Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 18
STRÍÐ Í ÍRAK 18 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR Bagdad, höfuðborgar Íraks, voru aftur á ferli í gærdag eftir loft- árásir næturinnar. Voru margar verslanir opnar í gærdag. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum þeg- ar skyggja tekur, enda halda flestir sig þá innandyra, fullvissir um að loftárásir muni hefjast að nýju er nóttinn skellur á. Mohammed Sa’eed al-Sahhaf, upplýsingamálaráðherra Íraks, hélt í gær fréttamannafund og fór þar hörðum orðum um Bandaríkja- stjórn. Við hlið hans stóð Mahmoud Diab al-Ahmed innanríkisráðherra, vopnaður Kalashnikov-riffli og íklæddur hermannafatnaði. Glitti í hníf í vasa al-Ahmeds og hann var jafnframt með skammbyssu til taks. „Þið eruð kannski að velta fyrir ykkur hvers vegna ég ber Kalashni- kov og er klæddur í skothelt vesti,“ sagði hann við viðstadda fréttamenn. „Ástæðan er sú að allir Írakar hafa heitið því að leggja vopn okkar ekki frá okkur fyrr en á degi sigursins.“ Börnin óttaslegin Margir íbúa Bagdad höfðu á fimmtudag verið undrandi yfir því hversu hægt Bretar og Bandaríkja- menn fóru í sakirnar fyrstu nótt hernaðaraðgerðanna, enda hafði ver- ið rætt um að þeir ætluðu að byrja með látum. Flestir óttuðust hins veg- ar að einungis væri um að ræða logn- ið á undan storminum, að ráðist yrði á Bagdad af miklu offorsi þá um kvöldið. „Í kvöld [fimmtudag] verður annað uppi á teningnum,“ sagði Íraki í höfuðborginni. Lét hann þess getið að hann hefði átt erfitt með að sofna nóttina áður og að hann hefði síðan aðeins getað sofið í tvær og hálfa klukkustund, en þá hófust loftárásir bandamanna. Fáir voru á ferli á fimmtudags- kvöld. Það var helst að sjá mætti her- menn og liðsmenn lögreglunnar á stjái. Öllum verslunum og veitinga- stöðum hafði verið kirfilega lokað til að koma í veg fyrir gripdeildir í skjóli nætur. Ein matvöruverslun fannst þó opin og voru helstu viðskiptavin- irnir lögreglu- og hermennirnir sem í engin önnur hús hafa að venda. „Við verðum að hafa búðina opna,“ sagði eigandinn, Ahmed Ismael. „Þetta er land okkar og þjóð. Hvernig getum við lokað við þessar aðstæður?“ Ismael, sem er menntaður verk- fræðingur, sagðist gera ráð fyrir að loftárásirnar hæfust fyrir alvöru þá um kvöldið, en hann kvaðst óhrædd- ur. Börn hans væru þó óttaslegin. „Við upplifðum þetta sama árið 1991,“ sagði hann, „en börn mín eru afar ung og deila ekki sömu reynslu.“ Ismael hafði hlýtt á ræðu Sadd- ams Husseins Íraksforseta um morguninn, en henni var sjónvarpað beint í Írak. „Hann stóð sig vel, virt- ist yfirvegaður,“ sagði hann. „Jafn- vel þó að það deili ekki allir skoð- unum með Saddam Hussein þá styðjum við hann öll núna.“ Ekkert nýbakað brauð að hafa Við Rashid-stræti – elstu verslun- argötu borgarinnar – var að finna gamlan mann sem selur sígarettur og eldspýtur. Virtist hann ekki hafa áttað sig á því að enginn væri á ferli. Allar konur virtust gufaðar upp. Sagðist blaðamaður Los Angeles Times aðeins hafa rekist á eina konu í Bagdad þennan fimmtudag; Zökhu Khasun, sex barna móður sem hann hitti í Jadriya, hverfi í austurhluta borgarinnar. „Ég fór á stjá til að kaupa brauð og ávexti en allar versl- anir eru lokaðar,“ sagði hún. „Börnin kunna að meta nýbakað brauð. Lík- lega fá þau ekki nýbakað brauð fyrr en þessu stríði er lokið.“ Annars staðar í Bagdad hafði glæsilegasta hótel borgarinnar, Al- Rashid, umbreyst í hálfgert graf- hýsi, því allir gestir voru á bak og burt. Orðrómur hafði verið á kreiki um að Bandaríkjamenn litu á hótelið sem lögmætt skotmark. „Fór á stjá til að kaupa brauð og ávexti“ Fáir eru á ferli þegar skyggja tekur í Bagdad og flestar versl- anir eru lokaðar Bagdad. Los Angeles Times, Newsday, AP. Los Angeles Times/Carolyn Cole Hin helga kirkja, Kadamia, í Bagdad var lokuð á fimmtudag og neyddist því kristið fólk í borginni til að biðja bænir sínar við kirkjudyrnar. Reuters Mahmoud Diab al-Ahmed, innan- ríkisráðherra Íraks, kveðst ekki ætla að leggja Kalashnikov-riffilinn sinn frá sér fyrr en sigur vinnst á herjum Breta og Bandaríkjamanna. Los Angeles Times/Carolyn Cole Á nokkrum stöðum í