Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 49 • Hvernig er komið fyrir frelsi okkar og sjálfstæði í upphafi nýrrar aldar? • Er hvoru tveggja vel borgið í höndum stofnanajafnréttisins eða er breytinga þörf? • Hvers vegna gleymist saga kvenna svo hratt sem raun ber vitni? Þessar spurningar og margar fleiri verða ræddar á átta klukkustunda námskeiði í kvennasögu í Kvennaskóla Helgu á Meðalbraut 14 í Kópavogi. Námskeiðið verður haldið 1., 3., 8. og 10. apríl nk. kl. 20.00-22.00. Það kostar kr. 5.000. Námsefni er innifalið. Nánari upplýsingar og innritun: Helga Sigurjónsdóttir, netfang: helgasd@simnet.is, veffang: www.skolihelgu.is, sími: 554 2337. Konur, konur! ASÍ-kálfur sem fylgdi Morgun- blaðinu nú í vikunni fjallaði um vel- ferð og fátækt. Það var góðra gjalda vert. Ég tel að íslenzka vel- ferðarríkið sé heldur vel í sveit sett og engin ástæða til annars en fagna þeirri velmegun sem mikill hluti þjóðarinnar býr við. Ég benti hins vegar á það um daginn hér í blaðinu, hvernig milljarðamæring- ar hafa komið undir sig fótunum í þessu tiltölulega saklausa þjóð- félagi okkar, ekki sízt í fákeppni, en okkar litla samfélag þarf svo sannarlega ekki á nýrri stétt millj- arðamæringa að halda, ég tala nú ekki um þá sem nota gróðann til fjárfestinga erlendis og flytja þannig út það auðmagn sem betur væri komið í innlendri uppbygg- ingu. Eins og málum er háttað hjá okkur á þessi almenningur ekki í önnur hús að venda til að afla sér nauðsynja en þangað sem vöruverð er lægst, þótt það sé nífalt hærra en í nágrannalöndum okkar. Þetta hefur ekki verið góð þróun og það sér ekki fyrir endann á henni. Þeir sem hafa tækifæri til að safna svo miklum gróða án sér- stakrar fyrirhafnar, taka auðvitað til sín þann skerf af kökunni sem upp á er boðið og kæra sig kollótta; rétt eins og þeir sem fengu kvót- ann á silfurbakka þingmanna á sín- um tíma og voru einskonar braut- ryðjendur í því að ná undir sig sameign þjóðarinnar. Þá var farið að tala um hundruð milljóna. Og milljarðurinn var á næstu grösum. Þegar þessi þróun átti sér stað náðum við ritstjórar Morgunblaðs- ins fundi með nokkrum forystu- mönnum alþýðusamtakanna og gagnrýndum þá fyrir sofandahátt í kvótamálum, en þessi forysta hreyfði hvorki legg né lið til að taka undir gagnrýni Morgunblaðs- ins á þetta brask allt. Það varð fátt um svör. Á sínum tíma var sú stefna boð- uð í Morgunblaðinu sem við köll- uðum auðjöfnun uppá við, þ.e. vel- ferð fyrir alla. Við höfðum gaman af þessum vígorðum, því að þau féllu ekki í kramið hjá þeim sem þá þóttust eiga öll veð í alþýðunni, rétt eins og útgerðin veðsetti eigur annarra eins og eigin eign væri. Þetta var áður en Kínverjar gerðu sér grein fyrir því að kapít- alismi væri forsenda sæmilega virks maóisma. Vígorðin áttu nátt- úrlega að minna á að farsælast væri að hafna marx-lenin-leiðinni til fátæktar, en happadrýgst að sem flestir væru vel bjargálna; þá myndaðist engin gjá milli ríkra og fátækra og samfélagið gæti virkað með heldur heilsusamleg markmið að leiðarljósi. Það hefur líka orðið, að mestu, sem betur fer, þótt millj- arðabrosið sé falski tónninn á þess- ari sólarströnd. Mikill hluti þjóð- arinnar hefur notið kaupmáttar- aukningar og lifað bærilegu lífi, a.m.k. fram að atvinnuleysinu nú sem vonandi er einungis smáhik á langri vegferð, rétt eins og þegar springur á rútunni. Fyrrnefndur kálfur fjallaði m.a. um fátækt. Ég er henni að vísu lítt kunnugur, en hlusta á þá sem um hana tala. Þeir hljóta að luma á þekkingu sem blasir ekki við í hversdagslegu lífi okkar. Það minnir mig á fund sem al- þýðusamtökin stóðu að á Selfossi fyrir margt löngu. Það var góður fundur, en sáði í huga minn efa- semdum um framtíðina. Mig lang- aði sem ritstjóri þessa blaðs að heyra hvernig forystumenn laun- þegasamtakanna töluðu, enda taldi ég mér skylt að hlusta á erkibysk- ups boðskap. Það sem eftir situr er þetta: Að nokkrum árum liðnum, sögðu þeir, verður orðin almenn velsæld á Íslandi; sem sagt auðjöfnun uppá við. En þá verða ýmsir eftir, fá- mennur hópur sem öllum verður sama um, einnig forystumönnum alþýðusamtakanna. Og þá ekki síð- ur stjórnmálamönnum. Þessir fá- tæklingar verða sem sagt heillum horfnir. Atkvæði þeirra fá og ráða engum úrslitum. Um það leyti sem ég fæddist var fátækt á Ísland. Þó voru margir bjargálna. Opinberir starfsmenn höfðu fasta vinnu, það voru forrétt- indi, þótt kaupið væri lágt. Þá var algengast að menn rétt skrimtu og því auðveldara að búa við lág laun og lítil efni en nú, þegar flestir njóta velsældar. En hið borgara- lega öryggisnet