Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 11 BYGGÐASTEFNA á Íslandi er að mörgu leyti frábrugðin byggða- stefnu næstu nágrannaþjóða okkar, en beinar fjárhagslegar aðgerðir gegna mun stærra hlutverki í byggðastefnu hér á landi þegar mið- að er við önnur Norðurlönd. Kostn- aður vegna byggðamála á Íslandi kemur ekki nema að litlu leyti fram í útgjöldum ríkisins. Þannig er áætlað að á liðnu ári hafi heildarkostnaður vegna þessa málaflokks numið tæp- um 8 milljörðum króna en um 2,4 milljarðar komu frá ríkinu. Lang- stærsti hluti útgjalda vegna byggða- mála felst í þeirri jöfnun sem á sér stað gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu: Fólk og fyr- irtæki – Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni, sem Byggðarann- sóknastofnun og Hagfræðistofnun unnu og kynnt var á málþingi í Há- skólanum á Akureyri í gær. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði í ávarpi sínu á málþinginu að framkvæmd byggðaáætlunar sem samþykkt var á Alþingi fyrir réttu ári væri nú kom- in á gott skrið og m.a. hefði góð sam- vinna náðst við önnur ráðuneyti um framkvæmd sameiginlegra verk- efna. Fyrsta stóra verkefnið var opn- un Nýsköpunarmiðstöðvar á Akur- eyri í lok síðasta árs, en henni væri ætlað að vera framvörður í nýrri at- vinnusókn á landsbyggðinni. Ráðherra sagði ástæðu til að leggja áherslu á möguleika lands- byggðarinnar sem tengdust kostum upplýsingasamfélagsins, en hvað varðar hagnýtingu upplýsinga- og fjarskiptatækni stæðist landsbyggð- in ekki samanburð við höfuðborgar- svæðið og því nauðsynlegt að bæta þar úr. Þá nefndi Valgerður sem dæmi um veigameiri verkefni stofnun önd- vegisseturs á sviði auðlindalíftækni við Háskólann á Akureyri, en þar er fyrirhugað að safna saman þekkingu og reynslu til að byggja upp rann- sókna- og nýsköpunarstarfsemi á sviði auðlindalíftækni. „Markmiðið er að unnt verði að stofna til arðbærs fyrirtækjareksturs innan fárra ára sem t.d. gæti tengst sjávarlíftækni, þar sem erfðaefnið er fengið úr líf- ríki sjávar – eða sem tengist land- búnaðarlíftækni þar sem erfðabreytt iðnaðarprótein væru ræktuð með hefðbundnum ræktunaraðferðum landbúnaðarins,“ sagði Valgerður. Í skýrslunni sem kynnt var á mál- þinginu eru settar fram tillögur varðandi byggðamálin, þar sem m.a. er lagt til að þrír stórir byggðakjarn- ar verði efldir utan höfuðborgar- svæðisins, þ.e. Norðurland með Ak- ureyri sem miðpunkt, Vestfirðir með Ísafjörð og Mið-Austurland með Eg- ilsstaði. Tryggvi Herbertsson for- stöðumaður Hagfræðistofnunar fjallaði um tillögurnar og sagði að ástæða fyrir því að lögð væri áhersla á þessa kjarnauppbyggingu væri ekki sú að byggð á jaðarsvæðum skipti engu máli. Þvert á móti væri markmiðið að efla miðlæga byggða- kjarna sem gætu styrkt svæðið um- hverfis. Því er í skýrslunni lagt til að áhrifasvæði þessara þriggja byggða- kjarna verði stækkuð, þannig að jað- arbyggðir geti sótt þangað ýmsa sér- hæfða framleiðsluþætti og þjónustu. Þær aðgerðir sem lagt er til að ráðist verði í til að efla byggðakjarn- ana eru að efla menntun, samgöngur og fjarskipti og bæta þannig að ein- hverju leyti upp mikinn flutnings- kostnað. Styrkir til menntamála verði meginstoðin Í máli Tryggva kom fram að skýrsluhöfundar legðu til að styrkir til menntamála yrðu meginstoðin í því að styrkja byggðakjarnana þrjá. Þannig verði Háskólanum á Akur- eyri gert kleift að koma upp öflugum útibúum á Egilsstöðum og Ísafirði, þar sem hægt yrði að taka a.m.k. fyrstu árin í fjölmennustu greinum háskólanáms, s.s. viðskiptafræði, lögfræði, heilbrigðisgreinum og kennaramenntun. Eins verði fram- haldsskólum gert kleift