Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Við upplifðum þetta sama árið 1991“ ÍBÚI Í BAGDAD Á NORÐURVÍGSTÖÐVUNUM í Írak eru á víð og dreif fjárhirðar, auðir akrar og vopnaðir Kúrdar eins og Rebwar Abdul Rahman, sem er í drullugum, opnum skóm og heldur á Kalashnikov-riffli. Ólíklegt er að hon- um yrði ruglað saman við bandarísku hermennina sem þeysa fram eyði- mörkina í Suður-Írak. Rahman er ekki með neinn hjálm, á enga gasgrímu og ekki skothelt vesti. Hann er vopnaður þessum rússneska riffli og fáeinum kúlum í hann. Hann hlustar á útvarpið og sötrar te milli þess sem hann skýtur á íraska hermenn. Þegar hann er bú- inn á vaktinni fer hann upp í leigubíl og heldur heim í þorpið sitt, sem er svo að segja mannautt. Í um tveggja kílómetra fjarlægð gægjast Írakarnir yfir brúnir fjallanna. 30.000 voru væntanlegir Ætlunin var að um þrjátíu þúsund bandarískir hermenn tækju sér stöðu á norðurvígstöðvunum. Það átti að vernda sjálfstjórnarhérað Kúrdanna, sem eru um 3,7 milljónir, fyrir herj- um Saddams Husseins, taka olíu- borgirnar Kirkuk og Mosul og halda svo suður til Bagdad. En Tyrkir neituðu að leyfa Banda- ríkjamönnum að fara með her og þungavopn inn í Írak af tyrknesku landi og þess vegna eru landamærin í norðri varin af illa vopnuðum og lítt þjálfuðum kúrdískum hersveitum sem takast á við íraska herinn. Spurningin um það hver muni fara með völdin í norðurhéruðum Íraks að stríðinu loknu er lykilatriði í framtíð þessa svæðis, þar sem Kúrdar hafa búið innan landamerkja sem dregin voru fyrir þá í lok Persaflóastríðsins 1991 og hefur síðan verið gætt af bandarískum og breskum flugvélum. Leiðtogar Kúrda hafa heitið því að halda Írak í heilu lagi, en Tyrkir ótt- ast að sjálfstætt ríki Kúrda verði stofnað, og ógni öryggi og stöðug- leika í Tyrklandi. „Horfast í augu við dauðann“ Bestu hermenn Kúrda eru kallaðir „peshmerga“, eða þeir sem horfast í augu við dauðann. En Kúrdar vita ekki alveg hvaða hlutverki þeir gegna í þessu stríði. Hershöfðingjar þeirra segja að bandaríska varnar- málaráðuneytið hafi fátt sagt þeim um hernaðaráætlunina. Ekkert bólar á gasgrímum og skotfærum sem Bandaríkjamenn lofuðu. Einn hern- aðarsérfræðingur sagði að Banda- ríkjamenn litu á kúrdísku hermenn- ina sem vinveitta bófa, fremur en sem vopnabræður. „Við vitum ekki hvað Bandaríkja- menn ætlast til að við gerum,“ sagði Simko Dizayee, yfirmaður herafla Föðurlandssambands Kúrdistan (FK), sem hefur á að skipa tíu þús- und mönnum á vígstöðvunum, og ætlar að kalla út fimmtán þúsund til viðbótar. „Bandaríkjamenn vita hvaða áætlun þeir hafa, en þeir hafa ekki sagt okkur neitt um hana. Við höfum ekki æft okkur neitt með Kúrdar bíða Bandaríkjamanna Chamchamal í Norður-Írak. The Los Angeles Times. Reuters Kúrdískir hermenn á ferð við höfuðstöðvar sínar í Chamchamal, skammt frá víglínunni í norðurhluta Íraks. ’ Bandaríkjamennvita hvaða áætlun þeir hafa, en þeir hafa ekki sagt okkur neitt um hana. ‘ BANDARÍSKAR hersveitir, sem sóttu fram um eyðimörkina í suður- hluta Íraks í brynvögnum í gær, mættu íröskum hermönnum sem höfðu gefist upp, og landgönguliðs- sveitir bandamanna réðust í gegnum varnir Íraka á meginþjóðveginum til borgarinnar Basra, sem er stærsta borgin í Suður-Írak og hernaðarlega mikilvæg. Skriðdrekar og brynvagnar land- gönguliðanna voru studdir af Cobra- árásarþyrlum og sprengjuvörpum á leiðinni í gegnum hlutlausa beltið á landamærum Kúveits og Íraks og að þjóðvegi 80, sem liggur til Basra. Gekk för skriðdreka landgöngulið- anna í átt að miðju landsins vel og sókn fótgönguliðsins, austar, norður á bóginn sömuleiðis. Að sögn embættis- manna var herliðið komið í gær allt að 250 km inn í Írak, norður frá Kúveit. Sir Michael Boyce aðmíráll, yfir- maður brezka heraflans, greindi frá því að brezkar og bandarískar her- sveitir hefðu raðað sér upp við borg- armörk Basra, 32 km norður af landa- mærunum, og byggju sig undir að taka hana. Þá höfðu sveitir bandamanna þeg- ar tekið hafnarborgina Umm Qasr, sem er alveg við landamærin að Kúv- eit, og sagði Bocy að til stæði að gera hana að meginmiðlunarstöð mannúð- araðstoðar. Svo virtist sem landhernaðurinn miðaðist nú við að ná fram þremur meginmarkmiðum: að herða snöruna að Saddam, að tryggja öryggi olíu- linda Íraks áður en flýjandi hermenn Írakshers gefst færi til að kveikja í þeim, og að opna flutningaleiðir fyrir hjálpargögn til bágstaddra almennra íbúa landsins. Fyrsta mannfallið í liði banda- manna frá því innrásin hófst varð í gær, er 12 hermenn fórust með þyrlu sem hrapaði, 8 Bretar og 4 Banda- ríkjamenn, og tveir bandarískir sér- sveitamenn féllu í bardaga. Engar op- inberar tölur voru hins vegar fáan- legar yfir áætlað mannfall í liði Íraka. Í alla fyrrinótt hafði 1. herdeild landgönguliðsins setið á hlutlausa Hörð mótspyrna Íraka á suður- vígstöðvunum Margir íraskir hermenn hafa þó lagt niður vopn og gefist upp Suður-Írak, Doha. AP, AFP. Íraskir hermenn gefast upp í grennd við olíuhöfnina Umm Qasr í gær. Reuters AP Bandarískir landgönguliðar gefa íröskum hermanni vatn eftir að hann gafst upp ásamt um 200 öðrum í Suður-Írak í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.