Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 39
var afar dagfarsprúður og ljúfur
drengur. Hinir krakkarnir tóku vel
á móti honum og kynntust honum
smám saman.
Í Danmörku hafði hann aldrei
þurft að taka próf í skólanum, því
veltu foreldrar hans og kennarar
því fyrir sér í byrjun hvar hann
stæði í samanburði við jafnaldrana
á Íslandi. Það kom fljótlega í ljós
hve afburða námsmaður hann var,
það þurfti ekki einu sinni að hafa
áhyggjur af íslenskri réttritun hjá
honum. Þegar bekkjarfélagarnir
höfðu orð á góðu einkunnunum
hans og spurðu hvernig hann færi
að þessu var fátt um svör. Hann
horfði bara á þá með stóískri ró og
brosti út í annað.
Þegar hann tók við öllum verð-
laununum fyrir frábæran námsár-
angur við lok 10. bekkjar var hann
farinn að brosa hálfvandræðalega,
hann var kallaður svo oft upp.
Á stundum sem þessum er gott
að eiga góðar minningar um ljúfan
dreng og traustan vin. Minningar
úr skólanum, úr skemmtilegu
skólaferðalagi 10. bekkjar síðastlið-
ið vor og svo mætti áfram telja.
Toppurinn á því ferðalagi fannst
Hauki vera flúðasiglingin í Skaga-
firði.
Annað sem honum fannst frá-
bært við það ferðalag var að þar
kynntist hann krökkunum úr hinni
bekkjardeild 10. bekkjar á nýjan
hátt.
Með þessum orðum er Hauki
Böðvarssyni þökkuð samveran í
Borgarhólsskóla.
Við biðjum algóðan guð að
styrkja foreldra, bræður og aðra
ástvini á erfiðum tímum.
Með sorg í hjarta kveðjum við í
dag okkar kæra vin og bekkjar-
félaga, Hauk Böðvarsson.
Við viljum þakka fyrir að hafa
fengið að njóta samveru hans og
hann mun alltaf eiga stað í huga og
hjörtum okkar allra.
Í dimmum skugga af löngu liðnum vetri
mitt ljóð til þín var árum saman grafið.
Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið
hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri.
Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson.)
Við viljum votta fjölskyldu
Hauks og ástvinum dýpstu samúð
og biðjum Guð að styrkja þau og
styðja í sorginni.
Guð geymi þig, kæri vinur.
Bekkjarfélagar
úr árgangi ’86 á Húsavík.
Kveðja
frá Framhaldsskólanum
á Húsavík
Stórt skarð er höggvið í nem-
endahóp Framhaldsskólans á
Húsavík. Á augabragði batt hörmu-
legt slys enda á dýrmætt líf ungs
manns sem var að stíga sín fyrstu
skref inn í veröld fullorðinna og var
í raun óvenju vel undirbúinn til að
takast á við lífið og tilveruna í sinni
fjölbreyttustu mynd. Eftir sitja ást-
vinir, náinn vinahópur, skólafélag-
ar, kennarar og Húsvíkingar allir,
sorgmæddir, hnípnir og í vanda.
Haukur Böðvarsson hóf nám á
náttúrufræðibraut við Framhalds-
skólann á Húsavík síðastliðið haust.
Hann kom vel undirbúinn með
glæsilegan vitnisburð úr grunn-
skóla, tók námið föstum tökum og á
þessum stutta tíma sannfærði hann
kennara sína um að hann væri af-
burða nemandi sem þeir bundu
miklar vonir við og hlökkuðu til að
vinna með allt til stúdentsprófs.
Haukur var sérlega vel að sér í
stærðfræði og raungreinum. Þann-
ig vantaði hann aðeins herslumun
að komast í úrslit 20 bestu í stærð-
fræðikeppni framhaldsskólanna á
yngra stigi á þessu skólaári og var
þó á fyrra ári þess stigs. Sama gilti
um aðrar greinar. Hann var fremst-
ur meðal jafningja á grunnskóla-
prófi í íslensku þrátt fyrir áralanga
dvöl og grunnskólanám í Danmörku
fram í miðjan áttunda bekk.