að koma upp útibúum á smærri þéttbýlisstöðum til að ungt fólk ætti þess kost að vera í heimabyggð til 18 ára aldurs. Fram koma einnig tillögur er varða flutningskostnað og sam- göngur, en hvað þær varðar er m.a. lagt til að við forgangsröðun fram- kvæmda í samgöngukerfinu verði sérstaklega skoðað hver áhrifin verði á stærð atvinnu- og þjónustu- svæða. Eins verði kerfið byggt upp á þann hátt að samgöngur frá jaðar- svæðum að miðstöð hvers byggða- kjarna verði auðveldaðar, sem og samgöngur milli landsbyggðamið- stöðvanna og höfuðborgarsvæðisins. Í skýrslunni kemur einnig fram tillaga um að ríkisstofnanir komi sér upp vefþjónustu þannig að einstak- lingar og fyrirtæki þurfi síður að leita til höfuðborgarsvæðisins til að sinna erindum sínum. Skýrsla um búsetu- og starfsskilyrði kynnt á málþingi um byggðamál á Akureyri í gær Vilja efla þrjá byggðakjarna á landsbyggð Morgunblaðið/Kristján Fjöldi fólks sat málþingið um byggðamál í gær. Fram kom að um 8 milljörðum sé varið til byggðamála á ári. Akureyri. Morgunblaðið SAMNINGUR um yfirtöku Torfa- lækjar- og Svínavatnshreppa á upp- græðsluþætti Landsvirkjunar á virkjunarsvæði vestan Blöndu var undirritaður í Blöndustöð í fyrra- kvöld. Viðstaddir undirritunina voru meðal annars sveitarstjórn- armenn viðkomandi hreppa, for- stjóri Landsvirkjunar svo og nú- og fyrrverandi stöðvarstjóri Blöndu- virkjunar. Samningurinn hljóðar upp á það að Torfalækjar- og Svínavatnshreppur fá greiddar 100 milljónir króna gegn því að annast alla uppgræðslu og áburðardreif- ingu á virkjunarsvæði vestan Blöndu um ókomna tíð. Samninginn undirrituðu þeir Jóhann Guð- mundsson, oddviti í Holti, fyrir hönd Svínavatnshrepps, Erlendur G. Eysteinsson, oddviti á Stóru- Giljá, fyrir hönd Torfalækj- arhrepps og Friðrik Sophusson for- stjóri fyrir hönd Landsvirkjunar. Þeir Jóhann og Erlendur kváðust í samtali við Morgunblaðið vera sáttir við samninginn og í sama streng tók Friðrik Sophusson. Þeir Jóhann og Erlendur sögðu að ekki væri búið að útfæra hvernig staðið yrði að uppgræðslumálum í fram- tíðinni en ljóst væri að áherslur í þessum málum hefðu breyst frá því samningar um Blönduvirkjun voru fyrst undirritaðir í mars árið 1982. Þessi samningur er í raun loka- áfangi í að færa skyldur Lands- virkjunar yfir á heimamenn sam- kvæmt samningnum frá 1982. Friðrik sagði að nú gætu menn ein- beitt sér að því að rækta nábýlið þegar allir samningar væru að baki. Jóhann Guðmundsson sagði að heimamenn væru mjög sáttir við Landsvirkjun sem þegn í samfélag- inu og hefðu öll samskipti við fyr- irtækið gengið mjög vel í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Samninginn um yfirtöku á uppgræðsluþætti Blönduvirkjunar undirrituðu Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og oddvitarnir Jóhann Guð- mundsson og Erlendur G. Eysteinsson. Á myndinni er Rán Jónsdóttir, stöðvarstjóri Blönduvirkjunar, að óska oddvitunum til hamingju. Yfirtaka uppgræðslu á virkjunarsvæði vestan Blöndu Blönduósi. Morgunblaðið. HAFNAR eru viðræður um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Vest- mannaeyja á milli Vestmannaeyjalist- ans og Andrésar Sigmundssonar, sem er eini bæjarfulltrúi Framsókn- arflokks og óháðra. Lúðvík Berg- vinsson V-lista segir engan vafa leika á því að bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks sé fallinn og þetta staðfestir Andrés Sigmundsson. Víkingur Smárason, formaður Framsóknarfélagsins í Vestmanna- eyjum sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að Framsóknarflokkur- inn hefði ekki veitt Andrési Sigmundssyni umboð til meirihluta- viðræðna við V-listann og fulltrúaráð flokksins hefði ekki tekið ákvörðun um að slíta núverandi meirihlutasam- starfi við sjálfstæðismenn í bæjar- stjórn. Nýr meirihluti myndaður strax eftir helgina Andrés Sigmundsson segir hóp vera innan Framsóknarflokksins sem ekki sé sáttur við að gengið verði til samstarfs við V-listann. „Mín afstaða í málinu er aftur á móti alveg óbreytt. Ég hef slitið samstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn og ég hef hafið viðræð- ur við V-listann og ég stefni að því að ljúka þeim viðræðum sem fyrst.