Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKRIFAÐ var undir verksamn- inga um byggingu Fáskrúðsfjarð- arganga við athöfn sem fram fór í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðs- firði í gær. Meðal viðstaddra voru Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra, Jón Rögnvaldsson vega- málastjóri, forsvarsmenn verktaka, sveitarstjórnamenn á Austurlandi o.fl. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- ir við göngin hefjist í næsta mán- uði og byrjað verði að sprengja fyrir göngunum um mánaðamótin apríl/maí. Eiga göngin að verða tilbúin haustið 2005. Verktaki við gerð ganganna er Ístak hf. ásamt E. Pihl og Søn AS. „Það er mjög ánægjulegt að þetta skuli vera farið af stað með tilliti til þess hversu langur að- dragandi er að þessum fram- kvæmdum. Jarðgangaáætlunin hefur verið samþykkt eins og kunnugt er þar sem gert er ráð fyrir þessum framkvæmdum,“ sagði Sturla Böðvarsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er mjög mikilvægt að geta stytt þessa áfanga hér á Austur- landi og ég trúi því að þessi göng muni hafa mikil áhrif fyrir byggð- irnar. Það er einnig mikilvægur áfangi að koma þessu verki af stað frá sjónarhorni vegagerðar á Ís- landi,“ sagði hann. Samgönguráðherra segir að ekki fari á milli mála að jarðgangagerð- in sé þýðingarmikil samgöngubót fyrir byggðarlögin á Austurlandi. Þessar vegabætur hafi m.a. þá þýðingu að atvinnusvæðið stækki, sem skipti miklu fyrir atvinnufyr- irtækin á Austfjörðum, þjónustu- starfsemi sem gera má ráð fyrir að eflist í tengslum við stóriðjuna á Austurlandi og ekki síður fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Stytta Suðurfjarðar- veg um 34 kílómetra Jarðgöngin munu stytta Suður- fjarðarveg um Austfirði um 34 kílómetra. Með tilkomu ganganna verða aðeins 18 kílómetrar á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar í stað 54 km í dag. Um leið verða leystir af hólmi hættulegir veg- arkaflar með erfiðum beygjum, blindhæðum og takmörkuðu burð- arþoli. „Jarðgöngin sem nú er ráðist í munu skipta sköpum fyrir Austur- land allt og er að mínu viti ein al- stærsta aðkoma sem ríkisvaldið hafði til að styrkja og efla byggðir á mið- og suðurfjörðum Austur- lands. Með þeim hefst nýtt þróun- ar og hagvaxtarskeið hér eystra. Þau stækka atvinnusvæðið sem vandalítið getur eftir göng spannað yfir Fjarðabyggð og suður til Breiðdals, þau auka og gera auð- veldari samskipti íbúanna, félaga og fyrirtækja og þau opna á þann möguleika að eitt stórt sveitarfélag geti orðið til með sameiningu þeirra hreppa sem nú telja Fjarða- byggð, Fáskrúðsfjarðar-, Búða- og Stöðvarhrepp sem þannig gætu myndað eitt sterkasta samfélagið á Austfjörðum með stjórnsýslu- og þjónustukjarna á Reyðarfirði,“ sagði Guðmundur Þorgrímsson, oddviti á Fáskrúðsfirði, í ávarpi við undirritunina í gær. Steinþór Pétursson sveitarstjóri Búðahrepps sagði þetta gleðileg tímamót í samgöngumálum á svæðinu, sem muni færa Fáskrúðs- fjörð af fullum krafti inn í þá hringiðu athafna og uppbyggingar sem er að hefjast á svæðinu. „Með tilkomu þessara jarðganga verða íbúar Fáskrúðsfjarðar steinsnar frá þessu nýja atvinnufyrirtæki og til gamans má geta þess að 1⁄3 þess- arar annars stuttu leiðar verður innandyra óháð veðri og færð,“ sagði hann. Heildarkostnaður við göng og aðliggjandi vegi 3,8 milljarðar Heildarkostnaður við gerð gang- anna og aðliggjandi vegafram- kvæmdir er áætlaður 3,8 milljarð- ar. Þar af er verktakakostnaður rúmlega 3,2 milljarðar. Fjárveiting vegna verksins er á vegaáætlun fyrir árin 2003 til 2005. Gert er ráð fyrir að taka muni eitt og hálft ár að sprengja göngin í gegnum fjallið og verður þá unnið frá báðum endum samtímis. Eitt ár tekur síðan að fullgera göngin og