Bagdad mátti finna götusala sem seldu nauðsynjar eins og egg og mjólkurvörur. Flestar verslanir voru hins vegar lokaðar. OPINBER fréttastofa íraskra stjórnvalda sagði í gær að 37 manns hefðu særst í Bagdad og nágrenni hennar í loftárásum Breta og Bandaríkjamanna í fyrrinótt. Nokkrir borgarar féllu hins vegar í suðurhluta landsins er þeir lentu mitt á milli árásarherja Bandaríkjamanna og íraska hersins þar sem bardagar stóðu yfir í gær- morgun. Hafði fólkið á myndinni lent í þessum að- stæðum. Ekki er vitað hversu margir óbreyttir borgarar hafa fallið í þeim átökum sem nú geisa víðs vegar í Írak. Reuters Ljóst að óbreyttir borgarar hafa fallið ÁTTA breskir hermenn og fjórir bandarískir biðu bana þegar ein af þyrlum Bandaríkjahers brotlenti í Kúveit í fyrrinótt, að sögn talsmanna Bandaríkjahers. Ekki er vitað hvað olli slysinu en embættismenn tóku fram að ekki væri um það að ræða að Írakar hefðu skotið þyrluna niður. „Þetta var slys,“ sagði Al Lock- wood, talsmaður breska hersins á svæðinu, í samtali við breska ríkisút- varpið, BBC. Þyrlan var hluti af landgönguliði Bandaríkjahers og var af gerðinni CH-46 Sea Knight. Hún fórst rétt fyrir eitt aðfaranótt föstudags, að ísl. tíma, um 15 km frá landamærunum að Írak. Átti slysið sér stað í þann mund er hersveitir Breta og Banda- ríkjamanna tóku á sitt vald olíu- svæðin á Al Faw-skaganum í Suður- Írak. Sea Knight-þyrlurnar eru risa- stórar, í líkingu við strætisvagn í út- liti, og eru þær notaðar til að flytja hermenn til vígstöðvanna. Tólf her- menn fórust í þyrluslysi í Kúveit Washington. AP. FORNLEIFAFRÆÐINGAR og aðrir, sem er umhugað um varðveizlu fornra menningar- minja, óttast að stríðið í Írak kunni að valda óbætanlegum skaða á merkum minjum í land- inu, þar sem elztu menningar- minjar mannkyns er að finna. Á hinu forna menningar- svæði milli fljótanna Efrat og Tígris hafa um 10.000 staðir verið skráðir, þar sem merkar minjar hafa verið grafnar upp. Eftir því sem greint er frá í þýzka vikuritinu Der Spiegel er gizkað á að slíkar minjar megi finna á 500.000 öðrum stöðum á þessum slóðum. Ómetanlegar fornminjar eins og „hengigarðarnir í Bab- ýlon“ sem taldir eru til heim- sundra fornaldar, eru í hættu, að mati McGuire Gibson, sér- fræðings í fornleifafræði Mesó- pótamíu-svæðisins við Chicago- háskóla. Það þyrftu ekki einu sinni að lenda sprengjur á forn- minjunum – „hristingurinn einn sem sprengingar í grennd við þær myndu valda gætu valdið miklum skaða,“ hefur Spiegel eftir Gibson. Í Persaflóastríðinu 1991 urðu dýrmætar minjar í Írak fyrir skaða. Þannig lentu t.d. yfir 400 fallbyssuskot í 4.000 ára gömlu hofi í fornaldarborginni Ur. Rænt og ruplað í skjóli stríðs Þá er ennfremur talin hætta á því að í óreiðunni sem stríðið veldur kunni ýmsir dýrgripir að lenda í röngum höndum. Í uppreisninni gegn stjórn Sadd- ams Husseins sem fylgdi í kjöl- far Persaflóastríðsins 1991 létu ræningjar greipar sópa um ell- efu af þrettán merkustu minja- söfnum landsins. Þannig lenti margur dýrgripurinn á svarta- markaði Vesturlanda. Íraskar forn- leifar í hættu STJÓRNVÖLD í bæði Frakklandi og Rússlandi hafa hafnað beiðni Bandaríkjamanna um að íröskum diplómötum verði vísað úr landi og sendiráðum Íraks í þessum lönd- um verði lokað. „Frakkland telur að hér sé vikið að rétti fullvalda þjóða. Á þessari stundu er engin ástæða til að verða við beiðninni,“ sagði Francois Rivasseau, tals- maður franska utanríkisráðuneyt- isins. Greint var frá því á fimmtudag að utanríkisráðuneytið bandaríska hefði fyrirskipað sendiherrum sín- um víða um lönd að fara fram á það við stjórnvöld í þeim ríkjum, þar sem Írakar hafa sendiráð, að íröskum sendifulltrúum yrði vísað úr landi. Sagði Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, að erindrekarnir væru fulltrúar „spilltrar og illrar stjórnar“. Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, brást líkt við og frönsk stjórnvöld en hann sagði í gær að hann myndi ekki verða við beiðni Bandaríkjastjórnar, enda sam- rýmdist hún ekki rússneskum lög- um. Vilja ekki vísa fulltrú- um Íraks úr landi París, Moskvu. AFP, AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.