Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 17
þeim. Við kunnum ekki að nota
bandarísk vopn.“
Fulltrúi Bandaríkjastjórnar sagði
á fimmtudaginn að bandarískir emb-
ættismenn hefðu náið samstarf við
leiðtoga Kúrda, en vildi ekki útskýra
það nánar.
Vilja ná Kirkuk á ný
Undanfarinn áratug hafa þjóðern-
ishreinsanir Saddams hrakið tugi
þúsunda Kúrda frá Kirkuk, sem er
ríkasta olíuborg Íraks og eins konar
Jerúsalem fyrir Kúrda. Það er metn-
aðarmál sumra ættbálka þeirra og
stjórnmálaflokka að ná borginni sem
fyrst undir kúrdíska stjórn, en það
gæti leitt til hefndarmorða og stofnað
lífi bandarískra hermanna, sem
væntanlegir eru á svæðið á næstu
dögum, í hættu.
Hermenn FK og samstarfsflokks
þess í heimastjórninni, Lýðræðis-
flokks Kúrdistan (LK), segjast munu
hlýða skipunum Bandaríkjamanna
um að fara ekki strax inn í borgina.
„Ef Bandaríkjamenn taka völdin í
Kirkuk erum við sáttir við það,“
sagði FK-liði. En á undanförnum 12
árum hafa kúrdískir her- og öryggis-
lögreglumenn komið upp víðtækri og
vopnaðri andspyrnuhreyfingu í borg-
inni.
FK og LK deila hart um það hvor
fái fyrst að reisa kúrdíska fánann í
Kirkuk. Embættismenn beggja hafa
sagt að Kúrdar muni taka borgina,
en ekki með árás heldur með flóð-
bylgju af fólki sem flúið hefur borg-
ina. „Ef fólkið sem Saddam Hussein
hefur hrakið frá Kirkuk vill snúa aft-
ur til síns heima, hví skyldi það þá
ekki gera það?“ sagði Sami Abdul
Rahman, aðstoðarforsætisráðherra
LK.
Ef Bandaríkjamenn verða fáliðaðir
í norðurhluta Íraks skapast ennfrem-
ur sú hætta að kúrdísku hermenn-
irnir lendi í átökum við tyrkneska
herinn. Búist er við að Tyrkir sendi
tugi þúsunda hermanna inn í Norð-
ur-Írak til að hjálpa til við neyð-
araðstoð og tryggja flóttafólki skjóls-
hús. Kúrdar eru hræddir um að
þessir gömlu fjendur þeirra notfæri
sér stríðið til að leggja undir sig
hluta Kúrdahéraðanna og koma í veg
fyrir að Kúrdar nái Kirkuk á sitt
vald.
Hættulegur
aukaleikur
Átök Tyrkja og Kúrda gætu
reynst hættulegur aukaleikur í stríð-
inu í Írak. Hernaðarsérfræðingar
segja að bandaríski herinn gæti lent
á milli tveggja bandamanna sinna,
annars vegar Tyrkja, sem eru með
þeim í Atlantshafsbandalaginu, og
hins vegar Kúrda, sem Bandaríkja-
menn líta á sem lykilmenn í að koma
á lýðræði í Írak að stríðinu loknu.
Bandaríkjamenn ætluðu kúrdísku
hermönnunum aldrei neitt hlutverk í
stríðinu í Írak. Og Kúrdarnir eru
þreyttir eftir borgarastríð og upp-
reisnir gegn herjum Saddams. Þeir
virðast sáttir við að láta bandaríska
hermenn, hvenær svo sem þeir
koma, hafa yfirráð á kúrdísku land-
svæði, ef það þýðir að Saddam verði
steypt af stóli.
„Við erum hlýðnir félagar Banda-
ríkjanna,“ sagði fyrrverandi kúrdísk-
ur hermaður. „Hlýðnir félagar spyrja
ekki spurninga.“
beltinu, skipst á sprengjuskotum við
íraskar herdeildir og beðið færis að
komast í gegnum sandfjöllin Íraks-
megin beltisins.
Mótspyrna á svæðinu suður af
Basra – skammt frá strönd Persaflóa
– virtist harðari en annars staðar við
landamærin, er bandarískar og
breskar hersveitir hófu árás á landi á
fimmtudagskvöldið og héldu inn í
eyðimörkina á nokkrum stöðum.