ljúka öllum frágangi. Umferð á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar er um 200 bílar á dag að meðaltali, 280 bílar að sumri og 130 bílar á dag yfir vet- urinn. Áætlanir gera ráð fyrir að umferð um göngin geti orðið um og yfir 1.000 bílar á dag eftir 20 til 30 ár. Verksamningar undirritaðir um byggingu Fáskrúðsfjarðarganga á Austfjörðum í gær Framkvæmdir hefjast við göngin í næsta mánuði                                               Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Páll Sigurjónsson, forstjóri Ís- taks (t.h.), tókust í hendur eftir undirritun samnings um gerð jarðganga á Austurlandi. Milli þeirra er Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri. FÁSKRÚÐSFJARÐARGÖNG milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar verða 5,7 km löng, tvíbreið göng með hálfhringsformi. Göngin verða sprengd með 200 metra löngum for- skálum. Göngin verða 6,3 metra há fyrir miðju og 7,6 metra breið í gólf- hæð. Gangaþversniðið verður 53 m². Reyðarfjarðarmegin verður 40 metra langur forskáli og verður munni hans í 65 metra hæð yfir sjó og lengdarhalli um 1,5% vel inn fyr- ir miðju ganganna þar sem þau ná mestri hæð 124 metrar. Fáskrúðs- fjarðarmegin verður 160 metra langur forskáli og verður munni hans í um 100 metra hæð yfir sjó. Í gólfi ganganna verða lagnir fyr- ir há- og lágspennta rafkapla og síma, drenlagnir o.fl. Sérstök útskot verða í göngunum með 600 metra millibili, þar af tvö snúningsútskot meðan á framkvæmdum stendur og tvö sérstök útskot fyrir spennistöðv- ar. Stjórnhús verður í útbyggingu við vegskála Reyðarfjarðarmegin. 5,7 km tvíbreið göng Á ANNAN tug viðskiptavina Símans hafa orðið fórnarlömb símasvindls á Netinu og setið uppi með símreikninga upp á tugi þúsunda. Hæsti reikning- urinn er upp á tæpar 100 þús- und krónur. Heiðrún Jónsdóttir upplýsingafulltrúi Símans segir þá sem hafa ADSL-tengingu þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af svindlinu. Hin mikla gjaldtaka er talin tengjast heimsóknum fólks með upphringibúnað á ákveðin vef- svæði á Netinu þar sem forriti er hlaðið í tölvuna. Þegar for- ritið er gert virkt slítur tölvan sambandið við innlenda netfyr- irtækið og hringir til útlanda. Af þeim sökum greiða notendur ekki lengur fyrir innanbæj- arsímtal heldur útlandasímtal því tölvan beinir símtölum í gegnum erlendan netþjón. Not- endur verða ekki varir við þetta og lenda því grunlausir í vand- ræðum síðar. Þá geta stillingar vegna áskriftar í mótaldi við- skiptavinar breyst og því verða notendur heldur ekki varir við að öll notkunin fer fram í gegn- um erlenda netþjóna. Vitað er um nokkra viðskiptavini Símans sem hafa með þessum hætti tengst fjarskiptaneti í Gíneu Bissá og Sao Thome. Þá eru hringingar sagðar tengjast Diego Garcia, sem er eyja á Ind- landshafi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Símanum er vitað til þess að erlend fyrirtæki, sem reka starfsemi sína á Netinu, hafa beint símtölum til fjar- skiptaneta fjarlægra svæða til þess að hafa fé af netnotendum. Samkvæmt upplýsingum frá Símanum bera símafyrirtæki ekki ábyrgð á því tjóni sem við- skiptavinir verða fyrir af þess- um sökum þar sem fyrirtækin eru ekki ábyrg fyrir því sem fram fer á Netinu. Hins vegar hefur Síminn brugðið á það ráð að loka fyrir sjálfvirka af- greiðslu á símtölum til Gíneu Bissá en framvegis verður hægt að hringja með aðstoð tal- símavarðar í talsambandi við út- lönd í síma 1811. Heiðrún Jónsdóttir bendir viðskiptavinum Símans Internet á að fara varlega í að hlaða nið- ur forritum og öðru efni frá er- lendum vefsíðum. Góð leið sé að fylgjast reglulega með notkun og sundurliðun á þjón- ustuvefjum símafyrirtækjanna og bendir hún viðskiptavinum á að hægt er að