Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.03.2003, Blaðsíða 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MARS 2003 27 COHEN, sem hefur mikla reynslu af neyt- endamálum í sínu heimalandi og víðar, sagði að þróunin væri sú að sífellt væri verið að bjóða neytendum meiri upplýsingar um vöru og þjónustu og benti á Netið í því sam- bandi. „Neytendur þurfa í raun ekki lengur á upplýsingum um vörur að halda í versl- unum enda eru þær upplýsingar stundum hlutdrægar og háðar hagnaðarvon. Með því að fá upplýsingar um vöru og þjónustu beint frá framleiðendum á Netinu öðlast neytendur betri þekk- ingu á vörunni og upplýsingarnar berast hraðar,“ segir hann. Cohen velti því jafnframt fyrir sér hvort þessar upplýsingar væru áreið- anlegar. „Á Netinu fer neytandinn frá einu vefsetri til annars og hann veit ekki hve áreiðanlegar upplýsingarnar eru. En upplýsingar á Netinu eru venjulega ekki ritskoðaðar og mikið af þeim eru ekki undir nafni. Neyt- andinn er því sífellt að fá meira magn af upplýsingum en þær eru að sama skapi ekki alltaf áreiðanlegar. Cohen var spurður að því hvernig hinn almenni neytandi gæti vitað hvort matvara sem hann er að kaupa í verslunum, til dæmis kjöt, grænmeti eða ávextir, innihaldi ekki einhver skaðleg efni fyrir líkamann. „Vandinn í Evrópu nú er að neyt- endur vita í raun alls ekki hvað þeir eru að setja ofan í sig. Evrópa er að fara í gegnum miklar breytingar. Sér- hvert land er með matvælastofnun sem hefur eftirlit með því hvort mat- vælin sem framleidd eru í landinu eru samkvæmt settum reglum. En vand- inn er sá að þessar stofnanir geta ekki fylgst með öllum vörum sem fram- leiddar eru. Í framtíðinni verður það þannig að í verslunum verða upplýs- ingar með matvælunum þar sem kemur fram hvernig framleiðslunni hefur verið háttað og upprunaland hennar. Neytendasamtök í Evrópu eru að berjast fyrir því að komið verði á sam- eiginlegu evrópsku kerfi svo hægt verði að rekja hvaðan tiltekin matvara kemur. Yfir- völd í Evrópu hafa ekki áhuga á slíku kerfi nú. Ég er þó viss um að þeim á eftir að snúast hugur síðar vegna þess að það eru alltaf öðru hvoru að gerast slys í umhverfinu sem hafa áhrif á matvælafram- leiðsluna. Dæmi um þetta er kúariðan sem kom upp í Bretlandi ekki alls fyrir löngu og eyðilagði tímabundið markaðinn á bresku nautakjöti. Kamfýlobakterían sem fundist hefur í kjúklingum hefur einng valdið usla á mörkuðum. Hvað varðar sölu á lífrænni fæðu þá er þetta kerfi þar fyrir hendi.“ Framleiðandinn þarf ekki að sanna hvert innihaldið er Hvað er hægt að gera ef auglýs- ingar gefa villandi upplýsingar um vöru? „Það getur verið erfitt að koma í veg fyrir rangar upplýsingar í aug- lýsingum, því það er oft erfitt fyrir neytandann að sanna að farið sé þar með rangt mál. Framleiðandinn þarf heldur ekki að sanna að varan inni- haldi það sem stendur í auglýsingunni eða í innihaldslýsingu vörunnar.“ Cohen ræddi um að hinn frjálsi markaður ætti í framtíðinni eftir að gefa neytendum möguleika á meira úrvali af vöru og þjónustu og verð ætti eftir að verða svipað í Evrópu- löndunum. Ástæðan væri sú að eftir að evran var tekin upp væri auðveld- ara að bera saman verð á vöru og þjónustu til dæmis á Netinu. Markaðir að þróast í átt til einhæfni „Neikvæða hliðin á þessari þróun er sú að hún leiðir til ákveðinnar ein- hæfni. Ef gengið er um verslunar- hverfi í Amsterdam, Róm eða París þá er að finna þar næstum því sömu verslanirnar. Þannig eru staðbundin einkenni þessara gatna að hverfa. Það hefur gerst þegar stór alþjóðleg fyr- irtæki kaupa verslanir eða þjónustu- fyrirtæki á staðnum og breyta þeim eða laga að hugmyndum eigin fyrir- tækis.