frá byltingunni 1789 mætti, að því er virðist, vera þéttriðnara. Ég lít ekki á það sem ölmusu, heldur mannúðlega skyldu við samfélagið. Í gamla daga voru þeir sem höfðu lítil efni, sögðu forystumenn- irnir réttilega, eins og upp fyrir miðjan píramíða, toppurinn voru þeir ríku. Og þeir voru fáir. Það voru nokkur athafnaskáld, flest eftirminnilegir mannvinir, og svo gróssérar. Allir kappkostuðu að sinna neðsta hluta píramíðans. Þar var aflið. Þar voru atkvæðin. Og út á þessi atkvæði gerðu pólitíkusar, það vantaði ekki! Nú er þessu öfugt farið. Þróunin hefur snúið píramíðanum við. Hann stendur á toppnum, öfugur. Og þeir sem lítið hafa eru fáir miðað við heildina og enn færri hafa áhuga á þeim. Þeir verða að dúsa þarna einir, án raunverulegrar samúðar. Þeir verða ekki yfir 10% sögðu forystumennirnir á fundin- um á Selfossi, kannski ekki nema 5%. Nú virðist þessi spá þeirra vera að rætast. Við búum í öfugum píra- míða, sem er að vísu betri en rétti píramíðinn á kreppuárunum, eða þeir sem standa í gulri sandauðn Egyptalands. Uppúr þessu fórum við morg- unblaðsmenn að boða láglauna- stefnu sem var fólgin í því að hækkað kaupgjald dreifðist jafnt yfir alla launþega, þannig að hinir lægstlaunuðu fengju tiltölulega mest. Það mundi stuðla að meiri launajöfnuði. En þetta var óvinsæl stefna, ekki sízt af launþegasam- tökunum svo nefndu. Fæstir voru láglaunafólk þar á bæ, nei, þar vildu allir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Og því meiri laun, því hærri kjarabót. Það kom fyrir í þá daga að kallað væri á eftir mér: Hvað segir lág- launaritstjórinn í dag?! Og þá tók gjáin að myndast án þess við neitt yrði ráðið. Nei, ég er ekki að boða neinn al- gildan launajöfnuð, hann er ekki til, en fyrr má nú vera! Milljarðabrosið er engin sól í samfélaginu. Miklu fremur sól- myrkvi. Margt fólk sem býr við lítil efni getur verið betra samfélag en kompaníið við milljarðaglennuna. Og það vita allir að hamingjan býr í hjarta manns, höpp eru ytri gæði, eins og fátækt skáld sagði á sín- um tíma og fékk sér ærlega í staupinu. En því miður, hið ræktaða hjarta er ekki ávísun á veraldleg gæði; ekki endilega. En það var mér ung- um blaðamanni í senn uppörvun og ærin gleði að koma þessu hjarta- lagi á framfæri í Morgunblaðinu. En nú er það ekki tízkuefni fjöl- miðla. Nú er hlaupið eftir glans- fólki og gervifrægð. En þó eru margir til fyrirmyndar, sem betur fer, ekki sízt ungt vel menntað fólk. En hvað sem því líður er ASÍ- kálfurinn góðra gjalda verður. En þróunin var fyrirsjáanleg. Og mér er til efs það hafi nokkurn tíma verið neinn raunverulegur áhugi á lítt bjargálna fólki eða kjörum þess, eftir að píramíðanum var snúið við. MATTHÍAS JOHANNESSEN, Reynimel 25A, Reykjavík. Auðjöfnun uppá við Frá Matthíasi Johannessen Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 frá okt.-apríl Orator, félag laganema FRÉTTIR FJÖLMENNUR aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík var hald- inn í Ásgarði, Glæsibæ fyrir skömmu. Fundurinn samþykkti samhljóða ályktun þar sem há þjón- ustugjöld í heilbrigðiskerfinu eru gagnrýnd. „Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni vekur at- hygli stjórnvalda á sífellt hækkandi hlutfalli af lágum tekjum eftirlauna- fólks, sem það þarf að verja til greiðslna þjónustugjalda og til sér- fræðilæknis- og lyfjakostnaðar. Þessar hækkanir koma hart niður á öldruðum og öryrkjum og ört stækkandi hópi fólks á Íslandi, sem telst búa við kjör undir fátæktar- mörkum og orðið er mikið áhyggju- efni. Ef til vill er þetta orsakavaldur aukinnar fátæktar á Íslandi. Fundurinn telur einnig, að þessar hækkanir stangist á við yfirlýsingu stjórnvalda frá því í haust, um að samráð skyldi haft við samtök eldri borgara um ákvarðanir sem varða kjör þeirra. Fundurinn telur því að stjórnvöld hafi brugðist því sam- komulagi.“ Í stjórnarkjöri voru 17 manns. Í stjórn voru kosin: Baldvin Tryggva- son, Bryndís Steinþórsdóttir, Bryn- dís Víglundsdóttir, Halldóra H. Kristjánsdóttir, Hinrik Bjarnason, Pétur Guðmundsson og Torben Friðriksson. Fyrir eru í stjórn: Mar- grét Margeirsdóttir, María H. Guð- mundsdóttir, Marías Þ. Guðmunds- son, Stefán Ólafur Jónsson, Sólveig Pálmadóttir, Þórir Daníelsson og Þórunn Lárusdóttir. Í varastjórn voru kosin: Páll Guðmundsson, Helga Gröndal og Tómas Einarsson, fyrir eru: Halldór Þorsteinsson, Guðmundur Jóhannsson og Arnljót- ur Sigurjónsson. Formaður félagsins Ólafur Ólafsson var kosinn til tveggja ára Segja hækk- anir stang- ast á við yfirlýsingar AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.