fylgjast daglega með notkun á „Þínum síðum“ á siminn.is. Einnig sé foreldrum ráðlagt að fylgjast með netnotk- un barna og unglinga. Besta ráðið sé að hafa still- ingu á innhringisambandinu þannig að notandi þurfi að stað- festa tengingu í hvert sinn sem hringt er. Hægt er að skoða hvort tölvan sé tengd við réttan netþjón með því að smella á táknið í hægra horninu á skjá tölvunnar sem sýnir tvær tölv- ur. Þá birtist nafnið á netþjón- inum. Nærri 100 þúsund kr. reikningar vegna símasvindls á Netinu HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða 10 ára gömlum dreng um 8,5 milljónir króna í skaðabætur, auk vaxta, vegna áverka sem drengurinn hlaut í fæðingu og raktir voru til mistaka starfsmanna Landspítalans. Örorka drengsins hefur verið metin 40% frá fæðingu. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað ríkið af skaða- bótakröfunni. Hæstiréttur taldi sannað, með vísan til læknisfræðilegra álits- gerða, að við fæðingu drengsins hefði komið upp svokallað axlar- klemmutilvik og hann hefði orðið fyrir togáverka sem örorka hans stafaði af. Væru yfirgnæfandi líkur fyrir því að of mikið hefði verið tog- að í höfuð barnsins til þess að losa um klemmuna en þegar fyrirstaðan uppgötvaðist hefði hins vegar enn verið tími til þess að kalla til fæð- ingarlækni og gera spangarskurð samhliða öðrum handbrögðum. Þeg- ar allt sem fram væri komið í mál- inu væri virt yrði við svo búið að leggja á ríkið að sýna fram á að þrátt fyrir tilhlýðilega aðgæslu hefði ekki verið unnt að koma í veg fyrir skaða drengsins. Þar sem það hafði ekki verið gert var ríkið látið bera fébótaábyrgð á því örorkutjóni sem drengurinn varð fyrir. Drengnum voru dæmdar um 8,5 milljónir í bætur, auk vaxta, en frá þeirri upphæð dragast 1,3 milljónir sem Tryggingastofnun ríkisins hafði þegar greitt honum. Ríkið var einn- ig dæmt til að greiða 1,2 milljónir í málskostnað. Málið dæmdu hæsta- réttardómararnir Guðrún Erlends- dóttir, Garðar Gíslason, Haraldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Páll Arnór Pálsson hrl. var lögmaður drengsins en Skarphéðinn Þórisson hrl. var til varnar fyrir ríkið. Mistök við fæðingu staðfest í Hæstarétti LAUNAVÍSITALAN í febrúar er hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 5,6%. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að heldur hafi hægt á launahækkunum síðastliðið ár. Kaupmáttur launa, mældur sem mismunur á breytingum launa- vísitölu og neysluverðsvísitölu, hafi aukist um ríflega 4%. At- vinnuleysi hafi aukist og kaup- máttur ráðstöfunartekna, þar sem tillit sé tekið til heildarráð- stöfunartekna heimilanna, hafi því ekki aukist jafn mikið. Launavísi- tala hækk- ar um 0,2% LANDHELGISGÆSLAN fær skipagasolíu á nær sama verði á Ís- landi og í Færeyjum en sparar sér virðisaukaskattinn sé olían keypt í Færeyjum. Lítrinn af skipagasolíu kostar 36,60 krónur samkvæmt verðlista, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að varðskipið Ægir hefði keypt 130 þúsund lítra af olíu í Færeyjum fyr- ir 12 krónum minna á lítra. Lúðvík Björgvinsson, forstöðumaður inn- lendrar sölu og tækniþjónustu hjá Skeljungi, segir að miðað við 36,60 krónur á lítra séu 7,20 kr. virð- isaukaskattur og 90 aurar fari í flutningsjöfnuð í Reykjavík. Gæslan hafi auk þess ákveðin viðskiptakjör hjá Skeljungi og þegar allt sé talið saman sé munurinn á verðinu á Ís- landi og í Færeyjum sáralítill. „Hún er fyrst og fremst að spila inn á virðisaukaskattinn,“ segir hann og bendir á að grunnverð á olíu á Ís- landi fyrir erlend skip sé 29,40 krónur, en ekki sé hægt að selja Gæslunni olíu á Íslandi án virð- isaukaskatts. Olíukaup Gæslunnar í Færeyjum Sparar sér virð- isaukaskattinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.