“ -Á neytandinn ekki eftir að verða leiður á markaði sem er eins alls stað- ar þar sem hann kemur? „Jú, það held ég. Það jákvæða við þessa þróun er þó að verðið verður lægra. Við þessar kringumstæður þarf hið opinbera að vera vel á verði að þessi þróun leiði ekki til fákeppni sem getur leitt til hærra vöruverðs. Slíkt getur auðveldlega gerst, ekki síst í litlu samfélagi eins og á Íslandi. Við verðum líka að hafa í huga hve gríðarlega stór og öflug þessi fyrir- tæki eru. Þótt nauðsynlegt sé að opna dyrnar fyrir öðrum mörkuðum meg- um við ekki opna alveg upp á gátt. Því þá er hætta á að ýmsir þættir úr menningu okkar hverfi. Það þarf að finna jafnvægi á þessu sviði sem gengur upp. Eins og ég hef sagt áður þá lifum við á tímum örra breytinga svo þjóðir þurfa að fara að móta stefnu í þessum málum áður en það er um seinan.“ Cohen segir ofangreinda þróun síð- ur muni ná til þjónustustofnana eins og banka og tryggingarfélaga, að minnsta kosti fyrst um sinn. Segir hann að ein af ástæðunum fyrir því sé sú að skattakerfið sé mismunandi í Evrópulöndunum. Þegar skattakerfi landanna verði samræmt muni það leiða til þess að bankar og trygging- arfélög færi út kvíarnar í meira mæli til annarra landa. Neytendadómstóll æskilegur Það kemur fram í máli Cohens að neytendavernd er á háu stigi í Evrópu og neytendalögin í hverju landi eru með ágætum. Þegar reyni á þau sé stundum aðra sögu að segja. Þetta komi sérstaklega illa við neytendur þegar verið sé að kaupa hluti sem kosti innan við 10 þúsund krónur. „Ef leitað er ráða hjá lögfræðingi í svona tilvikum greiðir neytandinn meira fyrir þjónustu hans en sem nemur verði hlutarins. Þannig að neytandinn getur í sumum tilvikum verið mjög vanmáttugur. Þessu þarf að breyta með því að setja á laggirnar lítinn neytendadómstól þar sem hinn al- menni borgari getur fengið úrlausn mála sinna. Dómstóllinn þyrfti að vera skjótvirkur og allir yrðu að hafa aðgang að honum. Menn þyrftu ekki að ráða sér lögmann til að sækja mál sitt fyrir þessum dómstóli. Kostnaður neytandans við að nýta sér dómstól- inn yrði auðvitað að vera í lágmarki.“ Neytendur vita oftast ekki hvað þeir setja ofan í sig Felix Cohen, forstjóri hollensku neytenda- samtakanna Consumentenbond, var fyr- irlesari á ráðstefnu Neytendasamtakanna á Grand hótel Reykjavík nýlega. Hildur Einarsdóttir ræddi við hann um stöðu neytenda í Evrópu framtíðarinnar. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Neytandinn fær sífellt meiri upplýsingar um vöru og þjónustu en því miður getur hann oft ekki treyst þeim upplýsingum. Felix Cohen, forstjóri hollensku neytenda- samtakanna, Consum- entenbond. NÚ ER búið að gera endurbæt- ur á verslun Nóatúns við Þver- holt í Mosfellsbæ. Ávallt verður heitt kaffi á könnunni, aukið úr- val af brauði og sætabrauði, ókeypis ísmolar og hægt að kaupa lottómiða við kassann. Þá verður afgreiðslutíma verslunarinnar einnig breytt. Um helgina verður opnun- arhátíð í versluninni og kynn- ing á fjölmörgum íslenskum vörum og mörg tilboð. Nóatún í Mosfellsbæ Breytt búð og tilboð PÉTUR Péturs- son ehf. kynnir endurnýjaðar húðvörur frá Skinwonder sem sagðar eru nær- andi og rakagef- andi fyrir þurra og viðkvæma húð. Í tilkynningu frá innflytjanda segir að Skinwonder-vörur hafi verið unnar úr hinni afrísku smjörbaun, sem þekkt sé fyrir fjölómettaðar fitusýr- ur. „Skinwonder-vörur henta öllum húðgerðum og veita vörn gegn sólar- ljósi. Auk þess þykja þær veita góða vernd gegn kuldaexemi og hafa nýst gegn ýmsum húðvandamálum, svo sem þurrum blettum og psoriasis,“ segir ennfremur. NÝTT Húðvörur úr smjörbaun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.