Að flytja heim reyndist honum
mikil áskorun því hann var vin-
margur og leiðtogi í sínum vinahópi
í Danmörku. Félagsleg hæfni hans
kom vel í ljós á þessum tíma og að
hálfu ári liðnu hafði hann myndað
sterk tengsl við góðan vinahóp sem
hefur síðan haldið vel saman.
Haukur var hæglátur að eðlisfari
og dagfarsprúður, fyrirmyndar
nemandi í hvívetna. Síðustu mánuði
hafa kennarar merkt vel vaxandi
þroska hans og mikla getu til að
takast á við þyngri verkefni í nám-
inu og um leið hafa samskiptin orðið
opnari og persónulegri eins og ger-
ist þegar kynni aukast og gagn-
kvæmt traust verður til.
Haukur var áhugasamur tónlist-
armaður og líkamsrækt stundaði
hann reglulega. Hann var heil-
steyptur, reglusamur og sannur
drengur sem foreldrar og fjölskyld-
an öll voru stolt af.
Í Framhaldsskólanum á Húsavík
ríkir sorg og söknuður yfir sárum
missi.
Foreldrum, bræðrum og öðrum
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Guðmundur Birkir Þorkels-
son skólameistari.
Það er svo skrítið hve fljótt lífið
breytist, það getur allt umturnast á
einum degi. Við gátum ekki trúað
því þegar okkur var sagt að Haukur
væri dáinn.
Það var bara um síðustu helgi
sem þú varst hjá okkur og við eydd-
um yndislegum tíma saman. Við
spjölluðum og hlógum en núna ert
þú farinn.
Öll eigum við okkar einstöku
minningar um Hauk sem við mun-
um geyma að eilífu. Til dæmis þeg-
ar Elín kom og heimsótti ykkur til
Danmerkur. Elín og Haukur voru
allan daginn í tennis á götunni fyrir
framan húsið ásamt því að tala um
allt milli himins og jarðar en meðal
annars þá var hann að reyna að
kenna henni dönsku. Og líka allar
þær stundir sem Kalli og Haukur
hafa verið saman í Danmörku, bæði
þegar Kalli fór með fjölskyldunni
og þegar hann fór einn en sú ferð
var Kalla mikils virði. Ekki hafa
samverustundirnar verið síðri eftir
að Haukur flutti heim til Íslands.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um þig og þær stundir sem
við áttum saman og þessar minn-
ingar munum við alltaf geyma í
hjarta okkar. Okkur þykir vænt um
þig.
Ég hef augu mín til fjallanna: Hvaðan
kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara
himins og jarðar.
Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir
þér, hann er þér til hægri handar.
Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér
mein, né heldur tunglið um nætur.
Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
Drottinn mun varðveita útgöngu þína og
inngöngu héðan í frá og að eilífu.
(121. Davíðssálmur.)
Elsku Íris, Böðvar, Bjarni og
Símon. Megi Guðs blessun hvíla yfir
ykkur og veita ykkur styrk í þessari
miklu sorg.
Elín, Karl og Tómas.
Elsku Haukur.
Fyrir rúmum sextán árum fórum
við hjónin til Danmerkur í heim-
sókn til Írisar og Böðvars. Við það
tækifæri var annað barn þeirra
hjóna skírt, í lítilli sveitakirkju fyrir
utan Maribo, og hlaut það nafnið
Haukur. Allar götur síðan höfum
við fylgst með þessum dreng og
þeim ótrúlegu hæfileikum sem
hann var gæddur. Við getum ósköp
lítið sagt en tilfinningum okkar er
best lýst í Söknuði, ljóði Vilhjálms
Vilhjálmssonar.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
Elsku Íris, Böðvar, Bjarni og
Símon. Megi góður Guð styrkja
ykkur í þessari miklu sorg. Sökn-
uðurinn um ljúfan og góðan dreng
er sár, en minningin um góða vininn
okkar mun áfram lifa í hjörtum okk-
ar.
Ástarkveðjur,
Lilja og Njáll.
Við viljum kveðja góðan vin okk-
ar, sem eins og margir aðrir snill-
ingar var kvaddur of snemma. Það
er aðeins ein eftirsjá; að of fáir hafi
fengið að kynnast honum eins og
við þekktum hann. Honum verður
aldrei gleymt og viljum við kveðja
hann með þessum orðum.