“ Andrés segist vonast til að hægt verði að ljúka þeim viðræðum strax eftir helgina en aðspurður um stuðn- ing við sig í málinu segir hann: „Það má orða það þannig að ég þekki mitt heimafólk og ég veit nú svona nokk- urn veginn hvaða stuðning ég hef. “ Framsóknarmenn komu saman til skyndifundar í hádeginu í gær til að fara yfir þá stöðu sem upp er komin eftir að meirihlutinn í bæjarstjórn klofnaði í atkvæðagreiðslu sl. fimmtu- dag um afstöðu til tillögu samgöngu- ráðherra um að þriggja manna nefnd verði skipuð til að fara yfir nýlega skýrslu starfshóps um samgöngur til Eyja. Ákveðið hefur verið að boða til stjórnarfundar í framsóknarfélaginu kl. 10:30 í dag vegna málsins. Niðurstaða á mánudaginn Í gærmorgun sendu Andrés og Lúðvík frá sér undirritaða yfirlýsingu um að hafnar væru viðræður um myndun nýs meirihluta. Guðjón Hjörleifsson, oddviti sjálf- stæðismanna, segir að Andrés hafi lýst yfir að hann sé, „prívat og per- sónulega“, búinn að slíta meirihluta- samstarfinu. „Fulltrúaráð Framsókn- arflokksins hefur ekki slitið samstarfinu og við erum með sam- komulag við Framsóknarflokkinn og óháða. Þeir eru að funda í dag og á morgun en hvort Andrés gerir þetta sem persóna og fer yfir og myndar meirihluta, en hann getur gert það samkvæmt þeim leikreglum sem í gildi eru, eða hvort þetta verður tveggja flokka samkomulag, verður tíminn að leiða í ljós,“ sagði Guðjón. Lúðvík segir að menn muni gefa sér góðan tíma yfir helgina til að fara yfir málin í þeim meirihlutaviðræðum sem hafnar séu. Guðjón Hjörleifsson tók fram að engir hnökrar hefðu verið á samstarf- inu á kjörtímabilinu innan þess trún- aðarhóps meirihlutans sem vinnur að málefnum Vestmannaeyjabæjar. Gott trúnaðartraust hefði skapast á milli manna og engan skugga hefði borið þar á. Það væri því synd hvernig komið væri nú. Viðræður hafnar um myndun nýs meirihluta Sviptingar og óvissa í bæjarstjórn Vestmannaeyja Framsóknarfélagið hefur ekki veitt umboð til viðræðna samskiptum meðferðaraðila við not- endur þjónustunnar. Aðstaða og um- hverfi verði skapað til að uppfylla þessi skilyrði. Áhersla verði lögð á breytta stefnu í ríkjandi meðferðarúrræðum þar sem notkun og ávísun geðlyfja verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Efld verði til muna aðkoma þverfag- legra aðila að meðferðarúrræðum. Gengið verði frá samningum varðandi greiðslur af hálfu almannatrygginga- kerfisins fyrir sálfræðiþjónustu á sama hátt og fyrir geðlæknisþjón- ustu.“ NÍU félög hafa sent frá sér sameig- inglega ályktun um áherslur í geðheil- brigðismálum. Félögin eru Geðhjálp, Þroskahjálp, Blindrafélagið, MS-fé- lag Íslands, Félag heyrnarlausra, Kraftur – styrktarfélag, Sjálfsbjörg – landssamband fatlaðra, Áhugahópur um geðheilbrigðismál og Umhyggja, styrktarfélag langveikra barna. Fer ályktunin hér á eftir: „Öllum verði tryggður jafn aðgang- ur að geðheilbrigðiskerfinu. Þjónust- an verði sniðin að þörfum og á for- sendum notenda þjónustunnar. Virðing verði höfð í fyrirrúmi í Öllum verði tryggður jafn aðgangur Ályktun um geðheilbrigðismál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.