið 1995, þá hann var aðeins níu ára en strax þá urðu tengsl okkar mikil og varð hann litli leiðsögumaðurinn okkar. Hvert sem við fórum, og hvað sem við gerðum í heimsóknum okk- ar til Maribo, fór hann með okkur og studdi okkur, annaðhvort í hlut- verki túlks, eða sagði okkur fróð- leikssögur af stað og stund sem hann hafði lært af pabba sínum og öðrum. Haukur var mikil og opin per- sóna, óhræddur við að spyrja og fræddist því mikið um leið, sem varð honum mikill styrkur á lífsleið- inni, ásamt vilja hans og lífsgleði. Haukur var lífsreyndur og þrosk- aður drengur þrátt fyrir ungan ald- ur, hann ásamt foreldrum sínum og bræðrum hafði búið erlendis, ferðast, átt náið fjölskyldulíf og upplifað hið jákvæða í heimi okkar. Elsku Haukur, við munum aldrei gleyma þeim dýrmætu stundum sem við áttum saman og þeim gull- kornum sem þú slóst fram í mörg- um af þínum skemmtilegu frásögn- um og spurningum. Elsku Íris og Böðvar, þið getið verið stolt af uppeldi Hauks og drengjanna ykkar. Þið hafið veitt þeim samverustundir og fróðleik sem hægt er að taka til fyrirmynd- ar, vonandi lærið þið fjögur að njóta þessa stunda áfram og njóta tilveru Hauks í minningu ykkar. Íris, Böðvar, Bjarni, Símon, afi og amma, Guð veri með ykkur í þessari erfiðu sorg. Saknaðarkveðja. Víglundur, Guðrún, Jana Eir og Emil Tumi. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Guð geymi þig, elsku flotti, klári, brosmildi frændi. Megi hann hjálpa þér að átta þig á nýjum heimkynn- um, þar sem þörfin fyrir þig hlýtur að hafa verið mjög mikil, fyrst hann kom svona fljótt að sækja þig frá yndislegum foreldrum, bræðrum, fjölskyldu og vinum. Okkur langar til að kveðja þig, elsku Haukur, með fallegu kveðjunni hans Bubba. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni vekja hann með sól að morgni. Elsku Íris, Böðvar, Bjarni og Símon, amma, afi, Sigríður og Bjarni. Við biðjum þess að algóður Guð megi styrkja ykkur og styðja í sorginni. Kristín, Anna Hulda, Karl og fjölskyldur. Maður veit nú ekki hvað hægt er að segja á svona stundu, eftir að hafa fengið þær fréttir að Haukur frændi á Húsavík, sem dúxaði í öllu í skóla, sem var með allt sitt á hreinu og hundrað prósent, litli frændi minn sem ég lék mér við ásamt Bjarna bróður hans í Laland- ia í Danmörku þegar ég var hjá þeim, hafi lent í þessu hræðilega slysi og sé búinn að kveðja okkur. Mig langar að kveðja þig, elsku Haukur, með ljóði sem ég samdi þegar ég var lítill: Lífið er fuglinn fljúgandi, lífið er að heyra þögnina, lífið er grátandi heimur, lífið deyr smátt og smátt, lífið er yndislegt. Guð geymi þig. Þinn frændi, Júlíus. Kveðja frá Borgarhólsskóla Haukur flutti heim til Húsavíkur með foreldrum sínum og yngri bróður síðla árs 1999. Fram að þeim tíma hafði hann búið í Danmörku. Haukur settist í 8. bekk og kom þar inn í hóp sem hafði verið saman, lít- ið breyttur, frá 6 ára aldri. Haukur hélt sig heldur til hlés,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.