Skjótt vill bregða sól á sumardegi,
sorgarskuggar falla á ævivegi.
Leifturhraði lífsins slítur þráð,
lítt við skiljum alföðurins ráð.
Gekkst þú burt svo glaður og frjáls í sinni,
glöð við treystum afturkomu þinni.
Helfregn þín er hjó svo djúpa und,
heim til okkar barst á samri stund.
Lifðu heill í ljóssins sölum björtum,
lifir minning þín í vina hjörtum,
ótal bænir um þig vefja nú,
ástúð, gleði, kærleik, von og trú.
(Rannveig Guðmundsdóttir.)
Haukur, við vonum að þú sért á
betri stað og þér líði vel.
Þínir vinir,
Ágúst, Árni Þór, Ásgeir Logi,
Björgvin Bessi, Helgi, Helga,
Óli og Þorgrímur.
Elsku hjartans Haukur. Þér
verður ekki lýst í fáum orðum. Þú
varst, ert og verður alltaf engill. Við
erum enn ekki búnar að átta okkur
á að þú sért farinn, en það er gott að
hugsa til þess hvað þú varst glaður
seinast þegar við sáum þig. Þú
varst mesti snillingur sem við höf-
um kynnst og verður það alltaf. Það
voru forréttindi að fá að kynnast
þér og við munum aldrei gleyma
þér.
Við vottum fjölskyldu og vinu-
mokkar innilegustu samúð.
Við áttum ljós svo undur hlýtt og bjart,
á okkar veg það stráði geislum sínum.
Það dró upp ský svo dauðans ógnar svart.
Einn dag var ljósið horfið okkur sýnum.
En þó það hyrfi skín það bak við ský,
skynjum ei þann geisla, er frá því stafar.
En aftur birtir efalaust á ný;
það okkur lýsir hinummegin grafar.
Í minninganna skara skulum eld;
Hann skotið getur bjarma fram á veginn
og yljað þar til kemur ævikveld
og kæra ljósið birtist hinum megin.
Er að því kemur, óska viljum þess,
að eina hvílu bæði megum gista
og vakna í afturelding saman hress,
þá endurheimtum ljósið okkar missta.
(Arnór Sigmundsson.)
Minning þín lifir að eilífu. Með
virðingu og söknuði, þínar vinkon-
ur,
Ásgerður Heba, Birgitta,
Dagný og Rebekka.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA KONRÁÐSDÓTTIR,
Hveragerði,
lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
sunnudaginn 16. mars sl.
Jarðsett verður frá Hveragerðiskirkju í dag,
laugardaginn 22. mars, kl. 14.00.
Guðný Jóhanna Kjartansdóttir, Ólafur Hannes Kornelíusson,
Björn Guðjónsson, Ásta Gunnlaugsdóttir,
Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir, Óskar Elíasson,
Sigurður Guðjónsson, Ólöf Geirmundsdóttir,
Margrét Guðjónsdóttir, Ómar Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR,
Laufási 7,
Egilsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á
Egilsstöðum.
Vilhjálmur Emilsson,
Björg Vilhjálmsdóttir,
Emil Vilhjálmsson
og fjölskyldur.
Elskuleg móðursystir mín og systir,
VALGERÐUR H. MAGNÚSDÓTTIR,
áður til heimilis á
Háaleitisbraut 153,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudag-
inn 19. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Helga Skúladóttir,
Guðrún Magnúsdóttir.
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR,
Nesvegi 58,
Reykjavík,
andaðist á Landspítala Fossvogi að kvöldi
fimmtudagsins 20. mars.
Björn Friðriksson,
Helga Friðriksdóttir, Smári Haraldsson,
Elín Smáradóttir,
Friðrik Hagalín Smárason,
Halldór Smárason.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÓSKAR SIGURÐSSON
fyrrum verkstjóri,
til heimilis
á Hrafnistu Hafnarfirði,
andaðist að kvöldi fimmtudagsins 20. mars.
Fyrir hönd aðstandenda,
Bragi Óskarsson, Sonja Håkansson,
Guðfinna Óskarsdóttir, Guðmundur Ívarsson,
Sigurður Óskarsson, Sigurbjörg Símonardóttir,
Sigurður R. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.