Geoff Hoon, varnarmálaráðherra
Bretlands, tjáði breska ríkissjónvarp-
inu, BBC, að íraski herinn hefði veitt
„harða mótspyrnu“ við Umm Qasr,
olíuútflutningshöfn Íraka, sem Hoon
sagði að breskir landgönguliðar hefðu
náð á sitt vald. Á heildina litið hefði þó
„gengið upp og ofan“, sagði Hoon.
Þótt margir íraskir hermenn hefðu
gefist upp væri „sannarlega ekkert
sem benti til að andstaðan í suður-
hlutanum væri nærri því að hrynja“.
Enn vestar höfðu um 200 íraskir
hermenn gefist upp fyrir hraðliðum í
15. herdeild bandaríska landgöngu-
liðsins aðeins um klukkustund eftir að
Bandaríkjamennirnir fóru yfir landa-
mærin frá Kúveit í gærmorgun. Hóp-
ur um 40 Íraka gekk í röð eftir
tveggja akreina vegi til Bandaríkja-
mannanna og gafst upp.
Brynvögnum eytt
Menn úr 1. herdeild landgönguliðs-
ins fóru einnig inn á íraskt yfirráða-
svæði í fyrrinótt þar sem þeir mættu
íröskum T-55-skriðdreka sem þeir
eyddu með skriðdrekaflugskeyti.
Menn úr 3. herdeild fótgönguliðs
hersins eyddu að minnsta kosti þrem
íröskum brynvögnum, að því er her-
menn á víglínunni greindu frá.
Annars staðar mættu bandarísku
hermennirnir harðri mótspyrnu. 3.
herfylki 7. herdeildar landgönguliðs-
ins kvað hafa orðið að fresta för sinni
inn í Írak eftir að í ljós kom – að því er
heyra mátti í fjarskiptatækjum hers-
ins – að mikill fjöldi skriðdreka, sem
ekki hafði verið vitað um, var Íraks-
megin landamæranna.
Herfylkið varð fyrir riffil- og fall-
byssuskotum á fimmtudagskvöldið,
og þá vildi einnig svo til, að bandarísk
Cobra-þyrla skaut fyrir mistök eld-
flaug á bandarískan M1 Abrams-
skriðdreka með þeim afleiðingum að
einn hermaður særðist og skriðdrek-
inn eyðilagðist. Í gærmorgun hóf svo
herfylkið umfangsmikla fallbyssu-
skothríð yfir landamærin.
Með því að taka suðurhluta Íraks á
sitt vald myndu bandamenn stjórna
aðgangi að Persaflóa og undirbúa
fyrsta stóra áfangasigurinn á leiðinni
til Bagdad – Basra. Aðgerðirnar á
svæðinu á milli Basra og Persaflóa
bentu til að aðferð bandamanna í
landhernaðinum geri ráð fyrir tví-
skiptri árás – að eyða mótspyrnu
Íraka í suðurhluta þess svæðis þar
sem olíulindir þeirra eru, á meðan
aðrir hermenn bandamanna halda
norður til Bagdad.
Landgönguliðar fagna
Landhernaðurinn í Írak hófst með
dúndrandi fallbyssuskothríð banda-
manna norður yfir landamærin frá
Kúveit. Landgönguliðar héldu af stað,
margra vikna bið þeirra var lokið og
þeir fögnuðu þegar fallbyssukúlurnar
drundu yfir þeim.
Brynvagnar 1. herdeildar land-
gönguliðsins héldu yfir landamærin
um níuleytið í fyrrakvöld. Á leið sinni
yfir eyðimörkina sáu landgöngulið-
arnir svartan reyk stíga upp á tungl-
skinsbjartan himininn frá brennandi
olíulindum.
Fyrr um daginn voru breskir sér-
sveitarliðar fluttir með Chinook- og
Sea Stallion-þyrlum til að taka á sitt
vald olíuhreinsistöðvar á al-Faw-
skaga – þar sem Írakar eiga land að
Persaflóa og allar helstu olíustöðvar
þeirra eru.
Ekki virtist sem bandarísku og
bresku hermennirnir sem héldu inn í
Írak í fyrrdag og fyrrinótt hefðu orðið
fyrir neinum efna- eða lífefnavopna-
árásum.
!"
#
! $
!%&'#
"
" (
) #
# !
!" !
#
" $
%&'($
%)*+
', '-
%*+
,
!
$$$
!#
,
,
!
