Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 79. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Kúrdar bíða Bandaríkjamanna  Hörð mótspyrna á suðurvígstöðvunum  Fáir á ferli 4/16–21 Embættismenn í bandaríska varnar- málaráðuneytinu sögðu að yfir 1.500 sprengjum og stýriflaugum yrði beitt fyrsta sólarhring lofthernaðarins sem hófst í gær. Richard Myers, for- maður bandaríska herráðsins, sagði að bandarískar og breskar herflug- vélar hefðu farið í yfir þúsund árás- arferðir. Íranska ríkissjónvarpið sagði í gærkvöldi að bandarísk flugvél hefði varpað sprengju á bensínstöð í Íran, nálægt landamærunum að Írak, og tveir menn hefðu særst. Utanríkisráðherra Tyrklands sagði í gær að Tyrkir myndu senda hersveitir inn í Norður-Írak eftir að hafa veitt Bandaríkjaher heimild til að nota lofthelgi landsins til árása á Írak. Bresk stjórnvöld neituðu því að samið hefði verið við Tyrki um að þeir gætu gripið til slíkra aðgerða. Bandarískir embættismenn sögðu að „algjör ringulreið“ ríkti meðal for- ystumanna Íraks. Bandaríska sjón- varpið ABC sagði að Saddam Huss- ein kynni að hafa særst í fyrstu loftárásinni á Bagdad aðfaranótt fimmtudags og hafði eftir leyniþjón- ustumönnum að vitni hefðu séð hann borinn út úr rústum húss með súrefn- isgrímu fyrir andlitinu. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði þó að engar „óyggjandi upplýsingar“ hefðu borist um afdrif Saddams. Til að sannfæra Íraka um að Sadd- am Hussein væri á lífi birti íraska rík- issjónvarpið myndir af honum sem sagðar voru hafa verið teknar í gær. CNN-sjónvarpið sagði seint í gær- kvöldi að Bandaríkjaher hefði hafið viðræður við fulltrúa Lýðveldisvarð- arins, úrvalssveita Írakshers, um hugsanlega uppgjöf. Þetta hefur ekki verið staðfest. Bandarískar og breskar hersveitir náðu í gær á sitt vald hafnarborginni Umm Qasr við Persaflóa og voru komnar að útjöðrum Basra, stærstu borgarinnar í Suður-Írak. Fyrr um daginn lögðu hersveitirnar undir sig tvo mikilvæga flugvelli í vestanverðu landinu. Richard Myers sagði að her- sveitirnar hefðu sótt um 160 km inn í Írak. Reuters Stærsta forsetahöllin í Bagdad, Lýðveldishöllin, stóð í ljósum logum eftir loftárásirnar í gær. Margar fleiri byggingar brunnu, meðal annars skrifstofur utanríkisráðuneytisins og aðstoðarforsæt- isráðherrans. Þykkan reykjarmökk lagði frá byggingunum og fréttaritari AFP sagði að ógjörningur hefði verið að telja sprengingarnar og hversu margar byggingar urðu fyrir árásum. Stórhertar árásir á Bagdad Heil herdeild gefst upp  Mikilvægir flugvellir teknir  Tyrkir fara inn í N-Írak  1.500 sprengjum og stýri- flaugum beitt á skotmörkin  Markmiðið að valda ótta í stjórninni og Íraksher  „Algjör ringulreið“ sögð ríkja meðal leiðtoga Íraks Bagdad, Washington, Doha. AFP. BANDARÍKJAHER hóf í gær harðar loftárásir á skotmörk í Bagdad og bandarískir embættismenn sögðu þær upphafið að stórfelldum lofthernaði sem miðaði að því að valda „losti og ótta“ meðal leiðtoga og hermanna Íraks og knýja þá til uppgjafar. Nokkrum mín- útum eftir að loftárásirnar hófust í gær sagði Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, að Saddam Hussein væri að missa tökin á stjórn landsins. Stærsta forsetahöllin í Bagd- ad, helsta táknið um heljartak Saddams á Írak frá 1979, stóð í ljósum logum og margar fleiri byggingar brunnu. Engar fréttir bárust í gærkvöldi um mannfall. Loftárásir voru einnig gerðar á skot- mörk í borgunum Mosul og Kirkuk í Norður-Írak. Bandarískar og breskar hersveitir héldu áfram landhernaðinum í sunnanverðu landinu og fregnir hermdu í gærkvöldi að her- deild í grennd við borgina Basra, um 8.000 manns, hefði gefist upp. Sigurður Viggó Kristjánsson, flugstjóri hjá US Airways í Bandaríkjunum, flaug til Kúveits fyrr í vikunni með þá menn sem eiga að stjórna landinu til bráðabirgða að stríðinu loknu. HUNDRUÐ þúsunda manna mótmæltu stríð- inu víða um heim í gær, m.a. þessir Þjóðverjar í Frankfurt. Víða mótmælt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.