.
# # /
$%
,
!
.
01 $(!
) "
2
!
! 34 $
, 256
$7 # . *, -.**/
) # .
#
$8
+0123
%*
%*+ , +
) 3"
0 1
*
*"
5
6
7
.
6
5
7
.
-
’ Landher banda-manna var í gær
kominn allt að 250
km inn í Írak. ‘
STRÍÐ Í ÍRAK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 17
BANDARÍKJASTJÓRN hélt í gær
uppi þrýstingi á forystusveit Íraka
að steypa Saddam Hussein forseta,
en hann kom á ný fram í sjónvarpi í
því skyni að reyna að sýna fram á að
hann væri enn við völd.
Áður en íraska sjónvarpið sendi
út myndir af fundi þar sem Saddam
sat með syni sínum Qusay og varn-
armálaráðherranum Sultan Hashem
Ahmad, höfðu tals-
menn Bandaríkja-
stjórnar sagt að engar
sannanir hefðu komið
fram sem staðfestu
hvort Íraksforseti
væri lífs eða liðinn, en
fyrsta bylgja loftárása bandamanna
á Bagdad beindist fyrst og fremst að
því að reyna að ráða niðurlögum
hans.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði að bandarísk
stjórnvöld væru enn að þrýsta á
frammámenn í Íraksstjórn að hlaup-
ast undan merkjum Saddams. „Það
eru ýmis sambönd opin til Bagdad.
Ýmsir einstaklingar og lönd víða um
heim hafa verið að koma þeim skila-
boðum til íraskra ráðamanna að nú
sé óhjákvæmilegt annað en að komið
sé að stjórnarskiptum,“ sagði
Powell.
Sögusagnir komust í gær á kreik
um að Saddam hefði verið borinn út
á sjúkrabörum eftir fyrstu loftárása-
bylgjuna aðfaranótt fimmtudags, en
Ari Fleischer, talsmaður Hvíta
hússins, sagði að þótt margs konar
orðrómur væri á kreiki hefði ekkert
verið staðfest um afdrif Írakfsfor-
seta.
Mohammed Sa’aeed al-Sahhaf,
upplýsingamálaráðherra Íraks,
skýrði í gær frá því að eitt af mörg-
um heimilum Saddams hefði orðið
fyrir árás. Engan hefði sakað. „Þeir
skutu eldflaugum á heimili hans. En
svo er Guði fyrir að þakka að allir
sluppu ómeiddir,“ sagði íraski ráð-
herrann á fundi með fréttamönnum í
Bagdad.
Frá því þetta gerðist hefur íraska
ríkissjónvarpið tvívegis sýnt myndir
af Saddam Hussein. Einn frétta-
manna breska ríkisútvarpsins, BBC,
sagði í gær að sér
hefði virst sem for-
setinn væri þreytu-
legur og ekki jafn yf-
irvegaður og áður.
Þá hefði sviðsmynd
þeirrar myndbands-
upptöku ekki verið jafn glæsileg og
vant væri þegar Saddam Hussein
birtist þjóð sinni.
Sagðist fréttamaðurinn engar
heimildir hafa um það hvort forseti
Íraks hefði naumlega komist lifandi
af úr árásinni aðfaranótt fimmtu-
dagsins. Fréttamaðurinn kvaðst
hins vegar leyfa sér að velta því fyrir
sér hvort Saddam hefði verið í bygg-
ingunni sem ráðist var á. Yfirbragð
hans hefði verið á þann veg að hann
virtist sleginn og þreyttur. Þar
kynni að hafa farið maður sem orðið
hefði fyrir beinni árás og því áfalli
sem slíkri reynslu fylgdi.
„Risaveldi Al Capone“
Íraski upplýsingaráðherrann var
ómyrkur í máli og sagði George
Bush forseta vera glæpamann og
foringja glæpagengis. „Bandaríkin
eru risaveldi þorparanna. Bandarík-
in eru risaveldi Al Capone,“ sagði
hann og vísaði til eins nafntogaðasta
glæpamanns í sögu Bandaríkjanna.
„Við munum ekki hleypa þeim upp
úr því kviksyndi sem við höfum kom-
ið þeim í. Dauðinn bíður þeirra hér.“
Saddam
í feluleik
Bagdad. AP.
’ Þeir skutu eldflaugum á
heimili hans. ‘